Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 26. mai 1982 9 „Mér og fleirum sem sitja á Alþingi finnst talsverður ávinningur að stofnsett séu fyrirtæki á borð við þetta þar sem heimaaðilar bjóðast til að leggja fram jafnmikið eigið fé i atvinnureksturinn eins og áætlað er að gera i þessu fyrirtæki eða 60%.” - Áætlað er að ársframleiðslan verði um 6 þúsund tonn, og um 50 manns munu starfa i verksmiðjunni að staðaldri. Ég tel að þetta sé mjög heppilegt fyrirtæki fyrir byggðir Skagafjarðar, mjög heppilegt að stærð. Það veldur engri röskun á þvi sem fyrir er. Það hefur sem betur fer tekist að byggja upp nokkuð gott at- vinnulíf i Skagafirði. Allt frá 1975 höfum við leita að að atvinnukosti á sviði iðnaðar, sem mér virðist að steinullarverksmiðjan fullnægi. - Af hverju steinull? - Við vorum búnir að leggja mikla vinnu i það á Sauðárkróki, að leita að heppilegum atvinnukosti. Það sem réði úrslitum í þessu er að hrá- efnið, sem til framleiðslunnar þarf, höfum við rétt við verksmiðjudyr, en það er sandur. Það er fyrst og fremst þess vegna sem við völdum þetta fyrirtæki og við höfum ekki komið auga á hliðstæðan kost. Enn hefur ekki verið unnið af full- um krafti að söfnun hlutafjár, en vit- að er um ákveðna aðila sem áhuga hafa og munu leggja fram fé til hluta- bréfakaupa, en það er eðlilegt að hlutafé sé ekki safnað fyrr en það liggur fyrir af hálfu ríkisvaldsins hver samstarfsaðilinn verður. Að öðru leyti hefur gifurlega mikil undirbúningsvinna farið fram og þeir, sem að henni hafa unnið, öðlast mikla þekkingu á málinu. Ef allt gengur nú eðlilega sýnist mér óhætt að reikna með því að verklegar framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Það er ekki óeðlilegt að sá tími sem fer í undirbúningsvinnu, hönnun fyrirtækisins og fleira verði ekki lengri en svo að byggingarfram- kvæmdir ættu að geta hafist snemma árs 1983. - Er búið að ákvarða hvar verk- smiðjan á að standa? - Já, bærinn hefur fyrir löngu sið- an úthlutað verksmiðjunni lóð og hafa verið tekin mið af því við hag- kvæmnisútreikninga. Verksmiðjan mun risa rétt við höfnina. Sá staður var valinn með tiliiti til þess að kostn- aður yrði sem allra minnstur við að flytja framleiðsluna frá verksmiðju til skips. - Er reiknað með möguleika á stækkun verksmiðjunnar siðar? - Framleiðslan er miðuð við innanlandsmarkað fyrst og fremst. En við gerum okkur grein fyrir að það geta orðið ýmsir þróunarmögu- leikar i sambandi við þetta fyrirtæki. Það er ekki þrengt að verksmiðj- unni, hún verður ekki á sjálfum hafnargarðinum, en á athafnasvæði hafnarinnar og þar er nægilega rúm- gott, ef einhverjar breytingar kunna að vera gerðar á verksmiðjunni sið- ar. - Mikið hefur verið fjallað um steinull og steinullarverksmiðjur, framleiðslu og markaðsmöguleika, en hvað er steinull? - Steinull er einangrunarefni og min skoðun er sú, að þróunin verði sú að notkun á steinull eigi eftir að vaxa mikið. Það koma t.d. til auknar kröfur um eldvarnir bygginga. Hún er góð einangrun. Þetta er ekki líf- rænt efni og breytist því ekki með tímanum. Steinull hefur lengi verið notuð til einangrunar, og var fram- leidd hérlendis fyrir mörgum árum. En hún hefur verið afskaplega óhentug að vinna með. En þetta hef- ur breyst