Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 16
16 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heims- kreppu, og bankahrun á heima- slóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn – ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvanda- máli. Við þurfum að efla atvinnu- greinar sem skapa gjaldeyri, ráðast í stórframkvæmdir og aðrar aðgerðir sem skapa störf meðan dýpsta lægðin gengur yfir. Samhliða vinnum við í iðnaðarráðuneytinu hörðum höndum að því að leggja grunn að nýju og fjölbreyttu atvinnu- lífi í framtíðinni, þar sem náttúra, þekkingarframleiðsla, afþreying og nýsköpun verða sterkar stoðir í atvinnulífi hinnar dreifðu áhættu. Sprotar morgundagsins Bætt umhverfi sprotafyrir- tækja er í forgangi í iðnaðar- ráðuneytinu. Það birtist í að þrátt fyrir erfiðan niðurskurð í ríkisfjármálum er fjármagn til að efla sprota morgundagsins aukið umtalsvert. Tækniþróunarsjóður hefur meira fjármagn en nokkru sinni. Hann verður nú opnaður nýjum greinum einsog ferða- þjónustu og sérstakar marká- ætlanir unnar til að ryðja nýjum sviðum braut. Nýsköpunarsjóð- ur er á mun traustari grunni en áður. Þýðingarmikil hraðbraut í frumkvöðlafræðum á háskóla- stigi er tekin til starfa. Fjögur öndvegissetur í völdum framtíð- argreinum verða sett á laggir á næstu mánuðum. Mestu skiptir þó, að uppúr bankahruninu var Frumtak, sjóður sem mun hafa á fimmta milljarð til að sinna sóknarfjárfestingum í sprota- fyrirtækjum, reistur til nýs lífs. Varðandi sköpun starfa er þýðingarmikið að iðnaðarráðu- neytið náði samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð, sem mun gera sprotunum kleift að ráða til sín þjálfað starfsfólk úr röðum atvinnulausra. Sprotasamtökin telja að þegar við staðfestingu reglugerðar um málið muni fast að 300 manns þannig fá nýtt starf. Séu afleidd störf talin, þá er mat samtak- anna að með þessum hætti verði senn til þúsund ný störf. Ég tel að þessi störf geti orðið miklu fleiri strax á þessu ári. Ótaldir eru þá möguleikar á að skapa fjölmörg störf strax á næstu misserum fyrir skapandi greinar með því að markaðs- setja kvikmyndalandið Ísland, bæði á sviði auglýsingagerðar og listrænnar afþreyingar. Hærri endurgreiðslustyrkir, frjálsara regluverk og lagaá- kvæði sem láta stafræna eftirvinnslu njóta sama stuðn- ings og sjálfa framleiðsluna gætu skipt sköpum. Svipaða möguleika þarf að kanna varðandi íslenskan tónlistariðn- að. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Ein fljótvirkasta leiðin til að skapa störf og dýrmætan gjaldeyri er að efla ferðaþjón- ustu. Iðnaðarráðuneytið er nú á fullum skriði við að bæta innviði greinarinnar með auknu fjármagni til markaðssóknar, bættu aðgengi og uppbyggingu ferðamannastaða, eflingu rannsókna og betra skipulagi á markaðsmálum. Verulegir fjármunir hafa þannig runnið til að styðja efnilega sprota í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sérstök fjárveiting var jafnframt samþykkt til markaðsmála í landshlutunum. Nýlega ákvað svo iðnaðarráðuneytið að veita nýjum fjármunum til að styrkja innviði fjölsóttra ferðamanna- staða á næsta ári, og bæta móttöku ferðamanna. Einnig er nýhafið gæðaátak sem er forsenda tekjuaukningar í greininni. Sérstakt rannsóknar- setur fyrir ferðaþjónustu er í undirbúningi í samvinnu við háskólann á Hólum. Gagnger uppstokkun á markaðsmálum greinarinnar er líka hafin þar sem ný og náin samvinna utanríkis- og iðnaðar- ráðuneyta verður sóknarfleyg- urinn. Sérhvert sendiráð á að verða að markaðsstofu fyrir ferðaþjónustuna. Um leið hafa sérstakar fjárveitingar ráðu- neytisins til markaðssóknar erlendis fimmfaldast frá 