Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 23. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Þetta var allt saman öðruvísi í gamla hagkerfinu þegar allt sner- ist um fiskinn. Efnahagslífinu var handstýrt og gengið ákveðið þannig að rekstur sjávarútvegs- ins væri nokkurn veginn á núll- inu. Framkvæmdin náði gjarnan hástigi á úrslitafundi í verðlags- ráði sjávarútvegsins á gamlárs- dag þar sem gengið, greiðslur í sjóði og aðrir þættir voru stillt- ir af með atbeina útvegsmanna eða sjómanna og oddamanns af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nauð- synleg lagfæring gat til dæmis verið 10 til 12 prósent og þá var gengið kannski fellt um 15 pró- sent til að hafa borð fyrir báru eins og kallað var. Þetta er ver- öld sem var. Nú er allt breytt með alþjóða- væðingu efnahagslífisins. Áður var krónan hvergi í höndum neinna annarra en Íslendinga. Nú eiga erlendir aðilar íslensk verðbréf og skuldabréf gefin út af erlendum aðilum í íslenskum krónum, svonefnd jöklabréf eða krónubréf. Þessar eignir í hönd- um útlendinga hlaupa á hundr- uðum milljarða króna. Krónan er ekki lengur bundin við íslensk- an markað og í öruggri gæslu stjórnvalda hér á landi heldur hafa viðskipti með þessa papp- íra bein áhrif á gengi krónunn- ar. Stjórnvöld hafa ekkert vald á henni í líkingu við það sem áður var. Nýleg reynsla sýnir að við ákveðnar aðstæður hafa þau ekk- ert um gengi krónunnar að segja. Frjáls viðskipti með peninga og verðbréf hafa þannig breytt öllu um möguleika íslenskra stjórn- valda til að stýra gengi gjald- miðilsins. Gamli tíminn sem lýst var í grófum dráttum að ofan er liðinn. Gengi krónunnar hefur hrap- að frá áramótum og fallið langt umfram það sem yfirleitt gerð- ist í gamla fiskihagkerfinu. Ekki af því að það væri stefna stjórn- valda heldur fyrir tilstilli mark- aðarins. Við því er lítið að segja nema það að tiltölulega fáir en sterkir aðilar geta haft veru- leg áhrif á þennan markað sem einkennist af veikum innvið- um. Stjórnarformaður íslensks stórbanka hefur nafngreint er- lenda vogunarsjóði sem geta að einhverju leyti haft markaðinn í hendi sér. Þetta þýðir að ís- lensk fyrirtæki og heimili þurfa að beygja sig undir ákvarðan- ir um gengi krónunnar teknar á vettvangi erlendra spákaup- manna. Kannski innlendra líka að einhverju leyti. Þessar staðreyndir eru vel þekktar. Óskorað peningalegt sjálfstæði er ekki lengur í hönd- um íslenskra stjórnvalda. Frjáls viðskipti á fjármálasviði gera út um það. Æ fleiri gera sér ljóst að íslenskt atvinnulíf hefur vaxið krónunni yfir höfuð. Frekari vöxtur og viðgangur þess, ekki síst fjármálageirans, mun ekki gerast eigi það að búa við krón- una sem sinn heimagjaldmiðil. Þetta eru meginástæðurnar fyrir því að krónan dugir ekki. Hún leggur óbærilega gengis- áhættu á fyrirtæki og heimili, hugsanlega fyrir tilverknað aðila sem eru langt utan seilingar ís- lenskra stjórnvalda. Hún girðir fyrir frekari framþróun og upp- gang atvinnulífisins sem þarf í vaxandi mæli að hasla sér völl á erlendum vettvangi í ljósi smæð- ar heimamarkaðarins. Í þessu ljósi er skrifað á vegg- inn að krónan verður ekki fram- tíðargjaldmiðill Íslendinga. En þangað til skilyrði hafa mynd- ast til að taka upp evruna þarf að búa svo um hnúta að búandi verði við krónuna. Fyrsta krafan í því efni er að skapa trúverðugleika og traust í íslensku efnahagslífi. Meira þarf að koma til en lántaka til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Tillaga dómsmálaráðherra, sem styðst við skýr ákvæði EES-samningsins og ábending- ar fræðimanna, um að freista þess að breikka samstarfið við Evrópusambandið