Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 10
io Sunnudagur 21. mars 1982. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Bændur og búalið Léttar og liprar aflúrtaksdrifnar 1. Loftdælur - 2. Háþrýstar þvottadælur — 3. Afkastamiklar brunadælur C*- Leitiö upplýsinga Sendum i próstkröfu — Ágúst Schram heildverslun - Bolholti 6 simi 31899 - Árnesingamót Árnesingamótið 1982 verður haldið i Félagsheimili Fóstbræðra Langholtsvegi 109-111 laugardaginn 27. mars og hefst með borðhaldi kl. 19. Heiðursgestir móts- ins verða hjónin frú Magnea Þorkelsdóttir og herra Sigurbjörn Einarsson fyrrver- andi biskup en hann mun jafnframt flytja aðalræðu kvöldsins. Árnesingakórinn syngur undir stjórn Guð- mundar ómars óskarssonar, fluttur verður leikþáttur og að lokum leikur hljómsveit Hreiðars ól. Guðjónssonar fyrir dansi. Árnesingar austan og vestan heiðar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Miðasala og borðapantanir eru i Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustig 2 s. 15650. Árnesingafélagið i Reykjavik Jörðin Grund 11 Eyjafirði er til sölu og laus til ábúðar frá næstu far- dögum. íbúðarhús (tvær hæðir hvor 155 ferm) með tveimur ibúðum auk kjallara 90-100 ha af ræktuðu landi. 2000 hesta hlaða — stálgrindarhús og fjögurhundruð hesta votheysturn, 56 kúa fjós og fjárhús fyrir 140 kindur. Land að Eyjafjarðará. Sjálfvirkur simi 17 km. frá Akureyri. Hentar vel til tvibýlis eða félagsbúskapar einnig fyrir hverskonar félagasamtök. Eignamiðlunin Þingholtsstræti 3 simi 27711 FORD TRAKTORAR Ford 3600 47 ha með fullkomnum búnaöi til af- greiðslu strax. Verð aðeins 145 þús. Greiðsluskilmálar. ÞÓRf ÁBMÚLA11 KÍ'lilÍ'ltllííf bergmál i. ■ Þetta var ábyggilega vallarmet. Heilu fjöl- skyldurnar voru með á nót- unum. Börn, fullorðnir, gamlingjar og unglingar sem eru af grundvallar- ástæðum afhuga. Gamal- grónir kunning jahópar komnir saman í tugatali. Jafnt eldheitir áhugamenn og þeir sem hafa minni áhuga. Það ímynda ég mér að minnsta kosti, þótt rétt- astværi að Dagblaðið-Vísir gerði vísindalega könnun. Og með gosdrykki, öl, sæl- gæti, saltstengur, snarl, jafnvel púandi vindla og drekkandi löglegan eða ólöglegan bjór eða aðrar veigar. Og þeir áköfustu Iþróttlr p mm Er von á beinum útsendingum úr ensku knattspyrnunni? SJÓN WEMBLEY-LEIKURINN GAF VARPINU 36.000 HAGNAÐ! að Held þetta naffi geffid góda segir Höröur Vilhjðlmsson. ffiármálastjóri Rfkisútvarpsins Við viljum heimsmeistara- keppiti! jafnvel með trefla og hrossabresti, Vallarmet — fyrir framan sjónvarpið. Áfram Tottenpool Nú varö þaö aö visu raunin aö allur þessi fjöldi var sviptur gamaninu þegar leikurinn stóö sem hæst. Þegar Pool var búiö aö jafna á elleftu stundu og fór aö halla undan fæti hjá Totten. Þaö var auövitaö miöur og litil hugg- un i skiöastökki eöa var þaö skautadans sem á eftir kom. En allt um þaö — þetta var talsverö j (leyfis* mér aö segja ógleyman-' leg?) reynsla fyrir okkur alla sem erum kirfilega sestir fyrir framan sjónvarpstækin á hverjum laugardegi klukkan sjö okkur sem ekki gefum matarfrið ef veriö er aö sparka á skjánum, okkur sem göngum i gegnum allt litróf tilfinninganna á fótbolta- leikjum. Já þetta breytti öllu að vita ekki úrslitin fyrirfram aö sjá atburö- inn jafnóöum eöa kannski fáein- um sekúndum siöar ekki veit ég hvaö málin ganga hratt fyrir sig I gervihnöttum. Og hvort viö vor- um spenntir, já, örvæntingarfull- ir framan af, búnir aö vera á elleftu minútu, hjartveikir i hálf- leik. orönir vonlausir, og þá, þá, þegar siöasta vonarglætan var að slökkna — skoraöi Pool, aöeins fimm minútum fyrir leikslok. Veröskuldaö mark gott mark, mark sem bjargaöi þvi sem eftir liföi af laugardeginum og laugar- dagskvöldinu. Gluggar nötruöu þaö tók undir i húsagöröum og skúmaskotum, gleöin var óbland- in fögnuðurinn algjör. Gott hjá Pool, og nú fáum viö framleng- ingu. Hvernig heföum viö látiö á ööru marki eöa þvi þriöja...? Leiöinlegt annars aö Daglish skyldi ekki takast aö skora eins og hann reyndi mikiö... II. Þaö er allt svo dýrt i sjónvarp- inu. Og fátt sem hægt er aö leyfa sér. Söngvakeppni hér og Snorra- mynd þar og ekki söguna meir. Gervihnettir eru ekki heldur rétt billegir og jarðstöðin i Mosfells- sveit kostar sitt, skiptir engu máli þótt taxtinn hafi veriö lækkaöur. Óbreyttum sjónvarpsáhorfanda fannst satt aö segja