2008 – þrátt fyrir niðurskurð í ríkis- fjármálum. Stórframkvæmdir Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverka- fólk, verkfræðinga og arkitekta. Undir lok árs tók ég því ákvörð- un um að láta staðfesta fjárfest- ingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Hann er forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda þar. Þær munu skapa atvinnu fyrir ríflega 2.500 manns á byggingartíma, sem fellur saman við dýpstu efna- hagslægðina, og mesta atvinnu- leysið. Í fullreistu veri munu 650 manns starfa, og afleidd störf verða ríflega 1000. Ekki verður þörf á virkjun Neðri- Þjórsár vegna Helguvíkur, og framleiðslan rúmast innan Kýótó-sáttmálans. Landsvirkjun er jafnframt að ljúka samningum um aukna orkusölu frá Búðarhálsi til Straumsvíkur. Hún tryggir endurbætur á álverinu sem hefjast á næsta ári, og skapa störf fyrir 350-400 iðnaðar- menn, verkfræðinga og arki- tekta. Öll leyfi liggja fyrir vegna virkjunar Búðarháls. Um hana gildir hins vegar sama og aðrar virkjanir að lánsfjárlínur eru helfrosnar í bili. Sama gildir um fjármagn til að þróa jarðhitasvæði sunnanlands og norðan. Skapandi lausnir Við þurfum því skapandi lausnir til að bægja frá fjármagnsskorti svo hægt sé að halda áfram skynsamlegri og umhverfis- vænni orkunýtingu. Í þröngri stöðu verður að skoða allar leiðir. Ein er að freista samninga við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki, sem myndi jafnhliða létta þrýstingi af gengi krónunnar. Önnur er að fela einkamarkaðn- um, eða hreinlega eigendum stór- iðjuvera, að taka að sér þróun einstakra orkusvæða, svo fremi þau geti sýnt fram á öflun fjármagns. Þetta er kleift í krafti nýrra orkulaga, sem hið fram- sýna Viðskiptablað kallaði tæran sósíalisma, en tryggir að orkulindir í eigu hins opinbera fara aldrei úr höndum þess þótt fyrirtæki á markaði fái tíma- bundinn rétt til orkuvinnslu. Þriðja gæti falist í samvinnu opinberra og einkafyrirtækja um öflun orku. Fleiri en eitt umhverfisvænt hátækniver hefur enn áhuga á að reisa starfsstöðvar á Íslandi fáist orka. Við eigum ekki að láta víl og bölmóð glepja okkur sýn á þau mörgu og öflugu tækifæri sem við eigum til að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Höfundur er iðnaðarráðherra. Sókn til nýrra starfa Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverka- fólk, verkfræðinga og arki- tekta. Undir lok árs tók ég því ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingasaming vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Í DAG | Atvinnumál Menn ársins Rás tvö stóð að venju fyrir vali á Manni ársins á gamlársdag. Hvorki kom á óvart að Hörður Torfason stæði með pálmann í höndunum né að karlalandsliðið í handbolta fylgdi á hæla hans í öðru sæti. Það kom aftur á móti óneitanlega á óvart að í tíu efstu sætunum voru menn á borð við Ólaf F. Magnússon, Jón Ásgeir Jóhannesson, Davíð Oddsson og Björgólf Thor Björgólfsson. Þá sætir líka furðu hverjr voru ekki meðal efstu mann, sér í lagi sjónvarps- maðurinn Egill Helgason, sem sópað hefur að sér verðlaun- um í ár. Egill fékk ekki nema sex atkvæði – en honum var spáð yfirburðasigri í ófáum heitum pottum. Váfugl snuðaður Hallur Hallsson, fyrrverandi fréttmað- ur, kvartar yfir því á vefnum AMX að skáldsaga sín, Váfugl, sem fjallar um Ísland og Evrópusambandið, hafi verið sniðgengin af Fréttablaðinu, Stöð 2, Morgunblaðinu og Ríkisútvarpinu. Skýringin sé sú að þetta séu evr- ópusinnaðir fjölmiðlar og þeim hafi þótt umræðu- efnið of eld- fimt. Váfugl Halls var reyndar rit- rýndur í Morgun- blaðinu í stuttum dómi, álíka löngum og nýjasta bók Hallgríms Helgasonar fékk. Konan í Hagkaupum Niðurstaða gagnrýnanda Moggans, um Váfugl var þessi: „Sagan byggist að miklu á tafskenndum samtölum og endursögn á mannkynssögunni á milli þess sem flakkað er fram og aftur í tíma. Persónur eru ýmist algóðar eða alvondar og aldrei sannfærandi.