Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 26. mai 1982 stuttar fréttir ■ Gróður I Þórsmörk er mjög skammt á veg kominn vegna vor- kulda. Þvi tók sýslumaðurinn i Rangúrvallasýslu þá ákvörðun að loka Mörkinni um hvitasunnuna. Þórsmörk lokuð hvítasunnuhelgina ÞÓRSMÖRK: Þórsmörk verður lokuð allri almennri umferð um hvitasunnuhelg- ina. Þar verða öll tjaldstæði lokuð og lögreglan á Hvols- velli mun loka veginum að Þórsmörk við Markarfljóts- brú. Það var sýslumaðurinn i Rangárvallasýslu sem tók þessa ákvörðun að áeggjan Skógræktarfélags Islands. A- stæðan mun vera sú að gróður i Þórsmörk er mjög skammt á veg kominn og þykir ekki for- svaranlegt að leyfa fólki að fara i Mörkina i stórum hóp- um. Þó munu þeir sem fara á vegum Feröafélagsins og Austurleiðar, sem eiga hús i Þórsmörk, fá aö vera i Mörk- inni um helgina. —Sjó. Gífurlegur munur á tilboðum f saltpönnuhús REYKJANES: Um 90% kostnaðarmunur var á milli hæsta og lægsta tilboðs er bár- ust i byggingu 1.950 fermetra saltpönnuhúss Sjóefnavinnsl- unnar á Reykjanesi. Fjögur tilboð bárust og voru þau opn- uð i siðustu viku. Kostnaðará- ætlun Hönnunar h.f. hljóðaði upp á 4.619.000 kr. Tvö tilboð- anna voru örlitið undir: Istak h.f. 4.524.000 kr. og Mannvirki s.f. 4.576.000 kr. Hin tvö voru langt yfir kostnaðaráætlun: Húsanes s.f. 6.508.000 kr. og Vörðufell h.f. 8.565.000 kr., eða rúmum 85% hærra en kostn- aðaráætluninni nam. —HEI Grindvfking- ar fá loks ósalt kaffi GRINDAVIK: Ný aöveituæð Vatnsveitu Grindavikur var formlega tekin i notkun hinn 19. mai s.l., með þvi að hleypt var vatni á æðina i Dælustöð Hitaveitu Suöurnesja i Svarts- engi. En Hitaveitan mun láta Grindvikingum i té kalt vatn i framtiðinni, auk heita vatns- ins. Vatnsveita Grindavikur var tekin i notkun á árinu 1953. Þá var fengið vatn úr borholum við Grindavikurveg, skammt ofan viö bæinn. Siðar voru boraðar holur til viðbótar i svokallaöri Moldarlág. Var vatnið salt og steinefnarikt og þótti ekki gott til neyslu. Nýja vatnið frá Svartsengi þykir mjög gott og mun Grindvik- ingum bregða við að drekka kaffið sitt ósalt i framtiðinni. Hin nýja aðveituæð er 1. á- fangi af þremur, sem áform- aðir eru i vatnsöflunarmálum Grindvikinga, en á næstu tveimur árum mun verða unn- ið að framlengingu aðveituæð- arinnar að bæjarmörkum og byggingu miðlunargeymis. Framkvæmdir við nýju æöina, sem er 3ja km löng, hófust i haust og er enn ekki fulllokiö. Aætlaður kostnaður er kr. 3.575.000. Hönnun hinna nýju mannvirkja annaöist verk- fræðistofan Hnit h.f. i Reykja- vik. Verktaki var Vikurverk h.f. i Grindavik. ___________—G.E.V./HEI 29 einbýlis- húsalóðum úthlutad í Kópavogi KÓPAVOGUR: Tómstundum 29 fjölskyldna i Kópavogi hef- ur nú nýlega verið ráöstafað næstu árin, i moldar- og steypuvinnu, naglhreinsun og I annað skemmtilegt, ef að vanda lætur. 1 stuttu máli sagt | hefur þessum 29 fjölskyldum nýlega verið úthlutað einbýlis-1 húslóöum i Grænuhliö i Kópa-1 vogi við götur er hlotið hafa nöfnin: Alfatún og Bæjartún. Þeirsem hlutu hinareftirsóttu lóðir eru eftirtaldir: Við Alfatún: 2: Hilmar Bjarnason, Lund- arbrekku 12, 4: Gisli Dag- j bjartsson, Alfhólsvegi 86, 6: Guðmundur Þórðarson, Stóra- | hjalla 11, 8: Sigurveig Haf- steinsdóttir, Túnbrekku 2, 10: Guðmundur Jónsson, Mel- gerði 31, 12: Geir Þórólfsson, Furugrund 32, 14: Einar Vil- hjálmsson, Hraunbraut 40, 16: Þorvaldur Þórðarson, Hjalla- j brekku 37, 18: Þorsteinn Frið- þjófsson, Skólagerði 19, 