Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR SLYS Maðurinn sem lést eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi á nýársdag hét Árni Steingríms- son. Hann bjó á bænum Ingvörum í Svarfaðardal. Árni, sem var fæddur árið 1943, var ekkjumaður og lætur eftir sig uppkomin börn. Banaslys á Ólafsfjarðarvegi: Nafn hins látna KÖNNUN Vinstri hreyfingin - grænt framboð er stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 32 prósenta fylgi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina er nú um 32 prósent og hefur ekki verið minni frá október 1993. 31 prósent styður Samfylking- una og 21 prósent Sjálfstæðis- flokkinn. Átta prósent styðja Framsókn, þrjú prósent Frjáls- lynda flokkinn og þrjú prósent Íslandshreyfinguna. Þrjú prósent segjast ætla að kjósa eitthvað annað en flokka sem buðu fram síðast. Um tíu prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Sextán prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið væri í dag. - hhs Þjóðarpúls Gallup: Vinstri græn enn þá stærst STÆRSTUR Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup er Vinstri hreyfingin - grænt framboð stærsti stjórnmálaflokkur landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SJÓ BANDARÍKIN Bandaríkjamaðurinn William Cotto er talinn hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Isol Lind Cotto, 49 ára, snemma að morgni gamlársdags á heimili hennar í Bandaríkjunum. Dóttir þeirra hjóna hringdi á lögregluna um fjögur um morguninn. Þegar lögreglan kom á staðinn var Willi- am Cotto farinn. Hann fannst skömmu síðar á bílastæði við bens- ínstöð í nágrenninu og hafði þá svipt sig lífi. Enginn annar særðist í árásinni. Lögreglumaður sem Fréttablaðið ræddi við segir að málið sé enn til rannsóknar en upplýst sé að Willi- am hafi myrt fyrrverandi eigin- konu sína. Þetta hafi vitanlega verið mikið áfall fyrir dótturina en hún eigi fjölskyldu í Bandaríkjun- um og hafi fengið stuðning frá þeim. William Cotto var 53 ára fyrrver- andi hermaður í bandaríska sjóhernum. Hann hafði starfað í 20 ár í umferðarlögreglunni en sest í helgan stein fyrr á þessu ári. Isol hafði kært hann fyrir ofsóknir og ofbeldi og fengið nálgunarbann á hann í byrjun vikunnar. William var settur í fangaklefa en var lát- inn laus 90 mínútum síðar gegn 5.000 dollara tryggingu, sem sam- svarar um 607 þúsund krónum, sem hann greiddi sjálfur með kredit- korti. Öll vopn í hans fórum höfðu verið gerð upptæk að talið var en sú reyndist ekki raunin. William réðst inn á heimili Isolar og 22 ára gamallar dóttur þeirra rétt fyrir klukkan fjögur að morgni gamlársdags og skaut fyrrum eig- inkonu sína í svefnherberginu. Ekki er vitað hvaðan vopnið kemur og lögreglumaðurinn segist ekki vita til þess að William hafi átt við áfengisvanda að stríða. Isol og William ætluðu að skilja árið 2005 en hættu við í júní 2006. Ástæða morðsins er sögð sú að William hafi verið öskureiður yfir að Isol hafi viljað skilja við hann. Isol hafði búið í Bandaríkjunum í þrjátíu ár. Hún rak vídeóleigu í húsi sínu um árabil. Nágranni hennar, Katherine A. Cairo Davis, segist oft hafa leigt myndbönd af henni. Hún hafi átt sex hunda og gjarnan sýnt sér myndir frá Íslandi. Isol á börn hér á landi. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, segir að búið sé að láta íslenska ættingja Isolar vita. Konsúllinn sé í sambandi við lögregluna í Banda- ríkjunum. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. ghs@frettabladid.is Íslensk kona myrt á gamlársdagsmorgni Íslensk kona úr Njarðvík var myrt á heimili sínu í Bandaríkjunum að morgni gamlársdags. Fyrrverandi eiginmaður hennar skaut hana í svefnherberginu og svipti sig síðan lífi á nærliggjandi bílastæði. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. MYRTI ÍSLENSKA KONU SÍNA William Cotto, 53 ára fyrrverandi hermaður og umferðarlögreglumaður, skaut Isol Lind Cotto, fyrrverandi eiginkonu sína, í svefn- herberginu eldsnemma að morgni gamlársdags en hún hafði skömmu áður fengið nálgunarbann á hann. Dóttir þeirra hringdi á lögregluna. Cotto fannst síðan í blóði sínu á bensínstöð í nágrenninu. Hann hafði svipt sig lífi. EFNAHAGSMÁL Endurskoðunar- fyrirtækin sem ráðin voru til að rannsaka starfsemi föllnu bankanna hafa öll skilað upplýs- ingum til Fjármálaeftirlitsins (FME). Ekki fengust upplýsingar frá FME hvort rannsókn fyrir- tækjanna sé lokið. FME metur nú hvort tilefni sé til nánari rann- sókna eða beitingu úrræða. Þrjú fyrirtæki voru ráðin til að skoða bankana þrjá; PriceWater- houseCoopers rannsakar Kaup- þing, Deloitte rannsakar Lands- bankann og Ernst&Young rannsakar Glitni. Rannsóknin á Glitni var upphaflega í höndum KPMG sem sagði sig frá verkinu í desember. Til stóð að skýrslum yrði skilað 31.desember síðastlið- inn. Rannsókn endurskoðunar- fyrirtækjanna snýr að því hvort brotið hafi verið gegn innri reglum bankanna og lögum og reglum um fjármálafyrirtæki. - shá Rannsókn á falli bankanna: Fyrirtæki hafa skilað gögnum Özur, eru menn komnir í bakkgírinn? „Já, og í lága drifið.“ Bílasala hefur dregist meira saman en nokkurn tíma frá því mælingar hófust. Özur Lárusson er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. STJÓRNSÝSLA Þingmenn Samfylk- ingarinnar segja úrskurð umboðs- manns Alþingis, sem gerði athuga- semdir við skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara, eðlilegan og búast hafi mátt við honum. „Ég hef engar forsendur til að draga álitið í efa. Ég galt varhug við ráðningunni á sínum tíma og umboðsmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að hana hefði átt að vanda betur. Ég tek undir það,“ segir Lúðvík Bergvinsson þing- flokksformaður. Hann segir Árna vera ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og möguleg afsögn hans verði ekki rædd í þingflokki Samfylk- ingarinnar. Árni Páll Árnason segist ekki hafa lesið dóminn en „það hljómi eins og eitt og annað ámælisvert hafi verið við framkvæmdina“. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir niðurstöðu umboðsmanns eðlilega. „Þetta sýnir að það þarf að vanda vinnubrögð í svona ráðn- ingum og þetta verður að skoða vandlega.“ Hvað afsögn varðar segir hún: „Hann verður að gera það upp við sína eigin samvisku.“ Helgi Hjörvar segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Málið var skólabókardæmi um vond vinnu- brögð við embættisveitingu. Svona vinnubrögð þurfum við að upp- ræta í stjórnsýslunni við endur- reisn samfélagsins, ekki síst til að endurvekja samstöðu og traust milli almennings og stjórnvalda. Ráðherrann hlýtur sjálfur að svara fyrir það hvernig hann hyggst bregðast við álitinu en hann hlýtur að taka það alvar- lega.“ - kóp Samfylkingarfólk segir úrskurð um skipan héraðsdómara eðlilegan: Ráðherra meti sjálfur afsögn GAGNRÝNDUR Þingmenn Samfylking- arinnar segja fjármálaráðherra verða að meta það sjálfur hvort hann segi af sér eftir úrskurð umboðsmanns Alþingis um skipan héraðsdómara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MÓTMÆLI Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 15.00 í dag undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu. Er þetta þrettándi mótmælafundur- inn sem efnt er til undir þessari yfirskrift. Í tilkynningu frá samtökunum Raddir fólksins, sem standa fyrir fundinum, segir að nú verði róðurinn hertur til muna í mótmælunum. Forsvarsmenn Radda fólksins