Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982. stuttar fréttir . . eftir pöntun framvegis ■ ÁRNESSÝSLA: Geysisnefnd hefur nú samþykkt að sápa verði sett í Geysi einu sinni i viku til þess að reyna að fá gos - óski ferðahópar eða ferðaskrifstofur þess. Er fyrirhugað að það verði að jafnaði um kl. 16.00 á sunnudögum, næst nú 27. júni, að undanskildum sunndeginum 4. júlí, að því er segir í frétt frá Geysisnefnd. Nefndin fór nýlega austur að Geysi - sem frægt varð. Var þá sápa sett í hverinn við það tækifæri og gaus hann um hálfri klukkustund siðar. Þeim aðilum sem kynnu að hafa áhuga á því að sápa verði sett i hverinn er bent á að snúa sér til Þóris Sigurðssonar i Haukadal, sem veita mun nánari upplýsingar. - HEl Fyrstu rign- ingardrop- arnir í júní ■ VESTUR-HÚNAVATNS- SÝSLA: „Við fengum fyrstu rigning- ardropana hér í sýslunni núna i fyrradag, sem við aldrei þessu vant fögnuðum mjög. En það eralltbúið að vera þurrt hér í rúmar þrjár vikur og því ekki vanþörf á að fá svolitla vætu“, sagði Örn Bjamason, bóndi á Gauksmýri í V-Hún. s.l. fimmtu- dag er hann var spurður almennra | tiðinda af þeim slóðum. „Við ætlum þó að vona að hún I verði okkur ekki til ama og leiðinda þetta sumarið, eftir það eindæma rigningarsumar sem við máttum búa | við í sumar leið“, sagði Örn. Spurður hvort sláttur færi að nálgast i Húnaþingi eins og hér syðra sagði Örn: „Nei því er nú verr og miður. Ég held að það sé mikil bjartsýni að tala um svona þrjár vikur i slátt. Það verður i fyrsta lagi upp úr 10. júlí ef við fáum góða | sprettu þangað til“. - HEI Skarðsfjall. Voru þátttakendur 35 allt frá 74 ára og niður i 2ja.ára. Ungmennafélagið Neisti stóð fyrir göngu inn fyrir Drangsnes, og voru þátttakendur i þeirri göngu 44. Ungmennafélagið á Hólmavík boðaði fólk á íþróttavöllinn og var ákveðið að ganga þaðan inn fyrir Kálfanes. Hinir vaskari gengu síðan á Kálfanesfjall, en alls tóku 58 þátt i göngunni. Þess má geta að með í göngunni voru 7 barnavagnar með farþega innanborðs. í öllum þessum göngum var fólki boðið upp á hressingu á vegum mjólkurdagsnefndar að lokinni göngu. En dagurinn var sem kunnugt er jafnframt Mjólkurdagurinn. - HEl Ungir og laldnir göngugarpar |á Ströndum ■ STRANDIR: Strandamenn gerðu höfuðstaðarbúum skömm til varðandi góða þátttöku í Göngu- degi fjölskyldunnar hinn 13. júní s.l. Á Ströndum tóku nær 140 manns þátt í sérstökum gönguferðum þenn- an dag, að þvi er fram kemur í frétt frá Héraðssambandi Strandamanna. En það er svipað hlutfall og rúmlega 10.000 Reykvikingar. Þrjú félög stóðu fyrir gönguferð- um á Ströndum. Félagar úr Sundfé- laginu Gretti i Bjarnafirði gengu á Haldið upp á afmæli með bættri umgengni ■ STRANDIR: „Það er verðugt verkefni fyrir ungmennafélögin að minnast 75 ára afmælis ungmennafé- lagshreyfingarinnar á árinu 1982 með þvi að bæta og fegra umhverfi sitt“, segir i fréttabréfi HSS. En Héraðssamband Strandamanna hef- ur einmitt beint því til aðildarfélaga sinna að þau minnist þessara tima- móta með þvi að beita sér fyrir bættri umgengni í sýslunni. Þarna er átt við verkefni svo sem að hreinsa rusl af fjörum, taka til gamlar úr sér