Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 9 menn og málefni Skýr slufr amleiðsla er orðin að stóriðju ■ Stóriðja er mikið mál á vorum dögum og inn í þá umræðu alla vefjast vangaveltur um orkuöflun og dreifingu, fjármögnun, meng- un, byggðastefnu, mannafla, markaðshlutdeildir, áhugaaðila og guð má vita hvað, og alltaf er blessuð prósentan þungamiðjan í allri umfjölluninni, en hún ræður orðið lögum og lofum í allri stjómun og athafnalífi þjóðarinn- ar. Prósentan er orðin slik þunga- miðja f tali og gjörðum þeirra sem við stjómun fást, að til em menn sem varast orðið að nefna hana á nafn. Til dæmis Steingrímur Her- mannsson, ráðherra, sem er verk- fræðingur og kann að reikna, ber nú orðið aldrei prósentu sér i munn. Hann notar orðatiltækið „af hundraði", sem að visu gerir sama gagn, en hefur annan hljóm en hin yfirþyrmandi prósenta. Svona er hægt að læðast framhjá prósentunni, en maður losnar hvergi nærri við hana þótt hún sé kölluð „af hundraði". En þetta er viðleitni. En mál málanna er stóriðja, eða orkufrekur iðnaður, og er þá átt við að framleiða einhvers konar afurðir í verksmiðjum, sem nota mikið rafmagn. En af þvi er nóg á íslandi, þ.e.a.s. þegar búið er að virkja. En það er önnur stóriðja hér á landi, sem rekin er með fullum afköstum og er gríðarlega orkufrek og dýr í rekstri, en minni gaumur er gefinn en ál- og málm- bræðslum. Það er skýrslufram- leiðslan. Mannár og skýrslugerð Það er engum ætlandi sú dul að vita hve mörg mannár sú stóriðja gleypir né hver kostnaður er í raun af öllum þeim athugunum, funda- setum, ráðgjöf og samræmingum sem fram fara. Pappirsflóðið er svo yfirgengilegt að enginn mann- legur heiii nær nema broti af allri þeirri vitneskju sem þannig safnast upp. En allt hefur þetta einhvern tilgang, þótt ekki sé nema þann að veita mikla og góða atvinnu- og vonandi njóta hennar sem flestir. Það vakti nokkra athygli s.l. vetur þegar lögð var fram skýrsla um nefndir, ráð og starfshópa, sem unnið hafa eða vinna sérstök verkefni á vegum iðnaðarráðu- neytisins. Það ráðuneyti er kannski hvorki verra né betra en önnur hvað þessa stóriðju snertir, en önnur ráðuneyti hafa ekki lagt fram yfirlit um þetta efni, nema það sem þulið er upp i stóru bókinni um nefndir og ráð á vegum ríkisins. En sem sagt, að á vegum iðnaðarráðuneytisins eins hafa starfað 21 nefnd, ráð eða starfshóp- ur. 11 luku störfum fyrir áramótin 1980 og 20 voru enn að þegar skýrslan var gerð. Þar að auki fylgdi skrá yfir 62 einstaklinga og aðila sem störfuðu fyrir ráðherra, ráðuneytið eða nefndir á þess vegum að sérstökum verkefnum. Það var og er mikið mannval sem býr yfir yfirgripsmikilli mennt- un og þekkingu á aðskiljanlegustu sviðum sem situr i starfshópunum og vinnur að skýrslugerð i sérstök- um verkefnum. Allar heita nefnd- imar eitthvað og hafa afmarkað starfssvið og skila merkilegum doðröntum, því tilvera þeirra og greiðslur til starfshópanna byggist á þvi að árangri sé skilað. Hvad er gert í stofnunum? Ekkert er nema gott eitt um það að segja að viða sé leitað fanga um upplýsingar og álitsgerðir þegar leysa skal vandasöm verkefni. En utanaðkomandi aulabárður, sem ekki kann að reikna prósentu nema i þríliðu, fær ekki skilið af hverju stofnanir sem heyra beint undir iðnaðarráðuneytið geta ekki sinnt þeim verkefnum, sem leysa þarf án þess að leita út um allar þorpagrundir að einhverju öðru fólki til að vinna verkin, það eru þau verk sem skrifa skal skýrslur um. Þegar farið var á leit við Orku- stofnun að bora ofan i jörðina við Helguvík kom í ljós að sú stofnun heyrði undir iðnaðarráðuneytið. Hjá Orkustofnun starfar nokkur fjöldi manna, m.a. vísindamanna á nokkrum sviðum. Þar eru rikis- starfsmenn, sem eru verkfræðing- ar og jarðfræðingar. Einhverjir starfa þar, sem hafa hagfræði- eða viðskiptamenntun að baki, og sj álf- sagt eru þar