Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 22

Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 22
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 á bókamarkaði 1R0ZEI Ronald Firbank Valmoutli jrklOlltcrNovck Slawomir Mrozck: Striptease, Tango, Vatzlav Grove Press Inc. 1981 ■ Pólverjar hafa á öldinni öðlast mikla frægð fyrir leikhús og hér hafa Banda- rikjamenn tekið saman í eina og hand- hæga bók þrjú þekktustu leikrit frægasta Ieikskálds Pólverja um þessar mundir, Mrozek. Vatzlav var raunar sýnt í Menntaskólanum við Hamrahlið i fyrra, Tangó mun hafa verið sýndur fyrir þó nokkrum árum. Mrozek er ekki ein- vörðungu frægt leikskáld i Póllandi, leikir hans hafa mjög alþjóðlega skír- skotun - sagt hefur það verið að Mrozek fjalli um tuttugustu öldina, eða manninn á tuttugustu öldinni, án þess að missa sjónar á hinum eldfornu eðlisþáttum hans. Leikrit hans eru að vissu leyti framúrstefnuleikrit, uppbygging þeirra, form og framvinda er öldungis ekki eins og við cigum að venjast úr stofudram- anu en þau eru afar mögnuð og láta væntanlega ekki marga ósnortna um þau vandamái - siðferðisleg, pólitísk - sem Mrozek tekur fyrir. Leikirnir eru allir kómedíur á yfirborði, en undir er stutt i harmleikinn. Ronald Firbank: Valmouth and Olher Novels Penguin Modern Classics 1982 ■ Nei, það er vissulega langt frá þvi að Ronald Firbank sé þekktasti rithöfund- ur heims. Rétt’upp hönd sem kannast við hann. En hann er kominn hér i safn mörgæsarinnar yfir klassískar bók- menntir þessarar aldar (vel að merkja: eru litlu pappirskiljurnar alveg að detta upp fyrir? Við þekkjum Papermac og Picador, nú er sjálfur Penguin óðum að stækka brotið). Firbank (1886-1926) var barn sins tíma, hann var estetiker, nervus, hefur ábyggilega gengið vand- lega til fara og lýsti í bókum ólgandi bömmerum borgarastéttarinnar undir finu yfirborðinu, borgarastéttarinnar og yfirstéttarinnar, einnig þess liðs sem í kringum þær tvær hrærist. Negrastrák- ar, lafðir á jagúarskinnsófa.. Stíllinn er impressjóniskur, næstum súrrealiskur, litrfkur, fantastiskur, og þar fram eftir götunum, vel þess virði að kynna sér. Hér eru sögurnar Valmouth, Prancing Nigger og Concerning the Eccentricities of Cardinal Pirelli, allar stuttar. ■ Bók eftir suður- afriskan rithöfund hefur vakið athygli i hinum ensku- mælandi heimi upp á síðkastið: Wait- ing for the Barbari- ans eftir J.M. Coet- zee. Eftirtektar- verð pólitísk dæmi- saga, einnig vel skrifuð og upp byggð skáldsaga. Sögumaður í þess- ari fremur stuttu bók (156 blaðsið- ur) en nafnlaus embættismaður, roskinn nokkuð, sem stjórnar i litlum, daufum og rykugum bæ á útjaðri heimsveldis. Innrás villimanna stendur fyrir dyrum, eða þau skilaboð fær sögumaður alltént frá höfuð- borginni og stjórnendum þar, og hersveitir eru sendar á vettvang. Engin orrusta á sér stað. í staðinn láta yfirheyrslu- og pyntingameistararnir hend- ur standa fram úr ermum, leita uppi þá sem. eru sekir um að óttast þá og pynta til sagna um hvaðeina sem pyntingameist- urunum dettur i hug að krefja þá um. Að lokum er embættis- ■ J. M. Coetzee hefur skrifað pólitíska dæmi- sögu en einnig athyglisvert bókmenntaverk.... J. M.COETZEE WAITING FORTHE BARBARIANS nýlega í samtali við blaðamann bandaríska fréttaritsins News- week. „Mig langaði til að skapa heim og persónur sem ekki má þekkja af núverandi aðstæðum. En fólk sem þekkir Suður-Afríku kannast áreiðan- Iega við sitt af hverju.“ J>ar á hann sennilega ekki síst við pyntingamar sem yfirvöld í hinu ónefnda heimsveldi beita óspart og af vísindalegri nákvæmni. Hlédrægur maður, var sagt, hann heldur sig aðallega i háskólanum eða á heimili sinu, fer litið út. „Ég kann vel við mig á bókasöfnum, siður i kennslustofu," segir hann. Hann er fæddur og uppalinn i Cape Town en menntaður í Bandaríkjunum, hann tók doktorspróf í bókmenntum frá Texas-háskóla og kenndi um hríð við háskólann i Buffalo. Einnig hefur hann gráðu í stærðfræði. Erfítt leiðin- og legt að skrifa Það er á morgnana sem Coetzee skrifar bækur sínar, en hann viðurkennir fúslega að honum finnist leiðinlegt og Sársaukinn PHILÍP EVANS 9 AH the tocte wwá fi^urtn tot d»* grzstv tftdttrfwg th« Ml Rot»d örw* Phílip Evans: Worid Cup ’82 Knighl Books / Hoddcr & Stoughton 1982 ■ Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu er hér til umfjöllunar á skýran og greinagóðan hátt, Philip Evans hefur tekið bókina saman en hann mun vera þekktur iþróttafréttamaður i sinu heim- alandi, Englandi. Og nú eru Englend- ingar loksins mcð á nýjan lcik og þá geta enskir tekið heimsmeistarakeppnina alvarlega eftir tólf erfið ár. Hér eru upp- lýsingar um fyrri hcimsmeistarakeppnir, um þau lið sem i sumar munu leiða saman hesta sina, hverjir skipa þau (get- gátur Evans þar eð bókin fór auðvitað i prentun áður en endanleg skipan komst á liðin), hvar verður leikið og svo fram- vegis. Einnig ýmiss konar talnarunur og staðrcyndir um keppnina fyrr og nú. Ekki mikið meira um bókina að segja, hún er aðgengileg og góð fyrir fótbolta- frik... 'rmmmiY sumssts m splínvid Novtc mwcKí’- cosMOPOum Lisa AIiIht Lisa Alther: Original Sins Penguin 1982 ■ Hún Lisa fæddist i Tennessee árið 1944 og vakti fyrst á sér athygli fyrir rit- störf er skáldsagan Kinflicks var gefin út 1976 en sú fékk afar mikið iof, meðal annars frá Dóris Lessing ef einhver vill taka mark á henni. Og nú er þessi ný- komin út(eða jæja, hún kom í fyrra) og var einnig prisuð rækilega yfir meðal- lagi. Hér er aksjón, drama og spenna, allt i einni bók, og þar að auki sterklega dregin lýsing á bandarísku samfélagi, lit- irnir eru sterkir, skærir og eftirtektar- verðir. Hér fylgir hún fimm vinum gegn- um siðustu áratugi og þeir vesenast eitt- hvað - kvennahreyfingin er áberandi, mannréttindahreyfing, pælingar um afturhvarf til náttúrunnar og svo fram- vegis. Bókin ku vera fyndin, bragðsterk og vel upp byggð, stillinn skemmtilegur. Á bókarkápu segir að hún fjalli um timann þegar Bandarikjamenn trúðu á guð, trygglyndi og fánann. Umfram allt fánann. sannleikur99 Höfundur frá S-Afríku vekur mikla athygli Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigflisar Eymundssonar. Tekið skal fram að um kynningar er að ræóa en öngva ritdóma. maðurinn sjálfur handtekinn og pyntaður vegna þess að hann hefur sýnt „villimönn- um“ mannúð sem túlkað er sem landráð. Ofsóknarbrjálað ríkið stendur afhjúpað, það er sinn eigin óvinur. Coetzee er sem fyrr segir suður-afriskt. Þó fer aldrei milli mála að höfundur vill láta bókina vera lausa bæði við stað og tíma, sem sé pólitísk dæmisaga., En til hvers að lesa heila bók, þó stutt sé, þegar Pogo hefur sagt þetta i einni setningu: „Við höfum hitt óvininn og hann er