Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 2 í spegli iímans umsjón: B.St. og K.L. IKONUNGLEGI BRESK LAFÐI OG „forsíðustúlka” ■Á forsíðu bresks viku- blaðs birtist nýlega mynd af fallegri stúlku, sem ekki er óvenjulegt, en þessi mynd vakti tals- verða athygli þar í landi, vegna þess að i þetta sinn var forsiðustúlkan kon- ungleg lafði, - og 16. i röðinni til bresku krún- unnar. Stúlkan heitir Helen og er dóttir her- togahjónanna af Kent, en þau eiga líka tvo syni. Hertogayngjan af Kent þykir mjög fögur kona. Helen er sögð hafa erft fegurð móður sinn- ar, en þær eru taldar mjög líkar. Faðir hennar hertoginn sagði í ræðu, þegar haldið var sam- kvæmi til að kynna Helen i samkvæmislíf- inu, að hún hefði alltaf verið afar stillt og góð stúlka og lík móður sinni, - sem væri ekki svo litið hrós. Helen af Kent og frænka hennar, iafði Sarah Armstrong-John- es (dóttir Margarétar prinsessu og Snowdons lávarðar fyrrv. manns hennar) eru miklar vin- konur, og saman i skóla. Þær eru þó ólikar i framkomu, þótt þær eigi mörg sameiginleg áhuga- mál, svo sem tennis, hestastúss, ballettdans og Ijósmyndatöku o.fl. í skólanum eru þær frænk- umar stundum kallaðar „lafðin og æringinn“ og er þá Sarah æringinn, því að hún líkist mömmu sinni í því, að vera gamansöm og hafa gam- an af gríni. Hertogaynjan af Kent á sama aldri og myndin er af dótturinni. Hún fékk viðurnefnið „Hvita rósin frá Kent“ þegar hún var ung, og kannski erfír dóttirin þann titil ásamt aðalstigninni. Forsíðustúlkan - lafði Helen Windsor af Kent. ■ Vöðvamir dansa eftir tónfallinu og Lisser er sinn eiginn myndhöggvari, hún mótar likama sinn með æfingunum. Óttinn sem stödugt nagar Colombo ■ Peter falk, sem fræg- astur er fyrir leik sinn sem leynilögreglumaður inn Columbo, segist lifa í stöðugum ótta um að eitthvað komi fyrir hann sem skemmi sjónina á þvi eina auga, sem hann sér með. Hann hefur verið eineygður síðan hann var þriggja ára gamall, en þá þurfti að taka burtu annað auga hans. „Ég hef aldrei reynt að leyna þvi að ég er eineygður,“ sagði Falk i viðtali við blaðamenn, sem hann átti við þá þegar hann giftist nú nýlega leikkonunni Shera Danesa, sem er 23 árum yngri en hann. „Þegar ég var strákur var það oft erfitt fyrir mig að sætta mig við gerviaugað. Krakkarnir striddu mér og ég þorði varla að tala við ókunn- uga, því ég kveið því svo þegar fólk uppgötvaði að ég var eineygður og sagði eitthvað um það, - annað hvort til að vor- kenna mér, eða forvitn- ast um hvað hefði komið fyrir. Falk sagði með glotti frá þvi, að þegar Harry Cohn yfirmaðurinn í Col- umbia-stúdíóinu komst að þvi að hann hafði jaðeins eitt auga, þá reif hann samninginn við Falk og æpti: „Fyrir þessa peninga ætti ég að geta fengið góðan leik- ara með tvö augu! „En hann var fljótur ■ Columbo leynilögreglumaðurinn er frægasta hlutverk Peters Falk. Þá gerði það eltki neitt þótt það sæist að hann væri eineygður - það þótti hæfa hlutverkinu. Leynilögreglumaðurinn gæti hafa misst augað i baráttunni við glæpamenn. til að endurnýja samn- inginn, - og hann ekki lakari, þrátt fyrir að ég var eineygður“, sagði Peter Falk og bætti svo við: „Þið vitið hvernig Cohn var, uppstökkur og skapvondur - og yæira að segja þegar hann dó, þá var helm- ingurinn af jarðarfarar- gestunum kominn í þeim tilgangi aðallega að ganga úr skugga um að Harry Cohn væri örugg- Iega dauður...!“ Ég er minn eigin myndhöggvari” ■ Likamsrækt er til- tölulega ný íþróttagrein hjá konum, en hún hefur breiðst óðfluga út um öll Iönd, og margar hafa komið fram á sýningum til að sýna árangur erfið- is sins. Ein dönsk stúlka, Lisser Frost-Larsen, er mjög vinsæl i heimalandi sínu og víðar, en hún hefur tekið þátt í mörg- um likamsræktarsýning- um, nú síðast í Evrópu- keppninni, sem haldin var í Zurich síðast í mai mánuði. En Lisser er fleira til lista lagt en að hnykla vöðvana. Hún er líka feikna góður dansari, og lætur henni vel að sýna vöðvana undir góðri og fjörugri dansmúsik. I- þróttafréttaritarar segja „að Lisser hafi músík- alska vöðva, þeir dansi um líkama hennar eftir tónlistinni.“ Lisser segist æfa i þrjá tíma hvem dag með lóð og í þrekhjóii og hún tifi hcilsusamlegu og regJu- sömu lífi. Besta skemmt- un hennar er að fara út að dansa með góðum dansherra, segir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.