Tíminn - 06.06.1982, Qupperneq 26
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
■ Hjónin Joyce og Charles Horm-
an áríð 1970, nokkru áður en þau
héldu til Chile til að fylgjast með
stjóm AUende. Tveimur dögum
eftir valdarán hersins hvarf Charles
Horman. Mánuði síðar var liki hans
skilað, og hafði hann þá veríð
skotinn til bana.
bandarisk stjórnvöld mótmæltu, var
einkum tvennt: annars vegar sú
fullyrðing, að Bandaríkjamenn
hefðu átt beinan hlut að valdaráninu
í Chile, og hins vegar að þeir hafi
samþykkt morð á ungum Banda-
ríkjamanni, Charles Horman,
vegna þess að hann hafi komist að
þessari aðild þeirra að valdaráninu.
En litum fyrst á það, sem vitað
er um þá raunverulegu atburðarás,
sem Costa-Gavras byggir myndina á.
Hvarf
Charles Horman
Charles Horman var aðeins 31 árs
að aldri þegar hann var myrtur i
Chile. Hann hafði útskrifast frá
Harvard háskóla og síðan stundað
blaðamennsku og ritstörf, m.a. fyrir
Nation, vinstrisinnað timarit i
Bandaríkjunum. Árið 1972 hélt
hann ásamt konu sinni, Joyce, til
Santiago í Chile til þess að fylgjast
þar með hinni nýju ríkisstjórn
Tveimur dögun siðar héldu Hor-
man og Simon aftur til Santiago,
þ.e. um leið og samgöngur milli
borganna komust í lag eftir valda-
ránið, og þar hvarf Horman. Það var
svo fyrst fjórum vikum siðar að
staðfest var i Santiago að Horman
hefði verið skotinn til bana.
Frá Heródesi til
Pílatusar
Kvikmyndin lýsir ekki síður því
sem gerðist þær fjórar vikur frá þvi
að Charles Horman hvarf og þar til
loks fékkst staðfest að hann væri
Umdeild kvikmynd Costa-Gavras um morð á Bandaríkjamanni
í Chile við valdarán hersins 1973 hlaut Gullpálmann í Cannes
hefjast. Þá var skýrt frá því, að þessi
mynd eftir Yilmaz Guney tæki þátt
i samkeppninni i Cannes fyrir hönd
Tyrklands. Guney er landflótta og
tyrknesk stjórnvöld, en þar er sem
kunnugt er herforingjastjórn, heimt-
aði þegar að hann yrði afhentur
tyrkneskum yfirvöldum og myndin
ekki sýnd. Þvi var ekki hlýtt, en
strax eftir að tilkynnt var í lok
hátiðarinnar að myndin hefði hlotið
verðlaun, fóru tyrknesk stjórnvöld
formlega fram á afhendingu Guneys,
sem er enn í felum.
Guney fjallar í kvikmynd sinni
um þá hræðilegu meðferð, sem
Kúrdar hafa fengið í Tyrklandi, og
um pólitiskar ofsóknir og hermdar-
verk í landi sínu. Hann hefur
persónulega reynslu af því, sem
hann lýsir, þvi hann mun sjálfur hafa
verið flæktur i hermdarverkastarf-
semi og var árið 1976 dæmdur fyurir
morð á saksóknara nokkrum.
Honum tókst að flýja úr fangelsinu
yfir til Grikklands og hefur siðan
verið landflótta.
■ Það voru umdeildar kvikmyndir
um ofbeldisverk herforingjastjórna
sem fengu Gullpálmann eftirsótta á
þrítugustu og fimmtu kvikmynda-
hátiðinni í Cannes í Frakklandi á
dögunum, en það er enn mikil-
vægasta kvikmyndahátið veraldar.
Önnur verðlaunamyndanna var
bandaríska kvikmyndin „Missing"
eða „Saknað" eftir griskættaða
leikstjórann Constantine Costa-
Gavras, en sú mynd segir frá atburði
i Chile þegar herforingjarnir steyptu
þar löglega kjörinni ríkisstjórn
Salvatore Allende og fjallar á þann
hátt um bandariska stjórnarerind-
reka i Chile, að utanrikisráðuneyti
Bandaríkjanna hefur gripið til þess
óvenjulega ráðs að mótmæla at-
burðalýsingu myndarinnar með sér-
stakri þriggja blaðsiðna greinar-
gerð. Hin myndin nefnist „Yol“, eða
„Leiðin“, og er eftir landflótta
tyrkneskan leikstjóra, sem fyr-
ir nokkrum árum var dæmdur fyrir
pólitiskt morð.
Þetta voru einnig þær tvær kvik-
myndir, sem almennt vöktu mesta
athygli í Cannes, því þrátt fyrir að
myndir margra viðurkenndra leik-
stjóra væru þar til sýnis, þóttu ýmsar
þeirra engin snilldarverk.
