Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 10
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar
Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF:
512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@
markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is
l sindri@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
O R Ð S K Ý R I N G
Fljótandi gengi ræðst algerlega af framboði og
eftirspurn en er ekki miðað við annan gjaldmiðil
eða gengisvog. Andstaðan við fljótandi gengi er
fast gengi en það er oftast ákveðið af seðlabanka.
Fullkomlega fljótandi gengi er þegar stjórnvöld
reyna ekki að koma í veg fyrir gengissveiflur. Stýrt
flot er þegar opinberir aðilar, sér í lagi seðlabanki,
reyna að hafa áhrif á gengið. Undanfarna tvo
áratugi hefur íslenska krónan verið fljótandi.
Seðlabanki Íslands reyndi að stýra flotinu allt til
ársins 2001 en síðan þá hefur bankinn ekki haft
það að markmiði að halda genginu innan ákveðinna
marka. Helsta markmið hans er að halda verðbólgu
niðri þannig að gengi krónunnar hefur samt sem
áður haft áhrif á aðgerðir bankans.
Einn stærsti kosturinn við fljótandi gengi
er að stjórnvöld hafa svigrúm til að haga
peningamálastjórn sinni eftir þörfum
efnahagslífsins. Helsti ókosturinn er að fljótandi
gengi hættir til að hækka og lækka á víxl og oft langt
umfram verð á vöru og þjónustu. Spákaupmenn
geta t.a.m. aukið gengissveiflurnar. Þetta getur
haft vond
áhrif á erlend
viðskipti og hagvöxt.
Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands voru allir
helstu gjaldmiðlar heims með fast gengi sem
byggðist á gulli. Þá voru gjaldmiðlarnir á gullfæti
en bak við hvern gjaldmiðil var loforð útgefandans
um að láta seðlana fyrir gull. Þetta kerfi brotnaði
niður við upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar. Í
kjölfarið var gengi allra helstu gjaldmiðla fest
gagnvart Bandaríkjadollara en eftir 1970 var horfið
frá þessu alþjóðlega fastgengiskerfi.
Fastgengiskerfi er innan Evrópusambandsins.
Þróun á upptöku evru er þannig að fyrst er gengi
gjaldmiðils haldið nokkuð föstu gagnvart evrunni,
svo er það fest alveg og síðan er tekin upp evra.
Evran er hins vegar fljótandi á alþjóðagjaldeyris-
mörkuðum. Bandaríkjadal er líka haldið föstum í
Bandaríkjunum en gengi hans er fljótandi út á við.
Fljótandi gengi
Sú var tíðin að nokkuð stór
hópur Íslendinga trúði hverju
einasta orði sem Karl Marx
hafði sett á blað. Bókstafstrú
þessi hvarf góðu heilli en við
tók önnur, litlu skárri, trúin á
kennivald Miltons Friedman.
Varla líður sá dagur að einhver
álitshafi bergmáli ekki skrif
Friedmans í fjölmiðlum þessa
guðsvolaða lands.
ÁVÍSANAKERFI Í SKÓLUM
Til dæmis hafa ýmsir íslenskir
álitshafar gleypt þá Friedmans-
hugmynd hráa að ávísanakerfi í
skólum sé allra skólameina bót.
Ekkert bendir til þess að þeir
hafi kynnt sér gagnrýni á þessa
hugmynd, alla vega þegja þeir
þunnu hljóði yfir henni. En hvað
er átt við með „ávísanakerfi í
skólum“? Átt er við kerfi þar
sem skólar eru í einkaeign en
foreldrar fá ákveðna upphæð
frá hinu opinbera sem þeim er
skylt að nota til að fjármagna
skólagöngu barna sinna.
Nefna má að breski heim-
spekingurinn Harry Brighouse
hefur gagnrýnt ávísanakerfis-
hugmyndina og aðrar hugmynd-
ir um allsherjar einkavæðingu
skólakerfisins af nokkurri hind.
Hann bendir á að skólakerfi sem
byggir á einkarekstri hafi ýmsa
galla. Til dæmis verður sam-
keppnin ævinlega fremur tak-
mörkuð því í reynd getur við-
skiptavinurinn ekki valið milli
nema fimm til sex skóla. Gagn-
stætt því er venjulega til urm-
ull af pípurum og rökurum sem
velja má milli.
