Tíminn - 19.02.1982, Page 6
6
Föstudagur 19. febrúar 1982
Wivmm
aldarafmæli samvinnuhreyfinsarinnar á íslandi
■ „Enginn vafi leikur á þvi að
samvinnuhreyf'ingin hefur
markað djúp spor i islenskt þjóö-
lif á þeirri öld sem nú er minnst.
Meginatriðið er þó að samvinnu-
hreyfingin verði hreyfing en ekki
stofnun og að hún verði samtök
fólks en ekki samsteypa fyrir-
tækja, sem faxa fram i nafni
sinna rekstrarlegu hagsmuna,
gjörsamlega án tillits til hverjir
eru hagsmunir þess fólks, sem
samvinnuhreyfingin i öndverðu
var stofnuð til að berjast fyrir,
sagði Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra og formaöur
Alþýðubandalagsins, þegar Tim-
inn'spuröi hann hvað honum væri
efst i huga við 100 ára afmæli
samvinnuhreyíingarinnar i
landinu.
Svavar iiélt áfra: „Gildi sam-
vinnuhreyfingarinnar er engu
minna i dag en þaö var i önd-
verðu. Gildi hennar felst i þvi, að
samvinnufélög gel'a mönnum kost
á þvi að taka þátt i aö stjórna at-
vinnulifi eða framleiöslu eða
verslun á tilteknum svæöum i
landinu án tillits til elnahags
viðkomandi einstaklings. Munur-
inn á samvinnuíélagi og hluta-
félagi er sá að i hlutalélagi hefst
maöurinn til afls eftir f jármagns-
eign sinni, i samvinnuíélagi er
mögulegt fyrir hinn almenna
mann að leita réttar sins og beita
áhrifum sinum til jafns viö aöra
menn. Vandinn er hins vegar sá
að á undanlörnum árum og ára-
tugum hefur lilandi lelagsstarf
kaupfélaganna og samvinnu-
félaganna ekki verið sem skyldi.
Fólk hefur ekki fengist til aöf
sinna samvinnustarfinu lrá degi
til dags og þar al leiðandi hafa
völd dregist i hendur fárra
manna. Þessi háskalega stað-
reynd birtist okkur i ferli fjöl-
margra lýðhreyfinga alþýðu
á undanförnum árum, en hún
er ákaflega hættuleg vegna
þess, að fái hún að standa
áfram, hefur þaö i för með sér
að völdin færast á hendur
fárra manna og samvinnulyrir-
tæki geta, viö slikar aðstæður,
breyst i andstæöu sina, breyst i
„Völd dregist
í hendur
farra manna,”
segir Svavar Gestsson, formadur Alþýðu-
bandalagsins um samvinnuhreyfinguna
það afl, sem i upphafi var ætlunin
að berjast á moti. Þá afmælisósk
á ég besta til samvinnu-
hreyfingarinnar að hún viröi
grundvallarhugsjónir sinar, að
forraðamenn hennar minnist
þeirra i daglegum athöfnum.
Samvinnuhreyfing án hugsjóna,
félagshyggju, er engin samvinnu-
hreyfing.”
„Verkalýðshreyfingin og sam-
vinnuhreyfingin hala á undan-
förnum árum og áratugum olt á
tiðum staðið hlið við hliö, en oft og
raunar oftar eldaö grátt silfur
saman. Þannig háttar nú til um
stjórn landsmála á Islandi aö um
er að ræða einskonar pólitiskt
bandalag þar sem verkalýös-
hreylingin og samvinnu-
hreylingineiga verulega aöild aö.
Þetta pólitiska bandalag skapar
forsendur til þess að verja hið
islenska þjóölélag fyrir þeim
áföllum sem alþýða grannlanda
okkar hefur orðið fyrir á undan-
lörnum árum og hafa birst henni i
geigvænlegu atvinnuleysi og stór-
felldum samdrætti i hverskonar
félagslegri þjónustu.”
„Meginatriðiö er að samvinnu-
hreyfingin átti sig á þessum
félagslegu og stéttarlegu stað-
reyndum hins islenska þjóð-
félags.”
„Staða samvinnuhreyfingar-
innar nú og á næstu árum ræöst af
þvi hvort hún skilur þessi grund-
vallaratriði.”
„Á undanlörnum árum hala
komið fram ýmsar nýjungar i
samvinnustarfi á Islandi. Þaö er
athyglisvert að þessar nýjungar
eru ekki sist utan þeirrar sam-
vinnuhreyfingar sem nú minnisl
afmælis sins i dag. Hér á ég fyrst
og fremst viö íramleiðslusam-
vinnulélögin, sem hala verið
stofnuö og hafa staríað vel og
með miklum árangri núna um
nokkurra ára bil. Ég tel að það sé
nauðsynlegt fyrir samvinnu-
hreyfinguna, sem svo er kölluð i
daglegu tali, aö átta sig á þessum
breytingum sem hafa orðið úti i
þjóðfélaginu. Þar hafa ákveðnir
einstaklingar i stórum hópum
svarað hugsjónum samvinnu-
hreyfingarinnar,einsog þær voru
i öndverðu, með athöínum sinum
en hafa ekki fundiö farveg fyrir
starfsemi sina innan hinna hefð-
bundnu kaupíélaga, eöa Sam-
bandsins, sem svo er kallað. Ég
tel að i þessu íelist mjög ánægju-
leg tiðindi i starl'i íramleiðslu-
samvinnufélaganna, en i þeim
felst einnig ákveðin áminning til
samvinnuhreyíingarinnar.”
