Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 Innréttingahúsið býður: Innréttingar f öll herbergi ■ Innréttingahúsið hf. flytur inn innréttingar frá þeim frægu framleið- endum HTH kökkener i Danmörku. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins og einn af meðeigendum er Sigurður Karlsson. Við báðum hann að segja svolitið frá fyrirtækinu. „Við erum búnir að flytja inn innréttingar í fjögur ár. Fyrst vorum við með umboð fyrir norskar innréttingar, en hættum við þær og tókum þessar dönsku á síðasta ári. Við erum meðal þeirra stærstu í innréttingainnflutningi, fluttum á síðasta ári inn milli þrjú og fjögurhundruð eldhúsinnréttingar. Við urðum að hætta við þær norsku vegna þess að gengi norsku krónunn- ar er óhagstætt og norsk framleiðsla verður því dýr. Þetta danska fyrirtæki er mjög gott að eiga viðskipti við. Það er í mjög örum vexti, veltan hjá því hefur tuttugu og þrefaldast á siðast liðnum átta árum. Það er mjög athyglisvert, þar sem mjög mikill samdráttur er i dönskum bygginga- iðnaði. Fyrirtækið er rekið af tveimui*bræðrum, sem byrjuðu fyrir 15 árum í smáskúr en eru núna með fyrirtæki sem veltir 300 milljónum danskra króna á ári og hefur nær 500 starfsmenn. Þetta fyrirtæki hefur lagt mikla áherslu á að bjóða aðlaðandi vöru og góða og hefur bæði „Varefakta" og „Möbelfakta” viðurkenningar. Þetta eru raunar einu innréttingarn- ar, sem seldar eru hér á landi, sem Enginn efast umgæðinfra Gener Þvotturinn þinn á aðeins skilið það besta ÞVOTTAVÉL — tekur allt að 9 kg. og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Stillanlegt vatnsmagn í samræmi við þvottinn hverju sinni. ÞURRKARI — tekur allt að 7 kg. af þurrum þvotti. Meðal þurrktími 60-70 mín. 3 mismunandi hitastillingar. hafa báðar þessar viðurkenningar.” - Hvernig stendur þetta á íslensk- um markaði? „Vegna þess að gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið látið sfga í takt við innlendar kosnaðarhækk- anir, er tiltölulega auðvelt að selja þetta hér. Nýleg verðkönnun sýndi að þetta eru meðal ódýrustu innréttinga á markaðnum hér. Hinsvegar hefur Viðskiptaráðun- eytið sett á okkur innborgunarskyldu sem er i gildi á þessu ári. Innborgun- arskylda er þannig að þegar varan er greidd i banka þarf að greiða 35% af upphæðinni inn á geymslureikning með lágum vöxtum og þar er það geymt i 90 daga. Þannig getur fyrirtækið orðið að liggja með stórfé á lágum vöxtum inni á geymslureikn- ingi, en á i erfiðleikum með að fá jafnvel helminginn af þeirri upphæð að láni í bönkum með miklu hærrí vöxtum. Af þessu hlýst bæði vaxtatap og verulegir greiðsluerfiðl- eikar.” - Hver er hlutur innfluttra innréttinga á markaðnum hér? „Um 35% en var fyrir þrem árum 10-15%. Ef miðað er við þyngd, er aukningin í fyrra frá árinu áður um 100% og virðist ætla að verða eins mikil í ár.” - Á þessi framleiðsla, sem þið seljið, velgengni sína að þakka einhverjum sérstökum svip? „Nei, þetta fyrirtæki stílar uppá mikla sölu og framleiðir þvi margar útlitsgerðir, svo flestir geti fundið þar það sem þeim líkar. Við bjóðum innréttingar með átta mismunandi möguleikum á útliti, frá hvítmáluðu í harðvið af mismunandi gerðum.“ - Og þið bjóðið innréttingar í öll herbergi? „Við höfum eldhúsinnréttingar, baðherbergisinnréttingar, fataskápa innréttingar í þvottaherbergi, barna- herbergi o.fl.