Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 21. mars 1982. ÍÍMflM Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson- Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon/ Bjarghild- ur Stefánsdóttir/ Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Rangfærslur leiðréttar ■ I ræðu sinni á aðalfundi Kaupmannasamtak- anna á fimmtudaginn leiðrétti Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, rangar fuilyrðingar, sem fram höfðu komið um erlendar lántökur lands- manna. Viðskiptaráðherra sagði þá m.a.: „Á ársþingi iðnrekenda hélt Davið Sch. Thor- steinsson þvi fram, að gifurlegar erlendar lán- tökur færu að verulegum hluta til neyslu og enn- fremur, að erlendar skuldir okkar hafi aukist um 10 milljónir nýrra króna á hverjum einasta degi allt siðastliðið ár. Báðar þessar fullyrðingar eru alrangar. Samkvæmt skýrslu Seðlabanka Islands var nettó aukning langra lána árið 1981 talin nema 1.060 milljónum króna á meðalviðskiptagengi ársins. Samkvæmt þvi hefur þvi aukning er- lendra lána á dag numið 2.9 milljónum króna en ekki 10 milljónum. Skammtimalán jukust á árinu um 167 milljónir króna, og innstreymi annars fjármagns nam 216 milljónum, eða samtals 383 milljónum króna. Þannig var fjármagnsjöfnuð- urinn i heild talinn hagstæður um 1.443 milljónir króna, en þess ber þó að gæta, að á sama tima batnaði gjaldeyrisstaðan um 435 milljónir króna. Engu minni fjarstæða er þó sú fullyrðing, að er- lendu lánin fari að verulegum hluta til neyslu. Eriend lán eru svo til eingöngu tekin vegna fram- kvæmda eða fjárfestingar. Stærstu lántökurnar eru vegna Landsvirkjunar, fiskiskipa, sem annað hvort eru smiðuð innanlands eða innflutt, hita- veitna, Framkvæmdasjóðs og flutningaskipa. Fyrirliggjandi skýrslur sýna, að lánin hafi verið tekin vegna arðbærrar fjárfestingar og nauðsyn- legra framkvæmda, en alls ekki til neyslu. í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp, að eftir fyrstu oliukreppuna 1973—74 varð Island að taka almennt gjaldeyrislán frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum að upphæð 56 milljónir SDR til að greiða með almennan innflutning. Á núverandi gengi var þessi skuld 628 milljónir króna. Enda þótt seinni olliukreppan, sem hófst 1979, hafi ver- ið enn meira áfall, hefur ekki þurft að taka slik almenn gjaldeyrislán. Þar með er ég ekki að segja, að ekki sé ástæða til að stemma stigu við vaxandi gjaldeyrisskuldum. Innstreymi fjár- magns hefur átt þátt i að auka þenslu i efnahags- lifinu og hlýtur það að vera einn þáttur i viðnámi gegn verðbólgu að draga úr þessum áhrifum, og þá einkum með þvi að auka sparnað innanlands til að standa undir nauðsynlegum framkvæmd- um”. Það kom einnig fram hjá viðskiptaráðherra, að við siðustu áramót námu erlend lán alls 8.474 milljónum króna eða 37% af þjóðarframleiðslu. „Þótt ég hafi leiðrétt fullyrðingar Daviðs vil ég ekki gera litið úr þeirri hættu, sem er samfara háum erlendum skuldum”, sagði viðskiptaráð- herra ennfremur. „Það er eitt brýnasta verkefni íslendinga að minnka verðbólguna og auka þar með innlendan sparnað til að nota við nauðsyn- legar framkvæmdir þjóðarinnar. Þá munu er- lendar skuldir lækka.” —ESJ. skuggsjá Hvað er lesið í Sovét- rikjunum? HvAÐ LES FÓLK 1 SOVÉTRIKJUNUM? OG HVAÐ EKKl? Forvitnilegar spurningar, sem vafa- laust er hægt að svara með mismunandi hætti. Það fer auðvitað eftir þvi, hver svarar þeim. Fyrir skömmu bar fyrir augu min athyglisverða grein, sem einn af fréttamönnum bandariska stór- blaðsins New York Times skrifaði einmitt um þetta efni. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr þeirri grein, lauslega endursagðirog styttir. Þeir gefa svör vest- ræns blaðamanns, sem þekkir vel til i Sovétrikjun- um, við þeim spurningum, sem varpað var fram hér að ofan. menntanna er þó að flestra áliti nokkuð á annan veg. Hann herti mjög tökin á rithöfundum i Sovét- rikjunum fljótlega eftir valdatöku sina árið 1964. Innan árs frá þvi hann vék Krústjoff til hliðar voru rithöfundarnir Andrei Sinjavski og Júli Daniel fyrir rétti, og allir vita hvað fylgdi á eftir — landflótti margra bestu rithöfunda Sovétrikjanna, og kúgun fyrir ýmsa þá sem eftir sátu. Og enn er sovéskum rithöfundum haldið niðri með fangelsisdómum og lögregluofsóknum. ar RATT FYRIR AUKIN AHRIF SJÓNVARPSINS ERU ROSSAR ENN MIKLIR LESHESTAR. Si- felldur bókaskortur er ein af dauðasyndum sovéska kerfisinsi augum margra menntamanna þar. Opin- bera skýringin á bókaskortinum er pappirsskortur. Sú afsökun þykir haldlitil ekki sist þegar þess er gætt, að pappirsskorturinn virðist ekki há útgáfu pólitiskra rita sem þúsundum saman safna ryki I bókahillum sérhverrar sovéskrar bókaverslunar. Prentuðhafa verið rúmlega hálfur milljaröur binda af verkum Lenins siðan byltingin var gerð árið 1917, og Leonid Brésnef, núverandi leiðtogi Sovétrikj- anna hefur þegar fengið verk sin i samtals 65 milljónum bóka! Arvid Pelshe, sem er 83 ára að aldri og elsti fulltrúi i Stjórnmálanefnd sovéska kommúnistaflokksins sagði nýlega i blaðagrein: „Hvernig er hægt að lýsa þvi, hvernig úreltar, gagnslausar og upplýsingasnauðar bækury sem kostað hafa milljónir rúblna, eru afskrifaðar á hverju ári?” HvADA BÆKUR ER HÆGT AÐ FA I BÓKA- BÚÐUNUM? Bandariski blaðamaðurinn segir, aö i Dom Knigi (Bókahúsið), stærstu bókaverslun Moskvuborgar, séu þær deildir, sem hýsi pólitiskar og hugmyndafræðilegar bækur, yfirfullar. Einnig sé sæmilega vel séð fyrir bókum um visindi ýmis konar. En ef bandariskur ferðamaður nefnir ein- hverja þá rússnesku rithöfunda, sem hann hefur heyrt minnast á, hvað þá? Augljóslega finnast eng- ar bækur höfunda frá silfuröldinni Osip Maudel- stam, Anna Akhmatova, Marina Tsvetayeva og Boris Pasternak hafa verið endurreist en aðeins til útflutnings. En þaðfinnast heldur engar bækur eftir Tolstoy, Púskin eöa Dostojevsky, nema þá litið úr- val i einstaka safnbókum fyrir börn,og jafnvel ekki eftir dýrkaða risa „opinberra” sovéskra bók- mennta svo sem Maxin Gorki, Vladimir Maja- kovski eða Mikhail Sholokof. Verk þessara meist- ara eru að visu endurprentuð, en i svo litlum útgáf- um, að bækurnar komast yfirleitt aldrei i bóka- verslanirnar. Sumar eru sendar i gjaldeyris- verslanirnar eða fluttar út. Margur Rússinn hefur komið frá löndum eins og Búlgariu með f jölda bóka, sem prentaðar hafa verið i Sovétrikjunum. Aðrar eru seldar gegnum sovéska rithöfundasambandið eða aðrar stofnanir forréttindahópa. Þær bækur þessara höfunda, sem komast á almennan markað, eru keyptar samstundis og lenda svo oft á svörtum markaði, þar sem þær eru seldar á margföldu verði. En ENGU AÐ SIÐUR ER MARGT AÐ LESA 1 SOVÉTRÍKJUNUM. Rússar lesa af miklum áhuga alls konar bækur, skáldsögur, æfisögur, visinda- skáldsögur, afþreyingarverk ýmiskonar, blöð, timarit. Vinsæl eru þykk mánaðarrit, sem oft eru um 300 blaðsiöur og birta frumsamdar skáldsögur, smásögur, gagnrýni ýmis konar og auðvitað hug- myndafræðilegar greinar. Þekktast þessara rita er Novi Mir. Fyrir tveimur áratugum, þegar þiöa Krústjoffs gekk i garð, stýrði Alexander Tvardovský ritinu og vann m.a. það afrek að endur- vekja „Meistarann og Margaritu” eftir Mikhail Bulgakov (ensúbókkomúthérfyrirsiðustu jól), og koma Alexander Solshenitsyn á framfæri meö „Degi i lifi Ivan Denisovich”. Novi Mir er mun slappara i dag. Þó varð það fyrst til þess að birta nýja sögu eftir Chingis Aitmatov sem sumir telja vinsælasta rithöfundinn i Sovétrikjunum um þessar mundiry og nýlega birti timaritiö verk, sem