Tíminn - 06.06.1982, Side 18
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
18 \Wfasnm
Iistahátíð í Reykjavík 5.-20. júní ’82
KONUR
OG
DÝR
málarinn Walesse Ting
í Listasafni Islands
n f salarkynnum Listasafns fslands í
húsi f’jóöminjasafnsins verður á Lista-
hátíð uppihangandi sýning á verkum
kinverska málarans Walasse Ting sem
er búsettur í New York. Walasse Ting
fæddist i Shanghai árið 1929, en yfirgaf
heimaland sitt á tvitugsaldri og hélt til
Parísar að nema list. Síðan hefur hann
haldið til á vesturlöndum, í París og New
York, og haldið fjölmargar sýningar og
er sagt um myndlist hans að hún byggi
á kínverskum grunni, en sé undir
sterkum vestrænum áhrifum. í fyrstu
myndum sinum hneigðist Ting til
afstrakt-málverks, en sneri sér siðan að
svokölluðum figúrativisma og hefur
þróað með sér ákaflega sérstæðan stil.
Auk þess að mála hefur Ting lagt
gjörva hönd á ýmislegt annað, leik-
stjórn, kennslu og fyrirlestrahald svo
fátt eitt sé nefnt. Aukin heldur hefur
hann útbúið nokkrar ljóðabækur og
mun þeirra þekktust „Rauður rnunnur",
sem hefur að geyma hvorki meira né
minna en 428 málverkaeftirprentanir og
33 svarthvitar teikningar. Walasse
Ting hlaut Guggenheim verðlaunin
fyrir teiknum árið 1970.
Á sýningu Listasafnsins verða um 60
málverk eftir Ting, öll ný af nálinni,
máluð á síðustu tveimur árum. Petta eru
akrýl- og vatnslitamyndir sem eru
fmálaðar á kínverskan pappir og sýna
glöggf þann samruna austurs og vesturs
sem á sér stað i myndheimi Tings.
Myndirnar eru bæði litlar og stórar, þær
stærstu næstum tveir metrar á hæð eða
breidd, og á flestum myndunum eru
mótívin konur með kínversku yfirbragði
í bland við „dýr merkurinnar“, ketti,
hesta og hunda, enda er Ting talinn
meðal mestu spámanna fígúrativismans
nú á dögum. Heimssýn Tings er mjög
fersk og litrik, litirnir eru sterkir, mest
ber á rauðu, grænu og bláu, og ást hans
á sköpulagi og þokka kvenkynsins fer
hvergi á milli mála.
Sýningin verður opnuð laugardaginn
5ta júni klukkan 15.00 og er opin frá
klukkan 13.30-22.00 daglega meðan
listahátíð stendur. Verk Tings munu
siðan prýða Listasafnið eitthvað fram í
júlimánuð.
■ Human League-flokkurinn heldur
tvenna tónleika i Laugardalshöll.
Tíu
metra
loft-
hæð
Skilyrði „Human
Leagne” fyrir
tónleikahaldi
■ Jæja, ekki fengum við Rolling Stones
i þetta sinn. Hvemig væri nú að listahát.
færi að drífa i að fá strákana hingað- til
dæmis áður en Jagger ieggst í kör?
Hafiði það bak við eyrað.
En poppáhugamenn þurfa ekki að
svelta samt. Hingað kemur hljómsveitin
Human League frá Bretlandi og heldur
tvenna hljómleika i Laugardalshöll,
11. og 12. júní og hefjast báðir klukkan
21.
Human League mætti kalla afar
dæmigerða fyrir a.m.k. hluta popptón-
listar heimsins i dag, nýrómantískt
tölvupopp - þýuðir það eitthvað? En
hljómsveitin er altént gasalega vinsæl og
lag hennar „Donf You Want Me,
Baby?“ var til að mynda valið besta lag
síðasta árs i vinsældavali Nútimans
fyrir skömmu. Hljómsveitina skipa sex
menn, þar af 2 söngkonur, og þykir hún
sérstaklega lífleg og skemmtileg á sviði.
Krafðist hljómsveitin þess m.a. af
Listahátið að minnst tiu metra lofthæð
væri þar sem hún kæmi fram. Það má
því búast við að sitthvað gangi á.. Þess
má geta að sviðsbúnaður hljómsveitar-
innar vegur alls um tólf tonn, ekki er
það litið.
