Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.06.1982, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 5. JUNI 1982 19 og leikhús - Hvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið Gullpálma- myndirnar Kvikmyndahátíðin í Cannes er nýlega afstaðin, og i grein í Helgar-Timanum í dag er gerð grein fyrir verðlaunavcitingum þar og fjallað um mynd Costa-Gavras „Saknað“, sem hlaut Gullpálmann ásamt tyrknesku kvikmyndinni „Leiöin". Þetta var í 35. sinn, sem hátíðin i Cannes var haldin, og enn sem fyrr er hún talin mest allra kvikmyndahátiða. ■ Þær kvikmyndir, sem hljóta Gullpálmann i Cannes, ættu eðli málsins samkvæmt að vera þær bestu á hverjum tima. Þar af leiðandi ætti listi yfir þær myndir, sem fengið hafa Gullpálmann í þessi 35 skipti, að vera skrá um bestu kvikmyndir þessa tímabils. En ætli það sé svo í reynd? Gullpálminn var fyrst veittur árið 1946, að loknu stríðinu, og i samræmi við þann anda, sem þá ríkti, var sjö myndum frá sex löndum veittur Gullpálminn sam- eiginlega: La Bataille du Rail (Clement, Frakklandi), Symp- honie Pastorale (Delannoy, Frakklandi), The Lost Week- end (Wilder, USA), Brief En- counter (Lean, England) Open City (Rossellini, ítaliu), Maria Candelaria (Fernandez, Mexikó), The Last Chance (Lindtberg, Sviss). Af þessum myndum hefur sennilega aðeins mynd Rosellinis fengið varanleg- an sess i kvikmyndasögunni. Árið 1947 fengu fimm myndir Gullpálmann, mjög ólíkar: An- toine et Antoinette (Becker, Frakklandi), Les Maudits (Cle- ment, Frakklandi) .Crossfire (Dmytryk, USA), Dumbo (Dis- ney, USA) og Ziegfeld Follies (Minelli, USA). Hátíðin féll niður 1948, en 1949 hlaut The Third Man (Reed, Englandi) Gullpálmann, en sú mynd er einkum minnis- stæð fyrir frábæran leik Orson Welles og eftirminnilegt stef. 1950 féll hátíðin í Cannes enn niður, en árið 1951 fengu tveir meistarar Gullpálmann: De Sica fyrir „Miracle in Milan“ og Sjöberg fyrir „Miss Julie“. Bunu- el fékk hins vegar viðurkenningu fyrir bestu leikstjórn fyrir Los Olvidados, svo sjá má að mikið úrval góðra mynda keppti þetta árið. 1952 fengu Othello Orsons Welles og Two Cents Worth of Hope eftir Castellani, Ítalíu, Gullpálmann (hver man eftir síðari myndinni?), 1953 Wages of Fear eftir Frakkann Clouzot, og 1954 var komið að Japönum, þ.e. Kinugasa fyrir „Gate of Hell“. Marty eftir Delbert Mann fékk Gullpálmann 1955, en sú mynd er einkum minnisstæð fyrir leik Ernest Borgnine, og 1956 fengu þeir félagar Louis Malle og Jacques-Yves Cousteau pálmann fyrir hina sérstæðu World of Silence. Árið 1957 fékk mynd Wylers Friendly Presuasion Gullpálm- ann, og árið þar á eftir Rússar, þ.e. sú fræga mynd Trönurnar fljúga eftir Kalatozov, Black Orpheus eftir Marcei Camus hlaut Gullpálmann 1959, sem þykir kannski skrítið þar sem mynd Alain Resnais-Hiroshima Mon Amour - kom einmitt það ár, og ekki var síður sérkennileg verðlaunaveitingin 1960. La Dolce Yita fékk þá Gullpálmann, en ekki L’Avventura eftir An- tonioni, og tvær myndir eftir Bergman og Bunuel voru sagðar of góðar til þess að hægt væri að dæma þær! Bunuel fékk siðan Gullpálmann árið eftir fyrir Viridiana, en þá ásamt annarri franskri mynd, Une aussi Longue absence, sem flestir hafa gleymt. Sama má segja um sigurvegarann 1962, The Given Word eftir Duarte frá Brasilíu. En 1963 fékk Visconti svo Gullpálmann fyrir Hlébarðann, og Demy árið eftir fyrir Regnhlífarnar í Cherbourg. Bretar voru á toppnum árið eftir með Thc Knack eftir Dick Lester, en tvær myndir skiptu verðlaunumum 1966: A Man and a Woman eftir Lelouch og Signore e Signori eftir Germi. 1967 kom svo röðin að Antonioni loksins fyrir Blow-Up, en árið eftir var hátíðinni aflýst vegna mótmælaaðgerðanna þá um vor- ið. Rymis vegna skal farið fljótt yfir sögu siðustu árin: 1969 fékk If eftir Lindsay Anderson Gull- pálmann, 1970 MASH Altmans, 1971 The Go-Between eftir Losey, 1972 The Working Class Goes to Paradise eftir Petri frá ítaliu og The Mattei Affair eftir Rosi, einn besta leikstjóra ítala. 1973 fengu tvær myndir, sem enginn man lengur eftir, Gull- pálmann - Scarecrow eftir Schatzberg og The Hireling eftir Bridges, en 1974 fékk Coppola fyrri Gullpálmann sinn fyrir The Conversation. Alsirsk mynd sigr- aði 1975, en Taxi Driver eftir Scorsese 1976, Padre Padrone eftir Taviani 1977, The Tree of Wooden Clogs eftir Olmi árið 1978, og svo Coppola í annað sinn árið 1979 og nú fyrir Apocalypse Now, en að vísu ásamt Tintrommu Schlöendorffs. 1980 fékk japanski meistarinn Kurosawa loks Gullpálma, fyrir Kagemusha, og þá ásamt All That Jazz eftir Bob Fosse. í fyrra var svo komin röðin að Wajda fyrir „Járnmanninn“. Þetta stutta yfirlit sýnir, að dómnefndir í Cannes eru mis- tækar og þótt margt frábærra kvikmynda sé meðal Gullpálma- hafa, eru þar einnig margar myndir sem allir hafa gleymt og heyra aðeins sögunni til. Elías Snæland Jónsson, skrifar Forsetaránið Með hnúum og hnefum Ránið á týndu örkinni Gereyðandinn Lögreglustöðin í Bronx Fram í sviðsljósið Eyðimerkurlj ónið Stjörnugjöf Tímans ★ ★ * + frábær ■ ★ ★ ★ mjög góö ■ ★ ★ göö ■ ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.