Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 50
26 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR Íslandsmótið í höggleik 2008 Karlaflokkur 1.Kristján Þór Einarsson, GKJ 284 1. Björgvin Sigurbergsson GK 284 1. Heiðar Davíð Bragason GR 284 4. Sigmundur Einar Másson GKG 287 5. Sigurpáll Geir Sveinsson, GKJ 288 6. Örn Ævar Hjartarson, GS 290 7. Júlíus Hallgrímsson, GV 292 7. Ottó Sigurðsson, GR 292 9 Guðjón H. Hilmarsson, GKG 293 9. Haraldur Franklín Magnús, GR 293 11. Ólafur Björn Loftsson, NK 295 11. Auðunn Einarsson, GK 295 11. Birgir Guðjónsson GR 295 14. Pétur Óskar Sigurðsson, GR 296 15. Sigurþór Jónsson, GR 298 16 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 299 16. Ólafur Hreinn Jóhanness., GS 299 16. Þorsteinn Hallgrímsson,GV 299 19. Axel Bóasson,GK 300 19. Hlynur Geir Hjartarson,GK 300 19. Arnar Snær Jóhannsson,GR 300 19. Stefán Már Stefánsson,GR 300 19. Andri Þór Björnsson,GR 300 - umspilið- (16. til 18. hola) 1.Kristján Þór Einarsson, GKJ 12 (-1) 1. Heiðar Davíð Bragason GR 12 (-1) 3. Björgvin Sigurbergsson GK 14 (+1) - bráðabani- 1. Kristján Þór Einarsson, GKJ 9 (-1) 2. Heiðar Davíð Bragason GR 10 (Par) Kvennaflokkur 1. Helena Árnadóttir,GR 308 1. Nína Björk Geirsdóttir,GKJ 308 3. Tinna Jóhannsdóttir,GK 311 4. Eygló Myrra Óskarsdóttir,GO 313 5. Ragnhildur Sigurðardóttir,GR 316 6. Ásta Birna Magnúsdóttir,GK 317 6. Valdís Þóra Jónsdóttir,GL 317 8. Þórdís Geirsdóttir,GK 319 9. Hanna Lilja Sigurðardóttir,GR 331 9. Ragna Björk Ólafsdóttir,GK 331 - umspilið- (10. til 12. hola) 1. Helena Árnadóttir,GR 12 (+1) 1. Nína Björk Geirsdóttir,GKJ 12 (+1) - bráðabani- (10. og 11. hola) 1. Helena Árnadóttir,GR 10 (+2) 2. Nína Björk Geirsdóttir,GKJ 12 (+4) LOKASTAÐAN GOLF Íslandsmeistaramótið í golfi fór tveimur tímum fram úr áætlun í gær þar sem bæði karla- og kvennakeppni fóru alla leið í bráðabana. Þetta er í fyrsta sinn sem þarf umspil í báðum flokkum á Íslandsmótinu í höggleik. - óój UMSPIL SÍÐUSTU 30 ÁR: Karlaflokkur 2008 Kristján Þór Einarsson úr Kili vann Heiðar Davíð Bragason úr GR í bráðabana eftir þriggja manna umspil við Heiðar og Björgvin Sigurbergsson úr Keili. 1999 Björgvin Sigurbergsson úr Keili vann Örn Ævar Hjartarson úr GS í umspili á Hvaleyrinni. 1990 Úlfar Jónsson úr GK vann Ragnar Ólafsson úr KR í umspili á Jaðarsvelli á Akureyri. 1978 Hannes Eyvindsson úr GR vann Gylfa Kristinsson úr GS í umspili á Hólm- svelli í Leiru. Kvennaflokkur 2008 Helena Árnadóttir úr GR vann Nínu Björku Geirsdóttur úr Kili í umspili í vestmannaeyjum. 2006 Helena Árnadóttir úr GR vann Ragn- hildi Sigurðardóttur úr GR í umspili á Urriðavelli. 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR vann Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili í umspili á Hólmsvelli í Leiru. 2001 Herborg Arnarsdóttir úr GR vann Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili í umspili á Grafarholtsvelli. Íslandsmótið í golfi í gær: Sögulegur endir TAPAÐI Í BRÁÐABANA Heiðar Davíð Bragason klúðraði hreinlega frábærri stöðu í lokin. VÍKURFRÉTTIR/VALUR GOLF Helena Árnadóttir úr GR sýndi að hún er með sannkallaðar stáltaugar þegar hún tryggði sér öðru sinni Íslandsmeistaratitilinn eftir umspil. „Jú, ætli ég sé ekki bara með stáltaugar,“ sagði Helena kát þegar Fréttablaðið náði í skottið á henni að gera sig klára fyrir loka- hátíð mótsins. „Þetta var bara fram og til baka. Þetta var örugg- lega spennuþrungnasti lokadagur sem ég hef spilað. Ég er mjög sátt,“ sagði Helena og bætti við: „Fyrir tveimur árum var ég hálfpartinn dottin úr keppninni eftir fyrstu tíu holurnar á loka- deginum en svo kom ég til baka. Núna var þetta miklu jafnara,“ segir Helena sem þurfti eitt meistarahögg á átjándu til þess að tryggja sér umspilið. Þetta var ekki fyrsta meistarahöggið henn- ar á