lengi hafði verið beðið eftir birtinguá,eftir Júri Trifónov, virtan og vinsælan rithöfund, sem andaðist á siðasta ári 55 ára að aldri. En Nóvi Mir var einnig notað til þess að hrinda af staðmargauglýstum endurminningum Brésnefs, en opinberlega er sú bók talin hin fullkomna leiösögn uppvaxandi Sovétborgara. Einn áróðursmaöurinn sagði að Brésnef væri sá rithöfundur, sem mest væri fagnað á jarðarkringlunni um þessar mundir. Minna mátti þaö ekki vera. Hlutur Brésnefs til bók- Hvaða bókmenntir og rithöfundar VEKJA MESTAN AHUGA? Ljóðskáldin, sem svo mjög voru dýrkuð á sjöunda áratugnum, svo sem Bella Akhmadulina og Andrei Vosnesenský, fylla enn stór salarkynni er þau lesa úr verkum sinum. En áhugi lesenda hefur þó i vaxandi mæli beinst að óbundnu máli. Og viðfangsefni rithöfundanna hafa einnig breýst. Þeir hafa horfið frá hefðbundnum sósialrealistiskum viöfangsefnum, þar sem fjallað var um hetjur i jákvæðu ljósi og afrek heildarinnar, og snúið sér að öðrum efniviði þar sem mikið er spáð i siðferðislegt val, samvisku einstaklingsins, andlegt gildismat og þjóðlegar rætur. Hér hefur vaxandi þjóðernistilfinning og það rótleysi sem fylgir iðnþróun og örum vexti borga, haft umtals- verð áhrif. Vinsælastur slikra rithöfunda er Chingis Aitma- tov sem áður er nefndur. Hann er vel metinn i kommúnistaflokknum en hefur engu að siður fjallaö i verkum sinum um „viðkvæm” málefni, svo sem Stalinismann, þjóðlega sjálfsvitund, og félagslegan kaldrana. Nýjasta saga hans vakti verulegt umtal. Þar segir frá geimfari sem er á ferð úti i geimnum — væntanlega á vegum Bandarikjanna og Sovét- rikjanna sameiginlega. Geimfararnir komast i kynni viðfyrirmyndarþjóðfélag i geimnum, en stór- veldin, sem sendu þá,eru sammála um að banna geimförunum aðsnúa til jarðarinnar með þessa vit- neskju sina, vegna ótta um eigin stöðu á jörðinni. Oo ÞA ERU ÞAÐ LANDSBYGGÐARSKALDIN. Hópur rithöfunda sem kallast Derevenshiki — sem er dregið af orðinu yfir þorp -hefur náð verulegum vinsældum með frásögum sinum af sveitalifi sem oft er þá talið siðasta vigi hefðbundinna rússneskra verðmæta. Valentin Iiasputin er sennilega þekkt- astur þessara höfunda. Hann vakti verulega athygli með nýjustu sögu sinni — „Bless Matyora” — sem segir frá siðasta sumri litils þorps, sem á að kaf- færa vegna virkjunarframkvæmda. Margir aðrir höfundar hafa skrifað um lifið i sveitinni, en borgarlifið á sér fáa rithöfunda. Einn slikur var þó Júri Trifonov, sem áður var nefndur, en hann andaðist fyrir um ári siðan. Hann fjallaði m.a. um skuggalegri hliðarnar i lifi nýju miðstétt- anna i borgunum, þar á meðal þær tilfinningar ótta og sektar sem eiga upptök sin i fortiöinni, þ.e. ógnarstjórn Stalinista. Sagan „Val” eftir Júri Bondarev er athyglisverð útfærsla á nýju viðfangsefnum rússneskra rithöf- unda. Söguhetjan er sovéskur listmálari sem kemst að þvi, að nánasti vinur hans á timum siðari heims- styrjaldarinnar er orðinn forrikur á Vesturlöndum. Þótt landflótti vinarins sé að lokum látinnvera orsök óhamingju hans þá er honum engu að siður lýst sem flóknum persónuleika, og söguhetjan sem varð eftir i Sovétrikjunum, þjáist bæði af efasemdum og sektartilfinningu. Andrei Bitov fjallar um svipuð viðfangsefni: siðferðisleg átök og horfnar hugsjón- ir, en hann er nú loks að ná sér upp aftur eftir opin- bera útskúfun vegna þátttöku i Metropole sem var tilraun 23 rithöfunda til að gefa út safn verkasinna utan opinbera kerfisins. Flestir þeir höfundar, sem að þessu stóðu fyrir þremur árum, hafa nú komist aö hluta til I náö á ný, þeirra á meðal Fasil Iskand- er, sem gerir óspart grin aö sveitalífssögunum i verkum sinum menntamönnum borganna til mikill- ar ánægju. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.