Kvikmynd Costa-Cavras hlaut
ekki aðeins Gullpálmann, heldur
fékk Jack Lemmon, sem fer þar með
aðalhlutverkið, verðlaunin fyrir
besta leik í kvikmynd. Jadwiga
Jankowska-Cieslak frá Póllandi
fékk viðurkennincuna fvrir besta
leik í aðalhlutverki kvenna í
ungverskri kvikmynd, kvikmynd,
sem kalla mætti „Endurskoðun" á
íslensku.
Pólski kvikmyndaleikstjórinn
Jerzy Skolimowski, sem reyndar
hefur unnið utan Póllands f fjölmörg
ár, fékk verðlaun i Cannes fyrir
besta handritið. Mynd hans segir frá
fjórum Pólverjum, sem urðu
■ Costa-Gavras og Jack Lemmon ræðast við meðan á upptöku
myndarinnar stóð.
strandaglópar i Bretlandi þegar
herforingjarnir tóku völdin í Pól-
landi i desember í fyrra. Skoli-
mowksi skrifaði handritið og gerði
kvikmyndina á aðeins fimm mánuð-
um til þess einmitt að geta sýnt hana
i Cannes.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir
bestu teiknimyndina, og þar varð
brasiliska myndin „Mjá“ sigursæl-
ust, en sú teiknimynd er mjög
pólitísks eðlis og fjallar um baráttu
austurs og vesturs um áhrif i löndum
rómönsku Ameríku.
Dæmdur fyrir
saksóknaramorð
Tyrkneska kvikmyndin „Leiðin"
sem hlaut Gullpálmann ásamt
„Saknað,, eftir Costa Gavras, var
mikið leyndarmál hjá ráðamönnum
í Cannes þar til hátíðin var að
Bandaríkjastjórn og
valdaránið í Chile
En það var þó fyrst og fremst
kvikmyund Costa-Cavras, „Sakn-
að“, sem athygli og umtal vakti i
Cannes. Hann var að sjálfsögðu
sjálfur mættur á staðinn, einnig
aðalleikararnir í myndinni, Jack
Lemmon og Sissy Spacek, og sömu-
leiðis þær persónur sem þau leika i
myndinni, þ.e. Joyce og Ed Hor-
man.
Myndin var þar að auki þegar fræg
fyrir deilur þegar hún kom til
Cannes, þvi þegar sýningar hófust á
henni i Bandarfkjunum i mars taldi
bandaríska utanrikisráðuneytið þær
fullyrðingar, sem þar koma fram um
atferli bandariskra stjórnarerind-
reka i Chile svo alvarlegar, að gefin
var út sérstök greinargerð, þar sem
mikilvægum atriðum myndarinnar
var mótmælt sem röngum. Það, sem
■ Herinn tekur völdin: Leikararnir eru mexikanskir, skriðdrekinn
úr pappa, en atburðimir sem lýst er raunverulegir.
Salvatore Allende, sem hafði fyrstur
marxista orðið til þess að ná kjöri í
lýðræðislegum forsetakosningum.
Hann fylgdist þar vel með málum og
af áhuga, en stundaði jafnframt
ritstörf af ýmsu tagi og kona hans
sömuleiðis.
Charles Horman var staddur í
hafnarborginni Vina del Mar í fylgd
með öðrum Bandaríkjamanni,
Terry Simon, þegar Allende var
steypt af stóli í valdaráninu 11.
september 1973. Borg þessi gegndi
mikilvægu hlutverki við skipulagn-
ingu og upphaf valdaránsins. Sam-
kvæmt dagbókum, sem Horman og
Simon héldu, hittu þau þar marga
bandaríska herforingja, sem létu
sterklega i það skina að valdaránið
hefði verið skipulagt þar í borg og
að Bandaríkjamenn stæðu þar á
bak við. „Við komum hingað til að
vinna verk, og það höfum við gert“,
er haft eftir einum þeirra.
látinn en sjálfu hvarfi hans. í
upphafi komust margar sögur á
kreik, svo sem að hann væri i felum,
hefði verið rænt af vinstrisinnuðum
skæruliðum, að hann hefði flúið
Chile, og að hann væri i haldi á
knattspyrnuvellinum i Santiago, þar
sem herforingjamir héldu sem kunn-
ugt er fjölmörgum pólifískum föng-
um sem siðan voru margir hverjir
myrtir. Eiginkonu hans, Joyce, gekk
illa að fá upplýsingar, og fannst
afstaða bandarískra stjórnarerind-
reka undarleg ef ekki beinlínis
fjandsamleg.
Faðir Charles, Ed Horman, leitaði
aðstoðar þingmanna, blaðamanna
og Ford-stofnunarinnar til að fá
hvarf sonar síns upplýst, en varð
lítið ágengt. Loks leiddist honum
þófið og fór sjálfur til Santiago til
þess að reyna að komast að hinu
sanna.
Costa-Gavras byrjar kvikmynd