Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 S K O Ð U N SIGRÚN HJARTARDÓTTIR hefur verið ráðin forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Glitni. Sigrún tekur við starfinu af Völu Pálsdóttur sem er í fæðingarorlofi. Sigrún hóf störf hjá Glitni í febrúar 2007, fyrst sem sérfræðingur á fyrir- tækjasviði en tók í sept- ember sama ár við starfi verkefnastjóra innan greiningar þar sem hún hafði umsjón með samþættingu starfsemi greiningardeilda JÓHANNES RÚNARSSON, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra viðskipta- þjónustu Skipta. Jóhannes hefur starf- að hjá Skiptum, og áður hjá Símanum, í 20 ár. Fyrst sem sér- fræðingur í hagdeild, svo sem forstöðumaður innkaupamála, því næst sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu og síðar sem fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs. Jóhannes er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. KETILL B. MAGNÚSSON hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra mannauðs- sviðs Skipta. Ketill hefur starfað hjá Skiptum, og áður hjá Símanum, í 7 ár, fyrst sem forstöðumaður stefnumótunar, þar á eftir sem mannauðs- ráðgjafi og síðast sem forstöðumaður starfsþró- unar og fræðslu. Áður vann hann meðal annars sem ráðgjafi hjá Skref fyrir skref. Ketill er MA í heimspeki frá University of Saskatchewan í Kanada og MBA frá ESADE Business School á Spáni. F Ó L K Á F E R L I Undanfarnar vikur hafa ís- lensk fyrirtæki gripið til upp- sagna og jafnvel hópuppsagna vegna samdráttaráhrifa í efna- hagslífinu. Þegar til slíkra upp- sagna kemur snýst umræðan helst um þá aðila sem missa at- vinnuna og þurfa hugsanlega að kljást við einhverja erfiðleika sökum þess að verða atvinnu- lausir. Minna hefur borið á um- ræðu um hugsanlega líðan og ástand þess starfsfólks sem er svo lánsamt að hafa haldið vinn- unni. Það að hafa haldið starfi sínu þegar fyrirtæki neyðist til þess að draga saman seglin er ekki bara dans á rósum fyrir þá sem þurfa að halda skútunni áfram á floti. Starfsfólk horfir á eftir fyrrum vinnufélögum og jafn- vel vinum yfirgefa starfsstöðv- ar sínar lotið í baki, því að upp- sögn er vissulega áfall fyrir þá sem fyrir henni verða. Þrátt fyrir ákveðinn létti um að hafa komist undan niðurskurði, getur einnig borið á sektarkennd og sorg hjá þeim sem eftir verða. Slík tilfinningatogstreita getur reynst erfið viðureignar og haft áhrif á líðan og afköst starfs- mannanna. Starfsmenn þurfa að halda áfram að vinna og jafnvel tak- ast á við aukið álag í starfi sem brotthvarf fyrrum samstarfs- manna getur haft í för með sér. Því þrátt fyrir að til uppsagna komi þarf það ekki endilega að þýða að starfsemi fyrirtækis dragist mikið saman, öllu heldur eru það færri hendur sem þurfa að ljúka sömu verkefnunum. Einnig getur brotist út gremja á milli vinnufélaga sem halda störfum sínum vegna ótta við að verða næsta fórnarlamb niður- skurðar. Viðvarandi ótti um að missa vinnuna getur haft slæm áhrif á samskipti innan vinnu- staðar og dregið úr samheldni vinnufélaga. Samstarfsfélag- ar fara jafnvel að keppa hver við annan um hylli yfirmanna með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Eldfimt og erfitt ástand á vinnustað getur jafnvel leitt til þess að þeir starfsmenn sem fyrirtækið má alls ekki missa, ákveða að segja upp. Val á þeim sem þurfa að láta af störfum getur verið vanda- samt verk. Ef starfsfólki finnst að uppsagnirnar hafi ekki náð til þeirra sem helst áttu þær skil- ið, getur það enn aukið á ringul- reiðina á vinnustaðnum og jafn- vel dregið úr samkeppnishæfi fyrirtækisins. Við uppsagnir þarf að gæta þess að tapa ekki grunnþekkingu og hæfni sem nauðsynleg er fyrirtækinu til þess að starfa áfram. Taka þarf tillit til aldurs