Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1982, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 15 og leikhus - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Það er mikið lagt i sviðsmynd japönsku kvikmyndarinnar „Jishin Retto“, sem fjallar um jarðskjálfta sem leggur Tokyo i rúst. ■ Hér hefur hluta af likaninu af Tókýó verið misþyrmt. Nýjar kvikmyndir erlendis Tokyó í rúst ■ Síðast mun jarðskjálfti hafa orðið í þessari höfuðborg Japans árið 1923, og er talið að þær náttúruham- farir hafi kostað um 200 þúsund manns lifið. Spáð hefur verið jarðskjálfta í Tokyó allt frá árinu 1970, og í kvikmyndinni, sem Kenjiro Domori leikstýrir, verður sú spá að raunveruleika. Akiyoshi Nakano sér um gerð sviðsmyndarinnar, en eitt sýnishorn af henni sést á meðfyl- gjandi mynd. David Puttnam sem framleiddi fyrirtækið Goldcrest Films sem sem hlaut Uskarsverðlaunin í vor sem besta mynd liðins árs, er nú að undirbúa gerð nýrrar kvikmyndar sem ber heitið „Local Hero“. Aðalhlutverkið er i höndum gömlu kempunnar Burt Lancaster, en leikstjóri er Bill Forsyth, sem vakið hefur þegar verulega athygli fyrir mynd sina „Gregory s Girl“ - en sú kvikmynd segir frá ungum áhuga- manni um knattspymu, sem verður fyrir því áfalli að staða hans í skólaliðinu er tekin frá honum og fengin í hendur ungri stúlku, sem hann hafði mikinn áhuga á! „Local Hero“ er gamanmynd og segir þar frá tilraunum bandarísks fyrirtækis til að kaupa veralegan hluta af Skotlandi. Hér er um að ræða olíufyrirtæki í Dallas, sem hyggst með þessu komast að bresku oliunni í Norðursjónum. Það er breska fyrirtækið Goldcrest Films sem fjármagnar þessa nýju kvikmvnd f David Puttnams. Michael Palin, sem var einn af | handritahöfundum Monty Python- myndanna og „Tímaflakkarans“ sem sýnd var í Tónabíó fyrir skömmu, er nú handritshöfundur, meðframleið- andi og aðalleikari i kvikmynd, sem nefnist „The Missionary" eða „Trúboðinn". Aðrir leikarar era m.a. Maggie Smith, Trevor Howard, Denholm Elliott og Michael Hordern, en leikstjóri er Richard Loncraine. Myndin er tekin i Englandi, Skotlandi og Afríku og fjallar um frægan trúboða, Charles Fortescue (leikinn af Palin), sem kemur heim til Englands eftir að hafa dvalið í 10 ár í Afriku og kemst að raun um að heimalandið hefur gjörbreyst. Myndin gerist á mektar- dögum breska heimsveldisins, og á að vera tilbúin til sýninga i nóvember i haust. - ESJ Elías Snæland Jónsson, skrifar ‘ Sekur eða saklaus Með hnúum og hnefum Ránið á týndu örkinni Gereyðandinn Fram í sviðsljósið Konan sem hljóp Tímans ★ * * * frábær • * * * mjög góð • ★ * góö • ★ sæmileg • 0 léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.