Tíminn - 16.06.1982, Page 13

Tíminn - 16.06.1982, Page 13
t * » \ t * .! mifi "vjm MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982' Iþróttir ■ Diego Maradona tekur á móti fjölskyldu sinni (16 manns) á Barcelonaflugveili. Liðið ætlaði skömmu seinna að setjast að i æflngabúðum argentínska liðsins, en þá tók þjálfarinn Menotti í taumana. „Lýðurinn upp um alla veggi” (PRIMA) MARADONA - STENMJR UPP í HÁRINU Á MENOTH ■ Vandamálin hrannast nú upp í kringum stórstjörnu fótboltans númer eitt, Argentinumanninn Diego Mara- dona (sem af mörgum er nú kallaður Diego Primadonna). Nú síðast mættu 16 meðlimir fjölskyldu hans sætir og klárir á BarcelonaflugvöU og ætluðu sér að búa hjá Diego í æflngabúðum argentinska landsliðsins á meðan HM stendur. Þegar Maradona kom með liðið að búðunum trylltist þjálfarinn, Cesar Menotti, bókstaflega og öskraði yfir hópinn: „Þetta er heimsmeistarakeppni i knattspyrnu, ekki sumarleyfi. Hugsið ykkur ef allir leikmennirnir kæmu með fjölskyldur sínar og lýðurinn væri hér uppum alla veggi, alla daga.“ Auðvitað varð Maradona hinn súrasti yfir málalokunum og sagði fjölskyldu sína svo mikilvæga, að án hennar á staðnum ætti hann erfitt með að einbeita sér að knattspyrnuleiknum. En Menotti, „el falco“, Loginn, hafði sigur að þessu sinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeim Maradona og Menotti lendir saman, einkum hefur starfsmaður nokkur að nafni Jorge Cyterszpiler séð um að koma þeim i hár saman, en Joggi þessi ku vera einskonar umbi Maradona. Umbinn hefur lengi haft það til siðs að rukka þá sem Maradona yrðir á um stórar fjárfúlgur. Menotti tók loks af skarið gómaði Jogga og skipaði honum að halda sig frá Maradona á meðan hann væri í sinni umsjá. Varð það úr. Nú er allt eins búist við því á Spáni að enn kunni uppúr að sjóða millurn þeirra Menotti og Maradona (og Jogga) og er sagt að andrúmsloft þetta hafi hin verstu áhrif í æfingabúðum Argentínu- mannanna... Þeir taka lífinu létt Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Undirbúningur landsliðs Nýja-Sjá- lands fyrir HM hér á Spáni hefur vakið verðskuldaða athygli. Æfingar hafa verið vægast sagt stopular og hvers kyns skemmtanir í fyrirrúmi. Undanfarna daga hafa þeir heimsótt sólarströndina á Costa del Sol, verið viðstaddir tvö nautaöt, brugðið sér á England- Frakkland í kvöld ■ í dag verður sannkallaður stórleikur í Heimsmeistarakeppninni á Spáni þegar lið Englendinga og Frakka mætast i Bilbao. Bæði liðin þykja líkleg til afreka i keppninni og verður þetta því æði harðskeytt eldskirn. Þá mæta heimamenn, Spánverjar, liði Honduras og þar ætla Spánverjarnir sér að fara með stórsigur af hólmi. Annað væri hreinasta hneisa fyrir spánska. Leikur þessi fer fram í Valencia. Loks ber að nefna viðureign Vestur- Þjóðverja og Alsirbúa í Gijon. -IngH flamingo-hátíð og haft alkó-hólinn í farteskinu. Það var ekki fyrr en i gær (mánudag) að mælt var með því að hafa hemil á köppunum og reyna að koma aga á liðið, en... eingöngu eftir kl. 9 á kvöldin. Leikmennirnir höfðu síðan tveggja klukkustunda æfingu á leikvanginum i Malaga i brennandi sól og lygnu veðri. Það er glöggséð að Ný-Sjálendingarnir eru þrátt fyrir allt í mjög góðu likamlegu formi, en sömu sögu er ekki að segja um leikni þeirra með knöttinn, markskot og önnur tæknileg atriði. Að aflokinni æfingunni kvartaði þjálfarinn sáran undan meiðslum lykil- manna liðsins, en sagði jafnframt að menn sinir gætu komið á óvart i keppninni. „Venjulcga vinnur nauta- baninn, en ég skal ekki þvertaka fyrir, að hið gagnstæða getur alltaf gerst.