Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 2
2
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
Wvrnm
■ í hópi þeirra pólsku flöttamanna sem komu hingað til lands fyrir réttri viku eru
þau hjónin Myrostav Stefan Salbert og Iwona og synir þeirra tveir 6 og 3ja ára. Þau
eru bæði menntað fólk, því Salbert er læknir og Iwona sérfræðingur i þeirri grein
tannlækninga sem munnfræði nefnist. Salbert starfaði einnig að skipulagningu
heilbrigðismála i heimaborg sinni Katowice í héraðinu Silesiu í Póllandi. I september
síðastliðnum axlaði (jölskyldan sin skinn að dæmi margra landa sinna og hélt úr
landi, öreiga flóttafólk. Þótt ekki þurfi að fjölyrða um hve harður sá kostur er að
yflrgefa lifsstarf sitt og eigur og finna sér fótfestu á alls ókunnum slóðurn, verður
það Ijóst af eftirfarandi viðtali sem Tíminn átti við Salbert á föstudagskvöldið að
ástæður voru orðnar æmar fyrir þau hjón að bregða undir sig betri fætinum. Við
ræddum við Salbert í setustofu flóttafólksins á heimili þess að Bárugötu 11 og Salbert
varð fyrir valinu, þvi hann hafði hugsað sem svo að einhver „yrði að tala.“ Fjarri
fer því að alla í hópnum langi til þess, þar sem „menn geta ákveðið fyrir sjálfa sig
en ekki þá sem heima em og kunna ef til vill að gjalda orða þeirra,“ eins og Salbert
sagði. En hann hætti á það samt.
Ég er fæddur í bæ skammt frá
Katowice," segir hann. „Ég hef hins
vegar lengst af átt heima i Katowice og
þar lærði ég við læknaháskólann. Um
Katowice er það að segja að þar búa
líklega um 250 þúsund manns. Þetta er
mikil miðstöð námagraftar, þungaiðnað-
ar, einkum járniðnaðar og þar býr því
mikill fjöldi verkamanna og fólk sem
vinnur mrla og erfiða vinnu. Þarna vann
ég við læknamiðstöð í háls-, nef- og
eymalækningum, ásamt starfi mínu að
skipulagningu heilbrigðismála, uns ég
hvarf frá þessu öllu saman þann 22.
september 1981.“
Það má segja að á flóttamannahjálp-
inni i Austurriki séu tvær hliðar eins og
á peningi. Önnur hliðin er fögur og fáð,
er hin máð og spanskgræn. Það sem að
þvi opinbera snýr er fagra myndin, og
henni er meira haldið á lofti. Þessi dæmi
segja ekki margt um aðstöðu flóttafólks-
ins, enda held ég að þessu verði aldrei
lýst, - ekki einu sinni þótt við gætum
talað saman á pólsku og þyrftum ekki
að styðjast við þann takmarkaða
orðaforða sem ég hef á ensku. Þetta er
andrúmsloft og aðstæður sem menn fá
aðeins skilið með því að reyna þetta á ■ Myrostav Salbert: „Eg var á gangi úti á götu, þegar á móti mer komu þrir
sjálfum sér. menn......“
verður þetta að duga. En með þessu er
ég að benda á að það er þrælslund
stjórnvaldanna sem á sök á því hvernig
komið er fyrir efnahag Pólverja. Engin
viðskipti eru leyfð án þess að hringt sé
til Moskvu eða sendiráðsins í Kracow.
Það bætir ekki ástandið að enginn
skyldi gera sér vonir um neinn 'frama i
starfi eða sæmilega efnahagslega af-
komu, nema hann sætti sig í einu og öllu
við þetta ástand. íbúð? Leyfi fyrir bíl?
Alls útilokað ef menn eru að jagast út í
stjórnarhættina. Það er ekkert sagt, -
bara þögn og ekkert gerist og öll þín mál
standa blýföst.