við“? Jú, bókin er meira. Coetzee er umfram allt að segja sögu og saga hans er afar dramatísk. Hlýja gamla embættismanns- ins í garð ungrar villimanna- stúlku, en fætur hennar hafa verið brotnir af þýi yfirvalda, er mjög fallega lýst, tekur bæði á sig mynd Lólitukomplex og sektarkenndar heimsveldis i garð þeirra sem það kúgar. Ferðin sem hann tekst á hendur með hana inn í óvinalandið er þungamiðja bókarinnar - i senn yfir- skilvitleg og nákvæmlega raunsönn. Kurteislegar kveðj- ur þeirra þykja frábærlega á blað settar. Hugarfar pyntinga meistaranna Coetzee beinir athyglinni mjög að hugarfari þess sem pyntar og hins sem er pyntaður. „Sársaukinn er sannleikur, allt annað er vafa undirorpið,“ segir embættism- aðurinn eftir að pyntingameist- arinn hefur lýst fyrir honum hvaða aðferðum hann beitti. Fyrst tekur hann við lygum, beitir þrýstingi og fær meiri lygar, beitir þá fullum þrýstingi og fær sannleikann. Er embættismaðurinn verður sjálfur fyrir þessum þrýstingi veltir hann fyrir sér „hversu mikinn sársauka feitlaginn, gamall maður geti þolað i nafni sérvitringlegra hug- mynda sinna um það hvemig heimsveldið ætti að haga sér?“ Unihveffið sem embættis maðurinn hrærist í eru tvenns konar. Annaðhvort litil svæði, innilokuð einhvers staðar, eða víðar sléttur, sem gætu falið hættulegar gildrur. Coetzee tekst, segja gagnrýnendur, að viðhalda gífurlegri spennu milli andstæðna i bók sinni sem margir hafa orðið til að telja meiri háttar listaverk. Coetzee er 42 ára gamall, feiminn maður og hlédrægur, kennir við háskólann í Cape Town, Suður-Afriku. Hann á i erfiðleikum að bregðast við þeim miklu vinsældum sem „Beðið eftir villimönnum" hefur hlotnast um víða verölds. Sögusviðið ógreinilegt Hann er i erfiðri aðstöðu pólitiskt líkt og flestir suður-afriskir höfundar. í fyrsta lagi elskar hann land sitt og þjóð, í öðru lagi fyrir lítur hann pólitískt kerfi þess. Persónuleg togstreita hans sjálfs hefur fengið útrás i skáldsögum hans en „Villim- ennirnir“ eru þriðja bók hans. Á undan komu „Dusklands“ og „In the Heart of the Country" en sögusvið beggja er greinilega Suður-Afrika og ekkert farið i felur með það. í nýju bókinni er sögusviðið ekki greinilegt þó auðvitað byggi hann á suður-afriskum aðstæðum. „í bókinni alhæfi ég burt frá Suður-Afriku", sagði hann erfitt að skrifa. Það tók hann tvö ár að klára þessar 156 blaðsíður af „Villimönnum“ en það telur hann alltof mikið. „Það kemur sú stund að ég verð drepleiður á bókinni sem ég er að skrifa,“ segir hann. „Þá get ég ekki fínpússað hana betur, þá verð ég að fleygja henni frá mér, þó svo að ég efist um giidi hennar..." Þeir eru ekki margir aðrir sem efast. „Villimennirnir” hlutu feikna athygli i Suður- Afriku og i öðrum löndum er Coetzee likt við Franz Kafka, George Orwell og Albert Camus. Hann er þegar kominn i fremstu röð suður-afriskra rithöfunda, ásamt Alan Paton og Nadine Gordimer. Virtustu bókmenntaverðlaun S-Afriku hefur Coetzee hlotið fyrir tvær síðustu bækur sinar og „Villimennimir“ hafa fengið ýmis verðlaun í Evrópu og Bandaríkjunum. Margir aðilar hafa hug á að kvikmynda bókina. Er Coetzee var spurður hvort hann væri ekki ánægður með viðtökumar varð hann feiminn. „Ja, það er ágætt að fólki finnst bókin góð,“ sagði hann. Svo yppti hann öxlum. ij þýddi og endursagði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.