Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 5

Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 5 Eftir langan og harðan bardaga náðu aðkomumenn staðnum og Marteini biskupi á sitt vald. Svo lengi var barist að Daði fékk gott forskot, og honum barst njósn af herförinni. Norðanmenn sendu flokk manna á eftir Daða út á Nes, og annan inn fyrir fjall til að loka honum þá leið til baka. 6. Daði reið Markúsar-Brún, af- burða hesti að skjótleika og þreki. Þessi hestur hefur verið mjög þekkt- ur af samtíð sinni eftir öllum umsögnum að dæma, því þegar minnst er á hann er hans getið eins og allir viti við hvem er átt. Oftast er hann kallaður „sá brúni“ og hann er i heimildum sagður orðlagður gæðingur, allra hesta bestur, hinn frægi lífhestur Daða og annað eftir þvi. f sjálfu sér er litið vitað um þennan hest annað en athugasemdir af því tagi, sem hér að framan hafa verið greindar. Ekki er vitað um uppruna hans, uppeldi og ekki einu sinni hvernig hann hefur fengið nafnið „Markúsar-Brúnn“. Eitt er þó ljóst að hann hefur varla siður en nafni hans (Tólfdala-Brúnn) úr Vopnafirði fengið annað en það besta úr heygarðinum og jafnvel búrinu líka. 7. Þeir sem riðu á eftir Daða út á nesið, náðu honum ekki, enda ekki við því að búast, þar sem sá brúni var allra hesta fljótastur. Flokkur- inn, sem fór til að sitja fyrir Daða fyrir innan fjall, bjó um sig þar sem vegurinn liggur i gegnum þröngt skarð á milli tveggja kletta, innar- lega á Skógarströnd. Þar heitir síðan Fyrirsátið. Fyrirsátursmenn strengdu kaðla milli klettanna og lágu siðan í leyni austan undir klettunum, gráir fyrir jámum. Þeir hafa án alls efa talið sinn leik Iéttan með allan þennan útbúnað og þar að auki hlaut sá brúni að vera farinn að lýjast eftir langa og mikla reið. Sama hlaut að gilda um Daða sjálfan, enda segja heimildir að þeir hafi ætlað sér að veiða hann „sem sauð i kvi“. Sjálfsagt hefur Daði getað látið ferja sig sjóleiðina yfir Breiðafjörð eða inn í Hvammsfjörð, því hann átti skip í veri á Rifi. Það átti þó ekki við skap hans og sjálfstraust að renna þannig af hólmi. Hann hefur sennilega ekki staðist það ævintýri að takast á við ofureflið, með þvi trausti sem hann hafði á sjálfum sér og hestinum. Hann reið því heim- leiðis norðanvert nesið og inn Skógarströnd. Þeir sem sátu fyrir honum hafa ef til vill verið svo vissir um yfirburði sina að þeir hafi verið andvaralausir og kannski hafa þeir ekki býist við Daða þessa leið. Þeir kunna að hafa verið þess fullvissir að félagar þeirra hafi náð Daða og svo kann einnig að vera að þeir hafi talið víst að þeir heyrðu til ferða Daða með góðum fyrirvara, því skartmaðurinn Daði hafði jafnan klingjandi bjöllur á hesti sínum. Af hvaða sökum sem það nú var, er það vfst að þeir vissu ekki af herðum Daða fyrr en hann var genginn þeim úr greipum, á ævintýralegan hátt. 8. Þegar Daði kemur fram á klettana og sér í skarðið hefur hann strax gert sér grein fyrir hvað til stóð. Hann á ekki kosta völ, ef hann vill halda limum og lifi og hann skortir ekki kjark til að gera það sem gera þarf. Hann hleypir þeim brúna á fullri ferð á fyrirsátið, heggur með korða sínum á efsta strenginn en sá brúni slítur þann næsta og stekkur yfir þann neðsta. Og Daði er horfinn mönnunum á þeim brúna á samri stundu. Þeir sátu eftir með undrun- ina eina og enga möguleika á að ná Daða úr þvi i það sinn. „Fór Daði í Snóksdal?" á einn þeirra að hafa spurt og annar svaraði: „Ekki veit ég það, en þar fór Markúsar-Brúnn.