Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 22
22 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR G eorge Walker Bush var kjör- inn árið 2000 með lægsta meirihluta sem um getur í forsetakosningum: einu atkvæði hæstaréttardóm- ara. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði, þvert ofan í Hæstarétt Flórídafylkis, að ekki skyldi endurtelja vafaatkvæði í kosn- ingunum. Bush sigraði því demókratann Al Gore í Flórída með 537 atkvæða mun, en alls voru sex milljón atkvæði talin í fylk- inu. Þannig fékk Bush fleiri kjörmenn en Gore, en reyndar færri atkvæði í heildina á landsvísu. Rúmlega hálf milljón Banda- ríkjamanna kaus Gore frekar en Bush. Strax í byrjun ferilsins var því byrjað að tala um nýjan forseta sem pabbastrák, sem hefði „stolið“ kosningunum og rifjað upp að þessi dómari eða hinn í Hæstarétti BNA hefði verið skipaður af föður Bush og vinum hans, en George Bush eldri var for- seti á árunum 1989 til 1993 og varaforseti á átta ár á undan. Fyrra kjörtímabilið En almenningur og demókratar í Banda- ríkjunum veltu Bush ekki upp úr þessu, heldur horfðu fram á veginn. Fyrra kjör- tímabilið var stórslysalaust og Bush var ekki óvinsæll. Hann var helst gagnrýndur fyrir að vera illa máli farinn en kannski var það styrkleiki; hann þótti alþýðlegur, þótt hann væri kominn af einni mestu valdafjöl- skyldu í Bandaríkjunum. Búist var við að Bush myndi reyna að vera átakalítill forseti, þar sem hann var kosinn með minnihluta atkvæða og með aðstoð dómara. En svo vildi til að Repúblik- anaflokkurinn stjórnaði báðum deildum þingsins. Því gat Bush látið sem hann hefði pólitískt umboð til að stýra eins og hann væri vinsæll forseti sem hefði verið valinn með miklum meirihluta atkvæða. Eitt fyrsta verk forsetans var að lækka skatta fyrir um 1,3 trilljónir dollara. Lækk- unin kom hinum tekjuhæstu best. Hann gerði trúarbrögð, íhaldssama og evangel- íska kristni, að meginþema bæði í innan- lands- og utanríkisstefnu sinni. Bush lýsti yfir að hann leitaði ekki ráða hjá föður sínum, heldur hjá alföðurnum á himnum. World Trade Center Þegar Tvíburaturnarnir voru felldir þóttu fyrstu viðbrögð forsetans ekki til fyrir- myndar. Hann var þá að lesa sögu fyrir skólabörn og hvarf svo í nokkra tíma og var sagður á flótta. Þegar hann sneri til baka hafði hann í farteskinu áætlun sem er köll- uð stríðið gegn hryðjuverkum, einnig kallað „langa stríðið“ því erfitt er að sjá að því ljúki nokkurn tíma. Alræmdur þáttur þessa stríðs eru föðurlandsvinarlögin, eða Patriot Act, sem gáfu alríkisyfirvöldum meðal ann- ars mun víðtækari heimildir til að njósna um almenna borgara. Nú mátti hlera alla síma og skoða tölvupóst. Stríðsforsetinn Eftir 11. september nutu Bandaríkin sam- úðar flestra valdhafa í heimi. Jafnvel Íran- ar buðu fram aðstoð sína. Bush og varafor- setinn Dick Cheney, sem áður var varnarmálaráðherra Bush eldri, og yfir- maður olíuþjónustufyrirtækisins Halliburt- on, ákváðu hins vegar að standa að mestu einir að hefndaraðgerðum sínum. Þeir réð- ust inn í Afganistan með Bretum í október 2001, enda hefðu talibanar skýlt Osama bin Laden, sem er talinn hafa skipulagt árásirn- ar þann 11. september. Í miðju kafi í Afganistan, í október 2003, réðst forsetinn svo inn í Írak. Innrásin þangað var réttlætt með lygum um hættu þá sem stafaði af meintri vopnaeign Sadd- ams Hussein, nema forseti Bandaríkjanna hafi