Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 15 Voronlegálklœdmng ■ Á sýningarbásunum er lögð áhersla á að varan sé sett þannig upp, að fólk geti gert sér grein fyrir því hvernig hún litur út þegar hún er komin upp. Þessi litla bygging, klædd álklæðningu er talandi dæmi um slíkt. ■ Til hægri á myndinni eru sýnishorn af vatnsþolnum krossviði til klæðningar utanhúss, en Ólafur tjáði okkur Timamönnum að svona klæðning væri nýjung, og að tilraunir Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins með hann lofuðu mjög góðu. ■ Hér notfæra þau Helgi Skúlason og Helga Backmann sér þjónustu landslagsarkitektsins, sem hefur að undanförnu leiðbeint fólki um skipulag garða. ■ Steinunn Jónsdóttir sér um að leiðbeina fólki og veita upplýsingar. asta, þegar hún er komin upp. Ég er engan veginn að segja að slikt sé algilt, en það getur hins vegar átt sér stað.“ Rekum fyrirtækið með hagnað í huga” - Hvernig fjármagnið þið rekstur Byggingaþjónustunnar? „Reksturinn byggist á þvi að þau fyrirtæki sem leigja sér hér sýningar- stöðu, þau borga ákveðna leigu áári. Það er markmið okkar að reka þetta fyrirtæki með hagnaði, en vera ekki styrkþegi hins opinbera.” - Hvemig hefur ykkur tekist að uppfylla það markmið? „Það hefur bara tekist vel. Okkur hefur tekist að reka fyrirtækið á þessari frægu núll-stefnu. Það má segja að i okkar tilfelli eigi þessi núll-stefna fullan rétt á sér, því ef við emm með hagnað, þá eyðum við honum jafnóðum i einhverskonar fræðslu- eða upplýsingastarfsemi, sem kemur þá almenningi aftur til góða.” - Hversu mörg fyrirtæki sýna hér hjá ykkur i einu? „Núna eru hér í kringum 90 fyrirtæki sem leigja hér sýningarað- stöðu, og leigja þau hvert um sig til árs i senn, og framlengjast siðan leigusamningamir ef óskað er. Ég held ég megi segja það, að fyrir utan það að vera góð auglýsing fyrir fyrirtækin og i raun heilbrigð auglýs- ing, þá er þetta afskaplega þakksam- lega þegin þjónusta af almenningi gagnvart þeim fyrirtækjum sem sýna hér. Við teljum hér að þau fyrirtæki sem sýna hjá okkur njóti talsverðs velvilja frá almenningi, jafnvel frem- ur en þau sem ekki sýna hjá okkur.” - Hafið þið aðstöðu til þess að bjóða fleiri fyrirtækjum upp á sýn- ingaraðstöðu hjá ykkur? „Já, þaö mættu gjaman koma fleiri hingað inn, til þess að við gætum dekkað sem allra mest af markaðnum. Við getum með góðu móti bætt við svona 10 til 15 fyrirtækjum í viðbót. Við getum raunar verið með 200 fyrirtæki hér, en þá aðeins með þvi móti að hvert fyrirtæki hefði eina sýningareiningu. Sum fyrirtæki sem sýna hjá okkur em hins vegar með allt upp i 8 einingar.” Sum fyrirtækin vilja hins vegar alls ekki sýna hér, því þau vilja alveg ákveðið fá viðskiptavinina til sin, sem er jú sölumannasjónarmið út af fyrir sig. En það er staðreynd, að mörgum finnst einmitt betra að skoða vömna á stað eins og þessum, þar sem þeir em ekki undir þrýstingi frá sölumanninum. Hér veit fólk að það getur spurt - það getur verið afslappað og skoðað að vild án þess að verða vandræðalegt og hafa það á tilfinningunni að það verði að kaupa. Hér er enginn sem gin yfir þvi og þrýstir á um kaup.” „Sérkynningar fyrirtækjanna” „Þá vil ég aðeins drepa á einn þátt starfseminnar hjá okkur, sem eru sérkynningar fyrirtækjanna sjálfra. Fyrirtækin hafa sérkynningu fyrir fagmenn, þar sem þeim em sýnd efnin og kennt að meðhöndla þau og bent á hvaða efni sé rétt að nota i hverju tilfelli fyrir sig. Þetta er einn liðurinn í simenntun fagmanna, til þess að tryggja það að neytandinn fái bestu efnin sem kostur er á hverju sinni, því við þekkjum alltof mörg dæmi um það að notuð hafí verið röng efni, og það er auðvitað alltaf neytandinn sem borgar. Auk þessa eru settar upp hér sérsýningar fyrirtækja hér niðri á paliborðinu. Þegar fólk kemur að skoða þessar sérsýningar, þá eru hér yfirleitt til staðar menn frá fyrirtækj- unum, sölumenn, sem við leggjum afar mikið upp úr að séu sérfræðing- ar. Það fer alltaf meir og meir inn á þá braut, að fagmenn með sérfræði- lega þekkingu séu til leiðbeiningar á svona sérsýningum, en ekki hreinir sölumenn. Við emm einnig með annars konar sérsýningar, eins og t.d. nú síðustu vikurnar hefur verið hér sýning á húsnæði þvi sem hefur verið byggt fyrir aldrað fólk, ásamt þvi sem er í byggingu, á að fara að byggja, eða er einungis á teikniborð- inu. Þessi sýning er innlegg í umræð- ur sem fram eiga að fara um húsnæði handa öldruðu fólki og verður fjall- að um þetta á faglegan hátt af ýmsum aðilum. Niðurstöður þessara umræðna verða siðan aftur innlegg i meiriháttar ráðstefnu sem Samband islenskra sveitarfélaga ætlar að gang- ast fyrir nú i haust um málefni aldraðra.” - AB BYGGISTA ÞESSU Traust og ending hvers mannvirkis byggist á góðu hrá- efni og vandaðri smíði. Þið fáið steypustál járnbindivír mótavír gluggagirði þakbita þakjárn pípur í hitalögn og vatnslögn í birgðastöö okkar Borgartúni 31 sími27222 Allt úrvals efni á hagkvæmu verði. sindraÆ,stálhr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.