Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 21. mars 1982. lllliÍMÍiíi ■ I Regnboganum er nú verið að sýna kvikmyndina Montenegro sem Júgöslavinn Dusan Makaveijev gerði i Sviþjóö en með ensku tali. Dusan þessi er vel þekktur leikstjóri i Evrópu og al- ræmdur varð hann hér á landi þegar Sæt mynd hans var sýnd á kvikmyndahátið fyrir nokkrum árum. 1 nýjasta eintakinu af Films er samtal sem Eric Braun átti viþ Dusan um Montenegro og hér fer það á eftir, dálitiö stytt. Má ég spyrja hvernig þú skil- greinir Montenegro? Gaman- mynd? Siðferðisboöskapur? Ég veit að það er ekki hægt að skil- greina myndina nákvæmlega, en Eg á alltaf i erfiðleikum með að flokka myndir minar. Gaman- mynd? Já, af þvi mér finnst gaman að koma fólki til að hlæja. Siðferðisboðskapur? Ég veit það ekki — já, ég er þarna að fjalla um ýmis þjóðfélagsöfl og hvað hendir fólk sem yfirgefur fyrir- fram ákveðið umhverfi sitt og leitar á önnur mið. Einnig hafði ég áhuga á farandverkamönnun- um og hvernig þeim gengur að aölagast hinum þróuðu samfélög- um Norðurlanda. Ég haföi hins vegar engan áhuga á aö fella dóma eða spyrja spurninga eða gera neitt af þvi sem venjulega er taliö nauðsynlegt i myndum sem taka pólitisk spursmál til meðferðar. Satt að segja trúi ég ekki að pólitik sé mikilvæg i kvik- myndum. Mergurinn máisins er að þegar maður horfir á kvik- mynd þá situr maöur hreyfingar- laus i niðamyrkri og maður finn- ur samsvörun með fólkinu sem situr þarna með manni þótt maöur þekki það ekki. Eftir á er siðan ekki gert ráð fyrir öðru en maður hypji sig á brott. Kvik- myndin er þvi i rauninni ekki til nema i þessar um það bil niutiu minútur sem tekur að sýna hana. Mér finnst ekki að h ægt sé að taka alvarleg póliti'sk vandamál til meðferðar innan þessa þrönga ramma. En svo ég reyni að svara spurningunni, þá væri ég mjög ánægður með að Montenegro væri flokkuð sem gamanmynd en hins vegar samþykki ég lika allar aðr- ar flokkanir. Upphaflega handritinu var hafnað af Bo Jonsson Aðalkvenhetja myndarinnar lendir i siagtogi með farand- verkamönnum. Þetta þykir mér eftirtektarvert vegna þess að þó áður hafi veriö gerðar myndir um konur á þessum aldri sem vilja reyna sig á nýjum vettvangi þá minnist ég þess ekki að nokkur þeirra hafi gert það á ákkurat þennan hátt. Var hún út- gangspunktur myndarinnar, eða voru það farandverkamennirnir? Þetta byrjaöi ailt i Stokkhólmi. Framleiðandanum Bo Jonsson sem haföi lengi iangað til að gera kvikmynd með mér, tókst skyndi- lega að afla nægilegs fjármagns og þá hóaði hann i mig. Ég var meö sögu tilbúna, þetta var saga um konu sem var rænt og hún lenti i alls konar veseni meö unga fólkinu sem rændi henni. Hún komst að þvi að hún gat att ræningjunum hverjum á móti öðrum, meöal annars meö þvi að bjóða þeim sjálfa sig og svo fram- vegis. Þessu handriti var hafnað, en i þvi var lika sagt frá eigin- manni hennar sem hóf leit að henni en fann i staöinn geðlækn- inn sem varð ástmaöur hans. Þetta handrit skrifaði ég fyrir fimm eða sex árum og Jonsson féll ekki við það. En brot úr þessu handriti leyn- ast samt I Montenegro Ég skildi eftir litið atriöi með eiginmanninum. Það er fremur gefiö iskyn en sagt berum orðum. Sú sena er mjög fyndin finnst mér. Ég færði hins vegar út söguna um eiginkonuna. Mér finnst ruglingurinn á flugvellinum ágætur, þar fékk ég tækifæri fyrir alls konar gamanmál. Og það má segja að henni sé rænt en með samþykki hennar sjálfrar. Hún nýtur þess — hún er að biðja um það allan timann. 