Tíminn - 06.06.1982, Síða 15
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
15
■ Kveikjan, upprunalega sagan,
hljóðar eitthvað á þessa leið: Einhvers
staðar i Japan er gamall maður sem
hefur þann starfa að sópa hallargarð
kóngsins. Á hverjum degi sér hann
unaðsfagra prinsessu ganga hjá eins og
i öðrum heimi. Gamli maðurinn verður
óforbetranlega ástfanginn. Ást hans
kemst upp og illa innrætt fólk gerir sér
það að leik að hæðast að honum, honum
er sagt að hvenær sem silkitromman er
sleginn megi hann snerta kóngsdótturina
sína.
Þetta er einföld og stutt saga, ekki
nema tvær-þrjár blaðsiður í bók, og er
upprunnin úr hinu japanska no-leikhúsi.
Og þessi saga er nú orðin kveikjan að
fátiðri uppákomu, islenskri óperu,
þeirri annarri í röðinni fyrr og siðar.
Höfundar hennar e'ru þeir Atli Heimir
Sveinsson og Örnólfur Árnason og
óperan heitir Silkitromman. En i
meðförum þeirra hefur sagan tekið
stakkaskiptum, japanskir kóngar,
prinsessur og hallir eru víðs fjarri,
frumsagan er vart þekkjanleg, nema
kannski sálfræði hennar og inntak, þetta
er eins konar hvenær-sem-er- og
hvar-sem-er saga, ein af þeim sögum
sem ekki eldast. Segir Atli Heimir
Sveinsson.
Ópera þeirra Atla Heimis og Örnólfs
gerist i alþjóðlegri tískuveröld nútím-
■ Silkitromman: Sigurður Bjömsson, Kristinn Sigmundsson og Jón Sigurbjömsson berja sjálfa Siikitrommuna.
Allir þættir alls-
herjarleikhússins
— Silkitromma Atla Heimis Sveinssonar
og Örnólfs Árnasonar
ans, nánar tiltekið i tiskuhúsi, þar sem
æska og æskuljómi ganga kaupum og
sölum og þar sem fegurðin og mannleg
verðmæti eru afskræmd í þágu
peninganna. Hallargarðssóparinn er nú
gamall gluggapússari (Guðmundur
Jónsson) og prinsessan er orðin að ungri
tiskusýningarstúlku. Hann fellir hugi til
hennar, elskar hana i meinum. Þeirra
heimar liggja auðvitað hvergi saman, og
auk þess er stúlkan i meira lagi ráðvillt
og tvöföld i roðinu, en tvöfeldni hennar
undirstrika Ólöf Kolbrún Harðardóttir
söngkona og Helena Jóhannesdóttir
ballettdansari sem fara með hlutverk
hennar samtimis. En þrátt fyrir það lifir
gamli maðurinn fyrir stúlkuna og
sérhverjum vinnudegi hans lýkur með
þvi að hann pússar þann búðarglugga
sem gefur honum færi á að lita sina
heittelskuðu. Hann skrifar henni bréf,
sem valdsmenn i tísku- og glysheimi
stúlkunnar henda gaman að, allir telja
þeir sig eiga eignarrétt á stúlkunni -
Ungi maðurinn sem „á allar piurnar"
(Kristinn Sigmundsson), Fini maðurinn
sem „á nokkur fyrirtæki" (Jón
Sigurbjörnsson) og Konan sem á
kjólabúð (Rut Magnússon). En þar
kemur loks að gamanið fer að káma, ást
gamla mannsins hættir að vera fyndin og
fulltrúar tískuheimsins ákveða að veita
honum ærlega ráðningu.
í hugleiðingum um Silkitrommuna
skýrir Atli Heimir Sveinsson hvers
vegna þessi saga varð fyrir valinu:
„Margir hallmæla óperuforminu, ekki
hvað sist tónskáld.