mótinu í Eyjum. „Þau eru búin að vera nokkur dálítið góð,“ segir Helena hógvær. Hún segir að það hafi reynt mikið á að spila í þessu roki enda dróst keppnin talsvert. „Ég hafði trú á því allan tímann að ég gæti unnið og þyrsti mikið í sigurinn. Ég ætlaði ekki að gefa neitt eftir. Þetta var mjög erfitt og maður þurfti að taka á öllu sínu til þess að halda einbeitingunni. Maður tók þetta bara á þrjóskunni í lokin,“ segir Helena sem segist vinna í andlega þættinum. „Ég veit ekki hvaðan þessar stáltaugar koma. Ég er nú með BA-próf í sálfræði og það er kannski hugsanlegt að það hjálpi mér eitthvað,“ sagði Helena í létt- um tón. Hún lét það ekkert á sig fá að kylfusveinninn hennar sem er jafnframt móðir hennar skyldi úlnliðsbrotna á öðrum deginum. „Ég var ekkert að láta það trufla mig enda hefði hún ekki orðið ánægð með það,“ sagði Helena og móðir hennar, Kristín Margrét Axelsdóttir, var sú fyrsta til að faðma hana þegar titillinn var í höfn. - óój Helena Árnadóttir úr GR vann Íslandsmeistaratitilinn aftur eftir umspil og sýndi að hún er með stáltaugar: Kannski að sálfræðiprófið hjálpi eitthvað TAUGALAUS Helena Árnadóttir sýndi mikinn andlegan styrk á lokadeginum. VÍKURFRÉTTIR/VALUR GOLF Íslandsmótinu í höggleik lauk með dramatískum lokadegi þar sem í fyrsta sinn í sögunni þurfti umspil í bæði karla- og kvenna- flokki til þess að skera úr um sig- urvegara. Kristján Þór Einarsson úr Kili vann sinn fyrsta titil eftir að hafa óvænt komið inn í barátt- una og unnið síðan Heiðar Davíð Bragason úr GR í bráðabana. Hel- ena Árnadóttir úr GR hafði betur í bráðabana eftir mikla baráttu Íslandsmeistara tveggja síðustu ára. Kristján Þór Einarsson var átta höggum á eftir Heiðari Davíð fyrir síðustu þrjár holurnar en hann fékk fugl á átjándu og sá sama tíma og skrautlegt klúður Heiðars á sextándu kom Kristjáni aftur inn í bartáttuna. Kristján vann síðan Heiðar á endanum í bráðabana eftir að þeir höfðu orðið jafnir eftir þriggja manna umspil við Björgvin Sigurbergsson úr Keili. Heiðar Davíð Bragason virtist vera með sigurinn vísan eftir fyrri níu holurnar en hann var þá enn með fimm högga forskot eins og hann hafði fyrir lokadaginn. Eftir frábæra spilamennsku á fyrstu 63 holunum fór hins vegar allt í bak- lás hjá honum á síðustu níu holun- um. Björgvin Sigurbergsson vann fyrst tvö högg á hann þegar Heið- ar fékk þrjá skolla í röð á holum 10 til 12 en ævintýrið hófst fyrst á sextándu holunni. Sextánda holan fór illa með Björgvin en skelfilega með Heið- ar Davíð sem var á þremur högg- um undir pari og með þriggja högga forskot á Björgvin þegar þeir fóru á teiginn á sextándu. Heiðar setti þá þrjá bolta út fyrir völl sem þýddi að hann varð að taka fjórða bolta á teig og slá þar sjöunda höggið sitt. Heiðar endaði á að fá 11 högg á holuna en það eru 6 högg yfir pari. Björgvin lenti líka í miklum vandræðum og fékk 8 högg á þessa holu þannig að stað- an var allt í einu orðin jöfn og um leið var Kristján Þór Einarsson úr Kili kominn inn í baráttuna en hann lék frábærlega á fjórða degi og kom inn á par og um leið á fjór- um höggum yfir pari samanlagt. Heiðar og Björgvin fengu báðir skolla á 17. holunni en tryggði sér umspil með því að ná pari á 18. og síðustu holunni. Umspilið var því staðreynd. Heiðar og Kristján léku frá- bærlega í umspilinu og enduðu báðir á einu höggi undir pari en Björgvin lék aftur á móti höggi yfir pari. Kristján átti eitt högg á þá báða fyrir þriðju og síðustu holuna í umspilinu en Heiðar tryggði sér þá bráðabana með því að ná fugli. Helena Árnadóttir endurtók leikinn frá 2006 þegar hún vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í Eyjum í gær. Alveg eins og fyrir tveimur árum þá vann hún ríkj- andi Íslandsmeistara í umspili (og bráðabana). Þær Helena og Nína Björk voru jafnar