Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 20. mars 1982 „Að hjónabandinu ersótt frá mörgum hliðum segir séra Halldór Gröndal ■ „Ekki leikur neinn vafi á þvi aö hjónabandiö á i vök aö verjast og að þvi er sótt frá mörgum hlið- um á okkar dögum,” segir séra Halldór Gröndal, sem vigði þau ölöfu og Snorra. „Það er margt sem veldur þessu. Kröfurnar eru orönarsvomiklarsem gerðareru til einstaklinganna, nýjar hug- myndir um stöðu konunnar hafa komið upp, keppnin um ýmis efnaleg gæði og fleira. Já stór hluti hjónaskilnaða verðurafþeim sökum að fólk vill eignast allt i einu nú á dögum, ibúð, bifreið og dýra hluti aðra, sjónvarp og allra handa heimilis- tæki. Nú má fólk margthvert ekki vera að þvi að biða eftir að þetta komi smám saman, eins og menn áttu betra með að sætta sig við hér áður. Auk þessa gera sumir kröfur til þess að geta farið i Broadway einu sinni i viku, ár- lega til Mallorca og reglulega i heilsuræktina og svona má lengi telja. betta veröur oft til þess að fólk guggnar og stundum gerist það þannig að eiginmaðurinn fær ekki risið undir fjárhagsbyrðunum og flýr út i áfengisneyslu.” En vigslum fækkar þó ekki? „Nei, þeim fækkar ekki. Nú er mikið talað um óvigða sambúð, en ég hef m jög ákveðnar skoðanir á henni. Hvernig getur maður elskað konuna eða konan mann- inn ef þau brestur kjark og vilja til þessað axla sameiginlega þær skyldur sem samvistum fylgja. Þetta er kallað frelsi en er þó ekki neitt frelsi.” Hverjar eru tölur um vigslur og skilnaði i þinni sókn? „Vigslunum hefur heldur fjölg- að frá þvi er ég byrjaði og árin 1980 og 1981 voru þær 41 hvort ár. Skilnaðarmál sem ég gafst upp við voru hins vegar 26 1979 og 34 1980, — það var slæmt ár. Ég hafði þóafskiptiaf málum 50 til 60 hjóna, sem voru að hugleiða skilnað. Þetta eru ákaflega viðkvæm og sár mál, skilnaðarmálin, og þær orsakir sem liggja að baki eru geysilega margvislegar. Finni ég að vilji til sátta er fyrir hendi, þá er reynt allt hvað unnt er til þess að sættir takist, en hitt er lika til að fóikið segir að hér sé ekki um neitt að ræða og þá er ég auðvitað mát. Það er lögbundin skylda okkar prestanna að annast sátta- tilraunirnar og það er timafrekt starf. Hvert mál kann að taka vikur. Þvi miður er það lika svo að fólk kemur of seint, — þegar vandinn er orðinn of mikill.” bá er vigslan ánægjulegri? „Hjónavigslan er yndisleg og það er ekki sist það sem gerir preststarfið eftirsóknarvert. Við hjónavigsluna eru allir svo glaðir, svo góðir, svo fallegir. Já, vist er hjónavigslan fagur atburður. Það er aöeins einn atburður i prestsstarfinu sem ég jafna við hjónavigsluna, — það er þegar ung hjón koma til min og biðja mig að skira sitt fyrsta barn. Þá bætist stoltið við, ekki þetta vonda stolt, heldur hið fagra og góða stolt. Þetta er upphafið að vegferðlifsins sem enginn þarf að óttast sem þekkir þá uppsprettu sem Guð er og treystir Honum og vill ganga með Honum. — AM ■ Hamingjuóskum rignir yfir brúðhjónin. og hálfu ári”, segir ölöf. „Fyrst var þetta auövitað bara kunn- ingsskapur. Við kynntumst upp- haflega í gegn um félagsskapinn „ungt fólk með hlutverk”. i Bú- staðasókn og störfum bæði i Bú- staðasókn.” — Hvenær ákváðuð þið að gift- ast? „Ætli það séu ekki svona niu mánuðir siöan. Nei, þaö var ekk- ert sérstakt bónorð i gömlum skilningi. Fremur má vist segja aö þetta hafi komið svona smátt og smátt af sjálfu sér, þangaö til þetta var orðið alveg sjálfsagt mál, — eiginlega án þess að það þyrfti að tala um þaö.” — Og þið hafið ekki verið I vafa um að þið vilduð kirkjubrúð- kaup? „Nei, við vorum ekki i vafa um það”, segir ólöf. „Ég tel að innan kristins samfélags sé hjónaband- iösjálfsagt og óvigð sambúð ekki æskileg. Við teljum að hjóna- bandiö sé eitt af þvl sem við höf- um þegið af Guði.” — Lfta kunningjar ykkar og skdlafélagar almennt sömu aug- um á þessi mál og þið? „Það er sjálfsagt mjög mis- jafnt.” — Má ég spyrja brdöina hvaða kosti eiginmaðurinn þarf fyrst og fremst að hafa? undirgefin. Ég tek fram að mér finnst fólk misskilja þetta orð, — aö vera undirgefinn er ekki það sama og að vera eins og ambátt, — það býr svo margt annað i þessu orði.” — Hvaða kosti þarf eiginkonan að hafa Snorri? „Ég mundi svara þessu nokkuö svipað og hún, — hún á að elska manninn sinn og heimilið, það er hlýjan og skilningurinn sem er mikilsverðastur milli hjóna að minu áliti.” — Hvenær á að fara i brúð- kaupsferöina? „Það er ekki gott að segja. Lik- lega verður hún látin biða þangað til í sumar og þá ætlum við að ferðast eitthvaö hér innanlands, líklega vestur á Vestfirði. Ég á nokkra ættingja þar vestra”, seg- ir Snorri — Ólöf ertu löngu búin aö sauma brUðarkjólinn? „Já hann var tilbúinn fyrir þó nokkuð löngu, — fyrir 35 árum! Ég ætla að verða i kjól af afasyst- ur minni, sem giftist til Bretlands á striösárunum og fluttist til Eng- lands. HUn gifti sig þar úti og hjá henni fékk ég kjólinn. Ég þurfti að visu að laga hann dálitið til, en i aðalatriðum passaöi hann ágæt- lega.” — AM. ■ Þau Hellen S. Helgadóttir, Margret Scheving og Þorvaldur Halldórsson sungu við athöfnina. Fremst á myndinni er organistinn, Ulf Prunner. ,, Hann á fyrst og fremst að elska konuna sina. Hann veröur að hafa skilning á þvi sem þarf að gera fyrir fjölskylduna og á heim- ilinu. Hann á að vera leiðtogi heimilisins. Já, ég veit að það stendur ekki lengur i formálanum sem presturinn les yfir brúðhjón- unum, en ég ætla að vera Snorra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.