Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 7 „ALLIR FRÍTIMARNIR HAFA FARIÐ í ÞETTA” — segir Kristján Jónsson sem byggir út á Eiðsgranda „Ég verð að segja það með fvllstu hreinskilni að mér er farið að líða illa vegna þess að allir frítimar sem maður hefur átt hafa faríð i þetta í vetur“ sagði Kristján Jónsson f samtali við Tímann er við hittum hann út á Eiðsgranda þar sem hann er að byggja íbúðahús. „Veturinn áður fórum við hjónin oft í leikhús, í bió eða þá á böll en f vetur hefur þetta ekki verið neitt ef frá er talið eitt þorrablót. Já konan hjálpar mér mikið, hún er eiginlega yfirtimburskafari hérna og við höfum verið að skafa og hreinsa timbrið úr kjallaranum hér en ég og strákur sem ég hef með mér slógum kjallaranum up.“ Sérstök tilfínning að gera þetta sjálfur? „Við reynum að vinna allt sem við getum sjálf og ég tel sparnaðinn af því svo mikinn að sá sem aflað hefði sér fjár til að byggja svona hús gæti tekið sé r launalaust frí eitt sumar og unnið sjálfur að byggingunni og útkoman mundi vera sú að hann hefði samt sem áður haft góð meðallaun á þessum tima. Fyrir utan spamaðinn þá er það sér-stök tilfinning að hafa gert þetta sjálfur, sjá þetta rísa upp, og síðan getað gengið um kjallarann, svo dæmi sé tekið, og séð veggi og uppslátt sem maður hefur persónu- lega átt hluti i að byggja. Auk þess má nefna lærdóminn sem maður hefur af þvi að gera þetta sjálfur og það að geta svarað þessum algengu spumingum játandi sem alltaf koma upp er húsbyggjendur taka tal saman eins og til dæmis „Lagðirðu ekki járnin sjálfur?,, og þar fram eftir götunum. Veðrið setti strik í reikninginn „Við byrjuðum þessa byggingu í september í fyrra, ég man að það var skinandi fallegur laugardagur er fyrsta skóflustungan var tekin ef svo má að orði komast. Hinsvegar má segja að veðrið hafi slegið úr manni kjarkinn en það var vont framan af þannig að við höfðum ákveðið að byrja ekki aftur fyrr en í síðasta mánuði, hinsvegar mildaðist vetur- inn fljót lega þannig að við höfum getað sinnt þessu meira og minna i vetur. í þessu sambandi má geta þess að smiðir og iðnaðarmenn em ekki á hverju strái þannig að ef þeir koma þá verður að halda sig við efnið. Meðalþankagangurinn í svona húsbyggingum er að fleygja þessu upp fokheldu til að fá lánin sem maður á kost á í þessum efnum en þau eru veitt út á fokheld hús og takmarkið hjá mér er að koma þessu i það horf fyrir veturinn þannig að hægt sé að vinna innivinnuna i húsinu næsta vetur. Aðspurður um fjármögnun á húsi sem þessu segir Kristján að vafa laust séu ýmsar út gáfur á því. „Við stöndum vel að þessu leyti því við höfum safnað okkur fyrir kaupum á íbúð í byggingu. Síðan duttum við i lukkupottinn og feng- um lóð hér en þegar þetta hús verður orðið fokhelt þá er ekki mikið eftir i sjóðnum. Fólk hefur ekki efni á lánum „Hvað sjálf lánin varðar sem maður hefur kost á þá eru þau öll verðtryggð þannig að nú þarftu að borga fyrir það sem þú færð lánað. Ég held að engin vandræði séu á að útvega ser lán en með þeim fyrir vara að þau séu verðtryggð og .það gerir það að merkum að fólk hefur ekki efni á þeim lánum sem standa þeim til boða. Ég hef dáldið velt þessu fyrir mér og mér sýnist að verðlag og kaup- máttur haldist svona 30-40% af launum og þá ætti þetta að ganga miðað við að maður borgi þá 30-40% af launum i afborganir eftir fimm ár. Þetta ætti því að ganga ef maður gefur sér þessar forsendur“. Þjófnaður er vandamál „Við höfum átt við eitt vandamál að striða sem við tókum ekki með i reikninginn en það er þjófnaður á timbri að verðmæti 15-20 þús. kr. og það hefur komið í ljós að nágranni minn á við sama vandamál að striða en hjá honum hefur horfið önnur gerð af timbri þannig að reikna má með að þjófurinn standi sjálfur i uppslætti. FLYM0GLE-S Fljúgandi furðuhlutur eða hvað? 1. Flymo GLE-S er lauflétt loftpúðasláttuvél búin 1400w rafmótor (fæst einnig með bensínmótor). 2. Flymo GLE-S slæríallar áttir undir þinni stjóm, jafnt hávaxið gras sem lágvaxið, blautt eða þurrt. 3. Flymo GLE-S slær kanta og toppa miHi garðhellnanna eins og ekkert sé og smýgur undir runna og tré án þess að skilja eftir sig sár. 4. Flymo GLE-S erjafn auðveld ígarðinum eins og ryksuga innan dyra þvi hún er með rafmagnstengingu sem hægt er að fram- lengja. 5. Flymo GLE-S er öflugasta rafmagnssláttuvéhn á markaðnum. 6. Flymo GLE-S tekur sama og ekkert pláss í geymslunni þvíþú leggur handfangið alveg saman. 7. Flymo GLE-S hefur marga fleiri kosti. Líttu inn á næsta útsölu- stað ogkynntu þér þá. 8. Flymo GLE-S kostar aðeins kr. 2.750. - (gengi 1.5.82). FLYMO - Erþað nokkur spurning? Jl inSíil XÆKNIMIÐSTOÐIN HF Smiójuveg 66. 200 Kópavogi S:(91)-76600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.