Tíminn - 06.06.1982, Side 8
8
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
Utqefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Johannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- >
son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarf ulltrúi:
Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaóur Helgar-Tim-
ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnusson, Bjarghild
ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas
Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson
(iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir. Flosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Aug
lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um
helgar. Askriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaóaprent hf.
Listahátíð
í Reykjavík
■ Um þessa helgi hefst Listahátíð í Reykjavík
í sjöunda sinn og stendur hún i rúmar tvær vikur.
Fjölmargir listamenn, innlendir sem erlendir,
leggja sitt af mörkum á þessari Listahátíð eins
og hinum fyrri. Allir, sem á annað borð hafa
einhvern áhuga á listum og menningarlífi ættu
því að gefa fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjölmargar myndlistarsýningar verða víðsvegar
um borgina, margvíslegir tónlistarviðburðir og
leiksýningar. Mörg íslensk verk verða sýnd og
flutt í fyrsta sinn, þar á meðal ný ópera og nýtt
leikrit.
í ávarpi, sem Egill Skúli Ingibergsson,
fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar í
kynningarskrá Listahátíðar og víkur hann
nokkuð að markmiði hátíða sem þessarar og
segir þá m.a.:
„Takmark Listahátíðar er fyrst og fremst
kynning á íslenskri, norrænni og alþjóðlegri list.
Þar er boðið upp á fleira en það, sem er
viðurkennt og gamalt og gott - og árangurinn af
þessari viðleitni er jákvæður. Það mun óvíða á
byggðu bóli vera boðið upp á svona mikið af alls
konar listrænum viðburðum og hér er, en það er
aðeins mögulegt vegna áhuga þeirra, sem koma
til þess að njóta.
Tilgangur listar og listsköpunar er ekki gróði,
en án góðra áhorfenda og áheyrenda, sem greiða
fyrir það sem þeir sjá og heyra, myndi Listahátíð
í Reykjavík eiga erfitt uppdráttar.
Listahátíð gefur íslenskum listamönnum
einnig tækifæri til að kynnast ýmsu af því besta,
sem völ er á í grein þeirra, og veitir þeim
hvatningu til enn frekari afreka. Oft er þar sáð
frækornum nýrra hugmynda, sem ef til vill bera
ríkulegan ávöxt í list okkar eigin lands.“
Það er vissulega rétt, að Listahátíð er fyrst og
fremst fyrir almenning og miða verður dagskrá
Listahátíðar hverju sinni að umtalsverðu leyti
við það, að fólkið í landinu hafi áhuga á að koma
og sjá og heyra það sem fram er reitt. En
jafnframt þarf Listahátíð að sýna að hluta til list,
sem er á undan sinni samtíð og mætir því oft
litlum skilningi og vekur jafnvel deilur. Án
listahátíða af þessu tagi á slík list enn erfiðara
með að ná til almennings og hljóta verðskuldaða
viðurkenningu. í þessu efni er þó alltaf erfitt að
velja og hafna, því mikilvæg nýsköpun í list er
oft umkringd af lélegum verkum, sem blessunar-
lega falla fljótt í gleymsku.
Þótt síðasta Listahátíð í Reykjavík hafi gengið
nokkuð erfiðlega fjárhagslega, þá náðu mörg
dagskráratriði hennar vel til almennings, ekki
síst velheppnuð útiatriði. Vonandi tekst jafn vel
til að þessu leyti á þeirri Listahátíð sem nú er
hafin, svo tryggt verði, að slík kynning á
innlendri og erlendri listsköpun verði áfram
reglubundinn þáttur í borgarlífinu.
- ESJ.
skuggsjá
AlLVÖRU skoðanakannanir
GETA GEFIÐ VÍSBENDINGU UM AFSTÖÐU
FÓLKS TIL MÁLEFNA SAMTÍÐARINNAR.
Oftast heyrum við i fjölmiðlum minnst á skoðanakann-
anir um afstöðu fólks til stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna, en þeim er að sjálfsögðu beitt til þess
að gera sér mynd af skoðunum fólks til fjölmargra
annarra hluta.