Við augnlækningadeild læknaháskól-
ans i Katowice starfaði kona sem gift var
syni Girek flokksleiðtoga. Hún var að
sjálfsögðu æsta yfirvald deildarinnar,
líkt og maður hennar var skólastjóri
aðalverkfræðiskólans í allri Silesiu. Við
þann skóla hafði yngri sonur Gireks
kennarastól sem dósent, en hærra var
ekki hægt að þröngva honum vegna
drykkjuskaparástriðu hans. Kona hans
var hins vegar sett yfir háls-, nef- og
eymalækningadeildina, sem ég starfaði
við. Af þessu ætti ekki að vera örðugt
að skilja að fjölskylda Gierek er kölluð
hin hámenntaðasta i Póllandi, lands-
mönnum til mikillar skemmtunar.
Blaðamaður „Samstöðu“
Þegar „Samstaða“ breiddist sem eldur
,,Strákar eru og verða
strákar og umferðin
er mikil 1 Katowice”
Rætl við pólska lækninn Myrostav Salbert um flótta-
mannabúðir, „Samstöðu” og alúðlega lögreglumenn
Þá lá leiðin til Austurríkis?
„Já, þaðan lá leiðin í flóttamannabúð-
ir i Traiskirchen í Austurriki. í
Austurriki er nú mikill fjöldi pólskra
flóttamanna og kjör þeirra eru mjög
misjöfn svo ekki sé meira sagt.
Flóttafólki er dreift um allt landið, býr
á gistiheimilum í borgum og sveitum,
sumir i þorpum uppi i Ölpunum. En svo
eru það þeir sem i flóttamannabúðunum
dvelja. f þeim búðum, þar sem við
vorum voru aðstæður ólíkar, þarna voru
á milli bærileg hús, þar sem fjölskyldur
höfðust við, en einnig skálar með kojum
hverri yfir annarri og þar voru fjölskyld-
ur einnig, - stundum með kornabörn
sem fæðst höfðu eftiy að fólkið kom til
Austurrikis. Þarna var aðstaðan hörmu-
leg. Engin leið var að komast á klósettið
á sumum tímum dagsins fyrir örtröð,
rúður voru brotnar, þarna skorti vatn og
i sumum herbergjanna var kalt og rakt
og sveppagróður þakti veggina.
Átakanlegtast var þó hve margir liðu
miklar andlegar þjáningar þarna. Þvi
olli óvissan og vonleysið vegna framtið-
arinnar og hitt að i búðunum var fólk
aðeins númer og annað ekki. Þetta var
ekki þesslags númer sem við þekkjum
af því að hafa nafnnúmer á nafnskírtein-
um. Nei, þetta voru þess konar númer,
að ekkert tillit var til þess tekið að
manneskjur stæður að baki þeim. f
búðunum ríkti agi eins og i fangabúðum
undir herstjórn og það kom ef til vill enn
ver við okkur Pólverja, vegna þess að
margir þekktu vel til þess háttar frá
dögum þýsku hersetunnar. Þú manst að
6 miljónir Pólverja létu lifið á dögum
þýsku yfirráðanna í styrjöldinni. í
flóttamannabúðunum fengum við í
síbylju að heyra þessi gamalkunnu orð:
„Aveck! Schnell!“ (Burt meðþig! Flýtið
ykkur!).
Svo kom þetta boð um að flytjast til
fslands. Það voru ekki nema fáeinir sem
gátu farið, þvi íslendingar réðu ekki við
stærri hóp. Okkur skildist að óskað væri
einkum eftir fólki til heilsugæslu og
landbúnaðarstarfa og því gátum við
komið til greina. 20-25 manns veldur
ekki mikilli breytingu á vandanum í
Austurriki. í Póllandi er til orðtak um
að eitthvað sé líkt og að éta sykur í roki.
En einnig aðgerðir stórþjóða til lausnar
vanda flóttamannanna duga ekki til og
vist munar um allt sem gert er.