Einnig er talsverður kostnað-
ur við að skipta um skóla, mikið
vesen kringum það flytja barn
úr einum skóla í annan. Vart
þarf að taka fram að ekkert til-
tökumál er að skipta um rak-
ara eða pípulagningamann. Til
að gera illt verra getur eng-
inn fengið fullkomnar upplýs-
ingar um skóla, hvað þá full-
komnar upplýsingar um hvaða
skóli hæfi tilteknu barni best.
Brighouse fordæmir samt ekki
hugmyndina um ávísanakerfi
en hvetur menn til að fara gæti-
lega í sakirnar.
PENINGAMAGNSKENNING
Þegar Friedman hrökk upp af
kepptust þeir Hannes Gissurar-
son og Þorvaldur Gylfason um
að lofsyngja hann og töluðu eins
og hann væri það nýjasta nýtt
í stjórnmálahagfræði. En hinn
heimsfrægi hagfræðingur Paul
Krugman segir annað í sinni
minningargrein um Friedman.
Hann viðurkennir vissulega að
Friedman hafi gert ýmislegt vel
en segir að peningamagnskenn-
ing hans hafi ekki reynst vel í
framkvæmd. Hafi því flestir
gefist upp á henni.
Nóbelshagfræðingurinn
Joseph Stiglitz tekur í
sama streng og kallar
peningamagnskenninguna
„einfeldningslega“. En hvað er
peningamagnskenning? Hún
er kenning um verðmyndun
sem á sér eldgamlar rætur en
Friedman dustaði rykið af henni
fyrir margt löngu. Samkvæmt
henni orsakast verðbólga
af ofprentun peninga, magn
peninga í umferð ræður verði.
FRIEDMAN OG
EINRÆÐISHERRANN
Minnumst þess að Stiglitz segir
að fylgispekt við kreddur Fri-
ed mans hafi leitt til stórkreppu
í Chile árið 1982. Bæta má
við að hagfræðingurinn Kalle
Moene segir að hagvöxtur á
valdaskeiði Pinochets hafi ekki
verið nema skitin tvö prósent
og mestur eftir að einræðis-
herrann losaði sig við Fried-
manskreddurnar og tók upp
blandaðan markaðsbúskap. Það
fylgir sögunni að þeir Þorvald-
ur og Hannes hafa sungið efna-
hags-„afrekum“ einræðisherr-
ans lof og prís og þakkað Fried-
man þau.
Ekki láta gagnrýnendur Fri-
ed mans sér nægja að lasta pen-
ingamagnskenninguna, sumir
brigsla ameríska hagfræðingn-
um um þjónkun og undirlægju-
semi við stórauðvald og ein-
ræðisherra á borð við Pino-
chet. Þess lags gagnrýni má
finna í bók Naomi Klein, The
Shock Doctr ine. Hún segir líka
að kennslan í hagfræðideild-
inni í Chicago þar sem Fried-
man réði ríkjum hafi líkst heila-
þvotti meira en háskólakennslu.
Nemendum hafi ekki verið
kennt neitt annað en kreddur
Chicagoskólans sem Friedman
veitti forstöðu.
Enn aðrir fræðimenn með
vísindaheimspekinginn John
Dupre í broddi fylkingar segja
að kenningar Friedmans séu
ekki prófanlegar og þar af leið-
andi ekki vísindalegar. Reynd-
ar er Dupre einn þeirra fjöl-
mörgu fræðimann sem telja
hag-„fræði“ froðu, ekki rétt-
nefnd vísindi.
Hvað sem þessu líður er bók-
stafstrú mjög af hinu illa, hvort
sem menn éta frasana upp úr
Friedman eða Marx.
Friedman og Ísland
Stefán Snævarr
prófessor í
heimspeki
O R Ð Í B E L G
AFMÆLISFÖGNUÐUR Milton og Rose Friedman við hátíðlega athöfn ásamt George
W. Bush, forseta Bandaríkjanna, á níræðisafmæli Nóbelsverðlaunahafans Friedmans árið
2002. MARKAÐURINN/AFP
Fagnaðarefni er ef breytist tónninn í erlendri umfjöllun um íslenskt
fjármálakerfi. Þannig sagði í frétt Financial Times um helgina að upp-
gjör viðskiptabankanna stóru hér, Kaupþings, Landsbankans og Glitn-
is, hefðu slegið á ótta við að landið stæði frammi fyrir fjármálakreppu.
