Fréttablaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 24
„Ég var fjögurra ára hnáta, búsett í
Stórutjarnarskóla í Ljósavatns-
skarði, þegar Manuela Wiesler kom
þangað til að leika á flautuna sína.
Þá heillaðist ég upp úr skónum og
fékk flautu að láni, en náði ekki tóni.
Var því ákveðið að geyma flautuleik
minn þar til ég var orðin tíu ára og
fékk þverflautu í jólagjöf,“ segir
Kristjana Helgadóttir, flautuleikari
í Tríói Artis, sem heldur nýárstón-
leika í Mosfellskirkju á morgun.
„Við Gunnhildur Einarsdóttir
hörpuleikari og Jónína Auður Hilm-
arsdóttir víóluleikari bundumst
vinaböndum þegar við vorum við
nám í Amsterdam og hrifumst mjög
af dýragarði borgarinnar, sem heit-
ir einmitt Artis,“ segir Kristjana
um tilurð tríósins, sem býður til
nýárstónleika í Mosfellsdal í sjötta
sinn.
„Upphaf tónleikahaldsins má
rekja til námsáranna ytra þegar við
lékum saman tónverk Claudes
Debussy, frá árinu 1915 fyrir flautu,
víólu og hörpu. Í kjölfarið gafst
tækifæri til að spila sónötu Debuss-
ys í Mosfellskirkju, þar sem hún
hefur hljómað árlega síðan,“ segir
Kristjana. Á tónleikunum verða
einnig flutt tónverk eftir Toru Tak-
emitsu og Franz Anton Hoffmeist-
er, en verkin eru fögur, ljúf og
aðgengileg, og víst að stemningin
verður töfrandi við róandi kertaljós
kirkjunnar.
„Tónleikarnir eru ómissandi hluti
af jólahaldinu og tónleikagestir
njóta hátíðleika og kyrrðar, sem er
eftirsóknarvert áður en daglegt
amstur byrjar á fullu,“ segir Kristj-
ana sem meðal annars leikur með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Við
flautan höfum eldað saman súrt og
sætt, en hún er góður félagi og
hefur spilað stóran sess í lífi mínu;
allt frá því Manuela heitin töfraði
mig upp úr skónum á fimmta árinu.
Það var örlagadagur og sýnir hversu
dýrmætt er að kynna hljóðfæri og
klassíska tónlist fyrir börnum.“
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Aðgangur er ókeypis.
thordis@frettabladid.is
Fagrir tónar við kertaljós
Á nýju ári er hollt fyrir andann að sækja tónleika sem veita birtu og yl þegar sól er lægst á lofti. Tríó
Artis býður einmitt til slíkrar andaktar í Mosfellskirkju á morgun; hörpu, flautu og víólu við týru kerta.
GÖNGUTÚR eftir Ægisíðunni er endurnærandi.
Þar er hægt að verða sér úti um ósvikið sjávarloft í lungun,
sækja orku og andagift. Í leiðinni má virða fyrir sér einhver
reislulegustu hús landsins sem enn þá eru böðuð jólaljós-
um.
Tríó Artis skipa nú Gunnhildur Einarsdóttir á hörpu, Kristjana Helgadóttir á þverflautu
og Þórarinn Már Baldursson á víólu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mjúkir og þægilegir leðurskór á góðum gúmmísóla
fyrir dömur. Stærðir: 36-42 Litir: Rautt og svart
Verð: 11.900.-
Mjúkir og þægilegir leðurskór með stömum sóla
fyrir dömur. Stærðir: 36 - 42 Litir: svart
Verð: 11.900.
Vandaðar og góðar herramokkasíur úr leðri,
Stærðir: 40 - 46 Litir: svartir og ljósir
Verð: 6.885.-
Flottir og sportlegir leðurskór fyri alvöru menn.
Stðrðir: 40 - 48 Litir: svart, brúnt og mislitt.
Verð: 9.985.-
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178 • Sími: 551 3366
Opið: mán - fös: 10 -18, lau 10 -14
www.misty.is
Laugavegi 53 • s. 552 3737
opið mánudag til föstudag 10-18
laugardag 10-17
Útsalan er hafi n
Allar vörur með
40% afslætti
Leitið upplýsinga
hjá sölufulltrúum;
Jóna María
512 5473
Hugi
512 5447
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Auglýsingasími
– Mest lesið