Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 20
20 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR V íkingur Heiðar Ólafsson er íslensk- um tónlistaráhuga- mönnum vel kunnur, hann hefur haldið fjölda tónleika hér á landi ýmist einn eða með öðrum, en hann vakti athygli ungur að árum fyrir einstaka hæfileika í píanóleik. Hann hóf nám í píanóleik við hinn virta háskóla Juilliard átján ára gamall en síðastliðið vor lauk sex ára ströngu námi þaðan. Síðan hefur Víkingur haft í nógu að snú- ast, farið í tónleikaferð til Kína, frætt nemendur um tónlist, tekið upp plötu og spilað á tónleikum. „Ég hef haft mjög mikið að gera í haust, sem var eiginlega það haust sem ég hafði mestar áhyggj- ur af,“ segir Víkingur. Hann segir kennarana í Juilliard hafa verið duglega að minna nemendur á að árin sem tækju við að loknu námi væru þau erfiðustu á ferlinum, þá lægi á að ná fótfestu í heimi tón- listarinnar. „Maður byrjar svolítið aftur frá byrjun, en ég er sáttur,“ segir Vík- ingur Heiðar sem kann vel að meta breytingarnar eftir námsár- in í New York þar sem vinnudeg- inum lauk yfirleitt um miðnætti. „Það er uppgötvun ársins 2008 fyrir mig að fá nokkra auka tíma í sólarhringinn til þess að gera það sem ég sjálfur vil,“ segir Víkingur Heiðar sem notaði tækifærið að námi loknu og flutti til Oxford í Bretlandi. „Kærastan mín, Halla Oddný Magnúsdóttir, er þar að læra,“ segir Víkingur sem er ánægður með vistaskiptin. „Evrópa er meira heimili mitt en Bandaríkin, fyrir því eru margar ástæður. Þar er meiri og víðari kúltúrsena til dæmis. Í Bandaríkjunum eru bara sex til sjö borgir sem standa undir því að vera menningarborgir á alþjóðlegan mælikvarða. Ég er auðvitað svolítið að alhæfa, en þetta er samt ástæðan fyrir því að ég lít meira á mig sem Evrópubúa en Bandaríkjamann.“ Gefandi að losna úr skóla Á sínum tíma sótti Víkingur Heið- ar um að komast að í Juilliard því að hann vissi að hann vildi vera píanóleikari og hann vildi spreyta sig í skóla þar sem þeir bestu mæt- ast. „Mér fannst mikilvægt að fá viðmið, Ísland er svo lítið. Að stíga þangað inn var því risaskref.“ Og það var sannarlega frábær tími segir Víkingur Heiðar sem lofar kennarana sína og tímann í Bandaríkjunum upp í hástert. „En veistu ég hef sjaldan tekið jafn- miklum framförum og vikurnar eftir að ég kláraði skólann. Það er gefandi að þurfa að hugsa hlutina sjálfur, ákveða túlkun á verkum sjálfur án þess að hafa kennara til þess að halla sér að.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Víkingi árið 2009. Í febrúar kemur hann til Íslands til að spila píanó- konsert eftir Daníel Bjarnason með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann hefur gert töluvert af því að flytja samtímaverk, þar á meðal eftir föður sinn, Ólaf Axelsson arkitekt og tónskáld. „Ég hlusta meira á nútímaverk nú en áður, og þori að segja hvað mér þykir gott. Áður hafði ég ekki nægilegt sjálfs- traust til þess, ég hafði ekki hlust- að nægilega mikið. Ég held líka að spennandi tímar séu fram undan í henni. Gallinn við flutning þessar- ar tónlistar er að hann er oft ekki nógu djúpur. Mér finnst mikil- vægt að tónlistarmenn spili hana ekki nema þeir samsami sig tón- listinni og finni að hún talar frá hjartanu. Fyrsti flutningur á verk- unum er mjög mikilvægur fyrir möguleika þeirra á endurspilun.