íslenska nefndin sem kom til Austur-
rikis hafði meðferðis nokkrar upplýsing-
ar um landið, en það voru mest
bæklingar handa ferðamönnum. Annað
var ekki tiltækt. Við vissum afar litið um
ísland og ég hafði ekki frekar gert ráð
fyrir að hitta íslending á ævinni. En
nefndarmennirnir voru svo frábærlega
vingjarnlegir og hjálplegir að þeir bættu
þetta allt upp með hreinskilnum og
opinskáum lýsingum á landi og þjóð.
Við fundum strax að þeir vildu allt sem
í mannlegu valdi stóð fyrir okkur gera.
Þeir sögðu okkur frá björtum nóttum,
stuttum og dimmum dögum, mikilli
verðbólgu og háu verði á mörgum
hlutum. Það var mikilvægt fyrir okkur
að fá vitneskju um ýmis ytri atriði af
þessu tagi sem ekki mundu standa i
okkar valdi að breyta neinu um. Þótt
veðráttan á íslandi sé mislynd, þá hefur
maður ekki fundið hið minnsta til þess,
þvi hlýjan sem við höfum mætt hér er
svo mikil. Ég finn að hún á ekki eftir að
hverfa, þegar nýjabrumið fellur af
þessum fyrstu kynnum."
Sitthvað um „Samstöðu“
Við spyrjum Salbert nú eftir aðdrag-
anda þess að hann tók þann kost að
hverfa burtu frá heimkynnunum í
Katowice, en allt á sinn aðdraganda og
hann skýrir í stuttu máli frá aðdragand-
anum að tilurð Samstöðu.
„Ég nefni fyrst þá atburði sem urðu i
Gdansk árið 1970, þegar lögreglan og
sveitir öryggisþjónustanna, Militia,
börðu niður verkfall i skipasmíðastöðv-
unum. Þar voru margir verkamenn
drepnir. Þetta verkfall kom til af þvi að
rétt fyrir jólin stórhækkaði stjórnin verð
á nauðsynjum og það var illa valinn tími,
þvi meira en 90% Pólverja eru rómversk
kaþólskir og vilja hafa einhverja viðhöfn
um hátíðarnar. Þarna var því um
verkfall af efnahagslegum orsökum að
ræða. Það er mikilvægt að menn skilji
með tilliti til óeirða stúdenta 1978, sem
voru fyrst og fremst af pólitískum rótum
runnar og af þjóðernislegum rótum.
Verkamenn og menntamenn fóru þvi
framan af hvorir sína leið i andstöðunni
og hvorugur skipti sér mikið af
aðgerðum hinna. Þama varð gerbreyt-
ing á þegar „Samstaða" kom til.
Ég nefni lika til aðgerðir verkamanna
1974, sem einnig voro fyrst og fremst
efnahagslegar. Þá gerðu verkamenn í
Radom verkfall. Þá kom Gierek fram á
sjónarsviðið og bað verkamenn að
hjálpa sér að leysa vandann án ofbeldis.
„Viljið þið hjálpa mér?“ sagði hann.
Verkamenn trúðu honum og sögðu já.
Fyrir vikið var ekki skotið á þá.
Saga andstöðunnar i Póllandi er orðin
löng, nær aftur til 1956, þegar miklar
óeirðir urðu i Póllandi og ýmsir
pislarvottar urðu til, eins og Roman
Strzatkowski, 17 ára, sem skotinn var af
lögreglu og hermönnum fyrir það eitt að
ætla að taka upp fána, sem kona ein
hafði haft í höndunum, þegar hún féll
dauðskotin. Það skipti miklu máli að
það var herinn sem kom við sögu þama,
því hermaðurinn er ákaflega hátiðlegt
og virðulegt fyrirbæri i Póllandi.
Milli þessara stóratburða allra var samt
margt að gerjast með þjóðinni. Það er
hins vegar árið 1980 sem upp úr sýður
með verkfalli verkamanna í Lublin,
Gdansk og í Silesian. í Lublin stöðvuðu
verkamenn flutning á kjöti sem fara átti
til Rússlands og rufu jámbrautartein-
ana. í Gdansk stöðvuðust skipasmíða-
stövamar og í Silesian hinn geysilegi
kolaútflutningur til Rússlands.