Hvort sem menn hneigjast fyrir
nýrómantískt tölvupopp eður ei, þá er
engin ástæða til þess að láta einn besta
fulltrúa þessarar tónlistarstefnu fram
hjá sér fara, poppunnendur.
yyFliigmenniniir”
Ovenjuleg
leiksýning
frá
Frans
—o
Og margt,
margt fleira • •
■ Engin leið er að kynna ýtarlega
allt það sem á boðstólum verður á
þessarí sjöundu Listahátið. Hér að
neðan verður stiklað á stóru.
Sýning á verkum Kjarvals
Á Kjarvalsstödum verdur, aldrei
þessu vant, sýning á verkum
Jóhannesar Kjarvals, en hana hefur
Gylfi Gislason, myndlistarmaður,
sett upp. Alls eiga Kjarvaisstaðir 121
verk eftir listamanninn en á þossari
sýningu verður einkum gerð tilraun
til að rekja feril hans i máli og
myndum.
Sýningin er opin 4.-20. júni frá kl.
14-22 daglega.
Hönnun '82
í vestursal Kjarvalsstaða verður
sýnt úrval nýrra islenskra húsgagna
og listiðnaðarverka, og er tilgangur-
inn með sýningunni að leiða saman
framleiðendur og listainenn - vekja
landsmenn til umhugsunar um stöðu
iðnhönnunar og hverja til frekar
átaks og samvinnu i þeim efnum.
Sýninguna halda Kjarvalsstaðir i
samvinnu við svonefnda „stjórnar-
nefnd markaðsátaks i þágu húsgagn-
aiðnaðar" og taka 10 isl. iðnfyrirtæki
þátt i sýningunni og 25 listiðnaðarm-
enn. Guðni Pálsson, arkitekt, setti
sýninguna upp en hún verður opðin
4.-20. júni frá kl. 14-22 daglega.
Granithöggmyndir i Norr-
æna húsi
John Rud heitir maður, sjálflasrður
myndhöggvari. Hann vinnur högg-
myndir sinar i stein og er sórlega
hrifinn af grjóti sem hann finnur i
fjörunni, tala ekki um grjót frá isöld.
„Ég skynja að óg hef lokið við að
höggva steininn til þegar ég get lagt
hann aftur á ströndina hjá hinum, án
þess að samrasmið raskist."
Rud hofur dvalist hér á landi og
hyggst vinna hér i sumar en á
Listahátið sýnlr hann verk sin i
Norrama húsinu og var hún opnuð 1.
júni og stendur til 20. júni, en fram i
ágúst utanhúss. Föstudaginn 11. júni
kl. 17 mun Rud kynna verk sin og
vinnuaðferðlr sinar tveimur dögum
siðar, 13. júni, einnig kl. 17.
Ljósmyndir Ken Reynolds
í kjallara Norræna hússins verður
sýning á ljósmyndum Bretans Ken
Reynolds. Hann hefur búið viða á
Bretlandi og fengist við hitt og þetta,
einkum myndlist og tónlist, en 1980
sneri hann sér að ljósmyndun. Hann
hefur viða haldið sýningar, en sýning
hans f Norræna húsinu verður opin
5.-20. Júni mUli ki. 14 og 19 daglega.
Smælki '82
Nú er iokið endurbótum á Gallerí
Langbrók á Bemhöftstorfu og hefur
i tilefni Listahátiðar veríð sett þar upp
sýning á smámyndum eftir 14
lístamenn. Verkin eru úr ýmsum
efnum: taui; saumi; vefnaði; grafik;
skúlptúr; keramik, en myndlistarm-
ennirnir sem sýna eru Ásrún
Kristjánsdóttir, Elisabet Haraldsdótt-
ir, Eva Vilholmsdóttir, Guðný Magn-
úsdóttir, Guðrún Auðunsdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Guðrún Marínós-
dóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Kolbrún
Björgúlfsdóttir, Ragna Róbertsdóttir,
Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðmunds-
dóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir og
Þorbjörg Þórðardóttir.
Sýningin verður opnuð 5. júni, en
lýkur þann 27. og opið er kl. 12 til 18
virka daga en 14 til 16 um helgar.
Náttúruform i Ásmundar-
sal
Þessi sýning er sögð byggð á
niðurstöðum „þverfaglegra" rann-
sókna i þýskura háskólum, en hingað
kemur hún á vegum Arkitektafélags
íslands. Eins og nafnið bendir til
fjallar hún einkum um ýmisbygging-
arform náttúrunnar, jafn lifræn sem
ólifræn. Nefna má egg, kóngulóarv*
efi, krístalla og sápukúlur, og einnig
er fjallað um tilrauoir raanna til að
likja eftirþessum formum. Má geta
„tjaldsins" yfir ólympiuleikvangin-
ura i Miinchen iþvi sambandi.