Nýlega var í bandariskum blöðum skýrt frá nokkrum
niðurstöðum mjög athyglisverðrar könnunar, sem gerð
var í mörgum löndum samtímis til þess að fá afstöðu
fólks til ýmissa grundvallarþátta mannlegs lífs. Það var
Gallupstofnunin, sem samræmdi framkvæmd könnunar-
innar um heim allan, en sérstök stofnun sá um
framkvæmdina í hverju landi fyrir sig. Fullyrt hefur
verið, að þetta sé viðamesta félagsvisindalega
könnunin. sem eerð hafi verið í heiminum. ftarlegastar
upplýsingar liggja fyrir frá Bandarikjunum, Bretlandi
írlandi, Japan, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu
og Spáni, en í sumum tilvikum einnig niðurstöður frá
Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Hollandi og Suður-
Afríku. Könnuninni er reyndar hvergi nærri lokið enn,
þar sem eftir er að leita svara við ýmsum spurningum
i samtals 26 löndum.
í hverju landi fyrir sig var fundið úrtak, 1200 - 2000
manns eftir atvikum, með visindalegum hætti. Síðan
voru allir þeir, sem í úrtakinu lentu, heimsóttir og
beðnir um að svara tilteknum spurningum. Tók hvert
viðtal um það bil eina klukkustund.
Ástæðan fyrir þessari könnun er að sögn talsmanna
þeirra, sem að henni standa, sú skoðun margra, að
gildismat sé mjög misjafnt eftir löndum, og jafnframt
að verulegar breytingar hafi átt sér stað, og eigi sér stað,
á gildismati fólks. Slikar breytingar hljóti að hafa áhrif
á stefnu rikisstjórna sem og margvislegra samtaka og
stofnana.
■ Búlent Ecevit - stjórnmálamaður, pólitískur fanei
og skáld.
FORVITNILEG
kðnnnn um ólík
viðhorf þjóðanna
Spurningarnar fjölluðu meðal ann-
ARS UM AFSTÖÐU FÓLKS TIL TRÚMÁLA,
ÞJÓÐERNIS OG ATVINNU. Og svörin sýndu
verulega mismunandi afstöðu til þessara grundvallar-
þátta í daglegu lifi fólks eftir þjóðum.
Litum fyrst á nokkrar niðurstöður varðandi trúmál.
í fyrsta lagi var fólk spurt að því, hvort það teldi sig
sjálft trúað - hvort sem það færi til kirkju reglulega eða
ekki.
í ljós kom að ítalir töldu sig trúaðasta allra þjóða
(88%), og þar næst komu Bandarikjamenn(81%). Ef
nánar er litið á svör Bandaríkjamanna um trúmálin
kemur m.a. i ljós, að 95% Bandaríkjamanna telja að
Guð sé til, 2% eru trúleysingjar að eigin sögn, en 3%
dauðann, 84% að himnaríki sé til, og 67% töldu helviti
fyrirfinnast.
Svarendur voru beðnir að meta mikilvægi Guðs í lffi
sínu á skala frá 0 upp i 10. Þá kom i Ijós að af öllum
þjóðum og þjóðarbrotum telja svertingjar í Bandríkjun-
um Guð mikilvægastan í lífi sínu. Sem heild nam svar
þeirra 9.04 á skalanum. Næstir komu Bandaríkjamenn
af spænskum ættum (8.92), þá hvítir Suður-Afrikubúar
(8.55).
Skandinavar voru meðal þeirra, sem sögðu það skipta
minnstu máli í lífi sínu. Svíar töldu mikilvægi Guðs
þannig aðeins 3.99 á þessum skala, og Danir og Japanar
voru enn neðar. Þannig er þvi um mjög ólíkt mat að
ræða hjá einstökum þjóðum.
Spurt var ýmissa spurninga, sem snerta þjóðernistil-
finningu, og þar var einnig verulegur munur á svörum
eftir þjóðum. Um 80% Bandarikjamanna svöruðu því
til dæmis, að þeir væru „mjög stoltir“ af þvi að vera
borgarar í landi sinu, en aðrar þjóðir voru ekki eins
stoltar af þjóðemi sínu. Þannig svöruðu 66% Ira þessari
spurningú játandi, 55% Breta, og 30% Japana, en
einungis 21% - eða um fimmtungur - Vestur-Þjóðverja
sögðust vera „mjög stoltir“ af því að vera Þjóðverjar.
