Fréttablaðið - 28.07.2008, Síða 43

Fréttablaðið - 28.07.2008, Síða 43
MÁNUDAGUR 28. júlí 2008 Fjórðu tónleikarnir í Sumartón- leikaröð Listasafns Sigurjóns, sem er til húsa að Laugarnestanga 70, fara fram annað kvöld og hefjast kl. 20.30. Þar kemur fram píanó- leikarinn Anna Áslaug Ragnars- dóttir. Á tónleikunum leikur Anna Áslaug verk eftir Chopin, Bach, Beethoven og Messiaen. Eitt íslenskt verk er einnig á efnis- skránni, Sonata VIII eftir Jónas Tómasson. Anna Áslaug hefur komið fram sem píanóleikari víða um Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur hún leikið með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og haldið ein- leikstónleika víðs vegar um land- ið, meðal annars á vegum Myrkra músíkdaga, Norrænna músíkdaga, Tíbrár og Tónlistarfélaganna í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Íslensk Tónverkamiðstöð gaf út hljómplötu þar sem hún leikur verk íslenskra höfunda. Á síðari árum hefur hún einnig verið með- leikari með ljóðasöng og kammer- tónlist og meðal annars komið fram hjá Kammermúsíkklúbbnum í Reykjavík og á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns. - vþ Anna Áslaug í Listasafni Sigurjóns Ný vefsíða fyrir söfn, www. hljóðvísar.is, hefur verið tekin í notkun. Síðan er sameiginlegur vettvang- ur safna sem sniðinn er í kringum hljóðvísa, en það eru upplesnar leiðsagnir um ýmis söfn og sýningar. Þjónustan miðar að því að gefa söfnum tækifæri á að miðla upp- lesnum leiðsögnum til gesta og verða áberandi vettvangur fyrir söfn og sögulega staði á veraldar- vefnum. Gestir hlaða efninu niður á eigin tónhlöðutæki sér að kostnaðarlausu og hlusta svo á hljóðvísinn þegar komið er á vett- vang. Starfsfólk safna hefur aðgang að umsýslukerfi þar sem það getur unnið með hljóðvísana og sett inn upplýsingar til gesta. Kerfið býður þannig safnagest- um upp á nýja sýn á starfsemi og muni safnanna. Kerfið var vígt við hátíðlega athöfn í Minjasafni Reykjavíkur í Aðalstræti á laugardaginn, en ásamt Minjasafninu eru Þjóð- minjasafnið, Listasafn Íslands og Viðey þátttakendur frá byrjun. Efni síðunnar er mjög fjölbreytt; þar má meðal annars finna hljóð- vísa á mörgum tungumálum svo sem flestir geti notið leiðsagnar um sýningar safnanna. „Okkur þykir sérstaklega gaman að því að eitt safnið bjóði upp á hljóðvísi á pólsku. Við telj- um það mjög jákvætt innlegg þar sem það gefur þeim mörgu Pól- verjum sem búa hér á landi tæki- færi til að kynna sér íslenska sögu á eigin móðurmáli. Viðtök- urnar hafa verið mjög góðar og þjónustan okkar virðist klárlega eiga erindi við íslensk söfn. Með því að taka þátt eru söfnin að auka töluvert við þjónustu sína ásamt því að verða sýnileg á net- inu,“ segir Kristinn Leifsson, einn af stofnendum Online Audio Guide sem rekur síðuna. Samkvæmt Kristni er Online Audio Guide ekki einungis hugs- að fyrir íslensk söfn. „Við lítum á Norður-Evrópu sem heimamark- að. Þar er mikill fjöldi safna með tengda sögu en þar er einnig hátt tæknistig sem auðveldar okkur að innleiða nýjungar í farsíma- tækni svo eitthvað sé nefnt.“ vigdis@frettabladid.is Safnaleiðsögn á veraldarvefnum FRÆÐST UM SÖFN LANDSINS Frá vígsluathöfn hljóðleiðsagnarkerfisins á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANNA ÁSLAUG RAGNARSDÓTTIR Kemur fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns annað kvöld. - lífið er leikur Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Starcraft 2407 12 feta vagn með útdreginni hlið. Truma 4000 miðstöð, ísskápur, rafmagns- lyftibúnaður. Verð áður: 1.929.000- Tilboðsverð: 1.629.000- Starcraft R10 10 feta vagn á jeppa- undirvagni og 15” dekkjum. Truma 2400 miðstöð, ísskápur, rafmagns lyfti- búnaður. Verð áður: 1.849.000- Tilboðsverð: 1.549.000- 5 fyrs tu fá fortja ld að v erð - mæti a llt að 2 00.000 kr. í ka upbæ ti! Þú sparar 300.000! Þú sparar 306.000! Þú sparar 300.000! Hagstæðustu verðin á fellihýsum hjá Mótormax Starcraft 1707 8 feta vagn með geymslukassa að framan Truma 2400 miðstöð og ísskápur. Verð áður: 1.505.000- Tilboðsverð: 1.199.000- Hagstæð uppítaka og góð fjármögnun* Komdu með vagninn þinn og sölumenn í sumarskapi gefa þér gott uppí tökutilboð. *70% fjármögnun til 5 ára í boði 15 ár á Íslandi Góður útbúnaður, vandaðar innréttingar og gott fyrirkomulag eru þættir sem ánægðir Starcraft eigendur hafa tekið eftir og notið í þau 15 ár sem Starcraft hefur skapað sér gott orð á landinu. S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.