Tíminn - 16.06.1982, Síða 9

Tíminn - 16.06.1982, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 iorðalepparj „Þégar rætt er um menningarpólitík held ég,>að vandamál allra Norður- landa séu svipuð í eðli sínu. Áleitn- asta vandamálið er spurningin um penipga: Hvað er hægt að útvega mikið fé, til menningarmála?“. Hvað er menning og menningarmál? Nauðsynlegt er að menn komi sér saman um skýrgreiningu á hugtökunum „menning" og „menningarmál". Spum- ingin er: Hvaða starfsemi i þjóðfélaginu flokkast undir menningarmál? Ég held fyrir mitt leyti að orðið menningarstarf- semi sé víðtækt hugtak og nái talsvert út fyrir þau mörk, sem oft er staldrað við, þegar rætt er um menningarmál. í slíkum umræðum er gjaman lögð fremur einhliða áhersla á sköpun fagurra lista og bókmennta í þrengstu merkingu og starfskjör „listamannsins", ef svo má til orða taka. Að sjálfsögðu er það eitt af meginatriðum virkrar menningarmálastefnu að búa vel að listamönnum, gera þeim fjárhagslega kleift að sinna listsköpun. En hitt er ekki síður mikilvægt að mennta almenning til þess að geta notið listar og gera ráðstafanir til þess að almenningur eigi aðgang að listastarf- semi og listaverkum. Þannig skapast i þjóðfélaginu listræn þörf og eftirspum, sem yrði jafnsjálfsagt að fullnægja eins og almennum neysluþörfum. Þannig er hægt að rekja sig áfram og víkka merkingarsvið menningarhug- taksins. Sérstaða leiklistar Ekki fer milli mála að leikhússtarf- semin - tilvera leikhússins - er ein mikilvægasta stoðin í menningarlífi hverrar þjóðar. í leikhúsi lætur nærri að allar listgreinar eigi sér athvarf, þar situr leiklistin sjálf i öndvegi, en leikhúsið þjónar einnig bókmenntum, sjónlistum og hvers kyns tónlist. Engin menningar- stofnun kemst í hálfkvisti við leikhúsið, hvað snertir fjölbreytni listsköpunar og lifandi tengsl við listnjótendur, leikhús- gesti. Enda er leikhúsið gróin þjóðfé- lagsstofnun, sem á rætur langt aftur í aldir. Hér gefst ekki tími til að rekja sögu islenskrar leiklistar, en margir munu segja að sú saga sé stutt. Hins vegar má fullyrða að leiklist standi með blóma á íslandi um þessar mundir. Framfarir i íslenskri leiklist hafa orðið miklar síðustu áratugi. Áhugi á leiklist er útbreiddur á íslandi og líklega er hún sú listgrein, sem almenningur lætur sig mestu varða. Ég held því að það sé vel við hæfi að halda leiklistarþing Norðurlanda hér á landi. Ég vona að þingfulltrúar fái aðstöðu til að kynnast íslensku leiklistar- lifi og geti eitthvað af þvi lært. Jafnframt hlýt ég að geta þess að norrænt samstarf á sviði leiklistar hefur verið ómetanlegur styrkur fyrir þróun íslenskrar leiklistar. íslenskt leikhúsfólk hefur löngum sótt menntun og reynslu til Norðurlanda. Er óskandi að norrænt leiklistarfólk haldi sem lengst hópinn, skiptist á skoðunum, læri hvert af öðru og hvetji hvert annað til dáða. — Carles Cénésce, iiikstjéri „Bolívar fjallar: þá gjá, sem er á milii starfsemi hugans annars vegar og nakins veruleika lífsins hins vegar. í kjölfar hins mikla bolivaríska draums um einingu og frelsi rómönsku Ameríku fylgir martröð einræðisherr- anna, sem með speki sinni umskapa söguna og innleiða „hreina“ menningu, rannsóknarrétt og innantóma viðhafnar- siði, sem er haldið við með ofbeldi og ógnarstjórn... Leikrit býður