20: Eyþór Guðmundsson, Sel- brekku 2. Við Bæjartún: 1: Erfingjar Grænuhliðar — bótalóð, 2: Hulda Hjaltadóttir, Kjarrhólma 16, 3: Gunnar M. Zóphoniasson, Kjarrhólma 20, 4: Óskar Guðjónsson, Skóla- | gerði 36, 5: Hörður Svavars- son, Engihjalla 9, 6: Snorri Magnússon, Alfhólsvegi 75, 7: Ólafur Eiriksson, Kópavogs- braut 95, 8: Sverrir Baldvins- son, Kjarrhólma 34, 9: Sæunn Jónsdóttir, Hjallabraut 3, Hafnarfirði — bótalóð, 10: Hinrik Hinriksson, Lundar- brekku 16, 11: Guðmundur Jó- hannsson, Hjaltabakka 14, Rvik — bótalóð, 12: Kristinn Valdemarsson, Borgarholts- brautöl, 13: Jóhannes Viggós- son, Birkihvammi 9, 14: Erf- ingjar Grænuhliðar — bótalóð, 15: Einar Kjartansson, Furu- grund 52, 17: Sigurjón Valdi- marsson, Efstahjalla 13, 19: Erfingjar Grænuhliðar — bótalóö. —HEI Prests- kosningar í Mosfells- og Árnespresta- köllum Nýlega er lokið talningu i tvennum prestskosningum, Mosfellsprestakalli i Grims- nesi og Arnesprestakalli á Ströndum. I Mosfellsprestakalli voru á kjörskrá 382, þar af kusu 244. Tveir prestar voru i kjöri, Rúnar Þór Egilsson sem hlaut j 213atkvæði og Hörður Þorkell j Asbjörnsson sem hlaut 26 at- kvæði, og auðir seðlar voru 5. Rúnar Þór hlaut þvi lögmæta kosningu. I Arnesprestakalli voru 116 | á kjörskrá þar af kusu 72. Séra Einar Jónsson var einn i kjöri. Hlaut hann 69atkvæði en auðir j seölar voru 3. Einar var þvi | kosinn lögmætri kosningu. fréttir HRAFNHREKHIR I FJÁRHÚSSH LÖÐU! ■ ,,Já þau gerðu sér hreiður i lúgugati upp undir þakskeggi i fjárhúshlöðunni” svaraði Ágúst Jónsson bóndi i Sigluvik i Land- eyjum er við spurðum hann um nýja ábúendur sem settust að, og komu sér upp búi i sambýli viö Agúst nú fyrir nokkru. En það eru hrafnshjón sem gert hafa sig svo heimakomin. „Hann hefur stundum reynt að búa þarna um sig áður.en aldrei tekist þaðfyrren nú. Hann hefur i þetta sinn fundið mikið af gadda virsspottum og einhverjum býsn um af beinum og öðru dóti, vaföi þetta allt saman og stakk bvi und- ir járniö og gengið þannig vel frá þvi. Þetta er orðið óskaplegt meistaraverk. Nú svo bætti hann ullarlögðum ofan á þetta allt og það voru komin fjögur egg þegar við litum á þetta siðast” sagði Agúst. 1 gamla daga var talið að hann verpti alltaf 9 nóttum fyrir sumar, en hann er heldur seinna á ferðinninúna. Liklega vegna þess hve það hefur verið kalt og svo var hann lika lengi að baksa við hreiðurgerðina.” Agúst sagði lika vorfuglana hafa verið ósköp kulvisa i kuldakast- inu að undanförnu. „Þeir leita i skjól hvar sem það er að finna. Þessigrey eru ofan i öllum skurð- um og inn i húsum.” —HEI Magnúsdóttir Þakk- læti ■ „Eftir þessar kosningar er mér efst i huga þakklæti til með- frambjóöenda minna sem unnu geysi mikið og óeigingjarnt starf. Einnig vil ég koma á framfæri þakklæti til starfsfólks og hinna fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg- inn i kosningavinnunni, svo og fyrir hlýlegar móttökur sem viö mættum hvarvetna i vinnustaða- heimsóknunum” sagði Sigrún Magnúsdóttir sem skipaði 3. sæti framboðslista Framsóknar- manna i Reykjavik er hún hafði samband við Timann i fyrradag. „Þó við séum ekki allskostar á- nægð með úrslitin hér i Revkiavik megum viö vel viö una miöaö við fyrrverandi samstarfsflokka okk- ar i borgarstjórn. Við Framsókn- armenn skulum ekki gleyma þvi að það er máttur hinna mörgu sem vinnur kosningar. Við skul- um þvi stefna að þvi að verða enn duglegri næst” sagði Sigrún. — HEI ■ Valbjörg Þóröardóttir