Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 38
34 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 03. janúar ➜ Opnanir 15.00 Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna „Rok“ á Cafe Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Freyja Dana sýnir verk í Listhúsinu, Ægisgötu 10, Ólafsfirði í dag og á morg- un. Opið kl. 14-17 báða dagana. ➜ Síðustu Forvöð Um helgina lýkur sýningu á verkum Sveins Björnssonar í Hafnarborg. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17, fimmtudaga 11-21. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Tveimur sýningum lýkur næstkomandi sunnudag á Kjarvalsstöðum. Það eru yfirlitssýning á lykilverkum Kjarvals auk sýningar Braga Ásgeirssonar, Augnasin- fónía. Opnir alla daga 10 – 17. Aðgang- ur ókeypis. Kjarvalsstaðir við Flókagötu. ➜ Sirkus Sirkus Íslands sýnir í Hafnarfjaðarleik- húsinu Stórasta Sirkus Íslands, samkrull sirkusatriða þar sem fífldirfska og fjör eru í fyrirrúmi. Tvær sýningar verða í dag, sú fyrri kl. 14. en sú seinni kl. 20. Hafnarfjarðarleikhúsið, Strandgötu 50. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is > TRYGGIR FRAMTÍÐ KÆRUSTUNNAR Grínleikarinn Jim Carrey hefur heitið því að tryggja fjár- hagslega framtíð unnustu sinnar, Jenny McCarthy. Hefur leikarinn stofnað 50 millj- ón dollara sjóð fyrir hana þrátt fyrir yfirlýs- ingar þess efnis að þau muni aldrei ganga í hjónaband. Carrey, sem er 46 ára, hefur unnið sér inn um 200 milljón dollara í gegnum tíðina og vill tryggja að McCarthy, sem er 36 ára, þurfi aldrei að hafa áhyggj- ur af peningum. folk@frettabladid.is Lesendur heimasíðu danska ríkis- útvarpsins, dr.dk, völdu nýárs- ávarp Friðriks Weisshappel það besta af þeim 24 sem birt voru fyrir jólin. Eins og Fréttablaðið greindi frá fjallaði ávarp Friðriks meðal annars mikið um kreppuna og ástandið á Íslandi. Ávarpið hitti í mark hjá lesendum, en 22 pró- sentum lesenda þótti það skara fram úr. Næst á eftir Friðriki kom hjúkrunarfræðingurinn Lise Müll- er, sem talaði um verkfall hjúkr- unarfræðinga í Danmörku, 16 pró- sentum þótti hennar ávarp best. Í þriðja sæti var svo Wulffmorg- enthaler, eða teiknimyndahöfund- arnir Mikael Wulff og Anders Morgenthaler, sem fjölluðu um það hvernig hægt væri að spara peninga á krepputímum. - þeb Frikki Weiss vann FRIÐRIK WEISSHAPPEL Lesendum og áhorfendum danska ríkisútvarpsins þótti ávarp Frikka best. Hægt er að horfa á það á heimasíðu útvarpsins, dr.dk. Amy Winehouse hefur verið gert að mæta fyrir rétt í Noregi í jan- úar. Amy og eiginmaður hennar voru handtekin í Bergen í október árið 2007 vegna þess að þau voru með eiturlyf í vörslu sinni. Þeim var haldið í nokkrar klukkustund- ir en borguðu svo sekt til þess að sleppa við ákæru. Söngkonan áfrýjaði þó og sagði að lögregla hefði blekkt hana til þess að játa eiturlyfjaeignina. Handtakan hafði áhrif á að Amy fékk ekki vegabréfsáritun nægilega snemma til þess að geta farið til Bandaríkjanna á Grammy-verð- launin, þar sem hún vann til fimm verðlauna. Upphaflega áttu rétt- arhöldin vegna málsins að fara fram í febrúar í fyrra en lögmaður Amy fékk þeim frestað. Fyrir rétt í Noregi HJÓNAKORNIN Amy og eiginmaðurinn voru handtekin á tónleikaferðalagi hennar árið 2007. Nú þarf hún að mæta fyrir rétt í Noregi vegna málsins. NORDICPHOTOS/GETTY Ástralski leikarinn Heath Ledger var stærsta nafnið í kvikmyndaheiminum árið 2008 að því er kemur fram í skoðanakönnun sem kvik- myndasíðan Moviefone.com stóð fyrir. Ledger bar sigur úr býtum í þremur flokk- um, eða frétt ársins, sú stjarna sem verður mest saknað og ill- menni ársins. Ledger lést í janúar í fyrra aðeins 28 ára að aldri eftir að hafa tekið inn of stóran lyfja- skammt. 83% þátt- takenda völdu andlát hans sem frétt árs- ins. Hann sigraði einnig Paul Newman sem sú stjarna sem verður mest saknað, en New- man lést einnig á árinu. Jafn- framt tryggði frammistaða Ledgers sem Jókerinn, í Bat- man-myndinni The Dark Knight, honum sigurinn sem illmenni ársins. The Dark Knigt, sem var tekjuhæsta myndin í heiminum á síðasta ári, var einnig valin besta hasarmyndin í könnuninni. Vampírumyndin Twilight var kjörin stelpumynd árs- ins og aðalleikarinn Robert Pattinson var valinn nýliði ársins. Gamanmynd Mikes Myers, The Love Guru, var kjörin versta myndin með 40% atkvæða og Paris Hilton átti verstu frammistöðuna í myndinni Repo! The Genet- ic Opera. Sú mynd sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu á þessu ári er Harry Potter and the Half-Blood Prince sem kemur út í júlí. Í öðru sæti lenti X-Men Origins: Wol- verine. Alls tóku 3,5 millj- ónir netverja þátt í könn- uninni. Ledger stærsta nafn ársins JÓKERINN Heath Ledger var kjörinn illmenni ársins fyrir frammi- stöðu sína sem Jókerinn í The Dark Knight. Plötur með Páli Óskari Hjálmtýssyni, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og tónlistinni úr Mamma Mia! voru þær vinsælustu á síðasta ári. Sprengjuhöllin og Bubbi ollu mestum vonbrigðum. Silfursafn Páls Óskars var vin- sælasta plata ársins með um fimmtán til sextán þúsund ein- taka sölu. Næstvinsælust var Mamma Mia!