“ -Hvemir starfið þið með hús- byggjendum? „Þeir sem em að byggja eða endumýja koma hingað með hug- myndir sinar, eða teikningar. Sfðan skipuleggjum við eða teiknum út frá því. Ef svo ber undir og þess er þörf, þá komum við á staðinn og mælum upp húsnæðið og geram nákvæmt tilboð. Hjá okkur starfar stulka sem er f námi í innanhússarkitektúr og sér um þessa hlið málanna. Hver innrétting er sérpöntuð og það tekur um 6-8 vikur að fá hana, frá pöntunardegi. Afgreiðslutimi hjá okkur er mjög svipaður þvi sem er hjá fslenskum framleiðendum. Við útvegum svo menn til að setja innréttingamar upp. Kjörin era þannig að við pöntun er borgaður þriðjungur verðsins og svipað við afhendingu, en síðasta þriðjunginn lánum við í 4-6 mánuði, „sagði Sigurður Karlsson. -SV. „OFNAR NÁ- CRANNANS OKKAR BESTA AUGLÝSING” — segir Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Funaofna ■ „Funaofnar” f Hveragerði vora stofnaðir árið 1978 á grandvelli fslenskrar uppfínningar f ofnasmfði og sá vfsir sem þá óx úr grasi hefur vaxið og dafnað, svo nú á fyrirtækið mikil viðskipti f öllum landshlutum og sú auglýsing sem hefur orðið því drýgst era „ofnamir f húsi nágraim- ans”, eins og Bjami Kristinsson, framkvæmdastjóri, orðaði það f samtali við okkur, en hann rekur fyrirtækið ásamt Indriða bróður sfnum. Bjami sagði, þegar við ræddum við hann, að fýrirtækið hefði orðið fyrir talsverðum örðugleikum f byrj- un, vegna þess að húsnæði þess brann seinnipart árs 1978. En þá var strax hafist handa við byggingu nýs húsnæðis, sem flutt var í fyrir tveimur áram. Er það mjög hentug 450 fermetra bygging. „Hér starfa 12-15 manns,” segir Bjami, „en framleiðslan hefur aukist ár frá ári. Sem áður segir er þetta alfslenskur ofn, sem ekki byggir á neinu einkaleyfí erlendis frá og með vaxandi eftirspum höfum við komið okkur upp æ betri vélakosti, svo sem vél sem sýður stálið sjálf, en við búum ofnana til úr finnsku stáli, sem valsað er í Danmörku. Þetta era prófilrör, sem við fáum í sex metra lengjum og bútum niður sjálfír. Rörin era sett þannig upp að þau stýra rennslinu fram og til baka í ofninum, sem veldur mjög góðri nýtingu á vatninu. Er það sérlega hagkvæmt, þar sem hitaveitur era tiltölulega hitalitlar. Þessir ofnar era viðurkenndir af Iðntæknistofnun og f bréfi frá þeim segir að þessir ofnar séu þeir sterkustu sem þeir hafa prófað. Þeir reyndust þola 35 kg. þrýsting og ef til vill meira, því þá voru þeir enn ekki famir að leka. Venjulegur þrýstingur á ofíium er um 2 kg. í fyrra var framleiðsla Funaofna um 7 tonn á viku, eða um 300 tonn á ári. Lengd röra f þessu magni er 150 km. Bjami sagði allt benda til vaxandi sölu í ár, því söluaukning frá áramótum er veraleg. Fyrirtækið er nú að fara af stað með afkastahvetjandi launakerfi, og hefur maður frá Félagi fsl. iðnrek- enda þegar útbúið prógramið. Auk ofnanna framleiða Funaofnar rafhitunarkatla og var mikil fram- leiðsla á þeim á siðasta ári. Með því hve rafmagn er nú orðið dýrt að tiltölu samanborið við olíu dróst salan hins vegar saman f ár, en með umræðum á þingi um að minnka þennan óeðlilega mun, hefur eftir- spum aftur farið í gang. - AM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.