Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 28
 28. JÚLÍ 2008 MÁNUDAGUR8 Aðalgötu 34, 580 Siglufi rði. Sími 467-2222 Fax 467-1905 ● fréttablaðið ● siglufjörður4 Nokkur gistiheimili eru staðsett á Siglufirði. Við Túngötu 18 á Siglu- firði stendur reisulegt hús á þrem- ur hæðum, sem hefur verið gert upp. Í því eru tvær íbúðir. Á efri hæðum er stór íbúð með fimm herbergjum, eldhúsi, stofum og baðherbergi en á þeirri neðstu er stofa, eldhús, svefnherbergi og bað. Gistihúsið Hvanneyri við Að- algötu 10, hefur verið rekið í ell- efu ár. Það er búið 22 herbergjum, annað hvort einstaklingsherbergj- um eða tveggja manna herbergj- um og eru sum með setustofu. Öll eru vel búin húsgögnum og fallega innréttuð. Þá býður Ferðaþjónusta Siglu- fjarðar upp á gistingu í þremur tveggja manna herbergjum með sérinngangi og útbúnum öllum helstu nútímaþægindum. Í öllum herbergjum er gervihnattasjón- varp, sturta, handklæðaofn og náttsloppar, fyrir gesti eftir góða afslöppun í heitapottinum. Eitt herbergi er með baðkari. Nánari upplýsingar á www. fjallabyggd.is. Búin helstu þægindum Gistihúsið Hvanneyri hefur verið rekið í ellefu ár. MYND/STEINGRÍMUR KRISTINSSON Ferðaþjónusta Siglufjarðar býður upp á hvalaskoðun, línuveiðar og beitningu, sjóstangveiði, miðnæt- ursiglingar, siglingar til Gríms- eyjar og yfir heimskautsbaug. Í Ólafsfirði er ekki um að ræða skipulagðar ferðir og þjónustu, en trillukarlarnir eru viðmóts- þýðir og greiðviknir. Líkur eru á að finna trillukarla á spjalli í „Mummabúð“ (Merkt „Valberg“) í Strandgötu finnist enginn á bryggjunni. Greiðviknir trillukarlar Hvalaskoðun er í boði. NORDICPHOTOS/AFP Siglufjörður hefur þá sérstöðu miðað við mörg íslensk bæjar- félög að smábátahöfnin er alveg við hliðina á aðaltorgi bæjarins. Rauðka ehf. keypti nýverið upp eignir á svæðinu, gamlar verbúð- ir og fiskverkunarhús í grennd, með það fyrir augum að byggja upp glæsilega ferðamannaað- stöðu sem áætlað er að verði til- búin árið 2010. „Við erum með átta til tíu manns í vinnu við að byggja þetta upp,“ segir Róbert Guðfinnsson, fyrr- verandi útgerðarmaður og aðal- hvatamaður verkefnisins, sem er búsettur í Bandaríkjunum. „Með mér í þessu er Sparisjóður Siglu- fjarðar, Byggðasjóður á smá hlut í þessu og svo Hörður Júlíusson félagi minn. Við ætlum að gera svæðið snyrtilegt og fallegt og höfða til íslensks fjölskyldufólks sem kæmi í styttri ferðir. Það verður boðið upp á afþreyingu, meðal annars sjóstangaveiði og annað sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Í tveimur stórum húsum þar sem áður voru verbúðir verður veitingahús og vinnuaðstaða fyrir handverksfólk. Milli húsanna verður skjólgott pláss til að sitja úti á sólríkum dögum, drekka kaffi og hafa það huggulegt. Gistirýmum í bænum mun fjölga, þar sem Rauðka áætlar að breyta rað- og parhúsum í gistiaðstöðy fyrir ferðamenn, og gamla frysti- húsið Ísafold og aðrar skemmur verða gerð upp til afnota handa trillukörlum á svæðinu, þar sem starfssemi þeirra mun setja svip á lífið við smábátahöfnina. „Svo við erum að búa okkur undir að taka á móti aukinni ferðamennsku til Siglufjarðar og laða túrista að,“ segir Róbert. „Jón Steinar Ragnarsson er aðal- hönnuðurinn að leikmyndinni ef hana má kalla því nafni, því hann er aðallega leikmyndahönnuður og fékk meðal annars Edduverð- laun fyrir leikmyndina í Nóa Al- bínóa.“ Því er aldrei að vita nema ferðamönnunum eigi eftir að finn- ast þeir vera staddir í bíómynd á torginu við höfnina og í verbúðun- um á Siglufirði. -nrg Fjölbreytt ferðamannaparadís Róbert Guðfinnsson vinnur að því að bæta ferðamannaaðstöðu á Siglufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Í Þjóðlagasetrinu eru íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Fjölbreytt menningarlíf er á Siglufirði og sem dæmi um það má nefna starfsemi Þjóðlagaset- ursins þar sem íslensk þjóðlög eru kynnt á aðgengilegan og skemmti- legan máta. „Siglfirðingurinn Þórarinn Hannesson söngvaskáld mun flyta frumsamið efni næstkomandi laugardag,“ segir Gunnsteinn Ól- afsson, forstöðumaður Þjóðlaga- setursins. „Það sem eftir lifir sum- ars verða síðan nokkrir tónleikar haldnir í setrinu, svokallaðir sum- artónleikar, þar sem flutt eru ís- lensk þjóðlög. Það færist í vöxt að húsið sé notað undir menningar- uppákomur, ljóðlestur og tónleika. Við viljum að það sé notað í þetta og hvetjum eindregið til þess.“ Þjóðlagahátíðin, sem fór fram nú í júlíbyrjun, er hluti af og reyndar árlegur hápunktur starf- seminnar í setrinu. Þá tróðu upp hljómsveitir hvaðanæva að úr heiminum, Bandaríkjunum, Ástr- alíu, Þýskalandi, Austurríki, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt heimamönnum. „Þetta var mikil hátíð,“ segir Gunnsteinn, sem er jafnframt listrænn stjórnandi há- tíðarinnar. „Þegar það eru flutt- ar fréttir af hátíðum þá er það yf- irleitt hversu margir sátu fanga- geymslur, en ef allir haga sér vel er ekkert sagt frá viðkomandi hátíð. Þetta var mjög vel sótt og fór vel fram.“ Þess má jafnframt geta að í setrinu er tvær sýningar sem hafa verið þar síðan 2006 og voru þá opnaðar í tilefni af aldarafmæli bókarinnar Íslensk Þjóðlög eftir séra Bjarna Þorsteinsson. Á ann- arri sýningunni er varpað ljósi á starf séra Bjarna, hvernig hann safnaði þjóðlögum og bjargaði frá glötun. „Bókin Íslensk Þjóðlög gefin út 1906 er ótrúlega mikils virði fyrir menningu okkar Íslendinga og er þriðji hlutinn lang verðmætastur,“ segir Gunnsteinn. „Þar skrifaði Bjarni lög upp eftir fólki og bað íbúa landsins, aðallega presta og tónlistarmenn, að senda sér lög.“ Á meðal laga sem hefðu getað fall- ið í gleymskunnar dá nefnir Gunn- steinn Krummi svaf í klettagjá, Ís- land farsældar frón og Listamað- urinn lengi þar við undi. Á hinni sýningunni er síðan hægt að hlýða á upptökur á þjóðlagaflutningi nú- lifandi Íslendinga. -nrg Vagga íslenskra þjóðlaga Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er alhliða tónlistarhátíð með rót sína í þjóðlagaarfinum. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Norska Tríóið Sturm und Drang sést hér leika fyrir dansi á hátíðinni. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.