Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 26. mai 1982 Cspegli tíman! umsjón: B.St. og K.L. TÓNLISTARHÚSIÐ ■ Tónlistarkennsla barna hefur aukist mjög hér á landi hin siðari ár. Má segja að tónlistarskóli sé starfræktur i flestum kaupstöðum og þéttbýlis- kjörnum landsins. Viða er- lendis þykir tónlistar- kennsla barna jafn nauðsynleg og sjálfsögð og að kenna þeim að lesa og skrifa/ t.d. hefur tónlistin verið stór liður í námi barna í Þýskalandi og Austurriki áratugum saman. Svipað má segja um flest Austur-Evrópu- lönd/ þar er tónlistarnám stundað af kappi og flest börn læra að lesa nótur og leika á eitthvert hljóðfæri. Nýlega bárust okkur nokkrar myndirog frásögn frá einum barna-tónlistar- skóla/ sem staðsettur er í úthverfi Moskvu-borgar og fer sú frásögn hér á eftir, en er aðeins stytt: „tbúðablokkin okkar er kölluð tónlistarhúsið, þótt þar sé ekki að finna einn einasta atvinnutón- listarmann, aðeins verkamenn, verkfræðinga og kennara. En þannig stendur á þessu að i ná- lega öllum fjölskyldum i húsinu læra börnin að leika á eitthvert hljóðfæri,” segir Larisa Petrova, bókhaldari hjá kúluleguverk- smiðju. Hún býr i húsi i Proletarskihverfi i Moskvu um tiu minútna göngu frá tónlistar- skóla þar sem tveir synir hennar læra að leika á fiðlu og pianó. Skólinn skiptist í fjórar deildir: Pianódeild, strengjahljóðfæra- deild, deild þjóðlegra hljóðfæra og söngdeild. I skólann eru skráð um 900 börn á aldrinum 6-14 ára. Sækja þau skólann tvisvar i viku eftir tima i barnaskólanum. „Við setjum okkur ekki þaö mark að mennta atvinnutón- listarfólk,” segir skólastjórinn, Iraida Borovskaja. Við viljum ala með börnunum fegurðarskyn og ást á tónlist og þroska tóneyra þeirra og hæfileika. Tónlistin hefur það sérstaka hlutverk meðal lista að valda sterkustum áhrifum á hinn innri heim manns- ins og þroska imyndunarafl hans og hugmyndaflug, sem er æski- legt, hvað sem maðurinn tekur sér fyrir hendur.” ■ Jura Niknov, 10 ára einsöngvari með barnakór i tónlistarskólanum i Proletarskihverfi Hann ber sig eins og þaulvanur óperusöngvari! Moskvu ■ t lok skólaársins eru haldnir tónleikar, þar sem foreldrar og vin- ir og gestir mæta. Hér sjáum við Olju Dubrovskaju 8 ára gamla koma fram. Hún hefur veriö 2 ár I pianódeildinni og vakti mikla hrifningu með pianóleik slnum. Siðbótarmennirnir hafa í mörg horn að líta ■ Sagt er, að Dallas sé hreinn barnamatur miðað við sjónvarpsþætt- ina, sem skemmta Bandarikjamönnum hvaö mest þessa stundina. Að vlsu byggjast þeir á sama kryddi, kynlifi, fögrum konum, hrottafengnum körlum, sem einskis svif- ast, og ógeðslega mikium auðæfum. En i þessum þáltum er allt sagt ýktara en I Dailas. Þessir sjónvarpsþættir heita Dynasty og þó að þeir hafi ekki verið á skjánum nema um nokk- urra mánaða hrið eru þeir þegar orðnir einn helsti skotspónn sið- væðingarpostula sem eru mikið farnir að láta til sin taka varðandi val sjón- varpsefnis i Bandarikjun- Þaö atriði, sem mest hefur farið fyrir brjóstið á siðvæöingarmönnum, fer fram i rúminu og eigast þar við breska ieikkonan Joan Collins og banda- riski leikarinn Lioyd Bochner. Er sagt, að Iltiö fariá milli mála hvað þar fari fram enda séu þau hjúin aðeins huiin þunnu laki, ef hægt er aö segja f að þau séu yfirleitt hulin. Ku þetta vera ein svæsn- asta kynlifssena sem komist hefur á banda- riska sjónvarpsskjái. Og til að bæta gráu ofan á svart endar þessi þáttur á þvi að Lloyd Bochner fell- ur niöur með sælubros á vör og hjartaáfall. Eru áhorfendur látnir biða milli vonar og ótta eftir aö fá vitneskju um, hvort hann lifir af eða ei. ■ Nú biða bandariskir sjónvarpsáhorfendur milli vonar og ótta eftir aö fá vitneskju um, hvort Joan Coli- ins hefur elskað mann til bana á skjánum. Nýjasta Bond-stúlkan ■ Faye Dunawy, sem þekkt er fyrir að leika skapgeröarhlutverk og hefur hlotið mikið hrós fyrir frammistöðu sina, hefur nú vcriö valin I hlutverk næstu Bond-stúlku! Reyndar hefur Faye ekki ennþá sagt, að hún sé reiðubúin að taka að sér hlutverkiö, en framieið- endurnir gera sér góðar vonir um að svo muni fara. Mótleikari hennar verður að sjálfsögðu hinn ódrepandi Roger Moore, sem orðinn er 54 ára. Sjálf er Faye 41 árs og má segja að aldurinn sé far- inn að færast yfir bæöi 007 og fylgikonur hans! Hinn upprunalegi 007, Sean Connery, hefur einnig I hyggju að ieika I nýrri mynd um kappann. Þar leikur hann leyni- þjónustumann sem kom- inn er á eftirlaun, en er neyddur tii að leiða til lykta mikiivægt verkefni fyrir drottninguna. Til aö eiga ekki á hættu að missa hárkolluna i ein- hverju æsingsatriðinu hefur Sean árkveðiö að ieggja hana bara hrein- lega á hiiiuna, ekki bara á myndinni, heldur til meðan hann leikur I frambúöar. ■ Faye Dunaway þykir heppileg I hlutverk Bond-stúlku ■ Hinn upprunalegil James Bond, Sean [ Connery, hefur nú ákveð- ið að ieggja hárkolluna á [ hilluna, bæði á hvita tjaldinu og i einkalifinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.