Tíminn - 16.06.1982, Qupperneq 2

Tíminn - 16.06.1982, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 Xspegli tímans umsjón: B.St. og K.L. Gódurmid- degislúr ■ Stundum er talað um „sofandi sauði“ og þykir það heldur niðrandi umsögn. Hér sjáum við reyndar tvö sofandi litil lömb, sem eru að hvfla sig eftir hopp og skopp morgunsins og fá sér góðan miðdegislúr. Þessi fallega mynd er tekin í Skotlandi af tveimur heimalningum. ■ Hún styttir biðtimann með þvi að prjóna fallegar sumarpeysur úr pakkaböndum Prjónað úr pakkaböndum ■ Prjónamir tifa hjá þeim iðnu, sem nota tímann vei. Hanne Lyng- feldt, dönsk Ijósmynda- fyrirsæta er ein af þeim, sem iætur timann ekki hlaupa frá sér án þess að hafa eitthvað til gagns milli handanna. Hún seg- ist oft þurfa að bíða langtimum saman, - það fylgir minni vinnu, segir hún. Eftir jólin i vetur fékk Hanne þá hugmynd að nota pakkaböndin utan af jólapökkunum sínum til þess að prjóna sér lit- skrúðugt vesti. Þetta þótti henni svo sniðugt, að hún keypti sér rúllur af gjafapakkaböndum og prjónar litlar emalaus- ar peysur fyrir sumarið. Hún er á myndinni i hvitri peysu sem hún bjó þannig tU, og á prjónun- um hefur hún rauða peysu úr pakkaböndum, það er um að gera að eiga til skiptanna á sumr- blúndum. svinað op í hinðhiíninc Sumarlegir kvöldkjólar frá ukrainska tiskufyrirtækinu Lvov ■ Sumarið er komið og kominn tími til að huga að sumarfatnaðinum. Hönnuðir Lvov tísku- hússins í Ukrainu i Sovét- ríkjunum hafa hannað hversdags- og kvöldfatn- að, og nota mikið þjóð- legar fyrirmyndir, sem eru óþrjótandi upp- spretta fyrir nýjustu tískustefnur. Þama má sjá hefðbundin ukrainsk snið, útsaum og dúk. Af dúk er aðallega um að ræða nýja framleiðslu ukrainskra ldæðaverk smiðja, s.s. Rovno hör- verksmiðjunnar, Tsj- emigov tvistdúksverk- smiðjunnar, Temopol bómullarverksmiðjunn- ar og Kiev og Darts silkiverksmiðjanna, sem Lvov tiskuhúsið hefur lengi skipt við. Nýbreytni, endingar- gæði, einföld tækni, fal- legir litir og smekkleg notkun þjóðlegra fyrir- mynda einkenna fata- hönnun Lvov tískuhúss- ins og hafa unnið þvi viðurkenningu meðal sérfræðinga i öðram löndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.