“ Æðri list gefur manni meira Hlustarðu á popptónlist? „Popptónlist sem byggir minna á endurtekningu og meira á fram- vindu hrífur mig. Ég held mest upp á Björk, hún er alltaf að gera fallega og skapandi hluti og end- urtekur sig ekki. Það er alls konar tónlist sem hrífur mig, svo lengi sem hún er ekki fjórir eða átta taktar af endurteknum hljóma- gangi, ég held það ekki út. Þú getur ímyndað þér ef að þú læsir skáldsögu þar sem fyrstu fjórar línurnar væru endurteknar nær óbreyttar út heilan kafla, það væri ekki skemmtilegt,“ segir Víkingur sem er ekki í vafa um að það sé hægt að tala um æðri list. „Æðri list er sú list sem krefst mikils af manni en gefur manni líka meira til baka í beinu hlutfalli við það sem maður leggur á móti og hún lifir. Skáldsögur sem láta mann langa til að lesa þær aftur, tónverk sem krefjast þess að á þau sé hlustað á ný hljóta að lifa, hitt hverfur. Stundum er hressandi að hugsa á þessum nótum, mér leiðist pólitísk rétthugsuð umræða um að allt sé jafn gott, til þess að styggja engan.“ Og talandi um skáldsögur þá segist Víkingur Heiðar njóta þess mjög að hafa tíma til þessa að lesa bækur nú að loknu námi. „Mér finnst gaman að nálgast þær eins og ég myndi nálgast tónverk, ég heyri tónverk á þrívíðan hátt, hlusta eftir strúktúr og formi og á sama tíma er ég að spá í hvað verkið sé að segja mér. Á sama hátt þykir mér gaman að pæla í bókum, og líka í því hvað er sam- eiginlegt með tónlist og skáldsög- um, til dæmis forminu, uppbygg- ingu og hlutföllum – hvernig rithöfundar leika sér að tilfinning- um okkar eins og tónskáld gera.“ Fékk þörf til að semja Stærsta verkefnið fram undan hjá Víkingi Heiðari núna eru einleiks- tónleikar á Listahátíð Reykjavík- ur næsta vor, þar mun hann meðal annars flytja eigin útsetningar á íslenskum sönglögum. „Ég hef verið að taka okkar fallegustu sönglög og setja í annan búning þannig að ég spila bæði söngrödd- ina og undirleikinn. Það er svo gaman að hafa allt í einu tíma til að vera að útsetja og semja,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég hef allt í einu fundið hjá mér þörf til að semja tónlist, ég gerði mikið af því þegar ég var lítill en svo hætti ég alveg að semja. Nú er löngunin komin aftur og ég vil sjá hvert hún leiðir mig. Mér finnst það líka dýpka skilning minn á tónlist að sjá hana með augum tónskáldsins.“ Á dagskránni hjá Víkingi er líka að koma sér upp umboðsmanni sem er nauðsynlegur milliliður í hörðum heimi klassískrar tónlist- ar. Hann hefur líka áhuga á því að koma sér inn í breska tónlistar- heiminn en þar hefur hann lítið spilað enn enda dvalið stutt þar. Nóg þó til að verða handgenginn breska ríkisútvarpinu, BBC. „Þeir taka svo mikla afstöðu með menningunni, til dæmis er oft sjónvarpað beint frá klassískum tónleikum, svo eru kannski pall- borðsumræður á eftir. Þetta er mjög skemmtilegt sjónvarpsefni með miklu áhorfi. Á sama hátt væri hægt að framleiða menning- arefni hér á landi,“ segir Víkingur sem er sannfærður um að áhugi væri fyrir slíku. „Það væri mjög ódýrt í framleiðslu, sinfóníutón- leikar eru til dæmis teknir upp í hljóðupptöku hvort eð er. Hér vinnur fjöldi manns við eina umferð íþróttagreinum. Það er fínt. En hins vegar þykir mér það hrópandi ósamræmi hversu lítið er dokumenterað af listalífinu fyrir ríkissjónvarpið. Ríkisútvarp- ið er að sama skapi uppáhaldsfjöl- miðillinn minn, þar sem frábært starf er unnið fyrir menninguna. Ég vona að sjónvarpsmenn sjái möguleikana í menningunni, það efni hlyti jafnframt að vera hag- kvæmt miðað við flest annað á tímum efnahagsþrenginga.