Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. mars 1982 fréttir Sunnudagurirm 21. mars: Helgadur samstöðu með afghönsku þjóðinni ■ Næstkomandi sunnudagur, 21. mars, er hinn gamli þjóðhátiöar- dagur Afghanistan og hafa flestar lýðfrjálsar þjóöir ákveöiö aö helga hann samstöðu meö af- ghönsku þjóðinni. „Astandiö i Afghanistan er nú alvarlegra en þaö hefur nokkru sinniveriö fyrr frá þvi landiö var hernumiö hinn 27. desember 1979. Meira en eitt hundraö þúsund sovéskir hermenn eru nú i land- inu og gegna þvi hlutverki aö bæla þar niður allan mótþróa. Fimmti hver ibúi hefur flúiö land frá þvi innrásin var gerö. Dveljast nú 2,5 milljónir af- ganskra flóttamanna i Pakistan og 1,5 milljónir i Iran, flestir viö sára neyð”, segir i yfirlýsingu utanrikisráðherra, Ólafs Jó- hannessonar, vegna dags sam- stöðu meö afghönsku þjóðinni. Ólafur minnir á að sérstakt skyndiþing alsherjarþings Sam- einuðu þjóöanna i jan. 1980 hafi samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, ályktun um tafar- lausa brottför erlends herliðs úr landinu, og siöan með enn traust- ari meirihluta á alsherjarþingum haustið 1980 og 1981. Þrátt fyrir þetta hafi allar kröfur um réttláta lausn mála verið hunsaðar. Meðan svo standi sé litil von um bætt samskipti austurs og vest- urs. ,,Ég vil lýsa þeirri von minni aö sem fyrst veröi hrundiö i fram- kvæmd ályktun alsherjarþings Sameinuöu þjóöanna um póli- tiska lausn á málefnum Afghan- istan svo þjóöin geti aftur lifaö i friði i landi sinu og flóttamenn snúið til fyrri heimkynna”, segir Ólafur i yfirlýsingu sinni. —HEI Miðstjórn Fram- sóknarflokksins: Aðalfundur á föstudaginn ■ Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst aö Hótel Heklu föstudaginn 26. mars næstkomandi kl. 14 og stendur fram á sunnudag. A fundinum veröa umræöur um stjórnmála- ástandiö og ályktanir gerðar um hin ýmsu þjóömál. Á föstudeginum verða fyrst skýrslur um stjórnmálaviöhorfiö og starfsemi flokksins en siöan almennar umræður, sem væntan- lega standa langt fram á kvöld. Nefndir munu starfa fyrri hluta laugardagsins en siðdegis þann dag veröa kosningar. Kosnir verða formaður, ritari og gjald- keri flokksins og varamenn þeirra, framkvæmdastjórn, blaö- stjorn Ti'mans og fleira. Um kvöldið veröur sameiginlegur kvöldverður og skemmtun. Á sunnudeginum, 28. mars veröur svo afgreiösla mála en stefnt er aö þvi aö fundinum ljúki um miðjan þann dag. Auk almennra þjóðmála veröur sérstaklega fjallaö á fundinum um málefni aldraöra. Nefnd, sem Kristján Guðmundsson félags- málastjóri i Kópavogi hefur veitt forstöðu mun leggja fram álit sitt og ályktun veröur samþykkt um málið. Þá verða einnig kynnt á fundinum drög að áliti nefnda sem f jallaö hafa annars vegar um mennta- og menningarmál undir forystu Haralds ólafssonar og hins vegar æskulýös- og iþrótta- mál, formaöur þeirrar nefndar er Niels A. Lund. 114 menn eiga sæti i miðstjórn Framsóknarflokksins en auk þess er varamönnum boöiö að sitja fundinn. „NU ERU AÐ VERÐA SfDUSTU FORVÖД — segir Svavar Jónatansson, forstjóri Almennu verkfræðistofunnar - „Afgreiði ekki mál undir hótunum”, segir Hjörleifur Guttormsson Rann- sakar Orku- stofnun í Helgu- vík? ■ ,,Ég afgreiði ekki mál hér undir hótunum frá bandariskum hernaöaryfirvöldum. Þeir settu þetta i eindaga af sinni hálfu sem verkkaupi og áöur en ég gef mitt svar þá þarf að hreinsa andrúms- loftiö”, sagöi Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráöherra, þegar Timinn spuröi hann hvort hann hefði gefið Orkustofnun grænt ljós á aö hefja rannsóknir i Helguvik. — En ef svariö kemur ekki i dag veröur það ekki til þess aö banda- riskir verktakar taka að sér verk- ið? „Þaö held ég aö sé nú á valdi aðila sem standa Timanum nær heldur en ég”, sagði Hjörleifur. En sem kunnugt er barst Orku- stofnun bréf frá Almennu verk- fræöistofunni þar sem sagöi aö ef Orkustofnun gæfi ekki svar fyrir klukkan 16 i gær, um hvort hún ætlaðiað standa viö samninga um borun á Hólmsbergi viö Helguvik, litu umsjónaraðilar, bandariskir og islenskir svo á að þeir væru eigi lengur bundnir af samningn- um milli aðila. Svavar Jónatansson forstjóri Almennu verkfræöistofunnar sagöi i samtali viö Timann síödegis i gær: „Ég fékk svör frá orkustofnun þess eðlis að iönaðarráöherra gæti ekkisvaraö bréfi okkar i dag”. — Veröur þaö til þess að hingað koma bandariskir verktakar? „Auövitaö gæti þaö fariö svo”. — Veröur þaö þá fyrr en seinna? „Þaö gæti orðiö fljótlega en það tekur þó sinn tima aö flytja hingaö tæki. En hinsvegar er ég aö vona aö okkur takist aö semja viö Orkustofnun. En nú eru aö verða siöustu forvöö”, sagöi Svavar. —Sjó ★ ★ ★ ★ : ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 1 ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ■ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ■★★★★★★ í ■ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★★★ ★★★★★★ ★★★★★★★ ★★★ ★★★★★★★★★★★★★★ ★★★ ★★★★★★★★★★★★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★★★★★★ ★★★ * * * ★★★★★★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★*★ ★★★★★★★ ★★★ ★*★ ★★★★★★★ ★★★ ★*★ ★★★★★★ ★★★ r ★ ★ ★ ■ ★ ★ ★ ★ r ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ■ r ★ ★ ★ ★ r ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ■ ★ ★ ★ ★ r ★ ★ ★ ★ r ★ ★ ★ ★ DODGE ARIES l\lú er tíminn til að eignast þennan margfalda verðlaunabíl. Eigum aðeins örfá eintök af Dodge Aries 1981 til ráðstöfunar strax, bæði 2ja, 4ra og station-gerðir. Helsti búnaður: 4 cyl. vél, 2600 cc, 100 hestöfl sjálfskipting vökvastýri aflhemlar Verð frá ca. kr. 223.712,00 miöaö viö gcngi 9.3.82. lituð framrúöa framhjóladrif dc luxe frágangur 1. verðlaun: „Bíll ársins í Bandaríkjunum 1981." fölfökull hf. Ármúla 36 Simi: 84366

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.