mikið með þeirri tækni sem menn hafa nú yfir að ráða. Eins og nú er frá henni gengið er miklu hentugra og liprara fyrir iðnaðar- menn að handfjalla steinullina og einangra með henni en áður var. Það er trú mín, að steinullin verði, auk þess að vera notuð í nýbygging- ar, notuð til endureinangrunar húsa. Hún er kjörin til að klæða hús að ut- an. Þegar búið er að vatnsverja hana þarf ekki aðra einangrun. Að sfðustu vil ég taka fram, að ég er mjög ánægður með þá afgreiðslu sem málið hefur fengið og þakklátur þeim þingmönnum sem stuðluðu að þessum úrslitum, og vona að þetta verði gott fyrirtæki fyrir þá sem að þvi ætla að standa. QÓ Elías B. Halldórsson ■ Fyrir nokkru var greint frá islenskum myndlistarmanni hér í þessum þáttum, sem býr erlendis, en NORRÆNA HÚSIÐ Málverkasýning 15.-23. mai 1982 69 verk. Opið á venjulegum tíma. Madur að Norðan Elías B. Halldórsson í Norræna húsinu heldur samt áfram að vera islenskur myndlistarmaður. Kemur oft heim og sýnir, og starfar með myndgerðar- mönnum hér - og i Kaupmannahöfn. Það er Tryggvi Ólafsson frá Nes- kaupstað, er býr i Kaupmannahöfn. Það er ekki síður óvenjulegt, að vel menntaður málari skuli starfa í áraraðir úti á landi, en það hefur Elías B. Halldórsson frá Borgarfirði eystra gjört. En hann hefur búið á Sauðárkróki i tvo áratugi tæpa, eða frá árinu 1963. Það er svo sem ekkert við þetta að athuga - öðru nær. En þó er þess að minnast, að i^lenskum myndlist- armönnum hefur ekki vegnað allt of vel úti á landi. Vissan markað, eða fjölmenni virðist þurfa fyrir myndlist svo allt gangi vel fyrir sig. Gunnlaug- ur Scheving reyndi að búa á Seyðis- firði, fyrst eftir að hann kom til landsins frá námi, en varð að leita annað, þótt stöku sinnum hafi það tekist að fást við málverk i venjuleg- um skilningi, utan Reykjavíkur, er það fremur fátitt að lærðir myndlist- armenn setji sig niður á öðrum stöðum en fyrir sunnan. Elías B. Halldórsson er fæddur á Borgarfirði eystra, sem áður sagði, árið 1930. Hann nam við Handíða- og myndlistarskólann á árunum 1955-1958, en stundaði síðan fram- haldsnám við listaakademíuna í Stuttgart i Þýskalandi og við aka- demíuna í Kaupmannahönfn. En hefur síðan starfað hér og verið búsettur á Sauðárkróki alla tið síðan. Elias B. Halldórsson hefur verið vel virkur myndlistarmaður. Hefur haldið margar einkasýningar, þar af fimm í Reykjavik, en auk þess á Akureyri, Éskifirði, Norðfirði, Eg- ilsstöðum og eru þá ótaldar allmarg- ar sýningar á Sauðárkróki og fjöl- margar samsýningar, er hann hefur tekið þátt i, bæði hér heima og erlendis. Og nú er hann kominn suður eina ferðina enn i fjórðu viku sumars með mikil föng, tæplega 70 myndir. Olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin Það má skipta sýningu Elíasar B. Halldórssonar í tvo flokka að þessu sinni. Það eru smámyndir undir gleri,vatnslitir og olía á pappír, og svo olíumálverk á striga, sem yfir- leitt eru stærri myndir. Það má heita að það sé einkenni þessarar sýningar, að yfir henni er léttari blær og frjálslegri en var á seinustu sýningu hans í Reykjavik. Sum verkin eru abstrakt, en önnur figuratíf, en flest verkin fljóta þó með undarlegum hætti á þessum straumaskilum i listinni. Einkum eru það smámyndimar sem em heillandi