sérfræðingar á mörg- um fleiri sviðum. Þarf að fara langt út fyrir þennan friða hóp til að koma upp starfshópum til að skila álitsgerðum, sem eru álika að ytra umfangi og Vídalinspostilla? í sjálfu iðnaðarráðuneytinu starfar einnig föngulegur hópur sérmenntaðra manna. Enn heyra undir ráðuneytið nokkrar stofnan- ir sem hafa á að skipa starfsliði með sérþekkingu. Þar má telja Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Iðnþróunarstofnun, rann- sóknarstofnanir iðnaðar og bygg- ingariðnaðar og sjálfsagt einhverj- ar fleiri sem minni brestur til að rekja. Þá má nefna að ráðuneytið hefur aðgang að Þjóðhagsstofnun, eins og fleiri, til að fá upplýsingar um hagfræðileg efni. Ráðgjöf með undirleik Þrátt fyrir allt það mannvit, sem er á launum í nefndum stofnunum til að athuga mál og semja skýrsl- ur, þarf að stofna 31 nefnd og starfshóp til að semja skýrslur fyrir eitt og sama ráðuneytið. Og þar að auki að sækja vit til 62 einstaklinga og „aðila“ til að sinna sérstökum verkefnum. Sú þekking sem þannig safnast kemur viða að notum. Einn þeirra einstaklinga, sem aðstoðað hefur iðnaðarráðherra með ráðgjöf um áliðju, hefur samið brag um Alu- suisse og viðskipti íslendinga við auðhringinn. Við braginn samdi hann lag og þegar Alþýðubanda- lagið efndi til einnar af baráttu- samkomum sínum, núna rétt fyr- ir sveitarstjórnarkosningarnar, var auglýst i Þjóðviljanum, að ráð- gjafinn mundi troða upp á samkom unni og syngja braginn og leika undir á harmóníku. Svona geta allaballar verið skemmtilegir þeg- ar vel liggur á þeim og sú menntun og fróðleikur, sem ráðgjafar ráð- herra í tilteknum málum afla sér, komið að góðum og skynsamleg- um notum. Lárétt gata og lóðréttur veggur En það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins. Það ráðu- neyti sem hér hefur verið gert að umtalsefni er að visu viðfrægt fyrir atorku við útgáfu skýrslna og liggur einkar vel við höggi, þar sem heimtuð var af þvi skýrsla um starfshópa o.s.frv. á þingi í vetur, og skýrslunni var samviskulega skilað. En víðar er þessi tegund stóriðju iðkuð en á vegum iðnaðar- ráðuneytisins. Hópar manna sitja við hér og hvar i þjóðfélaginu óg semja langar og ómerkilegar skýrslur um hin merkilegustu efni og öfugt, og hefur þetta viðgengist lengi. Mannlífsrýnirinn og skáldið Flosi Ólafsson á í fórum sinum bók, sem hann telur skemmtilegri, en nokkuð það ritmál sem honum hefur tekist að setja saman til þessa, og munu allir grínistar vilja þá Lilju kveðið hafa. En það var ekki á eins manns færi að setja saman álitsgerð og áætlun um göngugötu í Austurstræti hér um árið. Það var ekki færra en 17 manna hópefli sem fjallaði um þá hugmyndafræði sem liggur að baki þvi að leggja hellur yfir Lækjartorg og þess hluta Austurstrætis þar sem fólk fær að ganga óhult fyrir bílaumferð eftir hádegi. Sjálft verkið unnu að vísu karlar undir stjóm múrara, en til þess þarf ekki nema svolitla verklagni og nostur- semi. En bók hópeflisins um göngú- götuna er meistarastykki. Efni hennar skal ekki rakið hér, en geta má, að þar er að finna þann fróðleik, að þegar maður gengur á götu snúa iljar hans niður að láréttum fleti, svo fremi sem gatan sé lárétt, og þegar gengið er snertast iljar mannsins og lárétt gatan. Höfundar upplýsa einnig að lóðréttur húsveggur, sem ris upp af láréttri götu myndi 90 gráðu hom við götuna. Það er mikill styrkur fyrir borg- aryfirvöld og aðra þá sem við stjómun fást að hafa trausta ráð- gjöf að styðjast við þegar taka skal ákvarðanir um mikilsverðar fram- kvæmdir. Skipulagt aftur og enn á ný Þau tíðindi vom að berast að núverandi borgarráð Reykjavikur hafi lagt á hilluna allar ráðagerðir um byggð í Sogamýri og uppi á Laugarásnum og fleiru verður breytt í skipulagi sem búið er að gera. Það er smekksatriði hvar og hvemig menn vilja byggja. En hve mikilli vinnu skyldi vera