Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 23. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er á uppleið og nálgast nú 1000 punkta. Álagið fór hæst í 1085 punkta á Kaupþing og 1025 punkta á Glitni í mars síðast- liðinn. Skuldatryggingar álagið á Landsbankann er nokkuð lægra og stendur í rúmlega 600 punkt- um, Financial Times greinir frá því hefur eftir greinanda á íslensku bönkunum að að það sé ekki nein augljós ástæða fyrir þessum hækkunum. Álag yfir 1000 punkta merkir jafnan að bankar séu mjög líklegir til að fara í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að tala um raunverulega verðmyndum á þessum markaði, sem er ákaf- lega ógagnsær og ekki opinber,“ segir Jónas Sigurgeirsson, for- stjóri samskiptasviðs hjá Kaup- þingi. Hann bendir á sérfræð- ingar Kaupþings hafi sagt að lítil viðskipti fari fram með skuldatryggingar og upplýsing- ar um verð sé að mestu byggð- ar á tilboðum. „Þróunin á þess- um markaði er vissulega óþægi- leg fyrir bankann en til lengri tíma litið er það raunveruleg- ur rekstrarárangur og efnahags- legur styrkur sem skiptir máli, Kaupþing hefur verið að gefa út skuldabréf á mun betri kjörum en skuldatryggingarálagið gefur til kynna,“ segir Jónas. David Oakley, greinarhöfund- ur Financial Times benti á óskil- virkni skuldatryggingarálags í nýlegri grein. Þar tók hann Kaupþing sem dæmi og bendir á að bankinn hafi nýlega gefið út skuldabréf með um 200 punkta álagi en á sama tíma hafi álagið á markaði verið um 500 punkt- ar. Hann bendir jafnframt á að skuldatryggingarálag hafi verið betri mælikvarði þegar nægt fjámagn var til staðar á mark- aði en á síðastliðnum mánuðum hafi álagið ekki verið jafn góður mælikvarði á áhættu og áður. Seljanleiki sé ekki jafn mikill og áður sem bitni á þeim viðskipt- um sem fara fram með skulda- tryggingarálag. - bþa G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca -1,1% -0,3% Atorka -8,2% -43,2% Bakkavör -0,6% -56,7% Exista -2,1% -67,3% Glitnir 1,4% -31,0% Eimskipafélagið -0,3% -58,9% Icelandair 0,9% -40,2% Kaupþing -0,3% -17,8% Landsbankinn 1,3% -34,9% Marel -3,7% -15,9% SPRON -6,3% -67,1% Straumur -2,7% -37,8% Teymi -23,1% -74,7% Össur -2,1% -13,2% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Annas Sigmundsson skrifar Innan Landsbanka Íslands og Byrs sparisjóðs er nú unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fjár- festingarfélaga Hannesar Smárasonar, fyrrum for- stjóra FL Group, í samvinnu við aðra lánardrottna, með það fyrir augum að bjarga verðmætum og fjár- magna eftirstandandi skuldir. Heimildir Markaðarins herma að Landsbankinn hafi tekið yfir hlut Oddaflugs, fjárfestingarfélags Hannesar, í Stoðum. Einnig hafi Byr sparisjóður tekið yfir hluta félagsins Primusar í Húsasmiðjunni og Byr. Nöfnum félaganna var breytt fyrir tæpum mán- uði síðan. Oddaflug heitir nú EO eignarhaldsfélag og Primus heitur FI fjárfestingar. Ekki er talið að Landsbankinn, eða Byr, fari fram á gjaldþrot á fé- lögum Hannesar, en það myndi kalla á tafarlaus- ar afskriftir krafna. Fullvíst er þó talið að bank- arnir þurfi á næstunni að afskrifa