þannig að það nái einnig til evrunnar felur í sér marktæka viðleitni í þessa átt. Nauðsynlegt er að látið verði reyna á hvort pólitískir ráðamenn Evrópusambandsins ljái máls á að koma til móts við Íslendinga við þær aðstæður sem nú eru uppi. Jákvæð niðurstaða myndi væntanlega birtast í samningi milli Evrópska seðlabankans og Seðlabanka Íslands um samstarf sem yrði nánar útfært. Það sam- starf fæli í sér stuðning hins fyrrnefnda sem bakhjarls sem Íslendinga skortir tilfinnanlega í peningamálum. Að þessu leyt- inu til eru helstu viðfangsefni efnahagsmála um þessar mund- ir pólitísk í eðli sínu. Hinar efna- hagslegu forsendur liggja allar fyrir: Missir sjálfstæðis í pen- ingamálum, ofurvald spákaup- manna á gengi gjaldmiðilsins, al- varleg vá í atvinnulífinu að dómi þeirra sem gerst þekkja og inn- lend peningastefna sem gagnast ekki en ógnar fjárhag fyrirtækja og heimila. Stjórnvöld hafa verk að vinna við að afstýra aðsteðjandi hættu. Viðurkenna verður að úrræði í bráð og lengd tengjast Evrópu, hvort sem ræðir um brýnar að- gerðir til að efla traust hins al- þjóðlega markaðar á Íslandi eða ákvarðanir um framtíðarskip- an gjaldeyrismála. Stjórnvöld þurfa að styrkja talsambandið við þjóðina um þessi mál eftir að hafa haldið spilunum þétt að sér undanfarin misseri. Í þessu sam- bandi verður að hafa í huga að stjórnarsáttmáli flokkanna var gerður við gerólík skilyrði í efna- hagsmálum en nú eru uppi og hlýtur framkvæmdin að taka mið af andbyrnum sem Íslendingar hafa mætt síðan. Þessi sáttmáli er tæpast klappaður í stein. Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Ekki er ofsagt að nokkrar hremmingar plagi nú atvinnulíf þjóðarinn- ar. Efnahagslífið er í harðri lendingu og þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir aukin gjaldþrot og uppsagnir áður en yfir lýkur. Þá má ljóst vera að leitað verður leiða til hagræðingar þegar fyrir- tæki renna saman, líkt og viðbúið er að raunin verði með SPRON og Kaupþing. Ljóst er að margur fjárfestir hefur tapað miklu á bréfum SPRON og fjölmargir vonsviknir með þróun mála þar á bæ. Því er ef til vill ekki að undra að kjaftagangur aukist og jafnvel rógur um fyrir- tækið, þegar jafnmargir eru brenndir. Fólk sem heyrir raddir hefur gjarnan tilhneigingu til að hrópa þær á torgum. Við aðstæður sem þessar er hins vegar hollt að hafa í huga að jafnvel þótt fólk heyri raddir er ekki endilega víst að þær beri í sér raunsanna mynd af stöðu mála. Núna ríður á að finna leiðir út úr efnahagslægðinni og margir, svo sem viðmælendur í opnuviðtali blaðsins, sem telja að í þeim efnum sé nærtækast að horfa til orkuiðnaðarins þar sem forskot þjóðarinnar á aðrar þjóðir er augljóst. Vert er þó að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira að koma til en að keyra hagkerfið í nýja rússíbanaferð virkjana og álframkvæmda. Þótt það kunni að vera gaman á uppleiðinni finnur fólk nú á eigin skinni hvernig líðanin er í lægðinni. Hér þarf að komast á meiri stöðugleiki þannig að bæði heimili og fyrirtæki geti með góðu móti gert áætlanir til framtíðar. Þá þarf meira að koma til en nýjar og umfangsmiklar framkvæmdir. Á haustdögum 2006 skilaði skýrslu nefnd undir forystu Sigurðar Ein- arssonar, stjórnarformanns Kaupþings, sem ætlað var að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnis- hæfni þjóðarinnar. Mikill uppgangur fjármálakerfisins hér og stórauk- ið vægi fjármálafyrirtækja í hagkerfinu leiddi berlega í ljós hvers virði það væri fyrir samfélagið ef hér mætti byggja upp slíka miðstöð, ekki bara með tilliti til skatttekna, heldur einnig afleiddra tekna af umsvif- um, fjölbreyttara