Tíminn - 16.06.1982, Side 20
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrífs
Sími (91) 7 - 75-51, (91) 7- 80 -30.
TTTTi'pv'n TTT? Skemmuvegi 20
rlrjUU rir . Kópavogi
Mikiö úrval
Opið virka daga
919 • Laugar-
daga 10-16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingafélag
labriel
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Armiila 24
Sími 36510
— sautjánda
árbók
Þjóðsögu
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri bókarinnar í heimsókn
■ Þá hefur bókaútgáfan „Þjóð-
saga“ sent frá sér árbókina i 17.
sinn og að þessu sinni er það að
sjálfsögðu „Árið 1981“ sem
kemur út. Þetta er stór bók og
afburða vönduð, 344 blaðsíður
að stærð og i sama broti og
simaskráin. Eins og áður er í
bókinni islenskur sérkafli. I
tilefni af útkomu bókarinnar eru
komnir hingað til lands þeir Eric
Gysling aðalritstjóri bókarinnar
í Sviss og Gerd Braun fram-
kvæmdastjóri. Við hittum þá að
máli fyrir helgina og spurðum
ýmissa atriða um bókina.
„Bókin byrjaði að koma út árið 1946
á sænsku," segir Gysling, „ og hún var
skjótt þýdd á öll hin helstu tungumál og
kemur nú út á átta málum. Þau eru
þýska, franska, italska, spænska, enska,
sænska, finnska og íslenska. Bókin
hefur komið út á íslensku frá 1965 og
upplag hennar hér er um 6 þúsund
eintök. Það verður að teljast mjög mikið
á ekki stærri markaði. Líklega kemur
bókin út í alls 120 þúsund eintökum á
þeim málum sem ég nefndi. Vegna þess
að bókin á uppruna sinn á Norðurlönd-
um hefur hún stöðugt mikla útbreiðslu
þar og við hana starfa bæði finnskur og
sænskur ritstjóri og danskur útlitshönn-
uður. Það er að sjálfsögðu mikill fjöldi
manna sem kemur við sögu við gerð
bókarinnar ár hvert og ég á erfitt með
að nefna neina tölu, því margir vinna
fyrir okkur i igripum víða um lönd.
Ljósmyndirnar kaupum við með tilstyrk
umboðsmanna, en eigum síður samband
við ljósmyndarana sjálfa. Vinnsla bókar-
innar byggist því á mjög vel skipulögðu
neti umboðsmanna.
Já, ég hef komið til fslands áður og
tala nokkra islensku. Ég hef lengi verið
hugfanginn af þessu háþróaða máli og
íslenskri menningu ekki sist bókmenn-
ingu. Gerð íslensku útgáfu bókarinnar
nú er til dæmis sérlega vel af hendi leyst,
en hún er sett og filmuunnin á íslandi.
Prentun var gerð í Sviss og bókbandið
unnið i Þýskalandi. Þetta er mjög falleg
bók. Bókalestur og bókagerð stendur á
traustum grunni á íslandi og nærist á
menningaráhuga landsmanna. Eg hef
fengið tækifæri til þess að hitta Halldór
Laxness að máli og ræða við hann um
stund.. Það var mér ógleymanleg stund.“
Gysling er mikill áhugamaður um
svifflug og við spurðum hann nú hvort
hann hefði ekki fengið tækifæri til þess
að spreyta sig i þeirri list hérlendis.
„Já, ég hef um 300 flugtíma sem
svifflugmaður. Ég fékk einmitt tækifæri
til þess að skreppa upp á Sandkeiði um
daginn og fór þar i flugferð. Ég bauð
vini minum, Hafsteini Guðmundssyni,
forstjóra Þjóðsögu að koma með mér í
íoftið, en hann afþakkaði gott boð.
Hvað sem veldur. Ég vona þó að hann
skipti um skoðun og komi með mér
næst.“ -AM
Gerd Braun, framkvæmdastjóri og Eric Gysling, aðalritstjóri árbókarinnar.
(Tímamynd G.E.)
fréttir
Markaregn á HM
■ Sannkallað markaregn
varð i þeim þremur leikjum
sem leiknir voru í gærkveldi i
úrslitakeppni Heimsmeistara-
mótsins i knattspyrnu sem fer
fram þessa dagana á Spáni.
Ungverjar settu nýtt marka-
met í keppninni allt frá
upphafi hennar, þegar þeir
sigruðu E. Salvador 10:1. Er
þetta í fyrsta sinn sem liði tekst
að skora svo mörg mörk í leik
að tveggja stafa tölu þurfi til
að lýsa fjölda þeirra. Staðan i
hálfleik var 3:0 fyrir Ungverja-
landi.