“ Svarið segir sína sögu um álitið sem klárinn naut. Við vitum ekki hvað Daði dvaldi lengi á Staðarstað áður en hann lagði af stað út á nes. Liklegt er þó að þegar hann fór þaðan hafi sá brúni verið vel hvildur. En frá Staðarstað reið hann út fyrir jökul og svo inn allt nes i einum áfanga og á þeim brúna einum. Allir venjulegir hestar hefðu verið orðnir framlágir eftir svo langa ferð og til litilla afreka. Norðanmenn vippuðu sér þvi á bak hestum sínum óþreyttum og hófu eftirreiðina í fullri vissu þess að fljótt mundi draga saman með þeim Daða. En það fór á annan veg, þeir höfðu ekki möguleika á að ná honum og Daði stakk þá hreinlega af og fór heim í Snóksdal og safnaði liði. 9. Sá brúni átti eftir að gera betur. Meginlið norðanmanna hélt kyrru fyrir á Staðarstað meðan flokkamir tveir voru að eltast við Daða. Þeir biskupssynir frá Hólum hafa sjálf- sagt talið sér sigurinn vísan og fóru á „fyllirí" eða eins og heimildimar orða það: slógu upp veislu og gerðu drykkjur stórar. Þegar Daði kom heim til sín i Snóksdal taldi hann sér mikla þörf á að vita hvað norðan- menn ætluðu sér að gera næst. Hann sendi því njósnara, einn sinna manna, Jón Ref, sem eftir lýsingum að dæma hefur ekki verið ósvipaður Daða sjálfum að ýmsu leyti, sagður kænn, áræðinn og harðfengur. Og þar sem svo mikið var í húfi að för Jóns'Refs tækist vel og hann væri fljótur i fömm, setti Daði hann á þann brúna. För Jóns Refs er hreinn reyfari. Hann dulbjó sig í tötra og reið hálfgerða „indíánareið“, eins og nú er sagt, að Staðarstað. Hann batt þann brúna að húsabaki og fór siðan laumulega inn í drykkjustofu Þar lér hann sem minnst á sér bera, settist frammi við dyr, Veislan var í algleymingi, menn orðnir kóf- dmkknir og veittu þessum komu- manni litla athygli. Hann veiddi aftur á móti allt upp úr þeim, sem hann vildi vita um liðstyrk þeirra og fyrirætlanir. Hann komst að því að þeir hugðust ríða í Snóksdal og taka hús Daða, þegar af þeim rynni. 10. Þegar Jón Refur var búinn að verða sér úti um þessar upplýsingar, laumaðist hann úr veislunni. Þá skynjuðu norðanmenn, i gegnum ölvímuna, að þarna hefði verið njósnari Daða á ferðinni og ætluðu að grípa kauða. Jón Refur skaust um bæjarsund að húsabaki og komst á bak þeim brúna og þá var ekki að leikslokum að spyrja. Nokkrir hinna hlupu á bak hestum sinum, en það fór sem fyrr, Markúsar-Brúnn var fljótari. Þegar kom að Staðará var sjór fallinn i ósinn og var þá koldýpi þar og straumur við austurbakkann, og er þá ekki talið fært að ríða ána þar, heldur er farið yfir hana ofar. Jón Refur lét þó þann brúna vaða út í dýpið og þegar hann kemur að bakkanum austanmegin er þar hátt upp og dýpi við hann. Jón Refur sló þá keyrinu um eyru hestsins og tók hann þá snarpt viðbragð á sundinu og reif sig upp á bakkann. Eftirreiðarmennirnir lögðu ekki í ósinn og hættu eftirreiðinni þar, en Jón Refur stoppaði á bakkanum hinum megin og sendi þeim tóninn. Sagt er að hann hafi kvatt þá með kalsi. 