töluvert af þeim kröfum sem þeir eiga gagnvart félögunum. „EO eignarhaldsfélag hefur ekki selt hlut sinn í Stoðum,“ segir Gunnar Sturluson, lögmaður og stjórnarmaður í EO eignar-haldsfélagi. Oddaflug (nú EO eignarhaldsfélag) fór með átta prósenta hlut í Stoðum (áður FL Group). Verðmæti þess hlut- ar er metið á 13,3 milljarða króna. Gunnar segir engar breytingar hafa orðið á eignarhaldi félag- anna tveggja, Oddaflugi og Primusi, þótt nöfnum hafi verið breytt. Fjárfestingafélagið Primus var eigandi að 18,3 prósent hlut í Húsasmiðjunni. Auk þess var félagið skráð fyrir fjögurra prósenta hlut í Byr sparisjóði. Heildarnafnverð Byrs var í fyrra 131 milljarður króna. Hlutur Primusar nam því fjórum milljörð- um króna. Meðal annarra eigna Primusar eru hlutur í Apple umboðinu, Hótel Búðir og auglýsingastofan Fíton. Það er ljóst að þrengingar á fjármálamörkuðum hafa komið illa niður á fjárfestingarfélögum Hann- esar. Gengi FL Group náði hæsta gildi í lok febrú- ar í fyrra og stóð þá í 33,2 krónum á hlut. Markaðs- verðmæti félagsins var þá 307 milljarðar króna. Þá átti Oddaflug, félag Hannesar, 19,8 prósent í FL Group að markaðsverðmæti 61 milljarður króna. HANNES SMÁRASON Fyrir 16 mánuðum var markaðs- verðmæti hlutar Hannesar í FL Group 61 milljarð- ur. Talið er að hlutur hans í Stoðum hafi nú verið yfirtekinn. MARKAÐURINN/HEIÐA Hlutur Hannesar í annarra höndum Nöfnum tveggja helstu fjárfestingarfélaga Hannesar Smárasonar, Oddaflugs og Primusar, hefur verið breytt. Umsjá þeirra er nú á höndum Landsbankans og Byrs. „Þetta er þáttur í vald- dreifingu innan stofn- unarinnar. Boðleiðir eru líka einfaldaðar og þær gerðar skýr- ari,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkis- skattstjóri. Nýtt skipurit tók gildi hjá embætt- inu í fyrra. Ný svið voru stofnuð: Skatta- svið, stjórnsýsluvið og tækni- og skipulags- svið. Fjögur svið voru lögð niður á móti. Þá hefur forstöðumönnum hjá embættinu verið fækkað, en deildarstjórum fjölgað á móti. Skúli Eggert segir það lið í því að færa ákvarðanatöku „eins nálægt akrinum og hægt er“. Fram kemur í ársskýrslu ríkis- skattstjóra að töluverð hagræð- ing hafi orðið hjá embættinu. Starfsfólki hafi fækkað, verkferlar og kostnað- ur hafi verið greind, ut- anlandsferðum fækkað, svo nokkuð sé nefnt. Enn fremur segir í skýrslunni að þrátt fyrir hagræð- ingu megi styrkja fag- lega þætti með því að breyta skipulagi. Skúli Eggert nefn- ir samræmi í skattfram- kvæmd sem dæmi um nýjar áherslur. Þá skipti þjónusta embættisins ekki síður máli. „Það er til að mynda mjög óæskilegt að fólk þurfi að bíða, jafnvel árum saman, eftir því að erindi séu afgreidd. Lögboðna tímafresti verður að halda.