gengnar vélar og ganga betur frá sorpi. Jafnframt er fyrirhug- að að halda í sumar sérstaka umhverfisverndarviku á vegum sam- bandsins. Verður þá skipulögð hreinsun á rusli i allri sýslunni með þátttöku félaganna. Ekki er þetta þó algert nýmæli þar sem nokkur félaganna gengust í fyrra fyrir hreinsun á rusli á sinum félagssvæð- um. - HEI Prestastefna að Hólum: Aðalefni „Friður á jörðu” ■ Herra Pétur Sigurgeirsson setur fyrstu prestastefnu sina sem biskup íslands, að Hólum mánudaginn 28. júní kl. 13.30. Er aðalmál stefnunnar að þessu sinni efnið: Friður á jörðu, og framsögumenn eru þeir dr. Þórir Kr. Þórðarson, séra Sváfnir Sveinbjarnar- son prófastur og dr. Gunnar Kristjáns- son. Biskup flytur yfirlitsskýrslu sina í Hóladómkirkju, og þar flytur einnig Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra ávarp, en annars fara fundir prestastefn- unnar fram í fundarsal Bændaskólans. Prestastefnu verður slitið i Sauðár- krókskirkju að kvöldi 30. júní, og munu margir prestanna fara til Drangeyjar næsta dag ef veður leyfir. Vígslu- biskup vígður að Hólum ■ Biskup Islands herra Pétur Sigur- geirsson vígir sr. Sigurð Guðmundsson vigslubiskup Hólastiftis hins foma í Hóladómkirkju á sunnudag kl. 14.00. Sr. Sigurður Guðmundsson var vigð- ur til prestsþjónustu á Lýðveldishátið- inni 1944. Hann hefur þjónað Grenja- staðaprestakalli síðan og verið prófastur Þingeyjarprófastsdæmis síðustu 20árin. Hann hefur setið á kirkjuþingi frá 1964 og situr nú i kirkjuráði. Biskupsvígslan hefst með skrúðgöngu til kirkju. Kirkjukór Grenjastaðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Sr. Gunnar Gisla- son prófastur og sr. Sighvatur Birgir Einarsson prestur á Hólum þjóna fyrir altari. Hinrik Frehen biskup kaþólskra á íslandi, Sigurbjörn biskup Einarsson og sr. Sigurður Pálsson vigslubiskup aðstoða við vígsluna. Demantsbrúðkaup ■ Sunnudaginn 27. júní eiga dem- antsbrúðkaup Hulda Bjarnasen og Björn Bjömsson framkvæmdastjóri i London, en þar hafa þau búið í 40 ár. Þau hjón hafa staðið framarlega i félagslifi íslendinga i London á þessum tíma og oft verið gestkvæmt á heimili þeirra af þeim sökum. Björn Björnsson var hér nýlega á ferð i viðskiptaerindum, en hann hefur rutt mörgum islenzkum afurðum braut á brezkum markaði. Hann er enn léttur í spori og ungur i anda, enda þótt hann sé nýlega orðinn 84 ára. Ættaður er Björn úr Skagafirði, sonur Björns Símonarsonar gullsmiðs á Sauðárkróki, sem siðar gerðist bakari í Reykjavík, en hann stofnaði Björns- bakarí. Björn yngri tók við rekstri þess af föður sínum. Hann hóf um 1930 rekstur Flressingarskálans og rak hann um skeið. Björn er elzti núlifandi maðurinn, sem hefur annazt veitinga- rckstur á íslandi. Þótt Björn hafi verið heimilisfastur erlendis i fjóra áratugi, er hann mikill íslendingur. Hann hefur greitt götu landa sinna eftir beztu getu og reynt að vinna fslandi gagn á margan hátt. Sá, sem þetta ritar, á Bimi rniklar þakkir að gjaldá i sambandi við landhelgisbaráttuna, því að hann hjálpaði til við margvislegar upplýsing- ar. ísland átti góðan liðsmann i London á þessum ámm, þar sem Björn var. Þau Hulda og Bjöm eignuðust tvær dætur, sem báðar eru giftar og búsettar i Bretlandi. Barnabörnin eru átta. Þau Hulda og Björn geta á þessum tímamótum verið forsjóninni þakklát fyrir trausta og farsæla sambúð i sextfu ár. Vinir þeirra minnast þeirra með hlýjum huga og óska þeim allra heilla. P.P. ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR Knattspyrna: ÍA-ÍBI, 1. d, Akranesi kl. 14.30 KA-ÍBV, 1. d., Akureyri kl. 14.00 UBK-KR, 1. d., Kópavogi kl. 14.00 Skallagr-Reynir S, 2. d., Borgarnesi kl. 14.00 Þróttur.R-Einherji, 2. d., Laugardal kl. 14.00 Þróttur, N-Völsungur, 2. d., Neskaup- stað kl. 14.00 Golf: ■ Á Nesvellinum verður svokallað „Jóns á löppinni“-golfmót, Johnnie Walker-golfmótið, um helgina. Sauð- kræklingar halda mót sem nefnist Sauðárkrókur-open (Við hinir biðum bara eftir Hnifsdalur-open, Raufar- höfn-open...) Frjálsar íþróttir: ■ Stóri fjálsíþróttaviðburðurinn þessa helgina er Afmælismót ÍR í dag, laugardag. Keppni hefst kl. 14.30 og verður allt fremsta frjálsíþróttafólk landsins meðal þátttakenda. Á Húsavík verður svokölluð Þriggja- sambanda-keppni, HSÞ, UÍA og UMSE. Þá verða Skarphéðinsmenn með unglingamót (15-18 ára) að Laugar- vatni. SUNNUDAGUR Knattspyma: ■ Drengjalandsleikur, Ísland-Færeyj- ar, verður á Skaganum sunnudag og hefst slagurinn kl. 15.00. Annar leikur verður á milli landanna mánudag á Laugardalsvelli kl. 20.00. Valur-Víkingur, 1. d., Laugardal kl. 20.00 Frjálsar íþróttir: ■ Álafosshlaupið árvissa verður á sunnudaginn, hlaup, hlau, hla, hl, h... Skarphéðinsmenn slá ekki af og verða með sitt Aldursflokkamót (14 ára og yngri á Selfossvelli. Loks ber að geta Vormóts HSS að Sævangi, en þar keppa 15-18 ára unglingar. veiðihornið ■ Smáhrota hefur verið í Elliöaánum að undanfömu. Smáhrota í Ellidaánum ■ Veiðin í Elliðaánum byrjaði ekki glæsilega eins og flestum er kunnugt en hinsvegar virðist lax hafa gengið í ámar i einhverjum mæli eftir siðasta stórstraum og smáhrota hefur verið hjá veiðimönnum að undanfömu en nú em komnir um 23 laxar þar á land.Yoru 83 á sama tima í fyrra. Eftir þessa veiði sögðu raunar sumir veiðimenn að allur lax sem til var í ánni hefði veiðst upp en vonandi er það ekki rétt. Laxinn fæst nú allt upp undir Hundastein i ánni og að undanförnu hefur minna verið um að urriðinn hafi veiðst i ánum en hann þykir mikill ófögnuður þar eins og greint var frá hér í Veiðihorninu fyrir nokkru. 70 laxar úr Þverá Veiðin í Þverá í Borgarfirði hefur verið heldur treg í byrjun og mun minna af laxi komið á land nú en á sama tima í fyrra. Að sögn Halldórs Vilhjálmssonar i veiðihúsinu við ána eru komnir þar á land 35 laxar og I svipuð veiði hefur verið á efra svæðinu í ánni. Stærsti laxinn úr ánni er 15 pund en hann fékk Gisli Ólafsson. Halldór sagði ennfremur að menn þar væru bjartsýnir á að veiðin færi að glæðast á næstunni þvi vart hefur orðið við laxinn neðst í ánni og er ganga sennilega á leið upp hana. í fyrra veiddust i Þverá 1245 laxar sem er mun minna en næstu ár á undan er veiðin fór allt upp i 3558 laxa 1979. Laxinn sem veiðist í ánni er yfirleitt vænn, meðalþyngdin i fyrra var 9 pund. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.