Tíminn - 06.06.1982, Page 19
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
19
Listahátíð í Reykjavík 5.-20. júrd '82
■ Næstkomandi mánudag, 7. júni, og
kl. 21 verða í Háskólabíói tónleikar
Sinfóniuhljómsveitar íslands þar sem
Gidon Kremer og Oleg Maisenberg
munu leika á fiðlti1' óg píanó. Á
efnisskránni eru verk éfflr Schubert,
Brahms, Webern óg Beethoven.
Gidon Kremer er fæddur i Riga og
■ Kremer
Spilamenn
frá útlöndum
Gidon Kremer, Maisenberg og Kocsis
þykir nú einhv^r besti fiðluleikari heims.
Hefur hann enda sigrað í nokkrum
mikilsháttar tónlistarsamkeppnum og
starfað með mörgum þekktustu hljóm-
sveitarstjórum í víðri veröld. Nægir að
nefna Abbado, Bernstein, Giulini,
Herbert v.f Karajan, Kondrashin og
André Previn. Oleg Maisenberg er
fæddur i Ódessa 1945 og hefur unnið til
margra verðlauna fyrir píanóleik sinn,
enda hefur hann starfað um allan heimf.
Hann er nú einleikari við Filharmóníu-
sveit Moskvuborgar en kemur oft fram
á alþjóðlegum listahátiðum og þá
gjaman með Gidon Kremer.
Annar útlendur hljóðfæraleikari sem
sækir okkur heim er hinn virti ungverski
píanóleikari Zoltán Kocsis en hann er
óðum að skipa sér sess meðal fremstu
píanóleikara á verkum eftir Beethoven
1970. Hann gegnir prófessorsstöðu við
„Ferenc Liszt“ Tónlistarháskólann í
fæðingarborg sinni. Kocsis hefur leikið
viða um heim og hvarvetna verið vel
tekið. Hér á íslandi leikurhann eftirtalin
verk á tónleikum i Háskólabíó þann 16.
júní kl. 21.3 af 7 verkum fyrir pianó ópus
11 eftir Zoltán Kodály, Sedrustrén í
Villa déste og Gosbrunnarnir í Villa
déste eftir Liszt, Atriði blómastúlkunn-
ar og lokaatriði Parsifals eftir þá Kocsis
og Wagner (!), Polonaise Phantasie
ópus 61 eftir Chopin og loks 12 valsa
eftir Chopin.
Lika list á Akureyri
■ Akureyringar eiga lika sína listahát-
íð, þó í smáu sé. Þar nefnist hún
Vorvaka og hefur reyndar staðið siðan
27da maí, en þá var hún sett á
Ráðhústorginu. En Vorvöku þeirra
norðanmanna lýkur ekki fyrr en 19da
júní, svo enn á ýmisleg menning eftir að
reka á fjörur þeirra, bæði útlensk og
heimatilbúin.
Hinn 6ta júní verða tónleikar i
Skemmunni og þar flytur Passíukórinn
African Sanctus, nýstárlegt messutón-
verk eftir breska tónskáldið David
Fanshawe, þar sem renna saman í eitt
svo ólikir straumar sem afrisk
þjóðtónlist, latneskur tiðasöngur, djass,
popp, rokk og klassisk nútíatónlist.
Undirleikurinn er fluttur af segulbond-
um, slagverkssveit og hljómsveit með
rafmögnuð hljóðfæri. Passiukórinn mun
verafyrstur kóra í EvrópuutanEnglands
til að flytja þetta verk á tónleikum.
Stjórnandi er Roar Kvam. Passíukórinn
mun einnig flytja African Sanctus á
tónleikum i Gamla bíói í Reykjavík
13da júní.
Af Listahátíð í Reykjavík koma til
Akureyrar frönsku látbragðsleikararnir
Farid Chopel og Ged Marlon með
sýningu sina Flugmennirnir. Hún verður
í Samkomuhúsinu 7da júní. Einnig
munu tveir Svíar gista Akureyri -
visnasöngvarinn Olle Adolphson sem
heldur tónleika á Hótel Kea 9da júni og
trúðurinn Ruben sem hefur sýningu í
Samkomuhúsinu 13dajúní. Daginn eftir
setur Ruben svo trúðaskóla sinn á
laggimar í sal Gagnfræðaskólans.
