Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Helgi P. er nýkominn ofan úr
Hellisheiðarvirkjun þegar haft
er samband við hann. Þar segir
hann gestagang mikinn og gaman
að vera enda stöðin opin alla
daga fyrir þá sem vilja líta inn.
„Það voru komnar átta rútur
fyrir klukkan ellefu í morgun
með yfir 250 manns í heimsókn,“
segir hann og telur erlenda ferða-
menn kunna vel að meta vist-
væna orkuöflun okkar Íslend-
inga. En hvað skyldi vera fram
undan hjá honum þessa síðastu
helgi í jólahaldinu?
„Í dag ætlar einn ömmubróðir
barnanna í ættinni að gangast
fyrir jólaballi. Hann hefur
aðgang að sal og þar kemur
saman margt fólk sem hefur ekki
hist lengi. Ég veit að það verður
gaman,“ segir Helgi og heldur
áfram glettnislega. „Í fjölskyld-
unni eru músíkantar og menn
með jólasveinareynslu svo reynt
verður að tjalda öllu sem hægt
er.“
Annars kveðst Helgi hafa haft
það notalegt um hátíðarnar, slak-
að á og lesið. „Ég lýk eflaust við
einhverjar bækur um helgina,“
segir hann og nefnir meðal ann-
ars Ofsa eftir Einar Kárason sem
hann sé langt kominn með. „Einar
er snillingur,“ segir hann.
„Reyndar er ekki langt síðan ég
las ferðasögu skáldanna um þjóð-
veg 66 og hafði mjög gaman af
henni líka,“ bætir hann við.
Sunnudeginum ætlar Helgi líka
að verja í göngutúr og velta fyrir
sér því sem fram undan er. „Nú er
partíinu lokið í bili og kominn
tími til að jafna sig á kjötsviman-
um,“ segir hann og kveðst
aðspurður eiga sér eftirlætisstað.
„Ég geng mikið í Heiðmörkinni.
Bý í Garðabænum og get labbað
þangað upp eftir og tekið góðan
hring. Það er yndislegt á hvaða
árstíma sem er.“ gun@frettabladid.is
Kominn tími á að jafna
sig á kjötsvimanum
Eins og vænta má af manni sem heitir Helgi hefur Helgi Pétursson almannatengill hjá Orkuveitunni ýmis
áform fyrir helgina. Hæst ber jólaball, bóklestur og Heiðmerkurgöngu.
„Í dag ætlar einn ömmubróðir barnanna í ættinni að gangast fyrir jólaballi. Hann hefur aðgang að sal og þar kemur saman margt
fólk sem hefur ekki hist lengi,“ segir Helgi Pétursson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÆRÐIN hefur verið með betra móti og
um að gera að nýta tækifærið og fara í bíltúr út
í sveit með gítarinn í skottinu. Bregða sér svo út í laut, tralla
nokkur vel valin lög og hugsa hlýtt til vorsins. Á vefsíðunni
www.gitargrip.is má finna réttu gripin.
Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki