Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 10
10 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is „Þessar tölur fyrir nýliðna viku sýna sömu mynd og verið hefur undanfarið. Það eru lítil umsvif á fasteignamarkaði og tölurnar end- urspegla efnahagsástandið og þá óvissu sem nú ríkir,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteigna- skrár Íslands. Samkvæmt tölum sem Fast- eignaskráin birti í gær voru gerðir þrettán kaupsamingar síðustu viku ársins. Ekki hafa verið gerðir færri samningar á þessum tíma, eins langt aftur og tölur Fasteigna- skrárinnar ná. Sex þessara samn- inga voru í Reykjavík og annað eins í Hafnarfirði. Fyrir ári voru gerðir 75 samn- ingar á þessum tíma og yfir eitt hundrað árin þrjú þar á undan. Um fjörutíu samningar voru gerðir síð- ustu viku ársins 2003, en frá árinu 2001 hafa ekki verið gerð- ir jafnfáir samn- ingar og nú. Meðalupphæð í samningum síðustu viku síð- asta árs var tæp 21 milljón króna. Hún hefur verið minni á þessum tíma árs, en heild- arveltan nú var 272 milljónir króna og hefur ekki verið minni á þessum tíma árs eins langt og tölur ná. Hún var 580 milljónir króna síðustu viku ársins 2003. Bent er á að óvenjumargir frí- dagar hafi verið um hátíðarnar. - ikh KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta:60 355 +0,87% Velta: 165 milljónir MESTA HÆKKUN BAKKAVÖRK +1,61% ICELANDAIR +0,75% STRAUMUR +0,54% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,60% ÖSSUR -1,10% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Bakkavör 2,53 +1,61% ... Eimskipafélagið 1,23 -1,16% ... Icelandair Group 13,40 +0,75% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 77,80 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,87 +0,54% ... Össur 98,60 -1,10% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 216,5 -0,45% Rofin hefur verið sú hefð að bank- ar og sparisjóðir hafi lokað fyrsta virka dag ársins. Í gær var þó ekki opið nema hálfan daginn í bönkum og sparisjóðum landsins, milli klukkan eitt og fjögur. Síðustu ár hefur hins vegar venju samkvæmt verið lokað allan daginn og í Kauphöllinni líka. Núna var hins vegar opið fyrir viðskipti í Kauphöllinni allan dag- inn, líkt og annars staðar í heimin- um. Í fyrra sagði Sigurjón Árnason, þá bankastjóri Landsbankans, oft hafa komið til tals að hætta að halda hefðina í heiðri, en hún væri rakin til þess tíma þegar tvo daga þurfti til að handreikna vexti um áramót. Undir lok janúar í fyrra kom svo tilkynning frá Seðlabanka Íslands um að fyrsti viðskiptadag- ur ársins yrði framvegis við- skiptadagur, en Seðlabankinn eft- irlét öðrum fjármálafyrirtækjum að ákveða hvort þau hefðu opið, þótt til þess væri hvatt. - óká Í TÖLVUVERSLUN Með tilkomu nútíma- tölvutækni hefur vinnulag breyst í fjár- málaheiminum þannig að auðveldara er en áður að stemma af vexti um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bankadagur blásinn af Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið yfir stjórn Medici-bankans í Vín. Bankinn varð fyrir miklu tjóni í Madoff-hneykslinu og er talið að bankinn hafi falið Maddoff yfir tvo milljarða Bandaríkjadala til umsýslu. Fé sem nú er glatað. Talið er að svikamylla Madoffs, sem eitt sinn stýrði Nasdaq-kaup- höllinni, hafi kostað banka, sjóði og ýmis góðgerðarsamtök um allan heim, yfir 50 milljarða dala. Austurríska fjármálaeftirlitið hefur lýst því yfir að engar lykil- ákvarðanir verði teknar í bankan- um án samþykkis stjórnvalda. Breska ríkisútvarpið segir ekki búist við því að austurrísk stjórn- völd leggi bankanum til fé. - ikh Austurrískur banki tekinn „Það er ljóst að fjármagnsliðir munu verða neikvæðir hjá mörgum fyrirtækjum,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Félagið reiknar með verulegu tapi á síðasta ári. Sláturfélagið sendi frá sér afkomuviðvör- un um áramótin. Þar segir að nýtt hafi verið ákvæði í lánasamningum sem kveði á um frestun stærri afborgana fram á mitt ár 2010. Það sé gert til að styrkja greiðslustöðu Sláturfélagsins. Steinþór segir að þrátt fyrir þetta hafi reksturinn gengið vel á nýliðnu ári. Háir vextir og gengisfall hafi hins vegar sett strik í reikninginn. Afborganir af erlendum lánum vega þyngst í bókum félagsins. End- anlegar afkomutölur liggja þó ekki fyrir. Steinþór bendir á að þótt félagið muni sýna verulegt bókfært tap til skemmri tíma muni það ganga til baka þegar gengi krón- unnar jafni sig. Hann segir mörg fyrirtæki verða fyrir þungum höggum vegna þessa. „Það verður að skoða þessa hluti til lengri tíma. Innlend lán eru dýr núna. Nái krónan sér á strik verða erlend lán hagstæðari á ný,“ segir Steinþór. - jab STEINÞÓR SKÚLASON Forstjóri Sláturfélagsins segir háa vexti hér og fall krónu skýra verulegt bókfært tap eftir reksturinn