starfsmanna, starfsaldurs, vinnuframlags og stöðu þeirra innan fyrirtækis. Alla þessa þætti þarf að vega og meta svo að þeir muni ekki draga úr þrótti þeirra sem halda störfum sínum eða afköstum fyrirtækisins í heild. Fyrir stjórnendur fyrirtækja er því að mörgu að huga þegar til uppsagna kemur. Setja þarf fyrirtækinu ný markmið með færri starfsmönnum og vera vakandi yfir áhrifum samdrátt- ar á starfsemi sem og á starfs- fólkið. Því afleiðingar uppsagna eru ekki einungis fjárhagsleg- ar, heldur þarf að taka tillit til tvíbentra tilfinninga þeirra sem halda vinnunni, reyna eftir fremsta megni að draga úr ótta þeirra um að missa vinnuna síðar meir og að lokum reyna að þétta samheldni starfshópsins sem eftir er. Karen Halldórsdóttir, MS í mannauðs- stjórnun og BA í sálfræði. Uppsagnir og þeir sem eftir verða Svakalega gerði ég góðan díl um daginn þegar ég nældi mér í svo gott sem nýjan stóran amerísk- an pallbíl. Það er ekki á hverjum degi sem seljendur bjóðast til að borga heimanmund með kerrun- um sem þeir vilja losna við. Fyrir mismuninn nældi ég mér í nýjar dýnur í hjónarúmið, eða eins og frúin sagði: „Neih! Bara búinn að endurnýja undirlagið á skeiðvell- inum!“ Svo tísti í henni. Hún varð nú samt eitthvað skrítin á svipinn þegar hún sá nýja Dodge-inn, enda síkvakandi kerlingarnar í saumaklúbbnum hennar um bensínverðið. Hún sá nú samt fljótt skynsemina í þessu og kvartaði ekki þegar hún teygði úr sér í kerrunni á leiðinni upp í veiðihús. Ég hef nefnilega ekki miklar áhyggjur af olíu- verðinu. Bæði getur maður leyft sér að spandera í reksturinn á bílnum og svo varir heldur ekki þetta ástand að eilífu. Ég gat ekki annað en glott út í annað fyrir helgi þegar ég heyrði í útvarp- inu umfjöllun um „óvænta“ þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Ég vissi að þess væri ekki langt að bíða að „Sámur frændi“ legðist á árar í að lægja öldur á olíumarkaði, enda svíður pöpul- inn westra undan bensínverðinu í kreppunni þar. Í kauphallarládeyðunni hér heima hefur maður svo líka tekið nokkrar rispur í afleiðuviðskipt- um hér og hvar. Þar hefur svarta gullið gefið vel af sér. Allt er þetta bara spurning um að vega og meta aðstæður rétt. Maður leggur ískalt mat á aðstæður, fer ekki á taugum og peningarnir streyma í kassann. Stundum er þetta svo líka bara spurning um hæfilega ófyrirleitni, það vita þeir sem komið hafa að olíuvið- skiptum hér heima. Svo þarf náttúrlega að vega og meta samspil kaupverðs og reks- rarkostnaðar, eins og ég endaði á að útskýra fyrir konunni. „Þú veist þetta best,“ sagði þá dúllan mín sátt og passaði sig vandlega að ekki færi naglalakk í leðuráklæðið. Ég ákvað að vera ekkert að fetta fingur út í tá- naglalökkunina í framsætinu. Naut þess bara að láta drynja að- eins í tryllitækinu þegar ég tók fram úr Priusnum á leiðinni út úr bænum. S P Á K A U P M A Ð U R I N N Svarta gullið gefur vel M A N N A U Ð S M Á L Í BÓTABIÐRÖÐ Greinarhöfundur bendir á að við uppsagnir á vinnustað geti orðið til skaðleg samkeppni meðal þeirra sem sem eftir standa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. NORDICPHOTOS/AFP Glitnir leggur 0,1% mótframlag í Glitnir Globe, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér hvernig þú getur notið hárrar ávöxtunar um leið og þú leggur náttúrunni lið. *skv. vaxtatöflu Glitnis 01.07.2008 * * TVÆR LEIÐIR TIL AÐ NJÓTA HÁRRA VAXTA E Ð A • Óbundinn innlánsreikningur • Hægt að leggja inn og taka út hvenær sem er. • Bundinn í 12 mánuði • Vextir greiddir út mánaðarlega og eru ávallt lausir fastir vextir í heilt ár 15 % breytilegir vextir Save&Save opinn * 14,5 % Save&Save bundinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 1 9 4 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.