11. Þegar herlið þeirra biskupssona kom að Snóksdal hafði Daði safnað liði og varð ekki af neinni orrustu þá. En sumarið eftir dró til úrslita i þessari deilu, ens og kunnugt er. Marteinn biskup var í haldi hjá Norðlendingum, en Daði gekk laus og það gerði gæfumuninn. Honum tókst að fá nokkra Borgfirðinga til liðs við sig og svikja Jón Arason, sem svo leiddi til þess að þeir feðgar biðu lægri hlut í herför þeirra að Sauðafelli og voru fluttir I Skálholt, þar sem þeir voru líflátnir. Daði í Snóksdal var þar fremstur í flokki manna, sem að þeim dómi stóðu og lét ekki þar við sitja, heldur tók að sér að eigin frumkvæði að stjórna aftökunni. Að öllu þessu athuguðu sýnist rökrétt að álita að „sá brúni“ hafi með afburða kostum sínum bjargað lífi Daða og þar með skapað íslensku þjóðinni örlög um aldir. Óhjákvæmilegt er að draga þá ályktun að spor þessa afburða hests séu þau stærstu sem hestur hefur markað i íslandssöguna. Jafn óhjá- kvæmilegt er að álykta að spor hans hafi orðið þjóðinni til mikilla óheilla, en það var ekki hans sök. Það eru hin grimmu örlög sem nomir skópu þessari þjóð, sem ollu þvi að hann varð til að stuðla að sigri þeirra manna sem kusu að vera undirlægjur konungs og komu hin- um á kaldan klaka, sem höfnuðu erlendum yfirráðum. 12. Við samantekt þessarar frásagnar er að vemlegu leyti stuðst við grein um sama efni, sem Sigurður Ólafs- son lögfræðingur skrifaði i timarit hestamanna, Hestinn okkar, fyrir fjórtán ámm, en einnig hefur verið blaðað í Biskupasögum, Sýslu- mannsævum og Árbókum Espólins. í grein sinni bendir Sigurður Ólafsson á að Markúsar-Brúnn hafi i huga þjóðarinnar horfið nokkuð i skugga Áma-Brúns eða Tólfdala- Brúns, eins og hann er oftar kallaður. Sigurður leiðir rök að þvi að þýðing ferðar Árna hafi verið ofmetin í sögunni. Ég tek mér það bessaleyfi að vitna orðrétt i grein Sigurðar: „....Það er alger misskilningur að þingreið Áma Oddssonar og afrek hins austfirska gæðings hafi haft nokkra landsögulega þýðingu að ráði. Það er þess vegna heldur þyklá smurt hjá Hallgrími Jónassyni, sem prýðilega hefur skrifað um öræfa- ferðir fyrr og siðar, að Árni hafi náð til Alþingis í tæka tið, þangað sem „hamingja þjóðarinnar þurfti hans mest með i svipinn". Vissulega var það hamingja landsins, að hafa slikum forvigismanni á að skipa, sem Áma Oddssyni, en það var þó ekki fyrr en rúmum 40 ámm síðar, sem einkum og sérstaklega reyndi á það. En þá kom hinn frægi hestur hans af Jökuldalnum ekki lengur við sögu.