á síðasta ári. Reikna megi með því að tapið gangi til baka þegar krónan jafnar sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sláturfélagið varar við miklu tapi Breski innistæðutryggingasjóð- urinn hefur þegar greitt bresk- um sparifjáreigendum yfir 600 milljarða íslenskra króna af lok- uðum Icesave-reikningum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfir 200 þúsund manns hafi sótt um greiðslur úr sjóðn- um, en hann hafi þegar greitt út sem nemur ríflega 3,5 milljörð- um punda. Það nemur ríflega 623 milljörðum króna miðað við núverandi gengi pundsins eins og það er skráð hjá Seðlabankan- um. Dæmi séu um að fólk sem átti lágar fjárhæðir á Icesave-reikn- ingum sæki ekki um til trygg- ingasjóðsins. Íslendingar hafa samið við Breta og Hollendinga um að ábyrgjast lágmarksgreiðslu til sparifjáreigenda, sem nemur um 20 þúsund evrum fyrir hvern reikning. Skilanefnd Landsbank- ans reiknar með því að um 150 milljarðar króna falli á íslenska skattgreiðendur, þegar eignir Landsbankans hafa verið látnar á móti þessum kröfum. - ikh Milljarðar greiddir vegna Icesave Sjaldan gerðir jafn- fáir kaupsamingar HAUKUR INGIBERGSSON Krónan féll um 45 prósent á nýliðnu ári. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Glitnis, segir krónuna hafa tekið stór skref aftur á bak og sé hún nú orðin ógjaldgeng og illskiptanleg. Gjaldmiðl- ar sem lent hafi í viðlíka hremmingum hafi verið lengi að ná sér aftur. „Krónan fór frá því að vera full- gildur meðlimur í samfélagi gjald- miðla í hitteðfyrra í það að vera ógjaldgengur og illskiptanlegur gjaldmiðill, að minnsta kosti í bili,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitn- is. Hann bætir við að krónan hafi tekið stórt skref aftur á bak á nýliðnu ári og fallið mjög í áliti. „Það gæti orðið erfitt að vinna aftur trúverðugleika krónunnar,“ segir hann. Gengi krónunnar féll um tæp 45 prósent á nýliðnu ári og urðu mis- góðar björgunaraðgerðir ekki til að lina það högg sem hún varð fyrir í kringum bankahrunið. Gengishrunið er mismikið eftir gjaldmiðlum. Mest er það gagn- vart jeni en minnst gagnvart breska pundinu af þeim gjaldmiðl- um sem taldir eru í töflunni. Jenið styrktist mjög á tímabilinu. Gengi Bandaríkjadals veiktist hins vegar mjög framanaf ári fram í septemb- er þegar hann styrktist gagnvart evru. Hann er engu að síður tæpum 95 prósentum dýrari nú en fyrir ári í íslenskum krónum talið. Fastgengisstefna Seðlabankans til nokkurra daga í október er ein þeirra aðgerða sem síst var til þess fallin að styrkja álit fjárfesta á stoðum krónunnar á síðasta ári. Gengisvísitalan rauk úr 120 stigum í 216,3 stig á milli áramóta. Í byrjun desember rauf vísitala krónunnar 250 stiga múrinn og hafði hún aldrei verið veikari. Þá hefur vísitala krónunnar ekki farið undir 200 stigi síðan um miðjan október. Jón Bjarki bendir á að þeir gjaldmiðlar sem hafi lent í svipuð- um hremmingum og íslenska krónan, hafi oft verið óburðugar í langan tíma á eftir enda hafi ímynd þeirra orðið fyrir skakka- föllum til langframa. Hann nefnir rússnesku rúbluna, sem margir líti hornauga þótt það hafi ekki haldið fjárfestum fjarri. „Þetta gæti fylgt krónunni um töluvert skeið, hún hefur fengið á sig stimpil,“ segir hann. jonab@markadurinn.is Erfitt að byggja upp trú á krónuna á ný STYRKING ANNARRA GJALDMIÐLA MILLI ÁRA Gjaldmiðill Breyting Japanskt jen 145,4% Bandaríkjadalur 94,9% Evra 86,4% Danska krónan 86,4% Sænska krónan 60,7% Norska krónan 51,2% Breskt pund 41,1% HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS. JÓN BJARKI BENTSSON Þær hremmingar sem krónan lenti í á síðasta ári gætu fylgt henni um töluvert skeið, segir sérfræðingur hjá Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slóvakar tóku upp evru sem gjald- miðil á nýársdag og varð landið við það sextánda aðildarríki mynt- bandalags Evrópu. Robert Fico, forsætisráðherra landsins, var einn fyrstur lands- manna til að taka sér evruseðl í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins í Bratislava, höfuðborg landsins. Gríðarleg fagnaðarlæti voru á torginu vegna evruupptökunnar á gamlárskvöld. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa sem var fasttengd evrunni um mitt síðasta ár, verður í umferð þar til um miðjan mánuð- inn. - jab Slóvakar með evrur Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna fram- boðs til formanns og til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is. Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 12. janúar 2009. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á vef VR www.vr.is. Þá er hægt að leita frekari upplýsinga hjá kjörstjórn VR með því að hafa samband við skrifstofu félagsins. Framboðsfrestur framlengdur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.