einfaldlega gert herfileg mistök. Í það minnsta fundust aldrei hin frægu gereyð- ingarvopn utan einu sinni á forsíðu Morg- unblaðsins. Milljónir manna um allan heim mót- mæltu þessu stríði, og ólöglegri innrásinni. Íslendingar, það er forsætis- og utanríkis- ráðherra, studdu innrásina, en nýr utanrík- isráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur síðan „harmað“ Íraksstríðið og kall- að stuðninginn verstu mistök þáverandi ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar. Hinn 1. maí 2003 lýsti Bush því yfir að allar umfangsmiklar hernaðaraðgerðir væru að baki í Írak og að þeir Bretar hefðu haft betur. Fimm árum síðar hefur hvorki verið haft uppi á bin Laden né vopnum Saddams. Óvíst er hvenær og hvernig her- lið hinna viljugu mun yfirgefa landið. Víst er að bandarískir hergagnafram- leiðendur og einkaherir, fyrirtæki sem studdu Bush fjárhagslega í kosningabar- áttum, hafa aldrei haft það jafn gott og síð- ustu ár. Ísrael og Palestína Þegar Bush var endurkjörinn í nóvember 2004 sagðist hann hafa fengið umboð þjóð- arinnar til að halda stefnu sinni í Írak til streitu. Hann hefur oft reynt að sýna sig sem boðbera frelsis og lýðræðis í heiminum og nú upp á síðkastið verið áhugasamur um frið í Mið-Austurlöndum. Hann ákvað hins vegar, með forseta Ísraels, Ehud Olmert, að sniðganga lýðræðislega kjörna þjóðstjórn í Palestínu, enda höfðu Hamas-samtökin gripið til vopna og hryðjuverka gegn her- námi Ísraelsmanna. Blaðið Vanity Fair hefur síðan upplýst að Bush og Condoleezza Rice utanríkisráðherra, með liðsinni Olmerts, hafi fengið Fatah-samtökin til að sprengja þjóðstjórnina. Þessu lauk með blóðugu borgarastríði í Palestínu í júní 2007. Eftir það voru Hamas-liðar einráðir á Gaza- svæðinu og traustari í sessi en nokkru sinni fyrr. Seinna kjörtímabilið Bush naut mikilla vinsælda eftir árásirnar á Tvíburaturnana, en fljótlega á seinna kjörtímabilinu fór að halla undan fæti. Skoðanakannanir endurspegluðu margvís- leg hneykslismál, svo sem fangabúðirnar í Guantánamo, pyntingar CIA og ómann- eskjulega meðferð á föngum í Abu Graib- fangelsinu, ásamt tilvist ýmissa leynifang- elsa. Þetta komst þó ekki í hálfkvisti við fellibylinn Katrínu, sem barst að ströndum landsins í ágúst 2005. Þegar náttúruhamfarirnar lögðu New Orleans í eyði neitaði forsetinn að snúa úr sumarfríi sínu og virtist síðan ekki ætla að skipta sér mikið af hamfarasvæðinu. Þessi viðbrögð sannfærðu stóran hluta almenn- ings um að forsetinn væri vanhæfur. Þús- undir misstu heimili sín og eyðileggingin sýndi fram á að í Bandaríkjunum væri ekki endilega hægt að reikna með neyðarþjón- ustu ríkisins. Forsetinn, sem hafði lengi predikað gegn of miklum ríkisafskiptum, taldi ekki að þau ættu við í þessu tilfelli. Fólk átti að koma sér sjálft í burtu undan flóðunum, í eigin einkabíl, og finna sér sitt eigið hótelher- bergi. Einkafyrirtæki áttu svo að leiða björgun- arstarfið í hagnaðarskyni, ekki stofnanir ríkissins. Þetta var kallað að einkavæða þjóðarneyðina, almannaheill. Óeirðir brutust út á svæðunum og lög- regluþjónar hættu að halda uppi lögum og reglu; þeir sáust fylla kerrur sínar í yfir- gefnum stórmörkuðum eins og aðrir. Stór hluti fólksins sem varð fyrir barðinu á fellibylnum var af lágstétt blökkumanna. Þetta var notað til að skýra áhugaleysi for- setans; hann væri bara rasisti. Nærri tvö þúsund létust. Endalokin Forsetatíð