“ Hallur telur að Váfugl hafi greinilega komið við kaunin á Árna Matthíassyni, ritrýni Mogg- ans, og kallar dóminn „skilaboð til innvígðra“, „tilræði við mannorð“ og „skítkast“. Hallur upplýsir að hann hafði nefnilega fengið óyggjandi staðfestingu á gæðum bókarinn- ar: „„Hallur, þetta er besta bók ársins,“ sagði kona í Hagkaup- um.“ bergsteinn@frettabladid.is H ér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslíf- inu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mik- illar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Nú horfir hinn vestræni heimur enn eina ferðina í hina áttina meðan Ísraelar drepa fólk á Gaza í Palestínu. Fregnir herma að fyrstu daga ársins séu börn um helmingur þeirra sem hafa verið drepnir. Á um viku hafa nálægt 430 Palestínuarabar verið drepnir. Sárir eru yfir 2.100, venju- legt fólk, konur og börn. Við hæfi er að við Íslendingar, sem vorum með fyrstu ríkjum til að viðurkenna Ísraelsríki, göngum fram með góðu fordæmi og slítum stjórnmálasambandi við landið og krefjumst þess að herveldið láti af ofríki sínu og aðskilnaðarstefnu. Ísraelar eiga að fara að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þótt fjármálakerfi okkar hafi beðið skipbrot vegna andvara- leysis íslenskra stjórnmála- og embættismanna þá þýðir það ekki að við eigum að draga okkur inn í skel einangrunar og skömm- ustu. Íslendingar drógu vagninn þegar að því kom að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og við höfum sýnt í verki að við getum látið að okkur kveða. Með því að standa upp til varnar fólki sem níðst hefur verið á áratugum saman myndum við sýna dug sem vonandi nægði til að auka þjóðinni trúverðugleika og reka af henni slyðruorð sem undirlægja Bandaríkjanna í heims- pólitíkinni. Væri þar með að hluta bætt fyrir niðurlæginguna þegar Ísland slóst í hóp „viljugra þjóða“ sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak. Með því að sýna dálítinn manndóm gæti jafnvel fengist önnur niðurstaða yrði síðar gerð önnur tilraun til að afla okkur sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Búa þarf svo um hnúta að gyðingar, sem ekki geta hugsað sér sambýli við araba þar sem allir nytu jafnra réttinda, geti fengið inni í hverju því ríki sem þeir áttu áður ættir að rekja til, hvort heldur þeir komu frá Evrópu eftir stríð eða öðrum löndum á seinni árum. Vandséð er annað en knýja verði Ísraela til að láta af aðskilnaðarstefnu. Eðlilegast væri að fólk sem þarna deilir heimilisfesti búi í einu og sama landi og sé jafnrétthátt þegar kemur að kosningum og almannaþjónustu. Vonin er kannski veik um að ríkjum Ísraels og Palestínu verði slegið saman í friðar- ríkið „Peace-rael“. Við núverandi ástand verður hins vegar ekki unað. Til eru sértrúarhópar sem vilja hlaða undir endurreisn Ísra- elsríkis því þar með færist heimurinn skrefi nær hinsta degi þar sem drottinn allsherjar fari um dæmandi lifendur og dauða. Og ofsatrúarhópar gyðinga réttlæta landnám sitt með vísunum í Gamla testamentið. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael á þó líkast til ekki rætur í trúarofstæki, heldur baráttu um auð, völd og áhrif í heiminum. Olíupólitík lætur sig mannslíf engu skipta. Hér aukast skuldir og margir lenda í vandræðum. Blessunarlega rignir þó ekki sprengjum. Hryllingur í ríki Davíðs konungs ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.