“ EM/IngH. Tele Santana ■ Fyrir aðeins tveimur árum yfirtók Tele Santana þjálfarastarfíð hjá brasi- liska knattspymulandsliðinu af hinum fræga Claudio Couthinho, sem oft er kallað „heitasta“ starfið i fótbolta- heiminum. Á þessum tveimur árum hefur Santana byggt upp lið sem flestir álíta nú að muni sigra i HM. Á 6. áratugnum lék Santana i Iandsliði Brasilíu, en lcikirnir urðu samt æði fáir, eða aðeins þrir. Árið 1965 hófst þjálfaraferill hans hjá Fluningensen-félaginu og hefur verið nær óslitin sigurganga siðan. Hann þykir sérfræðingur í „taktisku spUi“ eins og sjónvarpsáhorfendur íslenskir hafa væntanlega fengið að sjá i gærkvöldi. 1. deild fótboltans fA-UBK í kvöld ■ Tveir leikir verða í 1. deild fótboltans í kvöld. Á Akranesi leika Skagamenn gegn toppliði deildarinn- ar, Breiðabliki. Norður á Akureyri mætast siðan KA og Valur og hefst sú viðureign kl. 20. Samkvæmt Mótabókinni munu Vik- ingur og ÍBV eigast við í kvöld á Laugardalsvelli í Meistarakeppni KSÍ, en hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum þessa leiks. Venjan hefur verið sú, að reynt hefur verið að gera dálitið umstang í kringum leik þennan, en það er greinilega liðin tið. IngH Tímarit um knattspyrnu ■ Komið er út fyrsta tölublað tima- ritsins Allt um knattspymu og kennir þar margra grasa. Fjallað er um íslandsmótið í ár, viðtal er við Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfara, dagbók Sigurlásar Þorleifssonar frá landsliðsferðinni til Kuwait, fjallað um HM í knattspyrnu o.fl. 1 spjalli við ritstjóra blaðsins, Jens G. Einarsson og Sigurð Helgason, kom fram að áhuginn fyrir slíku knattspyrnutimariti yfir sumarmánuð- ina væri hreint ótrúlegur. „Við vonum að undirtektirnar verði jafngóðar við næsta tölublaði, en það verður í mjög endurbættri útgáfu, ennþá efnismeira og með nýrri útlitsteiknun," sögðu þeir félagarnir. Væntanlegir áskrifendur geta snúið sér (eða skrifað) til skrifstofu blaðsins að Hjarðarhaga 17, Reykjavík. Vormót UIA ■ Vormót UÍA í frjálsum íþróttum 100, 400, 800 og 1500 m. hlaupum, verður haldið 20. júní nk. að Eiðum langstökki, hástökki, kúluvarpi, og hefst keppni kl. 10. Keppt verður í kringlukasti, spjótkasti og að auki í eftirtöldum greinum karla og kvenna: þrístökki karla. -IngH íslandsmet ■ Bryndis Hólm, IR, setti nýtt Islandsmet i langstökki sl. mánudag á fyrra degi Meistaramóts Reykjavíkur i frjálsum iþróttum. Hún stökk 5.80 m., 2 sm. lengra en eldra íslandsmet Helgu Halldórsdóttur, KR. Reyndar hefur Bryndis verið lengi rétt neðan við metið og það var aðeins timaspursmál hvenær hún léti til skarar skriða. -IngH Mynd Ari ■ Bryndís Hólm, ÍR, i metstökki sínu, 5.80m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.