kast- að á glæ með ákvörðunum sem þessum? Einhver fjöldi arkitekta og skipulagsfræðinga, verkfræð- inga og annarra hlýtur að vera búinn að starfa talsvert að undir- búningi skipulags þessara svæða. Að minnsta kosti er búið að birta myndir af hverfunum, sem teikn- uð hafa verið og líkön gerð. Húsbyggjendur vita að vinna arki- tekta er ekki beinlinis gefin. Varla starfa þeir fyrir ekki neitt hjá borginni. Allt það verk sem þarna hefur verið unnið hlýtur að vera ónýtt og nú þarf að fara að leggja mikið starf i að fara að skipuleggja einhvers staðar annars staðar, ef að likum lætur. Hvers á skattborg- arinn að gjalda að svona er farið með það fé sem kreist er út úr honum? Menn em að velta þvi fyrir sér þessa dagana hver sé herkostnaður Breta af leiðangrinum suður til Falklandseyja og hvort þeir hafi efni á þessu. Það er þeirra mál. En við ættum að líta okkur nær og spyrja hver sé okkar eigin her- kostnaður af vinnu sérfræðinga alls konar, sem aldrei kemur að neinu gagni. Það má svo sem demba á mann gömlum lummum um að visindin efli alla dáð, að mennt sé máttur og að þekkingin skaði engan. Ekkert af þessu skal dregið i efa, en hitt er jafnvist, að ekki sakar þótt eitthvað af bókvitinu verði i askanna látið. Nefndir, ráð, starfs- hópar og slímsetur á fundum, skaða kanjiski engan og skýrslur i bókaformi em ekki fyrir neinum nema þeim sem neyðast til að lesa þær. En þessi tilbúnaður og útgáfa er dýr, og er ekki greiddur með öðm en skattpeningum. Það em augljósir hagsmunir þeirra sem í nefndum starfa og sitja i starfs- hópum, að sífellt finnist fleiri og viðameiri verkefni, og stundum gæti maður freistast til að halda að til þess séu refimir skomir. Að nýta þekkingu Miklu fé er varið til að mennta fólk, og þegar út i atvinnulífið er komið krefst það fólk, sem mennt- unar nýtur, að þekking þess sé nýtt og að launagreiðslur hæfi þekking- unni. En hvað mikið af sérfræðinni og störfum þeirra sem yfir henni búa skyldi koma að raunvemleg- um notum? Það má skipa starfshóp til að athuga og skila þykkri skýrslu um hve mikil vinna sérfræðinga af ýmsu tagi fer i súginn. En stóriðjan verður að hafa sinn gang. Á meðan stjórnmálamenn láta telja sér trú um að það þurfi 17 manna fjölefli til að búa verk i hendur karla i gatnagerðinni, sem em snillingar i að leggja hellur og hlaða kanta úr höggnum steini, leikur pappirsflóðið lausum hala og peningar skattborgarans renna óhindrað um greipar kjörinna full- trúa til skýrsluframleiðenda. Stundum sýnist sem fram- kvæmdir skipti litlu máli, heldur kafnar allt í endalausri umræðu og umfjöllun um einstök mál. Um- sagnaraðilar em einn flöskuháls- inn, sem hamlar að hægt sé að hefja vinnu við gagnlegar fram- kvæmdir. Dæmi eru um að um- sagnaraðili hafi gleymt áætlun að stóm og mikilverðu verki, sem Alþingi var búið að samþykkja að hefja, niðri i skúffu hjá sér sumar- langt með þeim afleiðingum að bygging stórhýsisins tafðist árlangt. Skýrslur i bókaformi um verk- smiðju i Reyðarfirði, sem samdar höfðu verið af fjölda nefnda, og kallaðar voru vönduð vinnubrögð, voru svo gloppóttar þegar betur var að gáð, að fámenn þingnenfnd varð að breyta áætlununum síð- degis rétt fyrir þinglok til að málið dagaði ekki uppi i vandræðagangi. Allar álitsgerðir um Kröfluvirkj- un skila 6-8 megatonnum af raf- orku. Skipulag i Reykjavík er unnið upp aftur og aftur og húsnæðis- skorturinn ávallt hinn sami. Hvað skyldi vera búið að teikna mörg hús fyrir Seðlabankann hing- að og þangað um miðborgina. En Seðlabankinn á sina peninga sjálf- ur og ræður liklega hvemig hann ver þeim. En það hlýtur að vera mikil og góð atvinna að hanna seðla-bankabyggingar. Ljósi punkturinn er ráðgjafinn um áliðju sem samdi lag og brag um Alusuisse og þenur nikkuna hjá allaböllum. Þar kom þekkingin að notum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.