Vissulega finndu þeir fyrir þrengingum vegna alþjóðlegs lausafjár-
skorts, en bæru þó ekki stóran skaða af og tekist nokkuð vel að aðlag-
ast nýjum aðstæðum.
Uppgjörin eru hins vegar kannski ekki langt frá því sem ráð var fyrir
gert hér heima, þótt ekki séu þau í takt við svartsýnustu spár í útlönd-
um. Bankarnir halda sjó í erfiðu árferði og eiga hrós skilið fyrir það.
Mikilsverðar eru þær breytingar sem bankarnir hafa gert á fjármögn-
un sinni með aukinni áherslu á innlán. Á afkomukynningarfundi Kaup-
þings fór Guðni Aðalsteinsson, framkvæmda-
stjóri fjárstýringar Kaupþings, yfir þróunina
þar á bæ og svaraði fyrirspurn á þann veg að
vissulega kölluðu breyttar áherslur á annað
vinnulag í áhættustýringu bankans.
Þá eiga bankarnir einnig kost á fleiri leið-
um í fjármögnun en skuldabréfaútgáfu eina,
svo sem útgáfu breytanlegra skuldabréfa (sem
yrðu þá að hlutafé í bönkunum, en þá leið hafa
margir bandarískir bankar farið). Eins er hægt
að vöndla saman húsnæðislánum þannig að þau
geti fengið sjálfstætt mat alþjóðlegra matsfyr-
irtækja. Slíka vöndla má svo til dæmis selja
seðlabönkum ríkja á ásættanlegum kjörum.
Í kjölfar uppgjöra bankanna hefur svonefnt
CDS-álag (skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréfaútgáfu bank-
anna) enda lækkað lítillega, þótt enn sé það með því hæsta sem verið
hefur. Velta má fyrir sér ástæðum þess að það lækkar ekki hraðar en
raun ber vitni. Spilar þar væntanlega inn í hversu óskilvirkur og ógagn-
sær hann er þessi markaður með skuldatryggingar og hvernig hann
ræðst fremur af tilfinningu einstakra miðlara á erlendum fjármála-
mörkuðum.
Tregða í lækkun skuldatryggingarálagsins kann líka að vera áminn-
ing um að varhugavert sé að hlaupa upp til handa og fóta og fagna
sigri í umræðuvandaslag íslensks fjármálakerfis. Frá því að þrengja
tók að á mörkuðum erlendis hefur við hvert einasta uppgjör bankanna
verið talið að tölurnar gætu beint umræðu um þá inn á réttar brautir,
lausar við illa grundaðar vangaveltur um veika stöðu þeirra og vanda-
mál í fjármögnun. Raunin hefur svo jafnan orðið sú að góðu fregnirn-
ar gleymast hratt.
Þannig var það fyrr á árinu þegar íslensku bankarnir voru nýbúnir að
birta ársuppgjör sín og þóttust hafa unnið nokkurn sigur í umræðunni
að svissneski stórbankinn Credit Suisse þurfti að afskrifa væna summu
vegna undirmálslána. Við það bættust 10 punktar ofan á skuldatrygg-
ingarálag svissneska bankans, en 30 til 40 punktar á þá íslensku, sem
þó bera ekki nema óbeinan skaða af undirmálslánum í formi þrenginga
á fjármálamörkuðum.
Því er líklega rétt að bíða aðeins og sjá hver tónninn verður í áfram-
haldandi umfjöllun um íslenskt efnahagslíf. Ekki er ólíklegt að erlenda
greinendur fari enn að lengja eftir fréttum af lántöku til styrktar gjald-
eyrisvarasjóði landsins og þar með baklandi bankanna. Þá eru blikur á
lofti hvað varðar sparisjóði landsins sem margir hverjir standa höllum
fæti eftir undangengnar lækkanir á hlutabréfamarkaði. Verkefnin fram
undan eru ærin þótt aðeins hafi sést til sólar í erlendri umfjöllun.
Þíða í erlendri umfjöllun um íslenskt fjármála- og efna-
hagslíf hefur til þessa reynst skammgóður vermir:
Enn má marka
viðsnúning í skrifum
Óli Kristján Ármannsson skrifar
Tregða í lækkun
skuldatrygging-
arálagsins kann
líka að vera
áminning um að
varhugavert sé
að fagna sigri í
umræðuvanda-
slag.