Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.03.1982, Blaðsíða 17
 Skáld Kynleg er þróunarsaga Goethes sem skálds og rithöfundar — þar er ekki um aö ræöa feril frá, segj- um, venjulegri meðalmennsku til snilli heldur frá einum stilsmáta til annars, frá einni bókmennta- stefnu til annarrar. Fyrsta leik- ritiö Götz von Berlichingen (1773) og skáldsagan í sendibréfaformi Raunir Werthers unga (1774) eru og voru óöara yfirlýst hátindur Sturm-und-Drang-stefnunnar (og Werther fyrsta metsölubók heimsbókmenntanna, haföi ekki eingöngu i för með sér að æsku- menn hófu að klæöast bláum frökkum og gulum brókum eins og söguhetjan heldur styttu sér ennfremur áldur i umvörpum). I leikritunum Ifigeniu (1787) og Tassó (1790) fullkomnast þýskur klassisismi — ekkert minna. Og ekki sist, skömmu fyrir aldamót- in 1800, Fást (að visu aöeins brot: I. hluti 1807) og Lærdómsár Vil- hjálms meistara hvort tveggja vitaminsprautur fyrir rómantik- ina. Siðar, Dichtung und Wahr- heit, frábært nafn á frumlegri sjálfsævisögu, skáldskapur og sannleikur, nýtt sjónarmið á listamanninn, já reyndar mann- inn yfirleitt, ævi og störf sam- þættuö i lifræna heild. Þessi framvinda endurspeglast vitaskuld i ljóöunum. Ef til vill hefur enginn maður annar ort jafnmikið jafn-vel, unnið svo lengi að frjóu listrænu starfi — um sextiu ára skeið. Anakreontisk ljóðræna, Próme- þeifur, Rómverskar elegiur (1788), Feneysk epigrömm (1790), Xenien („stuttar háðvis- ur”) með Schiller árið 1796 ballöður árið 1797, sonnetturnar frá 1815 og sjötugur að aldri veld- ur hann enn straumhvöfum og yrkir Vest-austræna divaninn. Ekkert flökraði siður að honum en meinlæta-undirgefni við orðið sem tileinkað hafa sér skáldin Hóras og Hölderlin (hinn siðar nefnda kunni Goethe þvi miður ekki aö meta) Dante og Virgill og siðar, Stefan George. Þegar hann var lengur að glima við Tassó en hann hafði ætlað viðurkenndi hann að hafa notað tima og þrek „meira en leyfilegt er”, „nostrað helsti mikið” við verkið. Og á öllum æviskeiðum var hann óþreytandi að yrkja ástar- ljóö en hann var „talsvert upp á kvenhöndina” eins og Kristmann orðar það, Komdu bless og vertu sæl á þritugsaldri og Marienband elegiuna hartnær áttræður. Þess- um ljóðum eiga þýsk skólabörn grátt að gjalda: að þekkja ekki Friörikku, Karlotturnar báðar, ýmsar Grétur, Lottu, Lilli, Kristinu, Úlrikku og hvað þær nú hétu allar dúfurnar — þaö er menntunarleysi... Fást Alkunna er að fordæmi Goethes — ævi hans og skilningur á sjálf- um sér — hefur haft meiri áhrif aö minnsta kosti á meðal þýskra samlanda en nokkurt verka hans — að einu undanskildu: Fást. Goethe skapaði hér persónu sem þjóö hans gerði sér þegar i stað fyrirmynd. Ekki er vist að sú hafi verið ætlun skáldsins, engu að siöur varö þetta afleiðingin: og mér er spurn hvort þetta eigi sér nokkra hliöstæðu — að heil þjóð veiti slikt hlutverk mestanpart uppdiktaðri persónu sem aukin- heldur kemur fram svo seint i sögunni. Svipmót Fásts er giska róman- tiskt,en Mefistófeles — að vissu leyti einnig þjóðhetja i Þýska- landi — er mikill andrómantiker og jafnvel fremri Heine i nöpru háöi alltént beinskeyttari en þeir Joyce og Eliot, hundrað árum siöar. Goethe var svo réttsýnn aö vega upp á móti Fást með tilstyrk Mefistófelesar, þvi að hann var ekki skáld einnar stefnu,lét ekki stjórnast af einu sjónarmiöi, heldur hafði útsýn yfir veröld alla þar sem einnig var, auk fjöl- margs annars, rúm fyrir svolitla rómantik. 