Skotar lögðu Nýja Sjáland
með 5 mörkum gegn tveimur,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 3:0, eins og í leik
Ungverja og E1 Salvador. Að
lokum kepptu Perú og Kamer-
on. Skar sá leikur sig út úr
öðrum leikjum sem fram fóru
um kvöldið, því hann endaði
með markalausu jafntefli.
-Kás
„Ánægð með
þessa Iausn“
- segir Bella Korsnoj
■ „Auðvitað er ég ánægð
með þessa lausn eftir allt það
sem á undan er gengið. Við
erum nú i óða önn að ganga
frá öllu sem ganga þarf frá í
sambandi við flutningana og
ég reikna með að við förum 27.
þessa mánaðar," sagði Bella
Kortsnoj, eiginkona skák-
meistarans Viktors Kortsnoj,
en eins og kunnugt er fengu
Bella og sonur hennar Igor
leyfi til að flytja frá Sovétríkj-
unum fýrir skömmu eftir sex
ára þras við stjórnvöld í
Sovétrikjunum.
„Ég get ekki sagt að þetta
hafi komið mér á óvart. Ég
reiknaði alltaf með að þeir
myndu leyfa okkur að fara
eftir að Igor var búinn að
afplána fangavistina. Enóneit-
anlega var ég kvíðin um tima,
eftir að þeir kvöddu hann í
herinn á nýjan leik.
Nú vil ég gleyma þessu stríði
og hefja nýtt líf með eigin-
manni mínum og syni. Við
Igor hlökkum mikið til að hitta
Viktor,“ sagði Bella. -Sjó
dropar
Handa-
bandid
■ Það líður ekki sá dagur að
ekki berist nýjar upplýsingar
af nábúadeilunum á Bergþórs-
hvoli, þar sem þeir eigast við
þingmaðurinn Eggert Hauk-
dal og klerkurinn Páil Pálsson.
Þótt undarlegt megi virðast
mun þeim aldrei hafa lent
saman í eigin persónu i öll þau
ár sem deilan hefur staðið
heldur hafa einhverjir aðrir
séð um að skattyrðast fyrir
þeirra hönd. Þó höfum við
spumir af því að þeir hafi hist
á hvitasunnunni, og nieira að
segja tekist i hendur i fyrsta
(og kannski siöasta) sinn.
Þannig var að Eggert, ásamt
öðrum gestum, var á leið úr
kirkju eftir að hafa hiýtt á
messu. Séra Páll stóð i kirkju-
dyrunum og kvaddi alla með
handabandi. Það munu hafa
komið nokkrar vomur á klerk-
inn þcgar Eggert kom i
gættina, en eftir nokkra um-
hugsun tókust kapparnir þó í
hendur þótt litil hafl orðaskipt-
in orðið.
Það fylgdi sögunni, og má
vera til marks um hörkuna sem
hlaupin er í deiluna, að
heitustu stuðningsmenn Egg-
erts munu hafa skotið sér
undan þvi að taka i hönd
klerksins.
Flottir
á því
hjá SÍF
■ Þeir hjá Sölusambandi is-
lenskra fiskframleiðenda voru
flottir á því þegar þeir héldu
upp á 50 ára afmæli sambands-
ins í gær. Gestir í hádegisverð-
arboði voru svo margir að þeir
fylltu Súlnasal Hótel Sögu, og
eins og teljast verður viðeig-
andi var boðið upp á saltflsk í
matinn, enda liflð salflskur hjá
þeim í SÍF. Það var þó engin
venjulegur saltfiskur með feiti
og kartöflum sem var á
borðum, heldur voru fengnir
hvorki fleiri né færri en sex
matreiðslumeistarar frá Portú-
gal til þess að hantera fiskinn
eins og finast þykir þar i landi.
Saltfiskurinn var matreiddur á
níu mismunandi vegu og rak
mörlandinn upp stór augu
þegar hann sá suma réttina.
En það var ekki látið sitja
við saitfiskinn einan heldur
voru framreiddar fjórar teg-
undir af portúgölskum guða-
veigum: hvitvín, rauðvin,
sherrý og brandý. Gestir munu
ekki hafa verið síður hrifnir af
þeim en saltflskinum. Af
þessum vinum er annars það
að segja, að umboðsmaður
SÍF i Portúgal sendi þau
sérstaklega hingað til lands i
tilefni af umræddri veislu.
Til hamingju með afmælið -
saltflskmenn!
Krummi...
sá þessa smáauglýsingu í DV:
„53 ára kona óskar eftir að
kynnast góðum manni með
smáferðalög í huga og í
september til Júgóslaviu, þarf
að fjármagna sinn hluta“.
Hverslags frekja er þetta
eiginlega?