Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.06.1982, Blaðsíða 7
" ■ „En eftir næstu aldamót getur verið, að eitthvert skáldið fái ógeð á okkar skáldakynslóð og felli sig ekki við þrálátan ljóðadraum ungs manns um að naga brjóstin af unnustunni. Framtíðarmenmrnir vega þá og meta ljóð aldamótaskáldanna, atómljóð okkar tíma, kveðskap bubbanna og dóma matsmannanna - en einna sízt vildi ég þá vera í þeirra sporum“. kom ekki fyrir almenningssjónir. En samtök þessi hafa einnig, segir frúin, • knúið eina af stærstu auglýsingaskrif- stofunum til að afturkalla 50 sjónvarps- auglýsingar. Og enn segir Löðurleik- konan: „Dapurlegast af öllu er þó, að þögli meirihlutinn i Bandarikjunum sem er á móti siðferðispostulunum - lyftir þó ekki litla fingri“. Leikkonan á þó hauk í homi: Hún fullyrðir, að bæði Gerald Ford og Lady-Bird-Johnson skilji, að „þessa þróun verði að stöðva“. Ekki hefur heyrzt, að Löðurvinir hér á landi eigi svona hátt setta sálufélaga. Konur eru sums staðar farnar að afsegja subbulegt orðbragð og þær dillirassamyndir, sem þær segja, að hafi listina sem skálkaskjól en þjóni peninga- græðgi. „Hispurslausu raunsæismennimir", sem hafa miklar áhyggjur af þvi, að börn kynnist of mörgu „góðu fólki“ í máli og myndum, hafa minni áhyggjur af ofbeldismyndunum, sem þau sjá flesta daga. Uppeldisfræðingur, sem fjúkandi reiður kvartar um, að sjónvarpið sinni ekki þörfum bama, minnist ekki á glæpamyndir. (H.B. í Þj. 26/10. r79) Hann segir: „Þau geta notið með þeim (fullorðnu) allra sætu fræðslumyndanna um fiska, skordýr, fugla, fjallatinda og eyðieyja, spennandi amerískra bíómynda og enskra framhaldsmyndaþátta, alls þessa snurfusaða afþreyingarefnis -. Það er ekki mikil hætta á, að börn fái að sjá eðlilega, trúverðuga mynd af sjálfum sér-.“ En fræðslumyndimar kallar hann að „svæfa og gefa nammi“. Maðurinn fer kringum afbrotakennsl- una eins og köttur í kringum heitt soð, en ræðst á fræðslumyndimar með háðsglósum. En myndimar af dýralífi, gróðri og óbyggðum, utan lands og innan, er það sjónvarpsefni, sem ég er þakklátust fyrir. Raunsæismaður vill ekki, að bömin sjái blóm og fugla. Það á að vera andstætt veruleikanum. En fræðslu- myndimar sýna okkur líka oft myndir af mannlifi, ekki sizt af fátæku fólki og vansælum bömum. En það er víst bara „nammi“, fyrst „kaldir karlar“ fá ekki neitt við sitt hæfi. Geðshræring mannsins er af sama toga spunnin og áróðurinn gegn Sléttu- húsinu. Blóm og fuglar! Þetta er of væmið handa okkur „köldu körlunum“. Uppalandinn læðist hikandi í áttina að ósómanum, þegar hann nefnir „spenn- andi, ameriskar bíómyndir", en hann brestur einurð til að ganga beint fram og benda á ósómann, „afbrotaskóla ríkisins“, eins og hreinskilinn maður kallaði sjónvarpið nýlega. Eflaust er vandlifað fyrir Sjónvarpið. Það hefur engan frið fyrir hneykslunar- gjörnu fólki, sem ærist út af öllu, sem okkur er ætlað til fróðleiks og hugleið- inga. Jafnvel glaðir og sniðugir skemmti- menn fá að heyra dylgjur: „Þótt Svavar Gests, Jónas Jónasson og Jón Múli, sem manni skilst, að eigi að koma í staðinn (fyrir poppþáttinn) séu góðir til síns brúks, þá held ég, að hvorki þeir né aðrir álíti þá fulltrúa pönks og nýbylgju, sem nú em ríkjandi stefnur í alþýðulist“, segir einn þessara matsmanna (Andrea Jónsd. Þjóðv.) sem dagblöðin afhenda áhrifavald i mannfé- laginu. Ekki er tekið fram í greininni, hvar þessir menn, sem eru „góðir til sins brúks“ mega láta til sin heyra, ef „alþýðan" (þjóðin?) vill ekkert nema „ræflarokk“ svokallað. Hætt er við, að svona matsmenn, sem stöðugt em að tala í nafni almennings, viti ekki eins gjörla ofan í almenning og þeir halda. Sjálfir em þeir eflaust „góðir til síns brúks“, en ekki nógu góðir - nógu fróðir - til að tala borginmannlega í umboði þjóðarinnar. Kvikmyndarinnar Brennunjálssögu, (sem Sjónvarpið hafnaði), er minnzt í Visi 25. september. E.R. segir þar, að hún „deili á þann innantóma hátiðleika, sem hefur fram að þessu umlokið fombókmenntimar. “ Ef E.R. kallar það „innantóman hátíðleika“, sem Sigurður Nordal, Jón Helgason og Einar Ól. Sveinsson hafa ritað, og hún hefur ekki fundið neitt við sitt hæfi, fyrr en Brennunjálsmyndin kom, þá veitir vist ekki af að fara að matreiða fombókmenntimar eftir nýj- um uppskriftum handa nýrri langskóla- kynslóð, sem finnur hjá sér getu til að betmmbæta þær. Það er ekki einsdæmi, að seinheppnir skopiðjumenn gamna sér við að klúðra saman eftirhermum, sem breyta blá- kaldri alvöru látinna kynslóða í létt hjal. Sú uppsuða getur með sanni kallast „innantóm". Hún er hvorki fugl né fiskur, heldur afstirmi og örþrifaráð manna, sem halda, að hver sem er geti framleitt fyndni í tímavinnu. Þannig er til komið blaðamannabölvið og blaða- manna- „hispursleysið“, sem er sú eina, sanna væmni blekiðjunnar. Það er ekki einungis „gott fólk“ og tilfinningar þess, sem em illa séðar í bókmenntunum. Sumum matsmönnum er meinilla við, að höfundamir hafi einhverjar skoðanir: „Svo voru kaflar, sem voru dálítið slæmir, af því að höfundamir vom svo ákafir að troða upp á okkur skoðunum, kafli úr Atómstöðinni og úr Lifandi vatninu,“ segir Sverrir Hólmarsson (ÞJ: maí, 79) um unglingaskemmtun. Hrósar hann mjög textum eftir Pétur Gunnarsson. „En svo vom lika skelfing þynnkulegir og væmnir textar eftir Úlf Ragnarsson, Sig. Júl. Jóhannesson og Örn Arnarson Þá vitum við það, að hægt er að bera Pétur Gunnarsson og Örn Arnarson saman, þannig, að Örn láti í minni pokann. Hér er annars visa eftir P.G.: í húsinu á móti hefur hún hengt út um gluggann brjóstahaldið sitt og nærbuxurnar það flaksast pínulitið fyrir næstum engum vindi - ég vildi að ég mætti bita i brjóstin hennar.“ Það er ekki á eina bókina lært, sem skáldum getur dottið í hug utan við glugga. Mér verður að rifja upp i huganum kvæði Tómasar „Frá liðnu vori.“ Hver kynslóð slær á sina strengi og syngur með sinu nefi. Skáldin líka. „Fékk ógeð á nítjándu aldar skáldun- um,“ segir Stefán Snævar i viðtali við Morgunblaðið 9/11.‘80. En eftir næstu aldamót getur verið, að eitthvert skáldið fái ógeð á okkar skáldakynslóð og felli sig ekki við þrálátan ljóðadraum ungs manns um að naga brjóstin af unnustunni. Framtíðarmennirnir vega þá og meta ljóð aldamótaskáldanna, atómljóð okk- ar tima, kveðskap bubbanna og dóma matsmannanna - en einna sízt vildi ég þá vera í þeirra sporum. Oddný Guðmundsdóttir. menningarmál ■ Gamalt málverk cftir Óla G. Jóhannsson Sýning hjá Flugleiðum ÓLI G. JÓHANNSSON GALLERI AIRPORT Reykjavíkurflugvclli Mötuncyti Flugleiða Málverkasýning Menningarviðleitni í matmálstímum Á vorum dögum þykir öll sú menningarviðleitni, sem fólgin er í þvi að fara með sannleikann og listina í skóla og á vinnustaði, vera af hinu góða. Þjóðleikhúsið er með skólasýningar, Alþýðuleik- húsið fór á vinnustaði með fagnaðarerindið, og svo er um fleiri, og menn leggja frá sér vinnu sína um stund, meðan listafólkið hefur viðdvöl. Svona er þetta á fleiri stöðum, bókabilar aka um göturnar með þýfi og bókin er send mönnum heim í bæli með sérstökum hraðboða, ef