“ Fyrsti diskurinn á leiðinni Fyrsti diskur Víkings Heiðars kemur væntanlega út í maí. Upp- tökur fóru fram í október í hinu virta tónlistarhúsi Gewandhaus í Þýskalandi á fantasíum og völs- um eftir Brahms auk Eroica til- brigða Beethovens. „Þetta var ótrúlega erfið vika, það er allt öðruvísi að spila á sviði með hljóð- nemum og reyna að ná fullkom- inni túlkun, taka aftur og aftur upp í stað þess að spila í gegn eins og á tónleikum. Þetta eru í raun ólík listform. Það var því mjög stressandi að fá diskinn í hend- urnar og hlusta á hann. Ótrúlegt en satt þá held ég að ég sé bara nokkuð ánægður. Diskurinn end- urspeglar að ég held allavega hvernig ég heyri og upplifi þessi verk.“ Víkingur Heiðar hefur fengið afbragðsdóma fyrir alla tónleika sem hann hefur haldið hér á landi og sjálfur segist hann orðinn vel sjóaður í tónleikahaldi þó að eðli- leg spenna geri vart við sig áður en hann stígur á svið. Hann hefur þegar náð að „sigra“ tónverk sem voru alltaf á dagskránni hjá honum, til dæmis þegar hann spilaði konsert Rach- maninovs númer þrjú á síðasta ári. „Mig dreymdi alltaf um að spila hann, svo þegar því var lokið þá var það ekki jafnmikill endir og ég kannski hélt. Um leið og maður er búinn að ná einhverri færni þá tekur maður henni sem gefnum hlut, jafnvel þó að hún hafi verið fjarlægur draumur í mörg ár. Þannig heldur maður alltaf áfram. Og nú er ég ekki jafnmikið að pæla í tónlist út frá því hversu erfitt er tæknilega að spila hana,“ segir Víkingur Heið- ar. „Ég hef lært svo mikið undan- farin ár, núna er ég að púsla saman brotunum og vinna úr því sem ég hef lært.“ Endurtekning er leiðinleg Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er farinn að semja tónlist á nýjan leik eftir langt hlé á þeirri iðju. Tónsmíðar dýpka skilning á tónlist sagði hann Sigríði Björgu Tómasdóttur í spjalli yfir kaffibolla þar sem rætt var um æðri list og endurtekningar. VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Saknar menningarumfjöllunar í ríkissjónvarpinu og segir alltof mikinn mun á því sem lagt er í íþróttaumfjöllun og umfjöllun um menningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Uppáhaldsliturinn: Djúpblár en ég er reyndar með smávott af litblindu svo ég þori ekki alveg að fullyrða um það … Bækurnar á náttborðinu: Fyrst og fremst Kommúnistaávarpið. Og fullt af íslenskum bókum en upp úr stendur Ofsi eftir Einar Kárason. Besti diskurinn 2008: Kanadíski píanistinn Glenn Gould átti geisladiska- árið heima hjá mér þó hann hafi nú verið látinn í rúman aldarfjórðung. Flutningur hans á tíu intermezzoum eftir Johannes Brahms var óvæntasti og fallegasti diskurinn á árinu. Uppáhaldskvikmynd: Les Enfants du Paradis eftir Carné. En svo fékk ég mér Kubrick-safnið og nokkrar góðar eftir Bergman sem settu svip sinn á árið. Hvenær varðstu stressaður: Við það að fylgjast með íslenskum stjórnmála- mönnum á árinu. Fyrirmyndirnar: Afi minn Víkingur Heiðar Arnórsson, og svo foreldrar mínir, Ólafur Axelsson og Svana Víkingsdóttir. Ég er hlýðinn strákur og vel upp alinn. ➜ Í HNOTSKURN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.