Tíminn - 16.06.1982, Side 8

Tíminn - 16.06.1982, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heíður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristín Leifsdóttír, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Krlstin Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglysingar: Slðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð 1 lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. I leikhúsi er athvarf allra lista eftir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra F riðargöngurnar ■ Það var tvímælalaust tímabær viðvörun hjá Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands, í ræðu, sem hann flutti á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í fyrradag, að ekki mætti misskilja friðarhreyfingarnar, sem risið hafa upp síðustu misserin jafnt austanhafs og vestan, né friðargöngurnar, sem farnar væru á vegum þeirra. Helmut Schmidt sagði, að friðarhreyfingarnar væru sprottnar af ótta almennings við að mannkyninu yrði tortímt í kjarnorkustríði. Almenningur í lýðfrjálsum löndum sætti sig ekki eingöngu við viðræður um takmörkun kjarnavopna, heldur krefðist árangurs. „Fólkið í löndum okkar“, sagði kanslarinn, „mun ekki líða það að afvopnunarviðræður dragist á langinn og skili ekki neinu.“ Að verulegu leyti rekja þessar hreyfingar rætur til glannalegra ummæla Reagans forseta og helztu ráðgjafa hans þess efnis, að Bandaríkin yrðu að tryggja sér algera yfirburði áður en sezt er að samningaborði. Þessi ummæli, ásamt tillögum, sem lagðar hafa verið fram á Bandaríkjaþingi af ríkisstjórninni, hafa þótt benda til þess, að nýtt vígbúnaðarkapphlaup væri að hefjast. Eins og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra lét ummælt á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins, þá sýnir sagan, að aukning vígbúnaðareykur að jafnaði líkur á styrjöld. Það má segja Reagan forseta til lofs, að hann hefur þegar tekið nokkurt tillit til hins öfluga alþýðuvilja, sem friðargöngurnar hafa borið vott um, og því horfið frá þeirri stefnu að draga viðræður um niðurskurð kjarnavopna þangað til, að Bandaríkin hefðu tryggt sér ótvíræða yfirburði. Vegna þessarar stefnubreyt- ingar munu hefjast í Genf 29. þ.m. viðræður um niðurskurð langdrægra kjarnavopna, en þegar eru hafnar viðræður um takmörkun meðaldrægra kjarna- vopna. Almenningur lætur sér hins vegar ekki nægja, að viðræður hefjist, heldur vill hann fá tryggingu fyrir þvf, að þær verði ekki dregnar á langinn. Það er af þessum ástæðum sem friðarhreyfingarnar halda áfram að eflast. Almenningur krefst meira en viðræðna. Um það vitnar bezt friðarfundurinn, sem haldinn var í New York á laugardaginn var, en hann varð fjölmennasti fundur, sem haldinn hefur verið í Bandaríkjunum. Fundurinn varð öflugur stuðningur við þá stefnu, sem kennd er við öldungadeildarmenn- ina Kennedy og Hatfield, en hún felur það í sér, að bæði risaveldin hætti þegar allri framleiðslu kjarna- vopna og semji síðan um niðurskurð þeirra, sem fyr- ir eru. Þessari tillögu hefur verið mætt með þeirri mótbáru, að Rússar hafi nú yfirburði. Þessari röksemd hefur verið andmælt af færustu mönnum, m.a. tveimur fyrrverandi varnarmálaráðherrum Bandaríkjanna. Annars mun slíkur samanburður erfiður, en það eitt er víst, að bæði ráða risaveldin yfir nægilega miklum kjarnavopnum til þess að tortíma hvort öðru, ef til kjarnorkustyrjaldar kemur. Krafan á hendur báðum risaveldunum um að stöðva framleiðslu kjarnavopna mun halda áfram að fá aukið fylgi. Án þeirrar undirstöðu er vonlítið, að viðræðurnar beri árangur. A.m.k. bendir fengin reynsla til þess. þ.p ■ Leiklistarþing Norðurlanda hófst i Reykjavík 3. þ.m. og stóð um það bil vikutima með fjölbreyttri dagskrá, umræðufundum, námskeiðshaldi og kynningu á islenskum málum, fyrst og fremst listmenningu þjóðarínnar. Þingið sóttu um 150 manns hvaðanæva af Norðurlöndum. í fundarbyrjun fyrsta þingdaginn ávarpaði Ingvar Gislason, menntamálaráðherra, þingið, og fer hér á eftir hluti af ræðu hans. Svipað þjóðfélag - sömu vandamál. Á íslandi er svipað þjóðfélag eins og gengur og gerist á Norðurlöndum. Hér er að finna sömu vandamál og sömu umræðuefni manna á meðal í öllum höfuðatriðum. Á