Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 46
42 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. kyrr, 6. í röð, 8. tala, 9. endir, 11. spil, 12. dótarí, 14. bit, 16. samtök, 17. orlof, 18. dýrahljóð, 20. verkfæri, 21. krot. LÓÐRÉTT 1. sía, 3. þys, 4. skvampa, 5. bjarg- brún, 7. þegn, 10. óvild, 13. gras, 15. seiði, 16. for, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. áb, 8. sjö, 9. lok, 11. ás, 12. drasl, 14. glefs, 16. aa, 17. frí, 18. urr, 20. al, 21. riss. LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. ys, 4. gjálfra, 5. nös, 7. borgari, 10. kal, 13. sef, 15. síli, 16. aur, 19. rs. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Þrír. 2 Tíu prósent. 3 Til að nýta pappír auk þess sem panta þarf hvítan pappír. Skemmtikrafturinn Þórhallur Sig- urðsson, Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál vegna ólöglegs niður- hals á DVD-diski sínum Laddi 6- Tugur sem var gefinn út fyrir jól. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa hátt í sex þúsund manns hlaðið disknum niður af Net- inu, þar á meðal af heimasíðunni Viking Bay. „Ég vil endilega gera eitthvað í þessu. Ef þetta er svona mikið held ég að það sé grundvöllur fyrir því að krefjast skaðabóta,“ segir Laddi, sem er staddur erlend- is í fríi. „Ég ætla að tala við þá þegar ég kem heim.“ Þegar Laddi frétti fyrst af niður- halinu höfðu 1200 manns hlaðið disknum niður á tiltölulega skömm- um tíma. Hafði hann þá samband við starfsmenn Viking Bay og krafð- ist þess að þetta yrði stöðvað. Það var gert í einn dag en niðurhalið hófst svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. „Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að stoppa svona lagað. Maður skilur þetta ekki,“ segir hann. „Sex þúsund ein- tök er gríðarlegt. Það þýddi alltaf gullplata að ná fimm þúsund eintök- um. Þetta er gífurlegt tap ef þetta er svona mikið,“ segir hann og er afar ósáttur við þessa þróun. „Ef það er hægt að „dánlóda“ allri músík eða því sem er í sjónvarpi þá er þetta mjög slæmt. Þetta eru laun- in okkar listamanna og ef það er tekið af okkur svona þá er það ansi slæmt. Það þarf að stoppa þetta af og hafa eftirlit með þessu.“ Laddi 6-Tugur seldist í um 23 þús- und eintökum fyrir jólin sem er met í sölu á íslenskum mynddiski. „Ég er búinn að vera í bransanum í hátt í fjörutíu ár og hef ekki séð svona tölur áður. Ég er óskaplega ánægð- ur með það og ég óska þeim til ham- ingju sem hafa „dánlódað“ þessu og vona að þeir njóti vel.“ Konstantin Mikaelsson, yfirmað- ur kvikmyndadeildar Senu sem gefur út Laddi 6-Tugur, segir að mikil óánægja sé með hið ólöglega niðurhal. „Það hefur verið ákveðið samkomulag um að hlaða ekki niður íslensku efni en það hefur aldeilis ekki verið með þetta. Þetta hefur breyst mjög mikið og það er mjög mikið um ólöglegt niðurhal á íslensku efni,“ segir Konstantin. Spurður segir hann ómögulegt að segja til um hvort diskurinn hefði selst í sex þúsund fleiri eintökum ef honum hefði ekki verið lekið á Netið. „Ég get ekki fullyrt um neitt slíkt en auðvitað vitum við að niður- hal er ekki af hinu góða, það er alveg klárt mál.“ freyr@frettabladid.is ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON: SEX ÞÚSUND EINTÖKUM STOLIÐ Á NETINU Laddi í skaðabótamál vegna ólöglegs niðurhals LADDI Mynddiskurinn Laddi 6-Tugur hefur verið vinsæll meðal netverja sem hafa hlaðið honum ólöglega niður mörg þúsund sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Áramótaskaupið í ár kostaði 26 milljónir. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri RÚV. Silja Hauksdóttir, leikstjóri Skaupsins í ár, fékk því fjórum milljónum minna til ráðstöfunar en Ragnar Bragason í fyrra. Hann fékk þrjátíu. Þau bæði höfðu hins vegar umtalsvert minna á milli handanna en Reynir Lyngdal fyrir tveimur árum, Skaupið í leikstjórn hans kostaði þrjátíu og átta milljónir og eitt það dýrasta frá upphafi. Því er um að ræða tólf milljón króna niðurskurð á Skaupi á aðeins tveimur árum. En nú hefur kreppt að líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Þórhalli fannst hann hins vegar ekki sjá þess merki að lægri upphæðum hefði verið varið í þetta Skaup en mörg undanfarin ár. „Mér fannst það fínt en þegar 95 prósent þjóðarinnar safnast saman fyrir framan sjónvarpstæk- in og horfir á einn dagskrárlið þá er náttúrulega viðbúið að ekki séu allir sömu skoðunar,“ segir hann og bætir því við að óvenju fáum rakettum hafi verið skotið upp á meðan á Skaupinu stóð. Slíkt þykir ágætis mælikvarði á