ekki aö for- ráðamenn rikisútvarpsins heföu mikla trú á þessu fyrirtæki. En þeir eru lika úrtölumenn og svartsýnismenn þaö er partur af þeirra starfi, þeim væri ekki stætt á ööru. Svo settust menn niöur og reiknuöu og bjuggust viö hinu versta: 14.640 krónur til sjón- varpsstöövar i Englandi fyrir sýningarréttinn og til aö senda efniö upp i fjarskiptahnöttinn. Plús — niðurleiöin i gegnum Skyggni og út i kerfiö, 25.000 krónur. Plús — annar kostnaður um 10.000 krónur. Samtals um 50.000 krónur sem er vænt útgjald þó ég þori ekki aö fullyröa hvaö þaö gerir i samanburöi viö annað sjónvarpsefni. En þrátt fyrir útpungaöar krón- ur voru menn glaöir og hressir i sjónvarpinu. Þaö kom nefnilega á daginn aö sjónvarpiö haföi oröiö rikara af beinu útsendingunni. Hagnaöurinn var beinn og blátt áfram, eins og bent var á i mörg- um blööum. Já, auðvitaö voru þaö auglýsingarnai; hvar væri rikisút- varpið okkar statt án þeirra, sem borguöu upp kostnaöinn og gott betur, þaö uröu um 36.000 krónur aukreitis. Og þaö þrátt fyrir aö þessi auglýsingatimi i hálfleik væri ákveðinn meö mjög litlum fyrirvara og færri kæmust aö en vildu. í ljósi þessarar ágætu reynslu er nánast fastákveöiö aö úrslita- leikurinn í bikarkeppninni ensku veröi á dagskrá sjónvarpsins i beinni útsendingu laugardaginn 22jnai. Hatursmenn iþrótta og fá- nýtra hlaupa eru þegjandalegir og fátt sem stendur i veginum fyrir þvi aö viö fáum Totten aftur heim i stofu á móti liði sem ég kann ekki aö nefna, illu heilii ekki Pool. III. Og hér er loks kjarni málsins. Heimsmeistarakeppnin marg- umtalaða hvaö annaö. Sem undir- leggur Spán nú fyrripart sumars. Og þar taka allir þátt sem ein- hvers mega sin — Englendingar loksins aftur, Þjóöverjar, Brazzar, Argentinumenn, Skotar, Italir, Rússar, allir nema Hollendingar og þaö finnst Illuga miður. Þvi hvaö er heims- meistarakeppni án Rensenbrinks og Kerkhof-tviburanna, þeirra knáu vinnuhesta. Hvaö um þaö — fyrir fjórum árum var ég staddur erlendis einmitt um þær mundir er heimsmeistarakeppnin ’78 fór fram i Argentinu sem I sjálfu sér var grábölvaö. Og i þessu útlandi gafst manni kostur á aö fylgjast meö heimsmeistarakeppninni i samfelldri beinni útsendingu. Hún var sýnd á stórum skermi i biói ekki langt frá herbergjum minum, umkomuleysingjar og þeir sem ekki áttu litasjónvarp stóöu framan við glugga sjón- varpsbúöa og giáptu á stórmerkin handan viö hafiö enda þjóöin sem þessi borg tilheyrði einhver skær- asta von keppninnar aö minnsta kosti áöur en leikurinn hófst. Og þarna sá ég þetta allt og naut vel þótt sjónvarpstækið sem ég hafði yfir að ráöa væri bara svart-hvitt. Lystisemdir og stórmerki heims- borgarinnar máttu biöa betri tima. IV Við Islendingar komumst vist seint i heimsmeistarakeppni, þaö hjálpar okkur ekki einu sinni þótt búiö sé aö fjölga þátttökuþjóðun- um úr 16 I 24. Það var vist gert i greiöaskyni við Þriöja heiminn. En viö viljum,við heimtum beint samband, viö knattspyrnu- elskendur sem illu heilli komumst ekki til Spánar. En nú eru uppi al- varlegir meinbaugir, það gagnar ekkert þótt búiö sé aö leysa fjár- hagsmálin i bili. Sjónvarpiö fer i heföbundiö mánaðarfri i júli fri sem mér hefur hingað til þótt gott og sjálfsagt, en vekur nú meö mér illa fyrirboöa og skelfingu. Engin bein útsending það er jafn vist, og ekki einu sinni óbein útsending fyrr en i ágúst. Og utan seilingar mun blómi þessarar göfugu iþróttay listar liggur mér viö aö segja, leiöa saman hesta sina. Hér þurfum við öldungis aö standa saman við knattspyrnu- áhangendur, hér gilda ekki hefð- bundnirflokkadrættirnema þá aö vinstri menn séu af illri nauösyn og grundvallarástæðum á móti öllum stjörnuiþróttum sem kapitalistar hafa fundiö upp al- þýöunni til skemmtunar. I út- varpsráöi heyrist rödd sem er reiðubúin aö samþykkja allar til- lögur i þá átt aö viö hér á þessu afskekkta eylandi fáum aö njóta lystisemda heimsfótboltans — Ellert B. Schram ritstjóri og for- maður Knattspyrnusambandsins og Bjarni Felixson umdeildur iþróttafréttamaöur sjónvarps, hefur lagt fram skýrar tillögur um aö sent verði út frá þessum heimsviöburði i júli, hvaö sem liöursumarfrium. Þvi miöur ann- ar hann þessu varla einn. Nú eiga lesendadálkar dag- blaöanna og þjóöarráö fótbolta- unnenda leikinn... Egill Helgason blaðamaður skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.