ekki upp á lausn eða kenningu, það bregður aðeins upp myndum af miklum ósigrum og von- brigðum, ef svo skyldi vilja til, að maðurinn hefði einhverja möguleika á að læra af mistökum sínurn." Ennfremur þetta: „Hugmyndin að „Bolivar" á upptök sín i ofsafengnum andstæðum: Baráttu Símonar Bolívar fyrir frelsun rómönsku Ameriku úr klóm Spánverja annars vegar og hins vegar einræðisástandi þessara ríkja árið 1981, 150 árum eftir dauða frelsishetjunnar. Um þessar mundir eru a.m.k. ellefu einræðisstjórnir við völd i rómönsku Ameriku og þessir harðstjórar og valdaræningjar eru allir „bolívariskir". Þeir halda hátíðlega alla merkisdaga i lifi frelsishetjunnar. Þessa staðreynd varð að hafa í huga, þegar unnið var að sviðsetningu leikrits- ins um hina harmsögulegu persónu Símon Bolívar, því það var ekki ætlun höfundar að hefja hetjuna enn einu sinni til skýjanna, heldur að reyna að komast að kjama þessa ástríðufulla, en von- svikna manns. Bolívar hafði sama skilning á hugtak- inu frelsi og höfundar fyrstu alfræðibók- arinnar. Hann drakk af brunnum upplýsingastefnunnar og taldi sig hafa fundið i frönsku byltingunni bjargfasta hugsjón, þó að okkur í dag sýnist hún ekki annað en ein af tálsýnum sögunnar. Eftir tvær hryllilegar styrjaldir, sem háðar voru af blindri heimsvaldastefnu og eigingimi, hefur borgarastéttin, stórauðvaldið og „neysluþjóðfélagið" sýnt fram á rökleysi mannlegrar hegðun- ar og varpað skynsemisgyðjunni af þeim stalli, sem bjartsýn frjálshyggja 18. aldar hafði setVhana á.“ Leikur og Ieikstjórn Rajatabla leikur ekki alveg á islensku. Við skiljum þó furðu mikið, þó eigi tölum við tungumál þeirra. Og Bolivar er svo sannarlega áhrifamikil sýning og vel unnin. Hún er dularfull en auðskilin í senn. Öll þessi mýkt er líka lærdómsrík. .Engin leikbrögð em notuð, að þau falli ekki til hlítar að síðum. Menn em teknir af lífi. Þeir láta lífið og húsið fyllist af.sorg. Engin tómatsósa er notuð, enginn er rekinn í gegn og bak við hina ógnvekjandi þögn, kemur söngurinn og tónlistin innan úr skóginum og fomeskj- unni. Leikbúnaðurinn er lika lærdómsrik- ur, þótt Rajatabla sé nú ef til vill í ferðafötunum sinum þarna. Það er ekki oft, sem maður veit minna um heiminn fyrir Listahátíð en eftir Listahátíð. En þetta áhrifamikla verk er viðvömn til allra manna. Viðvömn um það, að sverð frelsisins er jafnvont öðrum sverðum í heiminum, ef réttir menn halda ekki úm þau. Jónas Guðmundsson, skrifar um leiklist. A að flytja utanrfkisviðskiptamál í utanríkisráðuneytið? „Alveg út í hött” segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins ■ Að undanfömu hefur nokkuð verið rætt og ritað um hugmyndir starfsmanna utanrikisþjónustunnar, sem hníga i þá vem að flytja málefni, sem tengjast utanríkisviðskiptum, úr Viðskiptaráðu- neytinu i Utanrikisráðuneytið. í Morgunblaðsleiðara fyrir nokkmm dög- um var lýst eindregnum stuðningi þess blaðs við þessar Jiugmyndir og var um leið látið að þvi liggja, að Viðskipta- ráðuneytið kynni þá að verða óþarft. Tíðindamáður blaðsins bar þessar hugmyndir undir Sigurð Markússon, framkvæmdastjóra i Sjávarafurðadeild Sambandslns. Sigurður var um árabil framkvæmdastjóri á skrifstofum Sam- bandsins i Leith, London og Hamborg og þekkir því vel ýmsa þætti útflutnings og innflutningsmála. Sigurður