atvinnuumhverfi og þar fram eftir götunum. „Hug- myndin um að efla alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi snýst um að veita hingað alþjóðlegum fjármagnshreyfingum, ná hingað höfuð- stöðvum alþjóðlegra fyrirtækja og mynda tekjustrauma sem með hóf- legri skattlagningu yrðu mikilvæg tekjulind fyrir íslenska ríkið og uppspretta nýrra og arðbærra sérfræðistarfa,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni þegar hann kynnti skýrsluna. Minna hefur svo borið á að hrint væri í framkvæmd þeim breyting- um og umbótum sem taldar voru í skýrslu nefndarinnar forsendur þess að hér mætti byggja upp slíka miðstöð alþjóðlegra fjármála. Af því sem komist hefur af teikniborðinu mætti kannski helst nefna sæstrengi sem tryggja eiga hér öryggi gagnaflutninga og svo fyrirliggjandi frumvarp á Alþingi um heimild til lífeyrissjóða til að lána hlutabréf. Óstöðugt hagkerfi og miklar sveiflur gjaldmiðilsins eru hins vegar lítt fýsilegar aðstæður fyrir fjármálafyrirtæki og vert að rifja upp orð Sigurðar Einarssonar á aðalfundi Kaupþings í fyrra þar sem hann sagði að eftir því sem fjármálafyrirtækin hér yrðu alþjóðlegri þyrftu þau að geta fært fyrir því rök að hafa höfuðstöðvar sínar hér, til þess að „geta sannfært þá fjárfesta sem leggja enga merkingu í íslenskar rætur fyrirtækjanna“. Alþjóðleg lausafjárkreppa og vantraust plaga fjármálafyrirtæki um heim allan og gera enn um sinn. Þegar út úr þessu tímabili kemur ráðast tækifæri þjóðarinnar og fjármálafyrirtækja sem hér starfa af þeirri umgjörð sem þessari starfsemi er hér búin. Hafi mönnum verið alvara með vangaveltum um alþjóðlega fjármálamiðstöð hér á landi er ljóst að nýta þarf tímann vel. Þjóðin þarf að hafa fleira í erminni en virkjanir. Nú er ráð að undirbúa jarðveginn fyrir fleiri stoðir hagkerfisins. Hvað líður fjármála- miðstöðinni alþjóðlegu? Óli Kristján Ármannsson ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðl- ar PRENT VINNSLA: Ísa fold ar prent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l gudny@markadurinn l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is SMÁBÁTAR Í HÖFN Greinarhöfundur bendir í grein sinni á að gengi krónunnar hefur nú fallið langt umfram það sem yfirleitt gerðist í gamla fiskihagkerfinu. Talsamband við þjóðina Veðkall er þýðing á enska heitinu „margin call“ og er meðal ann- ars notað í verðbréfaviðskipt- um. Veðkall er þegar sá sem veitir lán til verðbréfa- kaupa með veði í verð- bréfunum þarf að kalla eftir auknum trygg- ingum fyrir láninu vegna þess að verð- bréfin hafa fallið í verði. Algengt er að lánveitandinn krefj- ist þess að verðmæti bréfanna sé meira en lánsfjár- hæðin og er algengast að veð- hlutfallið sé allt að 150 prósent af upphæð lánsins. Ef veðhlut- fallið fer niður fyrir 125 pró- sent getur lántaki þurft að afla aukinna trygginga. Lántaki getur brugðist við veðkallinu með því að greiða inn á skuldina eða leggja fram aðrar eignir sem veð. Lánveit- andi getur grip- ið til þvingaðrar sölu ef lántaki getur ekki aflað aukinna trygginga og gert þannig upp lánssamninginn með söluandvirðinu. Veðsetningar og kaup af þessu tagi er oftast nefnt framvirkir samningar. Veðköll eru eðli málsins sam- kvæm algengust þegar verð á hlutabréfum fer lækkandi. Gengi gjaldmiðla geta einnig valdið veðköllum, séu erlend lán tekin til hlutabréfakaupa. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu hafa veðköll vegna lána til hlutabréfakaupa hjá tíu stærstu fjármálafyrir- tækjum landsins verið 850 tals- ins undanfarnar þrjár vikur. Veðkall O R Ð Í B E L G Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.