1 öðrum hluta leikrits- ins um Fást kemur fram slik fyrirlitning á öllum viðteknum hugmyndum um röð og reglu i efnisskipan aö óhægt er um vik að finna bókmenntalega samsvör- un: það er næstum eins og Ulysses eftir Joyce hefði komið út sjötiu og fimm árum áður en hún leit dagsins ljós. Goethe lætur Fást deyja hundrað ára gamlan. Sjálfur virðist hann hafa trúað að hann næði einnig þeim aldri. Ýmsir að- dáendur eins og Bæjarakóngur- inn Loðvik I. voru syknt og heilagt að ýja að þvi við hann aö svo myndi óhjákvæmilega verða. Glaður i bragði minntist þá Goethe Ninon de Lenclos, „sem fram undir áttrætt átti sér hundruð hamingjusamra elsk- huga en hryggbraut þá alla áður en yfir lauk”. Samanburðurinn við þessa afkastamiklu ástmey var honum engan veginn ógeðfelldur. Hórkarlar og syndugar konur fylla þann flokk sem heilsar Fást i Himnariki. „Svo riki Eros sem allt upphef- ur”, syngja margýgir hans. „Kvenmynd eilifðarinnar” er lokaoröiö. Þórhallur Eyþórsson ORUÍIDIG KANSLARI ÞÝSKRA BÓKMENNTA Fyrir 150 árum dó Johann GÓÐ KJÖR- EINSTÖK GÆÐI LAUGAVEGI1Q SIMI27788 Goethe... Af hverju rifja það upp núna? A mánudaginn, 22. mars, eru að visu liðin 150 ár frá andláti hans — en er ekki nóg komiö forneskjutaut? Georg Brandes hefði svarað þessu: „Goethe var ekki einvörðungu gæddur dýpstu og viðfemustu skáldgáfu, heldur var hæfileikamesti maður sem komið hefur fram i evrópskum bókmenntum frá þvi á dögum Endurreisnarinnar”. Ég læt mér hins vegar nægja að vitna i Pila- tus: sko manninn! Goethe — velviljaður A þvi hvilir þung kvöö að gera grein fyrir Goethe, „eldhuganum unga”, „klassiskt upplýstum öldungnum” og öllu þar á milli: ein ástæða þess er fjallhár stafli Goethe-bókmennta, ,,um”-bók- mennta eins og við kölluðum það i minu ungdæmi: ævisögur, frá hans eigin um Gutzkow, Gundolf, Emil Staiger til Friedenthals: greiningar einstakra verka, lina, orða: túlkanir á öllu sem heiti hefur, frá sögulegu mikilvægi langalangafans, sem var járn- ingarmaður, allar götur til „kvenmyndar eilifðarinnar” i hugheimi Helgu Kress (enn óbirt að visu): vangaveltur um stöðu Goethes i þýskum bókmenntum, en óþægindi Thórs Vilhjálmsson- ar aö skrifa i skugga Islendinga-' sagnanna eru næsta hjákátleg miðaö við leiðindin sem hrjá Þjóðverja: „andspænis ógurleg- um afrekum Goethes er skiljan- legt að hann hafi eftir sinn dag verið talinn mælikvarði til- verunnar og kvaddur til að bera vitni og skera úr um alla hluti”, ritar Emil Staiger: og aö endingu þankar um stöðu Goethes i heimsbókmenntunum — en það orð fann hann sem kunnugt er upp þegar honum mæltist ,,að heims- bókmenntirnar séu leiðin til heimsskilnings”. Ekki gerir það auðveldara fyrir að allir, hvoru megin Járntjalds sem tilviljunin hefur plantað þeim eru gjarnir á að telja hann góða E vrópumanninn par excellence: Austur-Þjóöverjar reikna honum til að mynda til ■ Lengi sfgur í koörann á körlunum. Goethe orti ástarljóö jafnt á þrf- tugsaldri og áttræöisaldri. Þau voru tileinkuö ýmsum konum, Grét- um, Lottum, Lillfum, Kristinum og