og vel heppnaðar. Stærri myndimar virðast ekki málað- ar með sama viðhorfi, þvi þar er eins og það vori dálitið seinna. Bestar þóttu mér myndir af fólki, úti við, eða þar sem manneskjan er með í spilinu og kemur við sögu. Eliasi tekst vel að skila mönnum og konum á myndflöt, einkum þeim, að því er virðist, er ekki hafa átt sjö dagana sæla, hafa eki hlift sér i fiski, eða við önnur erfið störf. Þá má nefna ýmis dularfull mál- verk af þorpinu, sem mörg eru gjörð af kunnáttu og upplifun. Matjurtargarðar, hús og stigar, mynda form, og yst grámar í daginn, sem er að kveðja. Þótt Elías búi fyrir norðan, getur varla talist að hann sé einangraður sem málari. Myndlist hans fellur i svipaðan veg og hjá jafnöldrum hans. Og ég vil hvetja menn til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Jónas Guðmundsson ■andfari Svar við fyrir- spurn um rækjuna ■ Svar við fyrirspumum Magna Örvars Guðmundssonar netagerðarmanns, er birtist í Tímanum 30. april s.l. á bls. 9 undir fyrirsögninni „hverju hefur verið breytt”. Magni virðist telja mig vera að ásaka Netagerð Vestfjarða hf. á ísafirði i viðtali við Þjóðviljann 7. apríl s.l. fyrir að segja „sjómenn verða nú með breyttar vörpur sem veiði meiri rækju, en því miður virðist aukningin vera að mestu leyti smárækja”. Það var ekki meining min að kasta rýrð á Netagerð Vestfjarða hf. Starfsmenn henn- ar hafa unnið mikið og gott starf i þágu rækjuútgerðar. Það er erfitt að svara Magna án þess að útskýra um leið ástæðurnar fyrir áhyggjum min- um og starfsbræðra minna varð- andi smárækjuna. Hámarksjafn- stöðuafli virðist nú vera um 2600 tonn í stað 2500 tonna áður i fsa- fjarðardjúpi. Á ámnum 1969- 1971 virtist mcðalafli hverra þriggja vetra ekki mega fara yfir 2300 tonn án þess að afli á togtíma lækkaði vemlega. Á ámnum 1972-1981 var meðalafli hverra þriggja vetra á bilinu 2200-2490 tonn. Ákvörðun okk- ar á Hafrannsóknarstofnun um að leggja til að kvótinn yrði aukinn úr 2400 tonnum i 2700 tonn fyrir veturinn 1981-82 í ísafjarðardjúpi, var byggif á þeim forsendum að endumýjun hefði verið óvanalega góð undan- fama fjóra vetur. Ofan á þetta bætir sjávarútvegsráðherra síðan 300 tonnum, þannig að þriggja vetra meðaltalið verður nú um 2900 tonn fyrir síðustu þrjá vetur, eða um 300 tonn fyrir ofan hámarksjafnstöðuaflann fyrir svæðið. Samkvæmt okkar tillög- um hefði þessi tala orðið aðeins um 2760 tonn. Hvað nú ef endumýjunin var ekki svo góð sem ætlað var, en smárækjan undanfarna 4 vetur stafaði af veiðarfærabreytingu eða breyt- ingum á toghraða. Ég tek það fram að það var nú nýlega sem ég frétti að árið 1977 hefði verið tekinn upp sá háttur að sauma saman yfir og undimet á poka, sem ætluð em til hlifðar. Guðni Þorsteinsson veiðarfærasérfræð- ingur hefur gert samanburð á þessu og fráleystum hlífðamet- um. Telur hann að þessi tilhögun torveldi flokkun rækjunnar í pokanum til muna. Áuk þess troða margir sjómenn pokaend- anum inn i hlifðametið i stað þess að hafa pokaendann laus- an. Þar með er veiðarfærið i reynd með tvöfaldan poka, sem flokkar verr enda þótt möskva- stærð sé fyrir ofan það löglega. Þetta fyrirkomulag er þó ekki ólöglegt einsog það væri i fisk- vörpum. Allir hafa nú áhyggjur af þeirri miklu smárækju, sem veiðist