Sýningin verður opln 12.-20. júni kl.
14-22.
Leirlist i Listmunahúsi
Þetta er fyrsta sýning Leirlistafél-
' agsins sera stofnað var i Rvfk fyrir
rúmu árí. Sýningunni er ætlað að
gefa hugmynd ura fjöibreytni og
grósku innan félagsins en 11
félagsmenn opinbera verk sin
i Listraunahúsinu: Borghildur Óskars-
dóttir, Edda Óskarsdóttir, Elisabet
Haraldsdóttir, Gestur Þorgrirasson,
Guðný Magnúsdóttir, Haukur Dór,
Jóna Guðvarðardóttir, Jónina Guðn-
adóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir,
Sigrún Guðjónsdóttir og Steinunn
Marteinsdóttir, en gestur sýningar-
innar er Daninn Peter Tyberg.
Sýningin verður opin 5.-27.
júnilO-18 virka daga, 14-18 um
helgar, en lokað er á mánudögum.
Trúðleikarínn Ruben
Trúðurínn Ruben frá Sviþjóð
heldur tvær sýningar i Norræna
húsinu, ath. auglýsingar. Hann er
kunnur trúður, einkum á Norðurlönd-
um en kemur hingað beint frá
alþjóðlegu sirkustrúðamóti i Moskvu
og fer héðan til Kanada á svipað mót.
Hann hefur vakið athygli fyrir
að tengja vel saman ýmis ólik
tjáningarform, svipbrigði, látbragðs-
leik, akróbatik, tónlist o.fl. o.fl.
Visnasöngvarinn Adolph-
son
Visnasöngvarinn Olle Adophson
frá Sviþjóð kemur hingað og
heldur tónleika á Listahátið, verða
þeir auglýstir síðar. Hann er fæddur
i Stokkhólrai '34 og hefur saraið
fjöldann allan aí lögum við eigin texta
og annarra, auk þess sem hann er
ljóðskáld og rithöfundur. Hann átti,
ásamt Sven Bertil Taube, mikinn þátt
i að auka áhuga manna á visnatónlist
og er meðal kunnustu vfsnasöngvara
á Norðurlöndum.
Úr aldaannál i Gamla biói
I tilefni hátiðarinnar kemur Litii
leikklúbburinn frá Ísafírði suður og
sýnir Ór aldaannál eftir BöðvarGuðm-
undsson i Gamla biói þriðjudaginn 8.
júni kL 20. Leikrítið er skrifað
sérstaklega fyrir klúbbinn og þó
byggt sé á söguiegum forsendum á
leikurinn sér engan tima i sjálfum
sér. Kári Halldór leíkstýrði og gerði
lelkmynd. Leikur þessi hefur vakið
nokkra athygli, svo sem titt er um
leikrit Böðvars Guðmundssonar, og
margir án efa forvitnir að sjá hann.
London Sinfonietta
Þett er kammersveit sem stofnuð
var árið 1968 og hefur fylgst þeirri
stefnu að flytja samtimatónlist og étt
náið samstarf við mörg fremstu
tónskáld heimsins. The London
Sinfonietta hefur frumflutt meira en
100 verk og vorumörg þeirra samin
skv. sérstakrí beiðni hljómsveitarínn-
. ar. í samræmi við þessa hefð sina
mun sveitin f rumflytja verk Jonathan
Lloyds, „Little Sweet", á Listahátið-
inni hér.
Auk 20. aldar verka flytur The
London Sinfonietta einnig eldri verk
eins og sjá má af efnisskránni, þar er
að finna verk eftir J.S. Bach, auk
verka Lloyds, Stravinskis, Ligetis og
Bríttens. Hljómsveitin hefur ekki
einskorðað sig við Bretlandseyjar
einar heldur hefur hún komið fram á
tónlistarhátiðum víða um heim. Til
heimsóknarinnar hingað nýtur TLS
höfðinglegs fjárhagsstuðning The
British Council.
Tónlelkar verða i Gamia biói
föstudaginn 18. júni kl. 20.30
Barnadagskrá
Meðan á Listahátið stendur verða
sérstakar Barnadagskrár i Norræna
húsinu með reglulegu mlllibili, sjá
auglýsingar. Ýmislegt verður til
gaman gert. Jens Mattiasson frá
Sviþjóð hefur föndurvinnustofu, og
trúðurinn Ruben skommtir og
stendur auk þess fyrir „sirkusskóla".
Fá bömin þar tækifærí til að taka sjálf
þátt i undirbúningi og gangi
sirkusins.
- - ij tók saman'