Úlrikkum. Ófá orti hann til sveita- stúlkunnar Friörikku Brion sem hér er I prófil, en Goethe sagði um hana, eins og reyndar margar aörar stúlkur, að hún hefði gert sig „tak- markalaust hamingjusaman!” ■ Tvö tröll þýskra bókmennta, Goethe og Schiller, voru vinir alla tlö og skrifuðust stööugt á. Þegar Schiller flutti til Weimar hittust þeir reglulega til aö ræöa sin mörgu hjartans mál. Hér eru þeir I áköfum samræöum, þaöer Schiller sem gnæfir yfir skáldbróöur sinn. ■ Þessa koparstungu geröi Rembrandt undir áhrifum frá leikritl Christophers Marlowes um doktor Fást um miðbik 17du aldar. Goethe hefur án efa bariö hana augum áöur en hann skrifaöi slna útgáfu af þjóösögunni um Fást. Þaö er engill sem hér birtist dulfræöingnum af- vegaleidda til aö vara hann viöfrekara dufli viö myrkraöflin. ® 1 Þjóösögum Jóns Arnasonar las ég barn aö aldri þessa frásögn Páls próventukarls Ólafssonar á Brúsastööúm: „Maöur hét Jóhann Fást úti I Þýskalandi: hann gjöröi samning viö djöfulinn aö hann mætti aö tokum eiga sig, ef hann léti sig hafa alla þá hluti er hann heimtaöi af honum: heimtaöi Jóhann af djöflinum hinar kostulegustu kræsingar og ýmsa kjörgripi: einnig lét hann kölska smlöa sér höll af gleri aö búa I og flytja þangaö hina fegurstu konu, er var jafnfrlö sem Helena hin fagra. Þó gabbaöi djöfullinn Jóhann opt meö missýningum: þannig var hin fagra mey reyndar ekki annaö en hross- mjööm. Seinast lokaöi Jóhann sig stööugt inni I glersalnum, og saung djöfullinn hann aö lyktum út um skráargatiö”. Wolfgang von Goethe ■ Um þetta málverk af sér sem vinur hans J.H.W. Tischbein málaöi skrifaöi Goethe I bók sina „italska reisubók”: „Hann hefur málaömig sem feröamann I fullri likamsstærö meö hvltan hatt á höföi og sit úti undir beru lofti á föllnum bautasteini og horfi yfir rústirnar umhverfis Róm I fjarska. Þetta veröur falleg mynd.en þvi miöur of stór fyrir híbýli okkar noröurbúa”. Málverkiöer hvorki meira né minna en 165x210 cm aö stærö. ■ „Goethe er fremur mikiö —hann er fyrirbæri en ekki maöur...” Margir hafa slegiö um sig meö þeirri skoðun aö Goethe sé mestur holdgervingur listarinnar og menningarinnar fyrr og síöar. Og vlst er þaö aö hann stundaöi aliar greinar skáldskaparins, jafnframt þvi sem hann lét til sln taka i visindum og stjórnmálum. Georg Brandes hinn danski sagöi um hann: „Goethe... var hæfileikamesti maður sem komiöhefur fram I evrópskum bókmennt- um frá þvi á dögum Endurreisnarinnar”. Þessa mynd af honum málaöi málarinn Joseph Karl Stieler áriö 1828, hún hangir I Neaue Pinakothek I Munchen. Andspænis henni hangir málverk eftir sama listamann, mynd af konu viö aldur, sem þó er sláandi llk — jú, þar er Goethe kominn I kvenmannsllki... teknaaðeftir Frönsku byltinguna studdi hann skerðingu á völdum aðeins þótt hann hafnaði bylting- unni: ætli hinir lofi hann ekki fyrir að hafna byltingunni þótt hann væri að hnýta I aðalinn? Út i hött var það alltént ekki að Berthold Auerbach talaði um að vera Goethe-vaxinn, Goethe-reif, og þetta þýðir fyrir þann sem, ef leyfilegt er að taka sjálfan sig sem dæmi, skrifar i Tímann að hann þurfi að vera sá karl i krapinu að geta tjáð sig um Goethe — og færi þá liklegast best á að setja hér við punkt þvi aö þess hættara er fallið sem