Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 8
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T J arðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneyt- isverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. Þorsteinn er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og hlaut á síðasta ári Alheimsorkuverðlaun fyrir rann- sóknir á framþróun hug- mynda og tækni fyrir vetn- isnotkun. „Þegar ég hugleiddi að- ferðafræði bókarinnar hugsaði ég að nóg væri komið af bókum um hrein verkfræðileg efni og taldi miklu fremur að nauðsyn- legt að skrifa bók sem hinn fróðleiksfúsi, almenni les- andi gæti lesið og tileinkað sér,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ein af meg- inkenningum bókarinnar sé að mannkynið hafi nýtt sér rafeindina til tæknifram- fara og að vonandi verði hægt að nýta róteindina úr vetni til svipaðra tækni- framfara. Þorsteinn bendir á að rafeindin er notuð í allt frá rafmótorum til tölva og heilu kerfisráða kjarnorku- verunum. „Hugmyndin er að reyna að beisla róteind- ina, sem er kjarninn í vetn- inu, með svipuðu móti,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að tæknin sé ákveðnum erf- iðleikum háð, mun erfið- ara sé að temja róteind- ina heldur en rafeindina og róteindatækni því miklu flóknari en rafeindatækni. „Það er erfitt að slíta hana úr sambandi eins og til dæmis í vetnissameindinni. Það er erfitt að geyma vetni, þetta léttasta allra frumefna er svo frekt á allt rúmmál geymslunnar,“ segir hann. ÓDÝR OLÍA LIÐIN TÍÐ Úr hverju kílói af vetni fæst þrefalt meiri orka en úr sambærilegu jarð- efnaeldsneyti. Þorsteinn segir það geta skapað ákveðin vandamál og mikilvægt sé að huga vel að örygg- ismálum. „Ég tók þann pól í hæðina að ræða um vetni sem mjög líklega stoð við næstu orkubyltingu á jörðinni. Hins vegar var ég ekki tilbúinn til að sjá jarðefnaeldsneytið hverfa; sá vetn- ið miklu fremur smám saman ógna jarðefnaeldsneytinu einkum þar sem unnt væri að notast við endur- nýjanlega orku við að vinna vetnið,“ segir Þorsteinn. Spurður um hvort dagar olíu séu taldir segir þorsteinn svo ekki vera. „Ég spái því engan veginn að dagar olíunnar séu taldir. Miklu fremur hygg ég að menn muni fara um lang- an veg til að kreista olíuna upp á yf- irborðið og viðskipti með olíu munu halda áfram að verða mjög ábata- söm. En, eins og Shell hefur sagt, þá tel ég að dagar hinnar ódýru olíu séu taldir,“ segir hann. AÐDRAGANDI BÓKARINNAR Þorsteinn hefur flutt marga fyrir- lestra um endurnýjanlega orku og vetni sem orkubera. Þegar þetta viðtal er tekið er Þorsteinn á leið í fyrirlestraferð til Skotlands og ný- kominn frá Ástralíu þar sem hann hélt fyrirlestra um vetni. „Eftir að orkumálaráðherrar 16 ríkja stofn- uðu IPHE-vetnissamtökin í Wash- ington 2003 ágerðist enn meira þessi þáttur í mínu lífi – að fara um heim- inn og halda fyrirlestra,“ segir hann. „Auk þess,“ bætir hann við,“ skor- uðu margir á mig að taka vetnisboð- skapinn saman í bók og leyfa heim- inum njóta.“ „Fyrir um fjórum árum fór ég að safna saman efni í bók sem í upp- hafi var hugsuð á ensku. Ég einsetti mér að skrifa bók þar sem lesand- inn væri með mér í ferð um jörð- ina. Reyndar hefst bókin á bréfi frá framtíðinni sem er eins konar að- ferð til að tengja vísindaskáldsagna- Dögun vetnisaldar – veruleiki eða framtíðarsýn Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor gaf nýlega út bókina Dögun vetnisald- ar – róteindin tamin. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort hægt sé að temja róteindina í vetni á svip- aðan hátt og gert hefur verið með rafeindina. Björn Þór Arnarson ræddi við Þorstein um vetni, nýju bókina og framtíðarmöguleika vetnis sem orkugjafa. Þorsteinn hlaut á síðasta ári Alheimsorkuverðlaunin fyrir rann- sóknir sínar á vetni. Verðlaunin eru talin ígildi Nóbelsverðlauna á sviði orkurannsókna. Ég spái því engan veg- inn að dagar olíunnar séu taldir. Miklu fremur hygg ég að menn muni fara um lang- an veg til að kreista olíuna upp á yfirborð- ið og viðskipti með olíu munu halda áfram að verða mjög ábatasöm. En, eins og Shell hefur sagt, þá tel ég að dagar hinnar ódýru olíu séu taldir. … bílaleigan Hertz hefur þrettán vetnisbíla á sínum snærum sem leigðir eru út. … á Íslandi var opnuð fyrsta vetniseldsneytisstöðin í heimi árið 2003. … hvalaskoðunarbáturinn Elding er knúinn áfram að hluta með vetni. … vetnið er framleitt með rafgreiningu úr fersku vatni frá veitukerfi Orkuveitu Reykjavíkur. … vetni er léttasta frumefnið og ákaflega eldfimt. … nýverið ákvað Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að vinna að því að stofna fjölorkustöðvar víða um land. … efnarafalar breyta vetni og vetnissamböndum í rafmagn. … vetnið er svo orkumikið að úr hverju kílói af vetni fæst þrefalt meiri orka en úr sambærilegu magni af jarðefnaeldsneyti. V I S S I R Þ Ú A Ð . . .

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.