úr Seljaskóla i Reykjavik á veltiborði I keppni I hjólreiðaþrautum 2. mai 1982. Ljósm.G.A. Hjólreiðakeppni grunnskóla 1982 ■ Arieg spurningakeppni 12 ára nemenda fór fram i mars-mánuði með þátttöku tæplega 4000 nem- enda um allt land. Þeir sem náðu bestum árangri tóku þátt i hjól- reiðakeppni sem haldin var i Reykjavik sunnudaginn 2. mai. Að venju er keppt i tveimur riðl- um i Reykjavik 2. mai og á Akur- eyri en fresta varð keppninni á Akureyri vegna veöurs til 7. mai s.l. Alls mættu 83 nemendur frá 46 skólum i báðum riðlum. Efstir i Reykjavikurriðlinum urðu Brynjólfur Gunnarsson úr Hólabrekkuskóla og úlfur Ingi Jónsson úr Kársnesskóla, báðir með 296 stig. 1 Akureyrarriðlin- um varð Kári Ellertsson úr Barnaskóla Akureyrar efstur með 294 stig. Tólf efstu úr Reykjavikurriðlinum og fjórir úr Akureyrarriðlinum taka þátt I úr- slitakeppni sem haldin verður i október n.k. Þeir sem þar verða i tveimur efstu sætunum, öðlast rétt til þátttöku I alþjóðlegri keppni á reiðhjólum. Hún verður haldin i maimánuði á næsta ári á vegum PRI-alþjóðasamtaka um- ferðarráða og fer væntanlega fram i Sviss. SV. Samvinnuskólanum Bifröst slitið: „Sérlega gódur félagsandi hér” — segir Jón Sigurðsson skólastjóri ■ Samvinnuskólanum Bifröst var slitiö með heföbundnum hætti i 64. sinn þann 1. mai sl. en alls þreyttu 39 nemendur Samvinnu- skólapróf á þessu vori. 1 vetur voru 77 nemendur að Bifröst,38 i 1. bekk og 39 i 2. bekk en auk þess stundaði 21 nemandi nám i framhaldsdeild sem lýkur nú um miðjan mánuðinn. „Þaö sem mér er einna minnis- stæðast af þessum vetri er sá sér- lega góði félagsandi sem hér var rikjandi i vetur og hefur að þvi er mér er sagt ávallt veriö til staöar og veröur vonandi áfram” sagði Jón Sigurðsson skólastjóri að Bif- röst i samtali við Timann en þetta er fyrsta starfsár hans sem slikur. „Maöur má ekki gleyma þvi aö þstta er félagsmálaskóli þó hér séu kenndar almennar greinar og þvi er mikil áhersla lögö á félags- mál hér og félagslif.” A liðnum vetri var gerð sérstök vélastofa fyrir skrifstofuvélar og tölvur og tækjabúnaður aukinn. Þá var efnt til nokkurra mjög viðamikilla námskeiða i samráði við Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna en samkvæmt kjarasamningum veittu nám- skeið þessi launaflokkahækkun. A árinu urðu nokkrar umræður um það hvernig framhaldsdeild Samvinnuskólans gæti sem best mætt þörfum þeirra fyrri nem- enda sem hygðu á frekara nám með starfi. „Það er þannig mál með vexti að hér er hægt að taka stúdents- próf i framhaldsdeild og þvi eru margir árgangar af samvinnu- skólafólki sem vilja taka þá menntun með starfi. Þetta fólk er kannskif öldungadeildum i Breið- holti eða eitthvað slikt og hugsar sem svo að Samvinnuskólinn er minn skóli og fellur að þvi námi sem það hefur að baki og þvi var rætt um hvernig framhaldsdeild- in gæti komiö til móts við þetta fólk” sagði Jón. „Það vill taka þetta nám i á- föngum á kannski 3-4 árum með starfi sinu og við veltum þessu fyrir okkur.” Við skólaslitin var þess minnst að aldarfjórðungur er liðinn frá þvi að Hörður Haraldsson kenn- ari kom til starfa og heiðruðu nemendur hann sérstaklega af þessu tilefni. Hæstu einkunnir á Samvinnu- skólaprófi tóku þau Svava Björg Kristjánsdóttir frá Ketilsstöðum á Tjörnesi 9,27 og Þóröur Viðars- son frá Húsavik 9,00. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár stendur nú yfir til 10. júni n.k. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.