Ástæðan er augljós: á sviðinu syngur
fólk í stað þess að tala, býður hvert öðru
góðan daginn, í löngum tersettum með
kórum og voldugu hljómsveitarspili,
o.s.frv. En samt heillar óperan marga.
flest tónskáld sem ég þekki eru á
höttunum eftir góðu óperuefni og það
er vandfundið. Ég þykist heppinn að
hafa fundið söguna um Silkitrommuna.
Sú saga er eins og allar góðar sögur,
óháð tíma og rúmi. Hún er gömul -
japönsk, en getur gerst hvenær sem er
og hvar sem er. Hún er líka margræð,
en samt er hún skýr. Það má leggja i
hana ýmsan skilning, sálfræðilegan,
mannlegan - hvað sem er. Kannski er
hún dæmisaga eða raunveruleiki,
kannski má draga af henni nokkurn
lærdóm og kannski veitir hún mönnum
skemmtun. Hún hæfir vel óperuforminu,
því í henni má flétta saman marga þætti
leikhússins. Leikhús er fleira en hið
talaða orð og ópera er annað og meira
en syrpa af vinsældum lögum. í óperunni
fléttast saman söngur, hljómsveitarleik-
ur. dans, sviðsetning, leikmynd, texti,
boðskapur og margt fleira. allir þættir
þess, sem mynda allsherjarleikhús."
Textahöfundurinn Örnólfur sagðist
hafa lítið sem ekkert vit á tónlist - þeir
Atli Heimir hafi mæst í áhuga sinum á
allsherjarleikhúsi eða tótal-leikhúsi,
leikhúsi sem reynir að notfæra sér og
sameina hina aðskiljanlegustu tjáning-
armiðla. Og þetta er það sem kannski
kemur til með að vekja mesta athygli við
Silkitrommuna, hinir ólíku þættir sem er
fléttað saman i eina heild - auðvitað
söngur og hljóðfærasláttur og list
orðsins, dans, látbragðsleikur, látbragð
og fas úr tískuheiminum, myndlist
sviðsmyndarinnar, búningar, og svo
tæknin - skuggamyndir, kvikmyndir og
tónlist af segulbandi.
Stjórnandinn, Gilbert Levine, tók til
máls á blaðamannafundi sem var
haldinn um Silkitrommuna á sjálfu sviði
Þjóðleikhússins. Hann sagði að sér þætti
verkið athyglisvert og furðu flókið.
Áhorfandanum gæti sýnst óperan
einföld og slétt og felld, en i raun væri
það mjög flókið að allri gerð, bæði
tónlistin og sviðsetningin. Hin leikræna
hlið verksins væri mjög sérstök og sér
þætti i raun ótrúlegt að allt væri að taka
á sig heillega mynd nú eftir æðibunugang
síðustu vikna. Levine sagði ennfremur
að hlutverk Guðmundar Jónssonar væri
eitthvert hið allra erfiðasta sem hægt
væri að leggja á bassa-baritónsöngvara
og taldi að helst væri hægt að bera það
saman við hlutverk Woyzecks í
samnefndri óperu Albans Berg. Þess má
geta að Guðmundur tekur á sig mynd
heils karlakórs í Silkitrommunni, Atli
Heimir hefur tekið þann kostinn að nota
tónbönd til að lýsa inn í hugarheim
persónanna og þar syngur Guðmundur
meðal annars á móti sjálfum sér á
segulbandi - sextánföldum!
Hljóðfæraskipanin er eftir þessu -
talsvert óvenjuleg. Hljómsveitin er
skipuð 22 hljóðfæralcikurum sem allir
eru einleikarar og þar eru blásturs- og
ásláttarhljóðfæri mjög áberandi.
„Sigurjón leysti vandann," sagði
Sveinn Einarsson leikstjóri á blaða-
mannafundinum og átti þar við að
leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar hefði
leyst ýmis vandamál í sviðsetningunni.
Það sem helst vekur athygli við
leikmyndina er að yfir sviðinu gnæfa
þrjú stóreflis herðatré, sem minna
óneitanlega á krossana þrjá á Golgata-
hæð, hvort sem það hefur einhverja
táknræna merkingu eða ekki.