eftir 72 holur en Helena lék fjórða hringinn á 77 höggum og vann upp eina höggið sem Nína Björk hafði í forskot fyrir loka- daginn. Það var mikil taugaspenna á lokasprettinum. Helena var höggi á undan fyrir síðustu tvær holurnar en fékk tvöfaldan skolla á sautjándu þegar hún sló yfir flöt- ina og í vatnið. Nína fékk aftur á móti par og var því komin með eins höggs forskot fyrir lokahol- una. Helena bætti fyrir holuna á undan með því að eiga frábært högg inn á flöt og náði fugli í kjöl- farið á sama tíma og Nína fékk öruggt par. Það þurfti síðan fimm holur til þess að skera út um Íslandsmeist- arana því stelpurnar voru aftur jafnar eftir þriggja holu umspil. Þær léku fyrst 10., 11. og 12. holu í umspili og fengu báðar par á 10., skolla á 11. og par á 12. holu. Báðar fengu síðan tvöfaldan skolla á fyrstu holu í bráðabana (10. hola) en Helena stóðst pressuna og náði pari á annarri holu í bráðabana (11. hola). Nína átti möguleika á að jafna hana en átti slakt pútt og varð að lokum að sætta sig við tvö- faldan skolla. Helena var þar með orðin Íslandsmeistari í annað skiptið á þremur árum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK varð í þriðja sæti, þremur höggum á eftir þeim Helenu og Nínu og Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO endaði í fjórða sæti en hún var í forustu eftir tvo fyrstu dagana. ooj@frettabladid.is Dramatíkin engu lík á lokadeginum Kristján Þór Einarsson úr Kili og Helena Árnadóttir úr GR eru Íslandsmeistarar í höggleik eftir spennu- þrunginn og vindasaman lokadag á Íslandsmótinu í Eyjum. Heiðar Davíð Bragason klúðraði frábærri stöðu. ÍSLANDSMEISTARARNIR 2008 Kristján Þór Einarsson úr Kili og Helena Árnadóttir úr GR með bikarana í mótslok. VÍKURFRÉTTIR/VALUR GOLF Kristján Þór Einarsson lék frábærlega síðasta daginn og vann Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að hefja leik ellefu höggum á eftir fyrsta manni. Kristján lék loka- hringinn á einu höggi undir pari og spilaði síðan óaðfinnanlega í umspilinu og bráðabananum. „Það er nokkuð ljúft að vera kominn með titilinn. Ég ætlaði mér að bæta árangurinn frá því í fyrra þegar ég lenti í áttunda sæt- inu. Þetta var skemmtilegur endir á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við: „Þegar þeir lentu í þessu veseni á sextándu þá opnaðist þetta aftur fyrir mig,“ sagði Kristján sem sagðist hafa vitað stöðu mála þegar hann setti niður púttið fyrir fugl á lokaholunni en það átti eftir að tryggja honum sæti í umspil- inu. „Ég vissi þá að ég átti aftur möguleika og það var mjög sterkt að setja það pútt niður,“ sagði Kristján. „Ég var að spila mjög vel í dag og það gekk næstum því allt upp hjá mér,“ sagði Kristján sem var ekkert stressaður að glíma við reynsluboltana Björgvin Sigur- bergsson og Heiðar Davíð Braga- son í umspilinu. „Ég var bara stressaður í fyrsta högginu á fyrstu holunni í umspil- inu. Það var eina höggið sem ég var stressaður fyrir. Ég setti niður mjög gott pútt á þeirri holu sem gaf mér sjálfstraust,“ segir Kristj- án sem sagðist hafa átt að klára þetta strax í umspilinu. „Ég var bara klaufi á átjándu að setja ekki niður gott pútt en þetta hafðist í lokin,“ sagði Kristján að lokum. „Ég bjóst aldrei við þessu. Ég og Simmi sem vorum að spila saman í dag töluðum saman á annarri og vorum að veðja á hvað Heiðar myndi vinna þetta með mörgum höggum. Við veðjuðum á sjö högg,“ sagði Kristján í léttum tón. Það getur hins vegar allt gerst í golfinu og þá sérstaklega í Eyjum. - óój Kjalarsmaðurinn Kristján Þór Einarsson átti frábæran lokadag og tryggði sér fyrsta titilinn í bráðabana: Byrjaði daginn 11 höggum á eftir Heiðari FRÁBÆR Í GÆR Kristján Þór Einarsson lék vel á lokadeginum en enn betur í umspilinu. VÍKURFRÉTTIR/VALUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.