i ísafjarðardjúpi. Þama hefur meðalstærð verið lægst á landinu nú 4 vetur i röð. Er hér um að ræða rækju sem er ýmist eins árs gg, af stærðinni 11—13 mm eða tveggja ára rækia 14-16 mm að skjaldarlengd. Á rækjuráðstefn- unni sem haldin var i Kodíak i Alaska og ég var boðin á, kom m.a. fram að aukinn slaki i hliðarstykkjum vörpunnar væri vænlegur til að losna við smá- rækju. Guðni Þorsteinsson hefur nú þegar gert margar tilraunir með ýmis konar slaka. Stein- grímsfjarðarmenn hafa allir tek- ið upp hliðarslaka. Annars var Jón Magnússon á Stefni frá Drangsnesi sá fyrsti sem vakti athygli mina á auknum hliðar- slaka. Einnig má geta þess að samkvæmt niðurstöðum úr leið- angri r/s Drafnar í september á hin ýmsu svæði veiddust um 45% fleiri rækjur á bilinu 15 mm og minni (hér eftir kölluð smá- rækja) í ísafjarðardúpi heldur en á Húnaflóa, en brisvar sinnum fleiri smárækjur i Isafjarðardjúpi heldur en Amarfirði. Þama vom notaðar hliðarslakalausar vörpur á öllum svæðum. Þegar for- kvinnur ■ í dönskum blöðum má nú sjá að rauðsokkur þar i landi kunna ekki við að nefna konur formenn. Þar em þær þvi nefndar forkonur eða forkvinnur (forkvinde). Þá er þess að gæta að „for- rnand,, á dönsku, ætti sennilega að vera forkarl fremur en formaður á islensku, þar sem mand á dönsku mun vera karlmaður. Þettaolli misskilningi hér á landi fyrir rúmum hundrað ámm, þegar sagt var i lögum að „allir rnenn,, með sjálfstæðan atvinnurekstur o.s.frv., hefðu kosningarétt til sveitastjóma. íslendingar tóku það svo að : ekkjur sem ráku búskap eða aðra atvinnu féllu undir orðalagið „allir rnenn,, þó að „alle rnænd,, ætti við karlmenn eingöngu. Þama var því nokkuð önnur merking i danska textanen hinum islenska á sinni tið. En jafnframt sannar þessi saga, að konur vom taldar til manna á íslandi. Nú sé ég í danskri blaðagrein, að ekki þykir allt fengið þó að skapnaður sé kvenlegur. Svo meinlega vill til, að sumar konur hugsa eins og karlar. í þvi sambandi er vitnað til þess, að Margrét hin brezka, efnir til manndrápa á suðurhveli jarðar að mestu fyrir metnaðarsakir. Þar með er það sýnt, að það eitt að stjómandinn hafi konulíkama dugar ekki til að málum sé stjórnað af mildi og kærleika í anda friðar og sáttfýsi. Þetta er raunar engin ný speki. Oft og átakanlega hefur það sést að konur virðast líta upp til þess sem þær áttu að líta niður á, þar sem um er að ræða hætti karlmanna.Er nóg að nefna reykingar og drykkjuskap i þvi sambandi. Jafnvel kynni að mega finna dæmi þess að bak við kvennaframboð leynist hégóml- egur metnaður ins og oft hefur leitt karlmenn á villigötur. Manneðlið er næsta áþekkt í körlum og konum og ýmsir þættimir víðsjárverðir. Það má kannski orða þetta svo, að gallinn á kvenkyninu eða veikleiki þess sé sá að það hugsi alltof líkt þvi sem karlar gera. Og til hvers er þá að vera að skipta? Einu sinni var sú hugmynd rædd að kenna íslendingum hófsemi i meðferð áfengis með því að stúlkur dönsuðu ekki við menn sem áfengi sæist á. Það talar víst enginn um það núna, enda ekki von. En það virðist vera svo á flestum sviðum, að skoðanir og álit fer ekki eftir kynferði eða sköpulagi. Forkvinnur bregðast og haga sér eins og karlar. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.