Það er Helga Björnsson tískuhönnuð-
ur sem hefur hannað búningana í
Silkitrommunni. Helga hefur verið
starfandi í París síðustu ellefu árin, við
frægt tískuhús Louis Ferauds, og hefur
ekki áður starfað í leikhúsi. En aftur á
móti þekkir hún tískuna og tiskuheiminn
af eigin raun og er þvi á heimavelli í
þessu verki ef svo má segja. Einhver
japönsk einkenni má greina í búningum
Helgu, en það mun frekar stafa af því
að nú er japanska linan í tisku í Paris
en japönskum uppruna sögunnar.
Búningarnir eru býsna skrautlegir og
framúrstefnulegir - „Nína Hagen mundi
passa vel inn i partiið," varð einhverjum
að orði.
Alls munu það vera um þrjátíu og
fimm manns sem taka þátt i sýningunni
á Silkitrommunni, sex einsöngvarar,
tuttugu og tveir hljóðfæraleikarar auk
dansara og tískusýningarfólks.
Silkitromman verður leikin og sungin
við opnun Listahátíðar þann 5ta júní,
en alls verða sýningarnar þrjár meðan á
hátiðinni stendur.
Hugsað
um
Evrópuna
- í Nýlistasafninu
■ Nýlistasafnið tekur þátt i
Listahátið eins og aðrir og
sýnir verk eftir tiu svonefnda
„samtimalistamenn" frá fimm
þjóðlöndum. Sýningin er
skipulögð af sikileyska list-
fræðingnum Demetrio Papar-
oni, ásamt Nýlistasafninu, en
Paparoni þessi hefur undir
sinum verndarvæng fjöl-
marga unga myndlistarmenn
sem allir þykja mála i anda
hinnar „nýju málaralistar"
sem svo hefur verið kölluð, en
ekki kunnum við að skilgreina
það. Sagt er að mikið hafi verið
fjallað um verk þessara
listamanna i vestrænum
fjölmiðlum undanfarin 2 ár.
Flestir eiga stuttan ferii að
baki en sumir þegar orðnir
heimsfrægir. Þeir eru John
Van’t Slot, Milan Kunc, Peter
Angerman, Bernd Zinyner,
Helmut Middendorf, Mario
Merz, Mimmo Paladino, Kö-
berling, Martin Disler og „our
own” Helgi Þorgils Fríðjóns-
son. Sýningin verður opin
5.-20. júni klukkan 16-22
daglega en 14-22 um helgar.
Lítið inn... Sýningin heitir
„Thinking of the Europe".
■ Boris ChrístofT
Bassi í
Laugar
dalshöll
■ Pavarotti kom fyrír tveim-
ur árum og nú Borís Christoff.
Hann er bassasöngvari frá
Búlgaríu, fæddur áríð 1919, og
starfaði um tima sem lögf ræð-
ingur áður en hann snerí sér
að sönglistinni. Hann lærði
hjá Stracciari á ítaliu 1941 og
siðar i Salzburg, en kom fyrst
fram i Róm árið 1946. Árið
eftir birtist hann á La Scala.
Siðan hefur hann sungið um
allan heim og hvarvetna við
óhemju góðar undirtektir; ber
hæst ber túlkun hans á Borís
Godunov i samnefndri óperu.
Hann er frægur fyrir persónu-
töfra sina og leikhæfni, þykir
mjög dramatiskur og sterkur á
sviði og er viðurkenndur sem
einn af öndvegis óperusöng-
vurum okkar tima. Hann er
einnig frægur konsertsöng-
vari, og hér tekst hans á við
Beethoven, Mozart, Verdi,
Glinka, Tjækovskij og Múss-
orgskij. Tónleikarnir verða i
Laugardalshöll 20. júni kl. 17
og leikur Sinfóniuhljómsveit
íslands undir, stjórnandi er
Gilbert Levine.
SAMANTEKT: DL.LUGI JÖKULSSON OG EGILL HELGASON