-platan. Seldist hún í um 11.500 eintökum sem er ein- stæður árangur þegar erlend plata á í hlut. „Hvað erlenda tónlist varðar eru ekki gerðar sérstakar væntingar til einstakra titla. Þetta er sölu- hæsta erlenda platan á Íslandi í meira en tíu ár og það á tíma sem sala á erlendri tónlist hefur hrun- ið,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfu- stjóri Senu, um Mamma Mia! „Þetta er alþjóðleg þróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár og það má segja að Ísland hafi orðið svolítið illa fyrir þessu á þessu ári.“ Næstvinsælasta íslenska plata ársins hafði að geyma minningar- tónleikana um Vilhjálm Vilhjálms- son. Talið er hún hafi selst í um ellefu þúsund eintökum eftir skil. Þriðja vinsælasta platan var Me and Armini með Emilíönu Torrini sem seldist í um níu þúsund ein- tökum á vegum 12 Tóna. Fast á eftir henni kom safnplata Sálar- innar sem fór í tæpum átta þús- und eintökum og svo nýjasta plata Lay Low, Farewell Good Night´s Sleep, sem seldist í um sjö til átta þúsund eintökum. Á svipuðum slóðum var plata Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, en Smekkleysa gaf hana út. Þar á bæ var önnur plata Jeff Who? næstsöluhæst með um tvö þúsund seld eintök. Hjá Kimi Records var fyrsta plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, sem kom út undir lok árs 2007, söluhæst á árinu. Seldist hún í um 3.500 eintökum en hafði áður selst í 1000 til 1500 eintökum á sínu fyrsta ári. Næstsöluhæst var frumburður FM Belfast sem seld- ist í um þrjú þúsund eintökum. Útgáfufyrirtækið Sögur seldi jafnframt nýja plötu Diddúar í um 3.500 eintökum. Eins og gengur ollu nokkrar plötur vonbrigðum á árinu. Má þar nefna afurð Sprengjuhall- arinnar sem seldist þó í um fjögur þúsund eintökum og báðar plötur Bubba Mort- hens; Fjóra nagla og Stór- sveitarplötuna. Seldust þær hvor um sig í 3000 til 3500 ein- tökum. „Þetta var ekki alveg árið hans Bubba í plötusölu en hann hefur alltaf verið upp og niður. Hann hefur alveg átt sín frábæru söluár og svo aðeins slakari,“ segir Eiður. Hann segir söluna hjá Sprengjuhöllinni ekki koma stór- kostlega á óvart, en sveitin seldi sjö þúsund af sinni fyrstu plötu. „Það er alþekkt í þessum bransa þetta annarrar plötu heilkenni.“ Auk minningartónleika Vil- hjálms seldust plötur annarra lát- inna tónlistarmanna vel fyrir jólin. Safnplata Rúnars Júlíusson- ar seldist í um fjögur þúsund ein- tökum á vegum Geimsteins, rétt eins og safnplata Hauks Mort- hens. Plata Péturs Kristjánssonar seldist aðeins minna, eða í um þrjú þúsund eintökum. Eiður segir að síðasta ár hafi verið í meðallagi hvað varðar plötusölu. „Þetta var ekki slakt ár í íslenskri tónlist og heldur ekkert stórkostlega gott. Tvö síðustu ár eru metár, sérstaklega 2006. Það var algjört metár í sölu á íslenskri tónlist,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Páll Óskar, Vilhjálmur og Mamma Mia! vinsælust PÁLL ÓSKAR Silfursafnið með bestu lögum Páls Óskars hitti rækilega í mark hjá Íslendingum fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MAMMA MIA! Platan með lögum úr söngvamyndinni Mamma Mia! var á meðal þeirra söluhæstu á árinu. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Plata með minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar féll geysilega vel í kramið. Vinningsnúmerin úr jólahappdrætti Lafl eur útgáfunnar 2008 eftir úrdrætti á vegum Sýslumann sembættisins í Reykjavík 18. des. 2008: 1. 489 2. 53 3. 288 4. - 8. 23, 62, 91, 264, 371 9. - 28. 28, 35, 27, 40, 49, 71, 86, 89, 131, 165, 224, 225 242, 271, 280, 289, 350, 367, 413, 470 29. - 50. 18, 22, 38, 61, 70, 99, 136, 137, 156, 188, 208, 219, 258, 275, 293, 303, 315, 378, 412, 419, 421, 451 Vinningar verða afhentir í byrjun febrúar 2009. Nánari upplýsingar hjá Lafl eur útgáfunni í síma: 659-3313 og 55-282-55 og lafl eur@simnet.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.