þessu þingi hittast fulltrúar þjóðanna sem jafningjar að þessu leyti. Hins vegar er aldrei hægt að þurrka út þjóðernislegan mun hinna norrænu þjóða né gera lítið úr þeim félagslegu andstæðum, sem finna má i þessum löndum, hverju um sig. Svo er guði fyrir að þakka að þjóðemisvitund er enn vakandi og virkt afl í lífi hverrar þjóðar. Og félagslegar andstæður eru ekki óskorað af hinu illa. Átök og andstæður er lífið sjálft, uppspretta hugsunar og athafna. Áf sjálfu leiðir að hver þjóð verður að ávaxta eigin menningararfleifð og viðhalda þjóðleg- um einkennum sínum. Ég vil í þessu sambandi leggja áherslu á þjóðleg einkenni og menningararf smáþjóða og minnihlutahópa, sem svo mikið er af í norrænu samfélagi eða innan ríkisheilda á Norðurlöndum. Smáþjóðir og minni- hlutahópar eiga pólitískan og menn- ingarlegan rétt, sem ber að virða. En þrátt fyrir þessa áminningu hittumst við hér sem jafningjar og tölum saman á þeim grundvelli. Þegar rætt er um menningarpólitík held ég að vandamál allra Norðurlanda séu svipuð í eðli sínu. Áleitnasta vandamálið er spurningin um peninga: Hvað er hægt að útvega mikið fé til menningarmála? Það er miklu minni vandi að finna leið til að eyða því fé, sem fæst. Fróðlegt væri að geta gert grein fyrir hagtölum menningarmála í hverju landi um sig og átta sig á, hver þróunin er í þeim efnum, t.d. hvort um sé að ræða raun-aukningu fjármagns, sem fer til menningarmála, eða hvort samdráttur á sér stað á þessu sviði, ellegar hvort menn standa í stað. Ég hef grun um að hér sé um mjög flókið mál að ræða og ekki auðvelt að átta sig á þróuninni án ýtarlegrar athugunar. Hvað ísland varðar hefur aldrei verið gerð hagfræðileg úttekt á þróun fjár- framlaga til menningarmála. Hins vegar er nú unnið að slíkri úttekt til þess að komast að því, hvér sé hlutur menn- ingarmála í islenskum þjóðarbúskap í dag og hvernig þessi mál hafa þróast undanfarin 35-40 ár. Ef vel tekst til getur könnun af þessu tagi orðið mikilvægt framlag varðandi stefnumótun í menn- ingarmálum. menningarmál ^ ^ BOLÍVAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ og RAJATABLA: BOLIVAR eftir Jóse Antonio Rial. Tónlist: Juan Carlos Núnez Leikmynd og búningar: Silvianes Vallejo. Lýsing og leikstjóra: Carlos Ciménez. Spánverja, var til að mynda Colombia, Ecuador, Panama, Peru, Venezuela og Bolivía. í leikskrá er þessu lýst m.a. með svofelldum orðum: „Hann molaði sundur heim, sem Spánn hafði uppgötvað og innlimað i Evrópu (með valdi, en einnig með fortölum og jafnvel með nokkru sam- viskubiti), og gerði sér ekki ljóst fyrr en á dánarbeði sínu, að þessi mikli og göfugi draumur hans hafði ekki annað i för með sér en ringulreið. Hann gerði sér grein fyrir því, að draumurinn hafði verið svikinn, allt frá þvi hann komst i snertingu við raunverulegt eðli mannsins, sem ávallt ris öndvert gegn hugdettum hugmynda- fræðinga. Það er um þetta, sem helgileikurinn Rajatabla og Bolivar Nú stendur Listahátíð með blóma, bæði hér fyrir Sunnan og eins fyrir Norðan, þótt illa horfi í öðrum greinum atvinnulífsins. Meðal áhugaverðustu viðburða þess- arar hátiðar, er án efa heimsókn Rajatabla-leikhússins frá Venezuela, þvi það er beinlinis lífsnauðsyn fyrir íslenska leikhúsið að fá öðru hverju gesti, bæði fyrir þá sem standa uppi á sviði á prófastlaunum, og eins fyrir okkur frammi i sal. Leikhús þarf nefnilega fleiri aðdrætti en ný leikrit og nýja leikara úr heimavistarskóla íslend- inga fyrir leiklist. Við verðum að kynnast erlendri þróun, aðferðum og yfirbragði heimslistarinnar. Nú e'r það einu sinni svo með heimsfrægðina og Listahátið, að það er nú vægast sagt ákaflega sjaldan, sem maður kannast við það heimsfræga fólk er kemur hingað til að ganga á stultum, spila eða syngja. Nema auðvitað hann Pavarotti. Hann þekkja nú allir. Rajatabla kom hingað með leikverkið Bólivar, sem er svona Inuk þeirra í Venezuela, en það fjallar um vanda þeirra manna, sem eru duglegri að afla valda, en að stjórna. Uppistaðan er frelsishetja Suður-Ameríku, Símon Bólivar (1783-1830). Hann var stjórn- málamaður og hermaður og meðal landa er hann frelsaði í striði undan stjórn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.