„A þessum timamótum sem viö
minnumst i dag þá óska ég þess
helst fyrir samvinnuhreyfinguna
að fólkið verði miklu virkara i
starfi samvinnulélaganna en
verið hefur. Fólkið getur ráðið
stefnu og starfi samvinnu-
hreyfingarinnar ef það gengur i
samvinnufélögin og tekur þar
virkan þátt. Þvi aðeins nær sam-
vinnuhreyfingin að dafna og vera
það afl framvegis, sem til var
ætlast i öndverðu, að fólkiö fylki
sér inn i samvinnufélögin til
starfs og til átaka.” —Sjó.
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráöherra. og formaður Alþýöu-
bandalagsins.
Geir Hallgrimsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins.
fódurblöndun kögglun HHHLJHkJi úrvals kjarnfóður
FÓÐUR
fóÖriÖ sem bœndur treysta
Kostir MS fóöurs eru:
Kúafóöur Stewartsalt
fóður
grasfrœ
girðingarefni
Sauðfjárfóður
Hænsnafóður
Ungafóður
Svínafóður
Vifoskal
Cocura
Magníumsalt
Hestafóður
Sími 1 11 25
• f fóðrinu eru islensk eggjahvítuefni úr
okkar ágœta fiskimjöli.
• MR tóður er ætíð nýmalað og blandað.
• MR fóður er ávallt fyrirliggjandi.
• MR fóður hefur áunnið sér orð sem gott
fóður, enda blandað úr úrvals korn-
tegundum frá bestu kornsvæðum
heims.
MJÓLKURFELAG
REYKJAVIKUR
„Er sterk
og voldug,”
segir Geir Hallgríms-
son, formaður
Sjálfstædisflokksins
■ „Ég tel samvinnuhreyfinguna
afar mikilvæga fyrir islenskt
þjóðlif. Samvinnuheyfingin átti
mikinn þátt i þvi að flytja versl-
unina inn i landið og er viða
buröarás i atvinnulifi
byggðanna,” sagði Geir
Hallgrimsson, formaöur Sjálf-
stæöisflokksins, þegar
blaöamaður Timans spurði hann
um gildi samvinnuhreyfingar-
innar fyrir islenskt þjóðlif.
— Hverja telur þú stööu sam-
vinnuhreyfingarinnar núna?
„Samvinnuhreyfingin er nú
sterk og voldug. Ef til vill er það
henni fjötur um fót að hún býr
viöa ekki við nægilega sam-
keppni. Hætt er þvi við að sam-
vinnuhreyfingin staðni. 1 sam-
vinnuhreyfingunni felst ekki
tilgangur i sjálfu sér. Þaö veltur á
þvi að tilgangi samvinnuhreyf-
ingarinnar sé náð hvaða þjónustu
samvinnuhreyfingin lætur fólki i
té og hvort hún er tæki i höndum
þess.”
— A samvinnuhreyfingin sama
erindi nú og fyrir 100 árum?
„Samvinnuhreyfingin á ef til
vill ekki sama erindi nú og fyrir
1Ó0 árum, en hún á vissulega enn
erindi og mikilvægu hlutverki að
gegna. Einkarekstur, þ.á.m.
hlutafélagsrekstur, og samvinnu-
rekstur eiga að búa við sömu skil-
yröi og jafnrétti sin á milli. öllum
atvinnurekstri, án tillits til félags-
eða fyrirtækjaforms á aö skapa
frelsi til framkvæmda og athafna
og skilyrði til eigin fjármuna-
myndunar. Meö þeim hætti er at-
vinnuöryggi og batnandi lifskjör
almenningi til handa best tryggð.
Reynslan mun og þannig leiða i
ljós hagkvæmustu verkaskipt-
ingu milli samvinnurekstrar og
einkareksturs.”
— Ef eitthvað, hvað finnur þú
henni til foráttu?
„Samvinnuhreyfingin hefur
veriö misnotuö i pólitiskum
tilgangi. Þótt sú pólitiska mis-
notkun hafi oft fært samvinnu-
félögum forréttindi, þá er ég
þeirrar skoðunar að hún hafi
skaðað samvinnuhreyfinguna
sem slika.
Samvinnuhreyfingin á að vera
utan pólitiskra flokkadrátta og
sýna gildi sitt i frjálsu markaðs-
kerfi við hliö annars atvinnu-
reksturs.
Vandamál sam vinnuhreyf-
ingarinnar er og að tryggja áhrif
og sjálfstæði hvers einstaks
félagsmanns en eyða þeim ekki
með mörgum millistigum félags-
deildaskipulags og innskriftar-
fyrirkomulagi verslunarviðskipta
i ætt við selstöðukaupmenn i staö
peningaviöskipta.
Ég vil nota þetta tækifæri,
þegar islensk samvinnuhreyfing
heldur hátiðlegt 100 ára afmæli
sitt til aö óska samvinnuhreyfing-
unni heilla og farsældar á kom-
andi árum,” sagði Geir
Hallgrimsson að lokum.