“ Hann bendir enn fremur á að skatteft- irlit þurfi að vera skilvirkt. Það sé ekki eingöngu í höndum rík- isskattstjóra, heldur skattstjóra víða um land. - ikh Boðleiðir einfaldaðar hjá ríkisskattstjóra SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON Skuldatryggingarálag á uppleið Skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings nálgast hæstu hæðir. Raunverulegt álag lægra, segir greinahöfundur FT. Sambíó ætlar að opna nýtt kvikmyndahús við Egilshöll í Grafarvogi von bráðar. Björn Árna- son, framkvæmdastjóri Sambíóa, bendir á að 40 þúsund manns búi á svæð- inu og ekki mikil af- þreying til staðar. Hann bætir við að stór hluti íbúa í Grafarvogi sé ungt fólk sem er meginmark- hópur fyrir- tækisins. „Það er mikill spenningur hjá okkur auk þess sem við höfum fengið góð viðbrögð frá fólki á svæðinu,“ segir Björn. Hann segir að bíóið verði með þeim tækni- væddustu á landinu og muni allt vera stafrænt og sama hvernig á það sé litið. Björn segir að stefnt sé að opnun í byrjun nóvember á þessu ári. Herma heim- ildir Markaðarins að stefnt sé að því að opna bíóið með frumsýn- ingu á nýjustu James Bond- myndinni, sem hlotið hefur nafnið Quantum of Solace. - bþa NÝI BONDINN Breski leikarinn Daniel Craig í hlutverki njósnara Hennar hátignar. Nýtt bíó í nóvember „Það verður ekki tekin afstaða til sölu á einstökum þáttum uns endurfjármögnun fyrirtækis- ins er lokið um miðjan ágúst,“ segir Höskuldur Ásgeirsson for- stjóri Nýsis. Hann bætir við að menn hafi gefið sér lengri tíma til endurskipulagningar. Félagið sagði nýverið upp starfsmönnum í Egilshöll og segir Höskuldur að þar hafi mest verið lausráðnir starfsmenn og þetta sé liður í endurskipulagn- ingu Nýsis. Hann bendir á að verið sé að vinna að nýjum leigu- samningi milli Nýsis og Reykja- víkurborgar. „Nýi samningurinn er víðtækari og tekur til fleiri fermetra auk þess sem hugmynd- in er að Fjölnir fái aðstöðu í höll- inni,“ segir Höskuldur. Spurður um rekstur sundlaug- arinnar við Lágafell í Mosfells- bæ segir hann að fyrirtækið sé að einfalda og endurskipuleggja reksturinn. „Það eru ákveðnar aðhaldsaðgerðir í gangi,“ segir Höskuldur. - bþa Nýsir vinnur að endurfjármögnun 1200 1000 800 600 400 200 0 9.7.´07 9.8.´07 9.9.´07 9.10.´07 9.11.´07 9.12.´07 9.1.´08 9.2.´08 9.3.´08 9.4.´08 9.5.´08 9.6.´08 9.7.´08 ■ Kaupþing ■ Glittnir ■ Landsbankinn ■ ITRAX Þ R Ó U N S K U L D A T R Y G G I N G A R Á L A G S Svo kann að fara að Hróarskeldu- hátíðin verði fórnarlamb láns- fjárkreppunnar. Esben Daniel- sen, talsmaður tónlistarhátíðar- innar, segir í viðtali við danska dagblaðið Roskilde að tónleika- haldarar eigi „tugi milljóna“ inni á bankareikningi hjá Roskilde- bankanum, sem tekinn var til greiðslustöðvunar fyrr í mánuð- inum. Danielsen segir það mik- inn létti að danski seðlabankinn ábyrgist innistæður í bankanum, því tónleikahaldarar eigi eftir að gera upp tónleika vorsins. Danski seðlabankinn ábyrgist hins vegar aðeins bankainnistæð- ur upp að 300.000 dönskum krón- um, og því kunna innistæður um- fram það að tapast verði bankinn tekinn til gjaldþrotaskipta. Johnny Madsen hjá Dansk Formue- & Investeringspleje A/ S sem TV2 talaði við benti þó á að þar sem danski Seðlabankinn myndi þjóðnýta Roskildebanka, og þar með ábyrgjast skulda- bréf í bankanum væri auðveldast að þeir sem ættu háar upphæð- ir á reikningum bankans skiptu þeim yfir í skammtímaskulda- bréf. Þannig gætu þeir komist hjá verulegu tapi. - msh Hróarskelda í hættu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.