1 myndinni eru svona 24 stutt skref sem hjálpa henni að gleyma að hringja i börnin sin. Ég vildi ekki að hún vanrækti fjölskyldu sina „Hundurinn LiUimann var stórkostlegur leikari” Samtal við Dusan Makaveijev leikstjóra kvik* myndarinnar Montenegro ■ Leikarinn Svetozar Cvetkovci ásamt hundin- um Lillamann visvitandi. Það var kalt hún var dálitið drukkin, það brutust út slagsmál og fullt að gerast, hún var að lokum orðin bæði slöpp og syfjuð og þannig varð margt til þess aö hún fór ekki heim til sin. Susan Anspach var efst á óskalistanum Hvers vegna var Susan An- spach valin i aðalhiutverkiö? Var hún bara til reiðu eöa óskaðirðu sérstaklega eftir henni? Ég vissi af henni og fannst að hún myndi hæfa hlutverkinu. Annars vegar er eitthvað hart og sterkt viöhana, hins vegar virðist hún veiklynd og hengd upp á þráð. Maður sér að Marilyn — konan — er i rauninni að þrotum komin. Hún er aö brotna og það element kom Susan sjálf með inni myndina. Hún lagöi mjög hart að sér að skilja persónuna, það er alltaf eitthvað erótiskt við hana en samtreynir hún að verja sig — gengur I pels og svo framvegis. Hún var efst á óskalistanum okk- ar, við höfðum samband við hana gegnum sameiginlega vini og hún reyndist vera laus. Mér skilst að hún hafi athugað hjá vinum sin- um hver ég eiginlega væri — þú veist hvað Amerikanar vita litið um evrópska leikstjóra — og fékk vist þokkalega mynd svo hún sló til og þetta varð henni dálitið ævintýri. Hún átti lika þátt i ýmsu þvi sem Marilyn er látin taka upp á. Mér fannst hún standa sig frá- bærlega. En annað sem mér fannst athyglisvert var notkun þfn á dýrum i myndinni. Geturðu skilgreint hvað dýrin i myndinni merkja fyrir þér? Það er eitthvað svo tilfinninga- rikt við þau. Ketti langar mann alltaf að snerta, hundar eru bara yndislegir, hænsnin eru stórkost- lega fyndin aparnir gáfaðir og þar fram eftir götunum. Dýrin segja sina eigin sögu, þau eru eins og griskur kör i myndinni tjá vissar tilfinningar. Þau minna okkur á að við erum ekki einsöm- ■ Susan Anspach ul. Það kemur mér alltaf jafn mikiö á óvart þegar ég sé fólk sem er með hunda og fer með þá eins og þeir séu ósýnilegir. Hundurinn i myndinni hét Lilli- mann og hann reyndist vera stór- kostlegur leikari. Ég var mjög ánægður með hann þótt ég hafi ekki þekkt þessa tegund af hund- um áður og valdi hann bara af mynd. 1 fyrstu lentum við i erfið- leikum. Hundurinn kunni ekki við sig i húsinu sem við höfðum leigt til að taka myndina upp i fyrr en hann hafði gert þarfir sinar i hverju herbergi. Þetta var fallegt hús og allt mjög snyrtilegt — inn- búið var næstum alveg eins og i myndinni — en þegar eigandinn kom til að lita eftir okkur sá hún stóra hrúgu af hundaskit á stofu- gólfinu og aðra i eldhúsinu og i hverju einasta herbergi. En eftir að hundurinn hafði þannig merkt sér húsið var hann þægur og ró- legur, það var eins og