ekki vill betur. Og svo eru það þeir i myndlistinni sem nú orðið sýna myndir á ýmsum stöðum, sem áður voru ekki ætlaðir myndlistarsýningum. Þessa starfsemi ber að með ýmsum hætti. Yfirvöld verja fé til leiksýninga á vinnustöðum og til að láta menn i úlpum lesa í skólum. Myndlistarmenn munu á hinn bóginn treysta fremur á að ein og ein mynd seljist. Og þeir eiga yfirleitt ekki frumkvæði að vinnustaðasýningum, heldur áhugasamir starfsmenn, sem vilja sinna menningu á sinum vinnu- stað, auk þess sem þeir stunda sín venjulegu störf. Einn slíkur staður er matsalur starfsmanna Flugleiða við af- greiðsluna og flugstöðina við Skerjafjörð, eða Skildinganes. Þar hefur verið innréttað vel búið mötuneyti og eldhús i eldra húsi, og þar hafa frá því að mötuneytið tók þarna til starfa, verið haldnar allnokkrar sýningar, og margar af betra taginu, a.m.k. þær sem undirritaður hefur séð. Þeir Flugleiðamenn hafa sam- bönd um allt land og kunna að nota þau hóflega. Og nú stendur yfir sýning á verkum Óla G. Jóhannssonar frá Akureyri, en þarna sýnir hann 14 myndir gjörðar með blandaðri tækni. Aðstaðan er þarna allgóð fyrir myndir, þótt auðvitað séu svona staðir meira upp á soðninguna en aðra kúnst. Óli G. Jóhannsson Óli G. Jóhannsson er einn af kunnari myndlistarmönnum Akur- eyrar, bæði hefur hann fengist við myndlist alllengi og eins rak hann ýmsa listastarfsemi, bæjarfélagi sinu til hagsbóta. Stóð fyrir merkum sýningum, ásamt félög- um sinum og fengu þeir m.a. myndir eftir Þorvald Skúlason norður; heila sýningu, áður en Öxnadalsheiðin opnaðist alveg fyrir sunnlenskri og evrópskri list. Þá rak hann Galleri Háhól í nokkur ár og stóð fyrir fjölda málverkasýninga á Akureyri, en varð frá að hverfa, vegna þess að ekki er svo auðvelt að láta myndlistarsali standa undir sér, hvorki í stórborgum, né þar sem færra er um fólk. Á hinu er á hinn bóginn enginn efi, að Óli G. og félagar hans opnuðu myndlistinni vissa leið norður, og er nú myndlistarlif auðugra við Eyjafjörð en það var fyrir áratug siðan. Óli G. Jóhannsson hefur haldið nokkrar sýningar og m.a. hefur hann sýnt i Reykjavik. Var í hópi ungra vaskra manna er komu hér i byrjun seinasta áratugsins og sýndu í Norræna húsinu og heimtuðu sig dæmda. Verkin voru misjöfn að gæðum. Á þessum árum sem liðin eru, hefur myndlist þeirra félaga breyst mikið, og hún hefur færst nær þeirri sneið heimslistarinnar sem á íslandi telur heila köku. Myndir Óla G. Jóhannssonar hafa líka breyst til muna. Hann teiknar betur, en þó hafa myndir hans haldið sérkennum sinum, en þó einkum i lit, en lit i málurum er víst örðugra að breyta en teikningum þeirra. Litur er svo fastgróinn við menn. Á sýningunni á flugvellinum eru aðeins 14 myndir, sem er ósköp hæfilegur fjöldi, ef miðað er við veggplássið. Myndirnar snúast um Eyjafjörð, útgerð, fugla og eilífð- ina, sem hvergi er að finna nema á ströndinni. Bráðum kemur vor, I dokkinni, Fata i fjöru og Útstím eru meðal myndefna, og fara menn þá nærri um viðfangsefnin. Um margt hefur Óli G. Jóhanns- son farið sina eigin leið i myndlist. Allt frá byrjun. Og við greinum ánægjulega framför og biðjumst velvirðingar á þeirri tíu ára gömlu mynd, sem þessu greinarkorni fylgir. Ég veit ekki hvaða umboð þarf til að bjóða fólki að skoða þessar myndir, ef það hefur ekki matar- miða Flugleiða, eða á þar vísan kost. En um myndir er frjálst að skrifa og menningarviðleitni Flugleiða- manna ber að fagna. Hún er til eftirbreytni. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.