Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 23. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Mörgum fastagestum kaffihúsa- keðjunnar Starbucks varð brugð- ið þegar þeir sáu að loka átti „þeirra“ Starbucks-kaffihúsi. Ein- hverjir viðskiptavinir kaffihúsa- keðjunnar hafa því skipulagt her- ferðir og dreift undirskriftalistum til að fá stjórnendur fyrirtækisins til að endurskoða ákvörðun sína. Í síðustu viku birti fyrirtækið lista yfir þau kaffihús sem loka á, en loka á 600 kaffihúsum í Banda- ríkjunum. Þó að flest kaffihúsin sem loka á séu í Flórída, Kalíforn- íu og Texas, munu önnur strjál- býlli ríki Bandaríkjanna þó tapa hlutfallslega mest. Þannig mun Suður-Dakóta missa þriðjung allra Starbucks-kaffihúsa sinna við lokunina, en nú rekur keðjan 12 kaffihús í ríkinu. Skiptar skoðanir eru um Star- bucks-kaffihúsakeðjuna, en hún hefur oft verið gagnrýnd fyrir að grafa undan litlum sjálfstæð- um kaffihúsum. Á móti kemur að í mörgum smábæjum og úthverf- um þykir koma Starbucks-kaffi- húss ákveðin tímamót. Los Ang- eles Times greindi einnig frá því á þriðjudag að í mörgum hverf- um L.A. hafi verið litið á veru Starbucks-kaffihúsa sem ákveðin gæðastimpil, og að þau hafi haft jákvæð áhrif á fasteignaverð í ná- grenninu. Fyrirtækið segir að of geyst hafi verið farið í opnun nýrra kaffihúsa undanfarin ár, og við- varandi taprekstur sé á öllum þeim kaffihúsum sem loka á. Áætlað er að 12.000 manns munu missa vinnuna vegna þess- ara aðgerða. - msh OF GEYST FARIÐ Í UPPBYGGINGU Flest kaffihúsin sem loka á eru í úthverfum og smábæjum. AFP/MARKAÐURINN Til bjargar Starbucks Hlutabréf í Apple lækk- uðu eftir að uppgjör- ið fyrir þriðja ársfjórð- ung var birt. Félagið skil- aði þrátt fyrir það meiri tekjuaukningu en áður var gert ráð fyrir. Auk þess hafa fjár- festar vaxandi áhyggj- ur af heilsufari Steves Jobs, stofnanda Apple. New Tork Times greinir frá því að Jobs hafi þótti áberandi horaður þegar hann kom fram á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækis- ins fyrir um mánuði og síðan hafa bollaleggingar um heilsu- far hans vaxið stöðugt. Áhyggjur fjárfesta or- sakast einkum af varúð- arráðstöfunum félagsins og spá um minni sölu í haust en greinendur hafa hingað til gert ráð fyrir. Tekjur Apple jukust um 31 prósent á síðasta árs- fjórðungi, um 1,07 millj- arða dala, sem gerir 1,19 dali á hlut. Félagið seldi ellefu milljón- ir iPod-spilara og rúmlega 700 þúsund iPhone á tímabilinu sem var meira en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. -bþa Tvíbent uppgjör Apple Demókratar á Bandaríkjaþingi hyggja á frekari aðgerðir til að örva bandarískt efnahags- líf. Nancy Pelosi, forseti Banda- ríkjaþings, sagðist vona að þing- ið gæti afgreitt lög um 50 millj- arða dollara efnahagsörvun fyrir kosningar í haust. Fyrr í ár sam- þykkti þingið 152 milljarða doll- ara efnahagsörvun, mest í formi skattaendurgreiðslna til einstakl- inga og fyrirtækja. Demókratar hafa síðan þá rætt möguleikann á öðrum efnahags- örvunarpakka, en til að ná þver- pólitískri sátt voru mörg málefni sem flokksmönnum voru hug- leikin skorin úr lögunum. Barack Obama, forsetafram- bjóðandi Demokrataflokksins, lýsti því yfir á fundi verkalýðs- samtakanna United Autoworkers í Detroit að hann myndi styðja lög um sértækar aðgerðir til stuðnings efnahagslífinu, að því tilskyldu að í honum yrðu ákvæði um aðstoð við bílaframleiðendur, og stuðningur við þróun og fram- leiðslu umhverifsvænni bíla. Ólíklegt er talið að repúblik- anar muni styðja annan örvunar- pakka. George W. Bush hefur lýst sig andvígan frekari aðgerðum meðan beðið sé hvort fyrri örv- unarpakki nægi til að rétta við ástandið. John Boehner, leiðtogi repúblikana í neðri deild Banda- ríkjaþings tók í sama streng og sagði að bandarískt hagkerfi væri „merkilega sterkt“. - msh BARACK OBAMA Bílaframleiðendum verði komið til hjálpar og þróun umhverf- isvænni bíla styrkt AFP/MARKAÐURINN Önnur vítamínsprauta í hagkerfi BNA Eflaust eru margir sem halda að minni líkur séu á stuldi á eldri bílum, en svo er ekki í Banda- ríkjunum. Honda Civic árgerð 1995 er á toppnum yfir vinsæl- ustu bíla meðal þjófa árið 2007 og fylgir Honda Accord árgerð 1991 í kjölfarið. Í skýrslu Bandarísku trygg- ingastofnunarinnar segir að helstu ástæður þess að eldri bílar eru vinsælir sé vegna þess hve auðvelt er að nota þá í vara- hluti. Viðmælandi vefrits Forbes segir bíla gjarnan bútaða niður og seldir sem varahlutir í aðra bíla. Margir eldri