sagði: „Það er að minum dómi alveg út i hött að flytja svokölluð utanríkisviðskipta- mál úr viðskiptaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Það mun leitun á annarri vestrænni þjóð, ef sé eins háð útflutningi annars vegar og innflutningi hins vegar og íslendingar eru. Þess vegna er bakfiskurinn úr öllum okkar viðskiptum tengdur viðskiptum við önnur riki. Af þessu leiðir aftur, að meginhlutverk viðskiptaráðuneytisins er og hefur verið að sinna utanríkisviðskiptum. Hér undir hafa fallið afar flóknir og vandasamir samningar um tollakjör landsmanna hjá viðskiptablokkum heimsins. Undir for- ystu Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneytis- stjóra í Viðskiptaráðuneytinu hafa þessir samningar verið þannig til lykta leiddir að ýmsar af nágrannaþjóðum okkar hafa ekki einu sirini komist með tærnar þar sem Þórhallur er með hælana. Þar sem þannig hefur verið staðið að málum virðist manni sist af öllu ástæða til að hrófla við gildandi fyrirkomulagi. Viðskiptaráðuneytið er að minum dómi ráðuneyti, sem er sérhæft í utanrikisviðskiptum, og þvi hefur tekist að sinna þessu verkefni framúrskarandi vel með ótrúlega fá- mennu starfsliði." Enska- danska ■ Þeirsegjaokkur, aðtækniog félagsmál krefjist aðskotaorða. Og þessu eigum við að trúa. „ - Er að ströggla við fóstur þessa dagana“, sagði Svarthöfði. Fyrri hefur nú verið deilt og samið, án þess að enskur „strögglandi“ kæmi til. En hvernig dettur Svarthöfða i hug að tala svona við okkur? Við skulum ræða það og reyna að gizka á það yfir kaffinu í kvöld og loka sjónvarpinu á meðan. Er hann að láta okkur vita, að honum sé enskan töm? Vill hann hömlulausa upptöku aðskotaorða? Þykir honum blendingur tungumála fegri en hreint mál? Eða vill hann bara koma sér vel við bullukolla? Sænska er orðin dálítið fram- hleypin hér: Sögnin að „viðra" hefur fært úr kviarnar. Nú er oft talað um að „viðra“ skoðanir og hug- myndir, rétt eins og þær hafi verið farnar að fúlna. Það mun vera sænska merkingin, sem hér er að ryðja sér til rúma. Svíar kalla það að „vádra“, sem við köllum að láta í ljós eða koma á framfæri. Við segjum, að menn lendi á rangri hillu, lendi hjá góðu fólki eða lendi út af veginum. Nú er farið að segja að menn „hafni“ á rangri hillu. Svona tala Svíar? segja „hamna", þegarvið segjum að lenda. Sænska orðið „gubbe" er að nema hér land. Helzt er það þá haft í niðrandi merkingu, í staðinn fyrir karlfausk eða karl- hlunk. Burt með þennan „gubba“ sem minnir á sjóveiki! (Er ekki nóg að éta eftir Dönum og Könum?) Ponni, polli, gutti og gæi eru komnir í staðinn fyrir dreng, strák, snáða, hnokka og allt það, sem ungviði þetta hefur verið kallað. Er hægt að afsaka þetta með „breyttum þjóðfélagshátt- um“, og „tæknivæðingu nútím- ans“? Mér datt snöggvast í hug þakleki, þegar kona í Reykjavík sagði, að einhver hefði „dropp- að“ inn. Er gestkoma annars eðlis í „tæknivæddu þjóðfélagi“ en í gamla daga, þegar við sögðum, að gestir litu inn eða rækust allt í einu inn? Einhver blekiðjumaður var nýlega að tala um „tildragelsur“, Þorbergur var svo stór, að svona orðskrípi gerðu hvorki að minnka hann né stækka. En þú, litli apaköttur, sem átt ekki við miklu, á þér lengist rófan. Oddný Guðmunds- dóttir, skrifar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.