Nú var eins og enginn þyrfti að segja
neitt. „Samstaða" fór sem eldur í sinu
um landið og stjórnvöldin stóðu
ráðþrota. Andstaðan og einhugurinn
var slíkur að lögregluaðgerðum varð
ekki við komið. Þeir þorðu það ekki.
Allir voru með, háskólarektorar, leigu-
bílstjórar, húsmæður, verkamenn, fél-
agar úr kommúnistaflokknum. 1974
vom það verkamenn, 1978 stúdentar, en
nú vom allir sem einn.“
111 viðskipti
„Ég minntist á kolaútflutninginn frá
Silesian. Rússar láta Pólverja selja sér
fimin öll af kolum, enda em pólsk kol
ein hin bestu í heimi. Rússar hafa ekki
neitt við svo mikið magn að gera og
geyma gríðarlegar umframbirgðir undir
vatni til sinna nota. Já, í vatni, til þess
að verja þau rýmun. Pólsku skipasmiða-
stöðvamar verða lika að selja mest af
skipunum til Rússa, sem fá þau á
einstöku gjafverði. Þeir hafa komið þvi
á að i viðskiptum landanna em notaðar
svonefndar viðskipta-rúblur, sem ekki
gilda til annarra nota. T.d. framleiðslu-
leyfi og varahluti í Fiat bíla sina verða
Pólverjar að sjálfsögðu að greiða með
þeim takmarkaða gjaldeyri sem þeir afla
sér með vesturviðskiptum, en Rússar
kaupa svo bílana fyrir þennan óhag-
stæða gjaldmiðil, viðskipta-rúblurnar.
Þetta em bara dálítil dæmi, ég gæti tínt
heilan aragrúa til, en í stuttu blaðaviðtali
í sinu um landið, tók ég strax þátt i
störfum hennar. Ég stóð að útgáfu blaðs
innan háskólans sem hét „Samstöðu-
fréttir" (Solidamosch-Bulletin). Þar
sem ég starfaði á tveimur stöðum fyrir
kostaði þetta geysilega vinnu og blaðið,
sem kom út vikulega, var gjama unnið
á nóttum. Stundum sváfum við á
skrifstofunum, Tækjakosturinn var
fmmstæður, en alla þessa erfiðleika var
létt að afbera, þvi störf sem eiga huga
manns allan em ætið létt. Ekki dró ákafi
lesendanna i að fá blaðið úr okkur, en
drægist útkoman, linnti ekki hringing-
um. Ég sótti líka fundi víðs vegar sem
fréttamaður blaðsins og hafði með mér
pistla sem ég sjálfur hafði skrifað til þess
að sanna hver ég væri, því auðvitað átti
lögreglan útsendara innan „Samstöðu".
Þetta var erfiður en yndislegur tími.
Þetta blað var aðeins ætlað háskólanum,
stúdentunum og kennumm, en það er
geysimikill fjöldi. Auðvitað gaf „Sam-
staða“ svo út eigið dagblað i Silesian.
Ég held að 95-100% þeirra sem
skólanum tengdust hafi stutt okkur af
heilum huga.“
Snyrtilegir menn
„Þessu fór fram allt til sumarsins 1982.
Þá er það eitt sinn þegar ég var á gangi
úti á götu að á móti mér koma þrír
menn. Þeir vom allir snyrtilegir og
prúðir í fasi og óvænt gefa þeir sig á tal
við mig. Einn þeirra fór inn á sig og
dró leiftursnöggt fram skilríki, sem
sýndu að hann var frá lögreglunni. „Þú
munt vinna mikið. Við emm famir að
hafa áhyggjur af heilsu þinni“, segja
þeir. Ég þakkaði þeim hugulsemina og
kvaðst eiga það við mig sjálfan hve
mikið ég ynni. Þeir ráðlögðu mér eigi að
siður eindregið að fara mér hægar við
vinnuna. Skildum við þar með.