ágæti spéspegilsins. Athygli vakti að óvenju fáir leikarar komu við sögu við gerð þessa Skaups. Í kringum þrjátíu leikarar hafa borið uppi Skaup síðustu ára en að þessu sinni voru þeir aðeins níu; þau Brynhildur Guðjónsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Jón Gnarr og Þorsteinn Bachmann. - fgg Áramótaskaupið var ódýrt spaug FÉKK MINNA FÉ Silja Hauksdóttir fékk fjórum milljónum minna til Skaupsgerðar en forveri hennar í starfi, Ragnar Bragason. Þórhallur Gunnarsson telur að það hafi ekki komið niður á gæðunum. Aðeins níu leikarar báru uppi Skaupið í ár en tvö undanfarin ár hafa þeir verið í kring- um þrjátíu. „Jú, ég verð að játa að þetta fór á köflum alveg úr böndunum. Sér- staklega þegar gestirnir fóru að munnhöggvast og leiðrétta umsjónarmanninn. Ef það er ein- hver regla í þessum þáttum er hún sú að umsjónarmaður hefur alltaf rétt fyrir sér,“ segir Karl Th. Birgisson umsjónarmaður útvarpsþáttarins Orð skulu standa – spurningaþáttur um íslenskt mál. Skrautlegur þáttur verður á dagskrá Rásar 1 í dag eftir fjög- ur-fréttir. Orð skulu standa hefur verið í loftinu í sjö ár og er til- högun sú að tveir gestir koma í þáttinn og setjast við hlið liðs- stjóranna Hlínar Agnarsdóttur og Davíðs Þórs Jónssonar til að svara spurningum um íslenskt mál. Nú bregður hins vegar svo við að hátt í tuttugu gest- ir koma við sögu. „Við tókum þáttinn upp um áramótin. Ætluðum að hafa hann vandaðan eins og áramótaþættir eiga að vera og höfðum boðað til okkar hámenntaða menn: dr. Kára Stefánsson og dr. Ármann Jakobsson. Þá vildi svo til að í útvarpshús- inu var landslið íslenskra poppara, líklega í einhverj- um ára- móta- upptökum. Þeir sáu hvað var gaman í hljóðverinu og fóru að tínast inn einn af öðrum og vildu vera með,“ segir Karl. Fyrstur mun Björn Jörundur hafa ruðst inn í stúdíóið. Í kjölfarið fylgdu Jakob Frímann, Megas, Egill Ólafsson, Helgi Björns og „Bubbi rak inn nefið svo ég nefni nokkra. Og nokkrir rithöfundar sáu sér leik á borði og vildu vera með í partíinu. Ég nefni þá Guðberg Bergsson og Þórarin Eldjárn“. Aðspurður segir Karl að um það megi deila hver hafi sýnt mesta þekkingu á móðurmálinu. „Þaulsætnastur var Kári Stef- ánsson enda fyrirferðarmikill maður. En ég játa að það kom mér á óvart hversu sumir tónlist- armannanna voru fróðir um íslenskt mál. En það ætti svo sem ekki að koma á óvart þegar menn eins og Jakob Frímann eiga í hlut,“ segir Karl Th. Birgisson. - jbg Stjörnustríð í útvarpsþætti um íslenskt mál KARL TH. BIRGISSON Óvænt tóku að birtast þjóðþekktir menn í stúdíóinu og blönduðu sér í leikinn um íslenskt mál. Jóhannes Haukur Jóhannesson Aldur: 28 ára Starf: Leikari Fjölskylda: Maki er Rósa Björk Sveins- dóttir og þau eiga litla dóttur sem hefur ekki enn fengið nafn. Foreldrar: Það eru þau Jóhannes Haukur Hauksson og Ingibjörg Halla Guttesen. Búseta: Býr í Hlíðunum. Stjörnumerki: Fiskur. Jóhannes Haukur Jóhannesson lék í sínu fyrsta áramótaskaupi á dögunum. Hann lék meðal annarra forsætisráðherrann Geir H. Haarde. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, tilkynnir um það á Facebook-síðu sinni að hún hafi strengt hvorki meira né minna en ellefu áramótaheit nú við komu ársins 2009. Þeirra á meðal er að hefja sjósund á árinu. Er hún þar með komin í hóp með Siv Friðleifs- dóttur, þingmanni Framsóknar, sem er með þekktari sjósundhetjum landsins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er almennt gott hljóð í útgef- endum. Og Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögum er þar engin undantekning. Trompið hans var bók Þráins Bertelssonar „Ég ef mig skyldi kalla - seinþroska- saga“ og seldist hún í á milli fimm og sex þúsund eintökum. Þráinn dró vagninn en þær voru reyndar ýmsar bækurnar sem Sögur gáfu út sem seldust vel. „Ripleys – Ótrúlegt en satt, hið ótrúlega afhjúpað“ seldist næstmest hjá Tómasi, þá „Trixin í takkaskónum með Margréti Láru og félögum“ og svo „Sólkross“ Óttars Norðfjörð sem seldist í um þrjú þúsund eintökum. Einhverjir urðu til að setja sig í samband við Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóra með þá spurn hvort það hafi ekki örugglega verið hann sjálfur sem fór með textann í Áramótaskaup- inu í hinni ágætu teiknimynd þar sem Jakob í líki ofurmanns fór um borgina og málaði yfir veggjakrot. Svo mun þó ekki vera heldur var þar á ferð rit- stjórinn Sigurjón Kjartansson sem síður en svo er þekktur fyrir eftirhermur – fyrir utan að sérhæfa sig í Jakobi. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.