George Bush yngri lýkur með mestu efnahagskreppu okkar tíma og hann skilur eftir sig ógrynni erlendra skulda. Hans verður minnst ekki bara fyrir stríð- in, andstöðu við fóstureyðingar og við vís- indalegar rannsóknir á stofnfrumum en áhuga á dauðarefsingum. Hann barðist gegn því að dregið yrði úr loftmengun í heiminum og málaði heiminn svart/hvítan fyrir þjóð sinni; þeir sem eru með okkur í liði og þeir sem eru hinir illu. Hann var í ýmsum skoðanakönnunum talinn hættuleg- asti maður heims. Nánast hvert sem hann fór í opinberar heimsóknir tóku fjöldamótmæli á móti honum, nú síðast þegar hann fór í kveðjuför sína til Íraks. Þá fleygði blaðamaður nokkur skó sínum að honum. Flestir virðast anda léttar, yfir því að þessi óvinsæli forseti hætti brátt. Hann hefur verið púaður niður af heiminum og af eigin þjóð. Í kosningabaráttunni síðustu reyndu frambjóðendurnir Obama og McCain sem mest þeir máttu að stinga upp á öðrum leið- um en Bush hafði gert. Hvorugur vildi láta sjá sig nálægt honum. Bandaríkjamenn völdu síðan þann frambjóðanda sem var ólíkari Bush. Heimildir Guardian.co.uk, Wikipedia.org, Vanityfair. com, Ríkisútvarpið og fleiri. Forsetinn sem var púaður niður George Walker Bush er 43. forseti Bandaríkjanna og víkur fyrir Barack Hussein Obama hinn 20. janúar. Klemens Ólafur Þrastar- son fer yfir forsetatíð þessa umdeilda manns, sem hefur svo sannarlega tryggt sér sess á spjöldum sögunnar. OLÍUBRUNNUR ALELDA Í ÍRAK Bush skilur eftir sig sviðna jörð í Írak en farið er að tala um stríðið þar sem enn meiri hrakfarir en Víetnamstríði. BUSH BANDARÍKJAFORSETI DANSAR MEÐ DIXÍBANDI Á FUNDI BANDARÍSKA VIÐSKIPTARÁÐSINS Í APRÍL George W. Bush er ófeiminn við að bregða á leik eins og sjá má á fjölda ljósmynda sem hafa verið teknar af honum við ýmis tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS NOKKUR ÁHUGAVERÐ UMMÆLI FORSETANS ■ „Ég hef horfið frá kennisetningum frjáls markaðs, til að bjarga frjálsu markaðskerfi.“ – 16. des. ■ „Ég hef verið í Biblíunni á hverjum degi síðan ég hef verið forsetinn.“ – 12. nóv. „Hann var frábær faðir fyrir stjórnmál, frábær faðir á meðan á stjórnmálum stóð og frábær faðir eftir stjórnmál.“ – Um föður sinn, 12. nóv. ■ „Í gær minntistu á... litla hæfileika mína þegar kemur að dansi. En samt sem áður, ég vil að þú vitir að ég dansaði af gleði. Og engin spurning að Líbería hefur átt við afar mikla erfiðleika að stríða.“ – Við forseta Líberíu, 22. okt. ■ „Mig langar að deila með ykkur áhugaverðri áætlun út af tveimur ástæðum. Eitt: hún er áhugaverð. Tvö: kona mín fann upp á henni, eða hefur í raun og veru haft afskipti af henni; hún fann ekki upp á henni. En henni varð hugsað til hennar fyrir þessa ræðu.“ – 21. okt. ■ „Þessi þiðnun... tók langan tíma til að þiðna, það mun taka langan tíma að afþiðna.“ – Um lánsfjárþurrðina, 20. okt. ■ „Allir sem taka þátt í ólöglegum fjármagns- flutningum verða gómaðir og ofsóttir.“ – 19. sept. ■ „Í fyrsta lagi sé ég ekki að Bandaríkin eigi við vandamál að stríða.“ – 10. ágúst. ■ Árið 2000 þótti Bush sérlega óheppinn þegar hann sagði: „Sjaldan er spurt: Er börnin okkar lærandi?“ Sama ár hélt hann því fram að hann hefði verið „óvanmetinn“ og að hann væri þess fullviss að fiskar og mannverur gætu lifað í sátt og samlyndi. Heimild: http://politicalhumor.about.com/ library/blbushisms.htm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.