bílar séu gull- molar fyrir þjófa þar sem íhlutir, svo sem hljómflutningstæki og tölvur, loftpúðar séu verðmætir á svörtum markaði. Neðanjarðar- hagkerfi hafi í raun skapast með varahluti úr eldri bifreiðum sem geri eldri bíla eftirsóknarverða til stuldar. Stuldur á bifreiðum dróst saman í Bandaríkjunum um 8,9 prósent árið 2007 frá fyrra ári. Eitthvað er smekkur íslenskra þjófa annar en bandarískra, því Toyota Corrolla er vinsælasti bíll- inn meðal íslenskra þjófa. Alls voru 265 ökutæki eftirlýst stolin á Íslandi árið 2007 samkvæmt málaskrá lögreglunnar. Eins og sjá má hér að neðan þá voru tvær tegundir Toyota-bif- reiða mest stolnu ökutæki árs- ins. Af tólf mest stolnu ökutækj- um ársins eru sex tegundir: Toy- ota, Nissan, Suburu, Volkswagen, Mitsubishi og Citroen. Druslurnar vinsælar VINSÆLL MEÐAL ÞJÓFA Toyota Corolla er vinsæll meðal íslenskra þjófa en rétt skríður á topp 10 í Bandaríkjunum. STEVE JOBBS S T O L N I R B Í L A R - U S A 1. sæti Honda Civic árgerð 1995 2. sæti Honda Accord 1991 3. sæti Toyota Camry 1989 4. sæti Ford F-150 1997 5. sæti Chevrolet C/K 1500 Pickup 1994 6. sæti Acura Integra 1994 7.sæti Dodge Ram Pickup 2004 8. sæti Nissan Sentra 1994 9.sæti Toyota Pickup 1988 10. sæti Toyota Corolla 2007 Heimild: Bandaríska tryggingastofnunin S T O L N I R B Í L A R - Í S L A N D Tegund Fjöldi 1. sæti TOYOTA COROLLA 16 2. sæti TOYOTA YARIS 13 3. sæti NISSAN SUNNY SLX 12 4. sæti SUBARU LEGACY GL 4WD 7 5. sæti VOLKSWAGEN POLO 7 6. sæti VOLKSWAGEN GOLF 6 7. sæti VOLKSWAGEN PASSAT 6 8. sæti NISSAN PATROL 5 9. sæti TOYOTA COROLLA XLI 5 10. sæti CITROEN BERLINGO 4 11. sæti MITSUBISHI LANCER 4 12. sæti SUBARU LEGACY 4 Samtals 84 Heimild: Ríkislögreglustjóri Magnús Sveinn Helgason skrifar Hlutabréf í fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjun- um hafa hækkað mikið í kauphöllum vestanhafs í kjölfar árshlutauppgjöra sem eru betri en búist var við. Verð hlutabréfa í fjármálastofnunum og bönk- um byrjaði að hríðfalla fyrir hálfum mánuði, en þá fréttist að ríkið kynni að þurfa að koma fasteigna- lánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjarg- ar. Gjaldþrot IndyMac-bankans 14. þessa mánaðar kynti enn frekar undir áhyggjur fjárfesta. Slæmt uppgjör U.S. Bancorp á þriðjudaginn jók enn á áhyggjur fjárfesta. Verðfallið náði hámarki á þriðjudaginn, en þá kynnti Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) nýjar reglur sem takmörkuðu skortsölu í nítján stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Fan- nie Mae, Freddie Mac, JP Morgan, Bank of Ameri- ca og Citigroup, en talið er að skortsalar hafi stað- ið að baki verðfalli síðustu vikna. Reglurnar tóku gildi á mánudaginn og munu líklega gilda í mánuð. Það vakti athygli að Wachovia, fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, var ekki á listanum. Wachovia hafði leitt verðfall bankafyrirtækja undanfarnar vikur, en fréttir hafa borist af því að alríkislögreglan og yfirvöld í Michigan-ríki séu að rannsaka undirmáls- lánadeild bankans. Á miðvikudag birti Wells Fargo árshlutaupp- gjör sem sýndi að tap bankans á fasteignabréfum var umtalsvert minna en greiningardeildir höfðu spáð fyrir, en bankinn er áberandi í fasteignalán- um í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfarið tóku hlutabréf fjármálafyrirtækja að stíga í verði. Á fimmtudag og föstudag birtu J.P. Morgan Chase og Citigroup sömuleiðis árshlutauppgjör sem sýndu mun betri afkomu en spáð hafði verið. Árshlutaupp- gjör Bank of America, sem fjallað var um í Frétta- blaðinu á þriðjudag, var einnig betra en gert hafði verið ráð fyrir. Níu milljarða dollara tap Wachovia, sem birti árs- hlutauppgjör í gær, var hins vegar meira en grein- ingardeildir gerðu ráð fyrir. Þegar blaðið fór í prentun hafði árshlutauppgjör Washington Mutual ekki verið birt. Bréf félagsins féllu lítillega í utan- þingsviðskiptum. Í lok viðskipta á mánudag höfðu bréf í Bank of America hækkað um 54 prósent frá því á þriðjudag- inn í síðustu viku. Fjármálavísitala Kauphallar New York, NYK.ID, hefur hækkað um 16 prósent frá því botninum var náð á þriðjudeginum fyrir viku. - msh WELLS FARGO Hlutabréf bankans hækkuðu um 33 prósent í kjölfar betra árshlutauppgjörs en greiningardeildir bjuggust við. AFP/MARKAÐURINN Staða banka vestra betri en óttast var Árshlutauppgjör gefa von um að fjármálakerfi Bandaríkjanna standi af sér undirmálslánakreppu og hrun á fasteignamarkaði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.