gengu á fund Árna Mathiesen fjármálaráðherra í gær og kröfðust tafarlausrar afsagnar hans. Dóra Ísleifsdóttir, kennari og grafískur hönnuður, og Einar Már Guðmundsson rithöfundur flytja ræður á fundinum í dag. - kg Mótmælafundur á Austurvelli: Þrettándi fund- urinn í dag BANKAMÁL Kristján Arason tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Kaupþings. Kristján, sem er eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur menntamálaráðherra, er einn þeirra sem eiga í skuld við Kaupþing vegna hlutabréfakaupa í bankanum, og hefur verið töluvert í umræðunni í kjölfar bankahrunsins vegna þessa. Kristján er fjórði fram- kvæmdastjórinn sem lætur af störfum hjá Kaupþingi á síðustu dögum. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar. - kg Breytingar í bönkunum: Kristján hættir hjá Kaupþingi MÓTMÆLI „Þessi skríll og þessir brjálæðingar töldu okkur ekki vera á réttum stað og ógnaði okkur, bæði í orðum og æði. Þetta voru bara eðlileg viðbrögð. Við vorum að verja okkur því við héldum að okkur væri ógnað þarna,“ segir Ólafur Örn Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Myndskeið fréttasíðunnar mbl.is af eftirmála mótmælanna við Hótel Borg á gaml- ársdag hefur vakið athygli, en í því sést Ólafur, við annan mann, ýta harkalega við tveimur úr hópi mót- mælenda, karli og konu. Á mynd- bandinu heyrist einnig maðurinn sem var í för með Ólafi kalla mót- mælanda kommúnistadrullusokk. Ólafur segist hafa átt leið hjá mótmælunum eftir að hafa verið við kaffidrykkju á veitingastað ásamt bróður sínum og fleiri félögum. „Þetta lið taldi okkur greinilega ekki velkomna í hópinn og var með stympingar við okkur. Það er ekkert flóknara en það, Þetta er dæmi um skrílslætin hjá þessu fólki, að ráðast að borgur- um,“ segir Ólafur. Í myndskeiði mbl.is er ekki að sjá að Ólafur hafi verið að verja sig á beinan hátt gegn ógnunum mótmælendanna. Ólafur segir það skýrast af því að myndskeiðið hefjist þegar félag- arnir hafi verið búnir að ganga í gegnum hópinn og verið á leiðinni burt. Spurður hvort hann telji að starf hans sem hagfræðingur hjá Seðla- bankanum hafi átt þátt í atvikinu neitar Ólafur því. - kg Hagfræðingur segist hafa þurft að verja sig fyrir skríl í umdeildu myndskeiði: Hélt að okkur væri ógnað STYMPINGAR Í myndskeiði mbl.is sést Ólafur ýta harkalega við tveimur mót- mælenda við Hótel Borg. MYND/MBL.IS ÚTGÁFA Fréttablaðið er enn prentað á bleikan pappír, eins og lesendur hafa tekið eftir. Blaðið verður prentað á bleikan pappír í nokkra daga þar sem verið er að nýta birgðir sem annars hefðu farið til spillis vegna breytinga á prentun. Bleiki pappírinn gekk af þegar ákveðið var að hætta að prenta Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, á bleikan pappír. Nýi litur blaðsins: Fréttablaðið ennþá bleikt STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur að kjósa eigi til Alþingis samfara hugsanlegri þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðildarvið- ræður við Evrópumsambandið. Í samtali við Stöð 2 í gær sagði Ingibjörg að fyrst verið væri að kalla fólk að kjörborðinu vegna ESB væri eðlilegt að efna samtímis til þingkosninga. Ekki náðist í Geir Haarde forsætisráð- herra í gær. Í áramótaávarpi sínu sagði Geir koma til greina að þjóðin kysi fyrst um hvort hefja ætti aðildarviðræður og að þeim loknum um það hvort ganga ætti í sambandið. Forsætisráðherra gat ekki um alþingiskosningar í ávarpi sínu. - gar Formaður Samfylkingarinnar: ESB samhliða þingkosningum INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Utanríkisráðherra vill alþingiskosningar samfara þjóðaratkvæðagreiðslu. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.