hann vildi segja: ókei, nú er þetta mitt hús. Hundurinn neitaði að drekka eitraða mjólk Mér leist ekki á einn hluta myndarinnar, það var þegar hundurinn myndi kannski taka eitur. Af hverju hafðirðu þetta svona? Þessi sena átti upphaflega aö vera undir lok myndarinnar og samkvæmt handritinu drakk hann eitruðu mjólkina. Hún græt- ur og þessa stund þykir henni hundurinn vera hennar annaö sjálf. Hún röflar viö hundinn um að mjólkin sé eitruö og hann ætti ekki aö drekka hana — gerðu það ekki drekka hana, segir hún. Þarna brotnar hún loks endan- lega upp. Eftir að við höfðum klippt þetta sáum við að á þessum stað var atriðið út i hött svo við fluttum það á þann stað sem það er nú. Aðalástæðan var sú að Lillimann neitaði i þetta skipti að gera eins og fyrir hann var lagt, hann neitaði að drekka mjólkina hann fór i rauninni eftir þvi sem hún sagöi. Eftir að við höfðum reynt að taka þetta upp mörgum sinnum sagði ég við hana: ókei, nú tökum við þetta einu sinni enn og alveg sama hvað hundurinn gerir, haltu bara áfram eins og ekkert hafi i skorist. Þegar upp var staðið fannst okkur að atriðið varpaði mjög skýru ljósi á að hún var að reyna að vera ill en gat það ekki þegar á reyndi. Eins þegar hún steikir kjötið og étur það sjálf — það er ekki mjög illur verknaður — eða þegar hún kveikir i rúmfötunum. Þá er hún að segja: Hér er ég. Taktu eftir mér. Þurfum viö að gera ráð fyrir að Montenegro sé dáinn i lok myndarinnar? Mér sýndist hann blikka augunum. Þetta veltur allt á áhorfandan- um sjálfum. Þetta var mjög köld sturta en þvf taka fáir eftir. Sum- irhafasagt viðmig: Hann er ekki dáinn. Hann gæti verið dáinn kannski leið bara yfir hann. Mörgum fannst hræðilegt aö hann skyldi —■ ef til vill — vera dáinn, þeir sögðu við mig: Hann á ekki að deyja. Hann á að hverfa úr myndinni en ekki deyja. Við reyndum það og það gekk ekki upp. Þá reyndum við að sýna meira en það gekk heldur ekki svo við létum þetta gott heita, þetta er eins og setning sem maður klárar ekki. Eitthvað hefur sýnilega gerst en við fylgj- umst með henni okkur er sama um hann. Þetta gæti verið imynd- un hennar. Þegar hún fer er reykjarkóf fyrir aftan hana en það sést ekki mjög vel. Viö reynd- um lika að taka þetta þannig að er hún fór henti hún logandi eldspýtu kæruleysislega yfir öxlina og það kviknaði i húsinu. Ég er ekki i kvikmynd ég er i eld- húsinu Og cndirinn, en við skuium ekki segja hver hann er. Avextirnir? Þetta var mitt eig- ið framlag, eða á heima i mynd- inni. Þarna finnst mér myndin fara örlitið út fyrir sinn ramma eins og i byrjuninni þegar hún segir: Æ, það er allt svo djöfull fyrirsjáanlegt. Þetta lif, þessi kvikmynd — og þá segir dóttir hennar: Hvaða kvikmynd? Hún svarar: Þessi kvikmynd sem við erum i, og stelpan segir: Ég er ekki i kvikmynd, ég er i eldhús- inu. Svoþað er hún sem skilgrein- ir myndina, hún segir höldum fast við söguna förum ekki út fyrir hana. Svo að þegar söguhetjan Mari- lyn segir: ,,Það er allt svo fyrir- sjáanlegt, þá segir hún i rauninni lika: Reynum nú aöeins að breyta einhverju". Og hún reynir svo sannarlega er það ekki? Ef þú vilt. Snúið og sneittij.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.