Spuming skyld þessu var, hvort viðkomandi myndi
berjast fyrir land sitt ef það lenti i styrjöld. Einnig þar
vom svör mjög á ólikan veg. I Bandaríkjunum sögðust
71% vera reiðubúin til þess að berjast fyrir
fósturjörðina, og næstir komu Bretar með 62%. En
aðeins 22% Japana svöruðu þessari spurningu jákvætt,
en 38% vom óákveðin. Athygli vekur, að á Ítalíu var
sá hópur langfjölmennastur, sem sagðist ekki myndi
berjast fyrir land sitt i styrjöld - 57%.
Flestir eyða mestum hluta ævi sinnar sem kunnugt er
á vinnustað, og þvi var m.a. spurt um, hvað skipti mestu
máli varaðandi atvinnuna. Tvennt var efst hjá flestum
þjóðum: annars vegar „góð laun“ og hins vegar
„ánægjulegir vinnufélagar". Japanir vom þar hins vegar
nokkuð sér á báti, þvi þeir töldu mikilvægast að fá starf
sem væri í samræmi við hæfileika hvers og eins. Sú krafa
var hins vegar aðeins i sjötta sæti hjá Bandaríkjamönn-
um, írum og Frökkum
Bandaríkjamenn vom stoltir af starfi sínu eins og
landinu. 84% sögðust vera „vemlega stoltir“ af starfi
sínu, en innan við 40% Japana svömðu þeirri spurningu
jákvætt, og aðeins 13% Frakka og 15% Vestur-Þjóð-
verja. Reyndar sögðu fjórir af hverjum tíu Vestur-Þjóð-
verja, að þeir væm lítið eða alls ekkert stoltir af starfi
sinu. Það virðist sem sagt ekki vera mikil ánægja á
vinnustöðum þar i landi.
s
^i^MSIR stjórnmálamenn fyrr og
SÍÐAR HAFA VERIÐ ÁGÆT SKÁLD.Sumir em
frægari en aðrir, svo sem Mao, Ho Chi Min og Leopold
S. Senghor. Aðra hefur minna verið minnst ásem skáld.
Einn þeirra, sem ort hefur allmikið af ljóðum, er
Búlent Ecevit, fyrmm forsætisráðherra Tyrklands. Þar
i landi er nú herforingjastjórn, og Ecevit hefur setið i
illræmdu fangelsi, Mamak, i höfuðborginni Ankara.
Ecevit hefur lengi fengist við ljóðagerð og sömuleiðis
þýðingar og þá ekki lagst á garðinn þar sem hann er
lægstur. Hann fæddist í Istanbul árið 1925, sonur læknis.
Móðir hans var þekktur málari i Tyrklandi. Hann vakti
á sér athygli meðal menntamanna aðeins 16 ára gamall,
þegar hann snéri ljóðasafni eftir Tagore úr bengölsku.
Á ámnum 1946-1950 stundaði hann nám í sanskrít
og listasögu í London, en var um leið starfsmaður við
tyrkneska sendiráðið. Hann þýddi ljóð eftir Ezra Pound
og Dylan Thomas úr ensku, og árið 1963 þýddi hann
sömuleiðis leikrit T.S. Eliots, Hanastélsveisluna.
Þótt Ecevit dreymdi í æsku um að verða skáld og
ryðja þar nýjar brautir, þá tóku stjórnmálin mestan tima
eftir að hann hóf stjómmálaafskipti á annað borð árið
1957, og hann skrifaði m.a. nokkrar bækur um
stjómmál. En árið 1976 kom loks ljóðasafn eftir hann
út og hlaut góðar viðtökur.
Ecevit hefur neitað að fallast á fyrirmæli herforingja-
stjómarinnar um að láta ekki skoðanir sinar i ljós í
viðtali við fréttamenn, og hann hefur setið í fangelsi
vegna viðtals, sem fréttamaður hollenska útvarpsins tók
við hann. Hann er hins vegar ekki eini pólitíski fanginn
í Tyrklandi, síður en svo. Þeir em fjölmargir tyrknesku
þjáningarbræður stjómmálafanga annarra landa og þeir
sjá sennilega ekki þann mun á svörtu og rauðu einræði,
sem ýmsir sjálfskipaðar lýðræðishetjur halda stundum
á lofti. Enda hlýtur frelsissvipting vegna skoðana alls
staðar að vera jafn óbærileg.
Elías Snæland fS
Jónsson
skrifar > v