hærra er setið. Þegar nú i slikt óefni er komið og greinin rétt hálfnuð er mikil mildi að unnt skuli vera að minn- ast orða Tómasar Mann: aö reyna að lita á Goethe sem þver- summu og niðurstöðu af borgara og listamanni — hugga sig við að lika er til gjaldgengt og geðþekkt orð: Goethe — velviljaöur, Goethe-freundlich. Það léttast brýn. Hver var hann, hvað er hann? Dr. Brandur hafði I raun og veru alveg rétt fyrir sér að Goethe býður heim samanburði viö Endurreisnarmenn, Leónardó ekki sist. sem fjölfræðingur, homo universale. Þegar hann átti sæti i rikisráöinu i Weimar rækti hann skyldur sinar af alvöru og helgaði þeim drjúgum hluta tima sins: en auðvitað haföi hann þó mesta sinnu á listinni og takiö eftir, náttúruvisindum: hann geröi uppgötvun i liffærafræði kom fram með veigamikla tilgátu i grasafræði, svo og kenningu um liti og lét sér ekki nægja minna en visa ljósfræði Newtons snimm- endis á bug: hann var leikhús- stjóri i Weimar frá 1791 til 1817: og þrjátiu eða fjörtiu árum fyrir andlátið var hann viðurkenndur mesta skáld Þýskalands. Sú skoðun stendur enn óhögguð. Goethe leit að vonum fyrst og fremst á sig sem skáld, aldrei sem heimspeking, en hann las náttúrlega nokkur rita Kants þeg- ar þau fyrst komu út og hann var sosum málkunnugur þeim Fichte, Schelling, Hegel og Schopenhau- er. Honum þótti mikið koma til Spinoza og lét sér ekki standa á sama um Leibniz og Shaftesbury. En I engan tima þróaði hann með sér fastmótaða og kerfisbundna heimsskoðun, Weltanschauung, eins og titt er um landa hans: i Oröskviðum og vangaveltum slær hann á létta strengi um þessi efni: „Þegar við visindamennsk- umst erum við algyðistrúar: þeg- ar við yrkjum, fjölgyðistrúar: og siðfræðilega, eingyðistrúar”. Siöar, ég veit ekki hvenær, hlýt ég að hafa verið búinn aö heyra um Goethe einhvers staðar — kannski I skólaljóöunum kannski I sjónvarpinu þegar Fást var sýndur i Þjóöleikhúsinu veturinn 1970-71 þá var ég ellefu og Róbert lék Mefistó og einhver kven- mannsbelgur dansaði allsber, en i þvi þótti mér matur: eða kannski hefur það veriö vegna Bjarna frá Vogi, sem ég þekkti af vindlunum og haföi stolist i, já raunar snemma undrast þann stórbokka- hátt að láta vefja sér privat vindla i útlöndum en jafnframt dáöst að þeim nákvæma smekfe í veraldlegum efnum sem suki bæri vott um: hvernig sem i þvi kann að hafa legið man ég alltént eftir mér innan við fermingu, á kyrrlátu sunnudagskvöldi visast ’/aeb þessa bók i hendi: „Faust, sorgarleikur, islenskað hefir Bjarni Jónsson frá Vogi, tileinkað Alþingi og Dalamönnum”. Nei, fjandakornið ekki vegna Bjarna frá Vogi: ég minnist þess alls ekki að mér kæmi á óvart að höf- undurinn héti Johann Wolfgang Goethe. Goethe endalaust... „Goethe er fremur mikið — hann er fyrirbæri en ekki maður:” ég á bágt með að fella mig við þessa skoöun, en hinu er ekki að leyna að það er ekkert áhlaupaverk að henda á honum reiöur, þaðan að siður að koma einhverju frá sér til skila af skyn- samlegu viti, hvorki i fáum orðum né i löngu málií tilgangur þessa greinarkorns er enda ekki annar en sá að hvetja lesendur til — svo yfirfærð séu ummæli Mills um Sókrates — að hugleiða að uppi hafi verið maður að nafni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.