Vorvökunni á Akureyri lýkur svo 19da
júní á tónleikum bresku kammersveitar-
innar The London Sinfonietta.
Myndlistin situr heldur ekki á
hakanum á Akureyri þetta vorið. í
Myndlistarskólanum stendur yfir sýning
á ljósmyndum breska ljósmyndarans
Ken Reynolds. Hinn llta júní verður
opnuð í Skemmunni sýning á vegum
Félags íslenskra myndlistarmanna og
daginn eftir opna þau Sigríður
Jóhannesdóttir og Leifur Breiðfjörð
veflistarsýningu í Hússtjórnarskólanum.
Leifur kemur reyndar víða við, því sama
■ Kammersveit Listahátiðar hefur ver-
ið mynduð, hún ætlar að halda tónleika
í Háskólabiói sunnudaginn 13. júní og
hefjast klukkan 15. Sveitina mynda 35
hljóðfæraleikarar, flestir fremur ungir
að árum, en stjórnandi verður Guð-
mundur Emilsson.
Guðmundur Emilsson fæddist í Rvik
1951, lauk tónmenntakennaraprófi frá
Tónlistarskólanum i Reykjavik 1971,
nam kórstjórn hjá Dr. Róbert A.
Ottóssyni, en tónsmíðar, píanóleik og
almennar tónlistargreinar hjá Þorkatli
sigurbjörnssyni. Guðmundur hóf fram-
haldsnám 1973 í Eastham School of
Music í rochester, New York, og
þaðan lauk hann Bachelor of Music
prófi 1975 og Master of Music prófi
fjórum árum síðar. Aðalkennari hans í
kór-og hljómsveitarstjórn var Robert
DeCormier. Guðmundur hóf siðan nám
að doktorsprófi í hljómsveitarstjórn við
Indiana university i Bloomington 1979
en kennarar hans þar hafa verið Bryan,
Balkwill, Thomas Baldner og Dr.
dag, 12ta júni, opnar hann sýningu á
steindum glermyndum í Amtsbókasafn-
inu. Og enn mega augu Akureyringa
gleðjast þennan dag, því þá opnar lika
þriðja sýningin á leirmunum eftir þau
Sigrúnu Guðjónsdóttur og Gest
Þorgrímsson að Klettagerði 6.
Margareth Hillis. Hann var skipaður
aðstoðarkennari i í kór-og hljómsveitar-
stjórn við háskólann haustið 1979 og
stjórnandi við The New Music Ensem-
ble síðastliðið haust.
Á efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói
verða eftirtalin verk: Ad Astra eftir
Þorstein Hauksson (f. 1949), Sinfonia
Concertante fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir
Wolfgang Amadeus Mozart, Duo
Concertino fyrir klarinett og fagott eftir
Richard Strauss og loks Variaciones
Concertantes fyrir kammersveit eftir
Alberto Ginastera. Einleikarar verða
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdi-
marsdóttir (Mozart) og Sigurður I.
Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson
(Strauss).
Þess má geta að verk Þprsteins
Haukssonar, Ad Astra, verður frumflutt
á þessum tónleikum en Þorsteinn
st'undar nú nám til doktorsprófs í tónlist
við tónlistarháskólann í Stanford,
Kaliforníu.
Kammersveit
listahátíðar
leikur í Háskólabíó 13. júní
Kapalkerfi 980 kr
Veist þú að / kapalkerfunum hjá okkur er meða/verð á ibúð 980 kr.
Veist þú að kapalkerfin hjá okkur eru hönnuð eftir dönskum
gæðastaðli fhér á landi er enginn slíkur gæðastaðall i gildi)
Veist þú að kapalkerfin eru framtiðin
Veist þú að hjá okkur vinna fagmenn verkin
Veist þú að efnið sem við notum er frá Wisi
m
I III llllljllljllljlIIIIIIiljB
SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HE
Sími 91-39090 - 39091
insý/v
Sími 91-24474 - 40937