“ f fljótu bragði virðast ekki aðrir hestar koma til greina, þegar reynt er að meta hver hefur markað dýpst spor í sögu lands og þjóðar. _ SV UMBOÐSMENN OKKAR VITA ALLT UM STÆKKUNARTILBOÐIÐ SEM GILDIR ALU ÁRIÐ’82 SFURÐU ÞÁ BARA! MIÐBÆR:_________________ Bankastrœti 4 H.P. h/í Filmur og Vélar Fótóhúsið Týli Fókus Amatörverslunin Ljósmyndast. Þóris Bókabúð Braga, Hlemmi AUSTURBÆR: _______________ Glœsibœr H.P. h/í Austurver H.P. h/í Ljósmyndaþjónustan Bókav. Satamýrar Bókav. Ingibjargar Einarsd. Hamrakjör Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar Bókabúðin Grímsbœ BREIÐHOLT:________________ Amarval Embla Rama ÁRBÆR:____________________ Bókav. Jónasar Eggertssonar MOSFE LLSSVEIT:___________ Snerra s/í VESTURBÆR:________________ Bókav. Úllarsíell KÓPAVOGUR:________________ Bókav. Veda Versl. Hlíð GARÐABÆR:_________________ Bókav. Gríma Garðaborg Biðskýlið við Ásgarð HAFNARFJÖRÐUR:____________ Versl. V. Long Biðsk. Hvaleyrarholti Myndahúsið Bókav. Olivers Steins Versl. Örk KEFLAVÍK:_________________ Hljómval GRINDAVÍK:________________ Víkumesti Versl. Bdran SANDGERÐI:________________ Versl. Aldan VOGAR:____________________ Vogabœr AKRANES:________________ Bókav. A. Níelssonar BORGARNES:______________ Kaupí. Borgíirðinga BORGARFJÖRÐUR:__________ Versl.' Laugaland STYKKISHÓLMUR:__________ Apótek Stykkishólms GRUNDARFJÖRÐUR: Versl. Gmnd ÓLAFSVÍK:_______________ Maris Gilsíjörð Lyíjaútibúið HELLISSANDUR:___________ Söluskólinn PATREKSFJÖRÐUR:_________ Versl. Lauíeyjar Böðvarsd. FLATEYRI:_______________ Versl. Greips Guðbjartssonar BÍLDUDALUR:_____________ Versl. Jóns Bjamasonar SUÐUREYRI:______________ Versl. Lilju Bemódusd. ÍSAFJÖRÐUR:_____________ Bókav. Jónasar Tómassonar BOLUNGARVÍK:____________ Virkinn HÓLMAVÍK:_______________ Kaupí. Steingrímsfjarðar STRANDASÝSLA:___________ Bókav. Finnbogastöðum HVAMMSTANGI:____________ Kaupí. V-Húnvetninga Versl. Sigurðar Pálmasonar BLÖNDUÓS:_______________ Versl. Gimli SKAGASTRÖND:____________ Versl. Höíðasport Hallbjöm Hjartarson VARMAHLÍÐ:______________ Kaupf. Skagfirðinga SAUÐÁRKRÓKUR:___________ Bókav. Kr. Blöndal Steíán Pedersen Kaupf. Skagíirðinga SIGLUFJORÐUR: Aðalbúðin ÓLAFSFJÖRÐUR:___________ Versl. Valberg DALVÍK:_________________ Apótek Dalvikur AKUREYRI:_______________ Filmuhúsið Pedrómyndir Versl. Jóns Bjamasonar Sigtryggur & Pétur HUSAVIK:___________■ Bókav. Þórarins Stefánssonar Kaupf. Þingeyinga RAUFARHÖFN:_____________ Margrét Egilsdóttir VOPNAFJÖRÐUR:___________ Shellskálinn SEYÐISFJÖRÐUR:__________ Apótek Austurlands ESKIFJÖRÐUR:____________ Elís Guðnason REYÐARFJÖRÐUR:__________ Versl. Gunnars Hjaltasonar HÖFN:___________________ Kaupf. A-Skaftfellinga KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Kaupf. Skaftíellinga VÍK:____________________ Kaupí. Skaftfellinga VESTMANNAEYJAR:_________ Blaðaturninn Apótek Vestmannaeyja HVOLSVÖLLUR:____________ Kaupí. Rangœinga HELLA:__________________ Versl. Mosfell SELFOSS:________________ Kaupf. Ámesinga Höfnh/í Radió & Sjónvarpsstofan STOKKSEYRI:_____________ Kaupí. Ámesinga HVERAGERÐI:_____________ Blómaborg ÞORLÁKSHÖFN:____________ Skálinn Kaupí. Árnesinga HHNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.